Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
Efnisatriðaskýrsla ráðherranefndarinnar birt:
Sh
rjj.nw
imnurum vaxtamál
beðið efttr áttti vísitöhmefndar
STJÓRNARFLOKKARNIR eru sammála um að gcra ekki tillögur til forsætisráðherra um vísitöluyiðmiðun
launa — segir í skýrslu ráðherranefndarinnar um efnahagsmál — fyrr en vísitölunefnd hefur skilað áliti.
Fyrir liggja tillögur frá Framsóknarflokki um breytingu á vísitöluviðmiðun, en Alþýðuflokkur hefur aftur
á móti lagt til að gengið verði til samninga um ákveðnar hámarkshækkanir ársfjórðungslega á árinu 1979,
en fulltrúi flokksins lýsir því yfir að Alþýðuflokkur geti ekki síður fellt sig við breytingar á
vísitöluviðmiðun launa til að ná þeim verðlagsmarkmiðum, sem að er stcfnt. Tillögur Framsóknarflokksins
eru um sérstaka samvinnunefnd um kjaramál.
í vaxtamálum eru flokkarnir
klofnir. Alþýðuflokkur og Fram-
sóknarflokkur vilja taka upp verð-
tryggingu inn- og útlána, annarra
en veltiinnlána — vestir verði
lækkaðir og komið á verðtrygg-
ingu, þannig að höfuðstóll breytist
með verðlagsþróun og reiknist
síðan afborganir og vextir af
verðbættum höfuðstól. Verðtrygg-
ing verði reiknuð eftir á í hlutfalli
við verðlagsþróun. Lánstími verði
og almennt lengdur. Alþýðuflokk-
ur vill hækka bindisskyldu inn-
lánsstofnana hjá Seðlabanka í
40%.
í vaxtamálum leggur fulltrúi
Alþýðubandalagsins til að vextir
af skammtímalánum, rekstarlán-
um og afurðalánum lækki með
lækkandi verðbólgustigi. Vaxta-
og lánskjör verði ákveðin af öllum
lengri lánum í samræmi við þær
verðbætur, sem greiddar eru á lán
á hverjum tíma. Er þar átt við öll
fjárfestingalán og lán til lengri
tíma en tveggja ára. Þá verði
ávöxtunarskilmálar húsnæðis-
málalána gerðir húsbyggjendum
hagstæðir og bankaleynd afnum-
in.
Skýrsla ráðherranefndarinnar
til ríkisstjórnarinnar um efna-
hagsmál, sem forsætisráðherra
var afhent að kvöldi 31. janúar
síðastliðins, var til umræðu á
miðstjórnarfundi Framsóknar-
flokksins í gær og var henni dreift
þar. Morgunblaðið fékk þar eintak
skýrslunnar, sem er í 8 köflum
ásamt viðauka um tillögur Fram-
sóknarflokks um kjaramál og
tekjustefnu.
í upphafi skýrslunnar eru tí-
unduð meginstefnumið ríkis-
stjórnarinnar, sem eru að koma á
virkari hagstjórn og er það tak-
mark sett þar, að verðbólga verði
komin niður fyrir 30% í árslok
1979 og að hún verði ekki meiri en
15 til 20% við lok árs 1980. í
inngangi segir m.a.: „I meðfylgj-
andi efnisatriðum í frumvarpi til
laga og samþykktir um langtíma-
aðgerðir í efnahagsmálum eru
talin þau atriði, sem fulltrúar
flokkanna í nefndinni eru sam-
mála um. Hins vegar er getið
athugasemda frá einum eða
tveimur fulltrúum í nefndinni, þar
sem þess hefur verið óskað."
Svo að getið sé nokkurra atriða í
efnisatriðum skýrslunnar, þá seg-
ir þar m.a. að við niðurgreiðslur á
verði afurða skuli þess jafnan
gætt, að útsöluverð til neytenda
verði ekki lægra en sem svarar
afurðaverði til framleiðenda. Þess
skal gætt, að sveiflur í niður-
greiðslum verði sem minnstar.
Um þetta atriði segir að nefndar-
menn séu sammála um að fram-
kvæmd þessa atriðis þurfi nánari
athugunar við, m.a. hvenær það
eigi að koma til framkvæmda og
til hvaða afurða það eigi að ná.
Alþýðuflokkur leggur auk þess til
að á árinu 1980 skuli óheimilt að
auka fjárframlög úr ríkissjóði til
niðurgreiðslna á vöruverði um-
fram það, sem varið er í þessu
skyni á fjárlögum yfirstandandi
árs.
Gert er ráð fyrir að ríkisstjórn-
in skipi nefnd til þess að sjá um
endurskoðun laga um opinberar
framkvæmdir í því skyni að
tryggður verði sem vandaðastur
undirbúningur slíkra fram-
kvæmda og virkt eftirlit með
þeim. Alþýðuflokkur vill að þar til
sú endurskoðun hefur farið fram,
skuli samstarfsnefnd um opinber-
ar framkvæmdir falið að hafa
eftirlit með framkvæmdum, sem
eru hliðstæðar þeim þáttum, sem
nefndin hefur umsjón með nú.
Fjárlaga- og hagsýslustofnun
ásamt fjárveitinganefnd Alþingis
eða undirnefnd hennar skulu að
fengnum tillögum ráðuneyta skila
tillögum til ríkisstjórnarinnar um
hvernig lækka megi rekstrarút-
gjöld ríkisstofnana um einn
milljarð króna frá því sem er í
gildandi fjárlögum. Stefnt skal að
því að tillögur þessar liggi fyrir
eigi síðar en 1. maí næstkomandi.
Alþýðuflokkur er ósamþykkur
þessari grein og vill að í stað
tölunnar einn milljarður króna
verði 3% af heildar-
rekstraútgjöldum. Þá segir að
ákveðið skuli að kalla eftir hug-
myndum um hagræðingu og
sparnað í ríkisrekstri meðal ríkis-
starfsmanna og verði veitt viður-
kenning fyrir þær hugmyndir,
sem beztar verða taldar.
Árin 1979 og 1980 skal við gerð
og framkvæmd fjárlaga lögð
höfuðáherzla á að beita ríkisfjár-
málum gegn verðbólgu samhliða
því að treysta atvinnuöryggi. Hér
gerir Alþýðuflokkur enn sérstaka
tillögu, sem hljóðar svo: Við gerð
fyrstu fjárlagaáætlunar, smbr. 1.
gr., skal gert ráð fyrir, að skuld
ríkissjóðs við Seðlabanka Islands
verði greidd að fullu á árunum
1980 til 1983.
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur leggja til að heildartekjur
og útgjöld ríkisins fari ekki yfir
30% af vergri þjóðarframleiðslu
1980, en fulltrúi Álþýðubandalags-
ins telur að vegna óvissu í
atvinnumálum og hættu á
atvinnuleysi sé ekki tímabært að
taka ákvörðun um heildarhlutfall
fjárfestinga á árinu 1980 eða
heildarútgjöld ríkisins.
Þrettándi efnispunktur í þriðja
kafla skýrslunnar fjallar um það
að ríkisstjórnin skuli hafa yfirum-
sjón með gerð fjárfestingar- og
lánsfjáráætlunar. Fjárlaga- og
hagsýslustofnun, Framkvæmda-
stofnun, Þjóðhagsstofnun og
Seðlabanki Islands vinna viðkom-
andi þætti áætlunarinnar. Ríkis-
stjórnin ákveður nánar hvernig
bezt verði tryggt að samstarfs-
flokkar í ríkisstjórninni geti fylgzt.
náið með áætlunargerðinni.
í athugasemdum segir, að
fulltrúi Alþýðubandalagsins telji
þennan efnispunkt um fjár-
festingastórn mjög ófullnægjandi
og óljósan. Síðan segir: „Efni hans
verður þó varla skilið á annan
hátt en þann, að fjárlaga- og
hagsýslustofnun undirbúi
áætlanir um ríkisframkvæmdir,
en Framkvæmdastofnun annist
áætlunargerð um aðrar fjár-
festingar þjóðarbúsins og um
útlán fjárfestingasjóða." Gert er
ráð fyrir að skipuð verði sérstök
áætlunarnefnd.
Fjallað er um starfsemi fjár-
festingasjóða og er ágreiningur
milli flokkanna, og vilja flokkarn-
ir að hún verði tekin til endur-
skoðunar. Alþýðubandalagið kýs
að hafa orðalagið svo að mögu-
leikar verði athugaðir á breyting-
um en hinir flokkarnir tveir vilja
hins vegar að orðalagið sé „í því
skyni að“. Meðal atriða sem nefnd
eru í þessu sambandi er að afnema
lögbundin framlög til fjár-
festingasjóða enda verði slík
framlög ákveðin í fjárfestingar-
og lánsfjáráætlun til fjögurra ára
í senn.
mmmm
m wiL'tf ^9
• 'QElX Uö VRfl' ^
Bæjarstjórinn
í Hafnarfirði
lætur af störfum
BÆJARSTJÓRINN í Ilafnar
firði, Kristinn Ó. Guðmundsson,
hefur ákveðið að láta af störfum,
og er miðað við að hann láti af
starfi sínu hinn 1. júli' n.k.
í samtali við Mbl. sagðist
Kristinn Ó. Guðmundsson hafa
gegnt bæjarstjórastarfinu í
nálægt 13 ár og að hann væri ekki
ákveðinn í hvað hann tæki sér
fyrir hendur.
."■'"■■■"—AUGLYSING ..
Veistu hvað L jóminn
er ljómandi góður?
Þátttakan í Jólaleik
Ljóma var vægast sagt
gífurlega mikil. Svörin,
sem okkur bárust voru
rúmlega 900 talsins, og
öll góð! Þess vegna var
ákveðið að verðlauna
hvert einasta svar með
tveimur kílóum af Ljóma
smjörlíki og tveimur
fernum af Tropicana.
Leikurinn fólst í því, að
svara eftirfarandi spurn-
ingu:
„Hvers vegna er Ljóma
lang mest selda smjörlík-
ið?“
Svarið, sem fékk fyrstu verð-
laun, kom frá Inga Árnasyni,
Hraunbæ 70, Reykjavík. Hann
hlýtur því kr. 200.000.- í verðlaun
fyrir eftirfarandi:
L ipur þjónusta
.1 ákvæðar auglýsingar.
ó dýrt — miðað við gæði.
M est fyrir peningana.
I ðnaður sem þjóðin kann að
meta
E flir íslenskt framtak.
R ennur ljúflcga á pönnunni.
B aksturinn aldrci betri.
E ndist vel.
S teikir best.
T ekur öðru fram.
U ndurlétt að skcra.
R eyfarakaup þcgar á allt er
litið.
Eiríkur Einarsson, Grýtubakka
30, Reykjavík, sendir okkur
eftirfarandi svar, sem verðlaun-
ast með 100.000.- krónum.
Fáanlegt ei betra er,
er smjörlíki við bræðum,
„Ljóminn“ er á landi hér
langbestur að gæðum
Þriðju verðlaun, kr. 50.000.- fékk
Steinunn Karlsdóttir, Lang-
holtsvegi 105, Reykjavík. Svar
Steinunnar er þannig:
Á Ljóma aldrei leið ég verð
léttir hann mér störfin,
við kálfasteik og kökugerð
kemst í hámark þörfin.
Sérstaka viðurkenningu, að
upphæð 10.000.- krónur, hlutu:
Theodór Daníelsson
Guðfinna H. Gröndal
Egill Halldórsson
Jón Gunnarsson
Hermann Guðmundsson
Jón Steinar Ragnarsson
Sigrún Bárðardóttir
Anna Hannesd. Scheving
Edda Bjarnadóttir
Páll Helgason
Vala Árnadóttir
Jón Gauti Árnason.
Við Þökkum öllum þeim, sem
tóku þátt í Jólaleik Ljóma.
Það er Ljómandi gaman að
heyra frá svo mörgum aðdáend-
um Ljómans.
Smjörlíki HF.