Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 4
ALLT MEÐ
EIMSKIP
A næstunni
ferma skip vor
til íslands sem
hér segir:
ANTWERP:
Skógafoss 15. febrúar.
Grundarfoss 19. febrúar.
Reykjafoss 1. mars.
ROTTERDAM:
Skógafoss 14. ferbúar.
Grundarfoss 20. febrúar.
Reykjafoss 28. febrúar.
FELIXSTOWE:
Mánafoss 12. febrúar.
Dettifoss 19. febrúar.
Mánafoss 26. febrúar.
Dettifoss 5. mars.
HAMBORG:
Mánafoss 15. febrúar.
Dettifoss 22. febrúar.
Mánafoss 1. mars.
Dettifoss 8. mars.
PORTSMOUTH:
Hofsjökuil 10. febrúar.
Brúarfoss 23. febrúar.
Bakkafoss 1. mars. lESÍ
Selfoss Bakkafoss 8. mars. 26. mars. i
HELSINGBORG: &
Tungufoss 13. febrúar.
Laxfoss 20. febrúar. if
Háifoss 27. febrúar.
Laxfoss 6. mars. UHf (r=
KAUPMANNAHÖFN:
Tungufoss 14. febrúar. f
Laxfoss 21. febrúar.
Háifoss 28. febrúar. iF7
Laxfoss 7. mars. n Í|P=
GAUTABORG:
Úöafoss 12. febrúar. m
Urriðafoss 20. febrúar.
Alafoss
26. febrúar.
MOSS:
Úðafoss 13. febrúar.
Urriðafoss 21. febrúar.
Álafoss 27. febrúar.
KRISTIANSAND:
Urriðafoss 22. febrúar.
STAVANGER:
Úðafoss 14. febrúar.
Alafoss
GDYNIA:
Múlafoss
TURKU:
írafoss
Múlafoss
RIGA:
Múlafoss
28. febrúar.
22.febrúar.
12. febrúar.
19. febrúar.
21. febrúar.
WESTON POINT:
Kljáfoss 15. febrúar.
Kljáfoss 28. febrúar.
Reglubundnar ferðir alla
mánudaga frá Reykjavík til
ísafjaröar og Akureyrar.
Vörumóttaka í A-skála á
föstudögum.
ALLT MEÐ
EIMSKIP
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
Hvergi hægt að felast, nefnist fyrsti þáttur af fjórum í
sænska myndaflokknum Flóttamaður hverfur, sem hefst í
sjónvarpi í kvöld kl. l£f.30. Segir þar frá stúlku, Amöndu,
frá Chile sem búið hefur í Svíþjóð í nokkur ár sem
pólitískur flóttamaður og býr ásamt fjölskyldunni í
flóttamannabúðum í sænskum smábæ. Faðir hennar, sem
leystur hefur verið úr haldi í heimalandi sínu, kemur til
Svíþjóðar. Dag nokkurn hverfur faðir hennar og grunar
Amöndu, að ekki sé allt með felldu. Fer hún að leita hans
og nýtur til þess aðstoðar vinar síns.
Gunnar Dal rithöfundur og Kristján Búason dósent eru
viðmælendur Sigurðar Á. Þórðarsonar og Kristins Á.
Friðfinnssonar í þættinum um Trúarbrögð, sem hefst í
útvarpi í dag kl. 17.00. Munu þeir fjalla um Hindúasið að
þessu sinni. Koma þar án efa fram siðir og venjur, sem eru
frábrugðnar háttum okkar íslendinga.
Hvílíkir vöðvar... í þættinum Voða vöðvar, finnskri
mynd um vöðvarækt, sem hefst í sjónvarpi í kvöld kl.
21.30, er meðal annars lýst þjálfun slíkra manna sem
þessara og undirbúningi undir keppni.
Útvarp í kvöld kl. 19.35:
Fjaðrafok
Fjaðrafok hefst í útvarpi
í kvöld kl. 19.35. Er Sigmar
B. Hauksson var inntur
nánar eftir þessu efni kvað
hann þáttinn samansettan
úr Fjaðrafoksþáttunum,
sem voru í útvarpi
1976—‘77. „Höfum við nú
valið lélegustu þættina og
tekið það, sem er sízt bita-
stætt í þeim og hnoðað í
einn. Á sínum tíma fylltust
blöðin af mótmælahrópum
út af þáttunum sem þóttu
afburða lélegir. En þó hafa
þeir komið að gagni, en
þáttagerðarfólk í útvarpinu
fær að heyra þessa þætti
með þeim orðum, að svona
eigi þættir ekki að vera. —
Þættirnir voru smekklausir
og illa fluttir, svo leiðinleg-
ir að allir hlustuðu á þá,“
sagði Sigmar í lokin.
Það verður sjálfsagt
fróðlegt að heyra hvernig
sá þáttur hefur verið unn-
inn.
útvarp Reykjavík
L4UG4RD4GUR
10. febrúar
MORGUIMNINN________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.10 Leikfimi
7.20 Bæn
7.25 Ljósaskipti: Tónlistar-
þáttur í umsjá Guðmundar
Jónssonar píanóleikara.
8.00 Fréttir. Tónleikar. 8.15
yeðurfr. Forustugr. dagbl.
(útdr.) Dagskrá.
8.35 Morgunþulur kynnir
ýmis lög að eigin vali
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar
9.20 Leikfimi .
9.30 óskalög sjúklinga:
Kristín Sveinbjörnsdóttir
kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10
Veðurfregnir).
11.20 Að leika og lesa: Jónína
H. Jónsdóttir stjórnar
barnatfma. Sagt frá gömlum
leikjum og talað um
þorrann. Lesið úr úrklippu-
safninu og sagt frá sýningu
Þjóðleikhússins á leikriti
Odds Björnssonar „Krukku-
borg“. Einnig lesið úr
minningum Brynjólfs
Jóhannessonar leikara.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
SÍÐDEGIÐ
12.25 Veðurfregnir. Fréttir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 I vikulokin. Blandað efni
f samantekt ólafs Geirsson-
ar, Jóns Björgvinssonar,
Eddu Andrésdóttur og Árna
Johnsens.
15.30 Tónleikar
15.40 íslenzkt mál: Gunnlaug-
ur Ingólfsson talar.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir
16.20 Vinsælustu popplögin,
Vignir Sveinsson kynnir.
17.00 Trúarbrögð; VIII.
þáttur: Hindúasiður.
Sigurður Árni Þórðarson og
Kristinn Ágúst Friðfinnsson
annast þáttinn. Rætt við
Gunnar Dal rithöfund og
Kristján Búason dósent.
17.40 Söngvar í léttum dúr.
Tilkynningar.
18.45 Veðuríregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ_____________________
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Fjaðrafok
Umsjón: Sigmar B. Hauks-
son.
20.05 Hljómplöturabb, Þor-
steinn Hannesson kynnir
sönglög og söngvara.
20.50 Frá Linköping, Sigur-
sveinn Jóhannesson málari
segir frá.
21.20 Kvöldljóð. Tónlistar-
þáttur í umsjá Helga Péturs-
sonar og Ásgeirs Tómas-
sonar.
22.05 Kvöldsagan: „Hin hvítu
segl“ eftir Jóhannes Helga.
Heimildarskáldsaga byggð á
minningum Andrésar P.
Matthíassonar. Kristinn
Reyr les (16).
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.45 Danslög. (23.50 Fréttir).
01.00 Dagskrárlok.
LAUGARDAGUR
10. febrúar
16.30 íþróttir. Umsjónarmað-
ur Bjarni Felixson.
18.30 Flóttamaður hverfur. -
Sænskur myndaflokkur f
fjórum þáttum eftir Ulf Nils-
son. Leikstjóri Marianne
RoJf. Aðalhlutverk Erik
Koutola og Isabel Diaz.
Fyrsti þáttur. Hvergi er
hægt að felast. Flóttamanna-
fjölskylda frá Chile fær inni
í flóttamannabúðum í
sænskum smábæ. Dag nokk-
urn hverfur fjölskyldufaðir-
inn, og Amanda dóttir hans
hefur leit að honum. Þýð-
andi Hallveig Thorlacius.
(Nordvision — Sænska sjón-
varpið).
18.55 Enska knattspyrnan.
Illé.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.30 Stúlka á réttri leið.
ISandarískur gamanmynda-
fiokkur. Mary býður heim
gcstum. Þýðandi Ellert Sig-
urbjörnsson.
20.55 Sjálfsmorðssveitin. Jass-
þáttur með nýrri hljómsveit,
sem kom fyrst íram á hljóm-
leikum með Megasi. Hljóm-
sveitina skipa: Björgvin
Gfslason, Guðmundur Ing-
ólísson, Lárus Grfmsson,
Pálmi Gunnarsson og Sig-
urður Karlsson. Stjórn upp-
töku Egill Eðvarðsson.
21.30 Voða vöðvar. Finnsk
mynd um vöðvarækt. Meðal
annars er lýst hvernig
vöðvamenn búa sig undir
keppni. Þýðandi Borgþór
Kjærnested.
21.55 Bjargið tfgrinum. (Save
the Tiger). Bandarfsk bíó-
mynd frá árinu 1972. Leik-
stjóri John G. Avildsen.
Aðalhlutverk Jack Lemmon
og Jack Gilford. Fatafram-
leiðandinn Harry Stoner er
kunnur maður í tfskuheim-
inum. En honum hcfur ckki
vegnar vel að undanfömu,
og hann grípur til óyndisúr-
ræða til að forðast gjaldþrot.
Þýðandi Heba Júlínsdóttir.
23.30 Dagskrárlok.