Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
5
örn Petersen sem séð hefur um
framkvæmd diskódanskeppn-
innar og Þórdís Bachmann
framkvæmdastjóri „Gleymd
börn 79“ með verðlaunagrip
þann sem íslandsmeistarinn í
diskódansi fær til eignar.
Ljósm. Emilía.
Úrslit
íslands-
meistara
keppn-
innar í
diskó-
dansi
ÚRSLITAKEPPNIN um íslandsmeistaratitilinn í diskódansi fer fram í Háskóiabíói í dag. laugardag
ok hefst kl. 15. Allur ágóði af keppninni rennur til söfnunarinnar „Gleymd börn '79“.
Undanfarin 5 sunnudagskvöld hefur farið fram á vegum Öðals og Vísis undankeppni um
Islandsmeistaratitilinn í diskódansi. Þátttakendur hafa eingöngu verið áhugafólk og hafa um 10 manns
keppt hverju sinni. Af þessum 10 hafa síðan 2—3 verið valdir úr og keppir sá hópur, alls 14 manns, til
úrslita í dag. Dómarar verða atvinnudansarar og er Heiðar Ástvaldsson danskennari yfirdómari.
Auk keppninnar sjálfrar verður áhorfendum boðið upp á ýmiss konar skemmtiatriði, m.a.
hljómsveitina Geimstein, Islenska dansflokkinn, Sæma og Diddu og sýningarfólk frá dansskólum
Sigvalda og Heiðars Ástvaldssonar. Verð aðgöngumiða er 2.500 krónur en allir listamenn gefa vinnu sína.
Stöðva loðnu-
löndun í 3 daga
á Austf jörðum
LOÐNUNEFND hefur ákveðið að
stöðva loðnulöndun n.k. sunnudag.
mánudag og þriðjudag í verksmiðj-
ur á Seyðisfirði, Neskaupstað.
Eskifirði. Reyðarfirði. Fáskrúðs-
firði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvik og
Djúpavogi.
Ástæður þessar eru þær að þróar-
rými á þessum stöðum er mjög
takmarkað og biðtími loðnuskipa
eftir löndun þar orðinn svo langur
að rétt þykir eins og á stendur að
veiði næstu tvo sólarhringana fari
til fjarlægari staða segir í frétt frá
Loðnunefnd. Við þetta vinnst það, að
vinnsla getur hafist fyrr en ella hjá
verksmiðjum sem fjarri miðunum
eru og það hráefni verður betra sem
verksmiðjurnar á Austfjörðum fá
væntanlega að lokinni þessari stöðv-
un.
Veiðihorfur og veðurútlit næstu
daga er gott og telur loðnunefnd rétt
við þessar aðstæður að flytja afla nú
til hafna sem liggja fjær veiðisvæð-
inu.
Löndunarstöðvun þessi er enn-
fremur miðuð við það að sem stærst-
ur hluti loðnuflotans sigli þannig
með aflann en fyrirsjáanlegt var að
mörg skipanna hefðu þurft að sigla
hvort eð var alveg á næstunni að
óbreyttum aðstæðum.
INNLENT
Lögreglufélag Reykjavíkur:
Tilskipun raðuneyt-
isins um skömmtun
fjölmiðla er móðgun
STJÓRN Lögreglufélags Reykja-
víkur hefur sent Steingrími
Ilermannssyni bréf vegna til-
skipunar ráðuneytisins um að
fjarlægja skuli sjónvarpstæki úr
lögregluvarðstofum. Bréfið er
svohljóðandi:
Hæstvirtur
dómsmálaráðherra.
Borizt hefir frá ráðuneyti yðar
tilskipun til lögreglustjóra lands-
ins þess efnis að fjarlægð skuli úr
lögreglustöðvum sjónvarpstæki
lögreglumanna, þetta skal fram-
kvæmt fyrir 30. júní n.k.
Fyrirlestrar um
mannréttindamál
„MANNRÉTTINDIN og
einstakiingurinn“ verður fundar-
efni á almennum fundi er Lagadeild
Háskólans gengst fyrir kl. 14 í dag í
Norræna húsinu.
Flutt verða þrjú stutt erindi:
Gaukur Jörundsson prófessor talar
um mannréttindanefnd Evrópu,
Jakob Möller ræðir störf S.Þ. að
mannréttindamálum og Þór
Vilhjálmsson hæstaréttardómari
fjallar um störf mannréttindadóm-
stóls Evrópu.
Stjórn Lögreglufélags Reykja-
víkur leyfir sér að vekja athygli
hæstvirta ráðherrans á eftirfar-
andi:
Sótt var um leyfi til lögreglu-
stjórans í Reykjavík, hr. Sigurjóns
Sigurðssonar, þess efnis að
lögregluþjónar fengju að setja upp
og nota, þegar færi gæfist, sjón-
varpstæki í setustofum lögreglu-
stöðva embættisins.
Leyfi fyrir fjórum tækjum var
gefið í nóv. síðastliðinn og eru nú
tvö í notkun.
Það verður að ætla að lögreglu-
þjónar njóti þess réttar að vera
ekki dæmdir á ákærunni einni og
ekki fram á mikið farið að hún sé
þá birt þeim ef borizt hefir.
Ekki er okkur kunnugt um
viðhorf lögreglustjóra til annarra
embætta, en eðlilegt að hver éti úr
sínu í þessu máli og hið háa
ráðuneyti ruglist ekki á bakaran-
um og smiðnum.
Lögregluþjónar eru því vanastir
að þurfa sjálfir að taka stórar
ákvarðanir í starfi sem er í eðli
sínu erfitt og viðkvæmt. Nýtur
lögregluþjónn verður enginn nema
hann hafi tamið sér sjálfstæði í
hugsun og sjálfsögun.
Skólinn
heitir
Heiðarskóli
KRISTINN Júlíusson á Leirá
hringdi til Morgunblaðsins og
vakti athygli á þvi að skóli sá,
sem stcndur nálægt bænum
Lcirá heitir Ileiðarskóli en ekki
Leirárskóli, eins og hann var
kaliaður í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag.
Tilskipun dómsmálaráðuneytis-
ins í þessu máli, þar sem gert er
ráð fyrir því að skammta okkur
lögregluþjónum fjölmiðla verður
því að skoðast sem móðgun.
Stjórn Lögreglufélags Reykja-
víkur mun leggja fyrir aðalfund
félagsins, sem haldinn verður þ.
14. þ.m., tillögur um varnir í þessu
mannréttindamáli m.a. könnun á
lagahlið þess.
Stjórn L.F.R. væntir þess, að
þér, hhr. dómsmálaráðherrá,
afturkallið þessa tilskipan svo af
okkur verði létt óþarfa fargani.
ÍOO. ártíó Jóns Sigurðssonar:
Minnispeningarn
ir að seljast upp
NÝJU minnispeningarnir, sem
slegnir voru í tilefni 100. ártíðar
Jóns Sigurðssonar forseta, eru að
seljast upp.
Samkvæmt upplýsingum Ragnars
Borg, myntsérfræðings Mbl., voru í
þessari viku aðeins til 30 sett af
silfur- og bronzpeningum hjá Seðla-
bankanum auk þess sem nokkur sett
voru til hjá Myntsölum. Settin eru
aftur á móti uppseld hjá bönkum og
útibúum þeirra. Þá eru til nokkrir
stakir bronzpeningar.
Peningarnir komu á markaðinn
fyrir tveimur mánuðum og hafa þeir
selzt ótrúlega vel. Gefin voru út 1000
sett og 1500 bronzpeningar að auki.
Settið kostar 35 þúsund krónur en
stakir bronzpeningar kosta 10 þús-
und krónur.
GRISAVEISLA
SUNNUHATID
Hótel Saga — Súlnasalur
Sunnudagskvöld 11.
febrúar
Húsið opnað kl. 19.00.
Hressing við barinn
Ókeypis happdrættismiðar afhentir.
SPANSKUR VEISLUMATUR
Grísasteikur og kjúklingar með öllu tilheyrandi. Sangria. Verö aðeins kr. 3.500-
HALLI OG LADDI
meö nýja, sprenghlægilega gamanþætti
FERÐAKYNNING — LITKVIKMYNDIR
Glænýjar litkvikmyndir frá eftirsóttum áfangastööum Sunnu, á Kanaríeyjum,
Mallorca, Costa del Sol og Grikklandi, og einnig af skemmtiferðaskipinu FUNCHAL,
sem Sunna leigir næsta sumar. Sagt frá mörgum spennandi feröamöguleikum sem
bjóðast á þessu ári.
GLÆSILEGT FERÐABINGÓ
Vinningar 3 sólarlandaferðavinningar með Sunnu eftir frjálsu vali.
TÍSKUSÝNING
Fegurðardrottningar íslands 1978 og 1977,
ásamt stúlkum frá Karon, sýna þaö nýjasta í
kvenfatatískunni.
FEGURÐARSAMKEPPNI ÍSLANDS
Gestir kvöldsins kjósa fulltrúa í lokakeppnina um
titilinn Fegurðardrottning Reykjavíkur 1979.
DANS TIL KL. 1.00
Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar ásamt
söngkonunni Þuríði Sigurðardóttur leika
og syngja.
ÓKEYPIS HAPPDRÆTTI
Þeir matargestir sem mæta fyrir kl. 20.00
fá ókeypis happdrættismiða, en vinningur
er Kanaríeyjaferð 23. febrúar.
Missið ekki af glæsilegri grísaveislu á gjafverði. Ókeypis Kanaríeyjaferð í dýrtiðinni, fyrir pann
heppna. Pantið borð tímanlega hjá yfirpjóni daglega frá kl. 16.00 í síma 20221.
HOT«L iAGA
SÚLNASALUR