Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 14

Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Launastefna Callaghans hefurendanlega beÖidlægri hlut og ástandið í Bret- landi versnar dag frá degi .IAMES Callaghan, forsætisráft- herra Breta, virðist hafa tapað orrustunni 1 Bretlandi og möguleikar hans á að fá meiri- hluta í kosningunum í landinu í ár hafa gerbreytzt á mjög skömmum tíma. Undanfarið hefur Callaghan háð baráttu gegn of miklum launahækkun- um og haldið því íram að með því móti einu myndi verða unnt að forðast alvarlega kollsteypu í' landinu. En tilraunir hans hafa ekki tckizt og staða hans verður að margra dómi æ meira auðmýkjandi og menn taka svo mikið upp í sig að segja að afstaða hans hafi verið fullkomlega óraunsæ. Og eftir að samtök vöruflutningabfl- stjóra sömdu um yfir 20 pró- sent kauphækkun. er ekki um að villast lengur að stefna Callaghans hefur orðið undir. Atvinnulífið í Bretlandi hefur verið nánast lamað frá því um jól eða svo. Mjög alvarlegur skortur var orðinn vegna verk- falls vörubílstjóranna, en þótt gengið hafi verið frá samning- um við þá eru margar aðrar stéttir í verkföllum, ýmist skyndi- og skæruverkföllum eða lengri vinnustöðvunum, til dæmis sorphreinsunarmenn og hefur það haft ákaflega ógeð- felldar afleiðingar og sorp hlað- ist upp við hús svo að verulegt vandræðaástand er víða. Hjúkrunarfólk hefur átt í vinnudeilum og sjúkrahús hafa aðeins getað veitt lágmarks- þjónustu, bílstjórar sjúkrabíla hafa ekki svarað neyðarköllum, skólar hafa verið lokaðir og börn send heim, grafarar hafa verið í verkfalli og svo mætti áfram telja. Það heimili fyrirfinnst varla á Bretlandi, sem hefur ekki á einn eða annan hátt orðið fyrir óþæg- indum vegna verkfallanna og mikillar mæðu og þreytu gætir meðal almennings. Mönnum ber ásamt um að annað eins ástand hafi ekki verið um langan tíma James Callaghan og segja að ókyrrðin nú sé langtum útbreiddari en fyrir fimm árum, þegar námuverka- menn neyddu ríkisstjórn Ed- wards Heath til að fallast á þriggja daga vinnuviku. Það voru þessi mál sem urðu Heath að falli eins og alkunna er. Nú spá margir Bretar því að Callaghan verði einnig fórnar- lamb verkalýðsfélaganna. Kjartan Norödahl, flugmaóur: Ranglæti mótmælt Það er svo fullkomlega ranglátt að kenna flugmönnum Flugfélags íslands um það, að nú virðist komið í óefni hjá stjórn Flugleiða hf., að engin leið er að leiða það hjá sér. Það verður að svara þessu sífellda klifi um „flugmannadeilu". Þegar við stofnun Flugleiða hf. gerðum við Flugfélagsflugmenn okkur grein fyrir því, að nýtt tímabil var hafið í sögu flugsins á Islandi. Þó að mönnum þætti auðvitað vænt um sitt félag, sögu þess og nafn, ög væri sárt um að þurfa að sjá því á bak, þá var strax í upphafi augljóst hvert myndi stefna. Og alveg eins og aðrir starfs- menn fyrirtækisins fóru flugmenn að ræða um sína stöðu í ljósi nýrra staðreynda. Fljótlega komust menn að þeirri niðurstöðu, að sameining starfaldurslista flug- manna væri eitt af því, sem þessi sameining flugfélaganna óhjá- kvæmilega leiddi af sér. Menn komust líka fljótlega að þeirrí niðurstöðu, að í rauninni gæti varla verið um að ræða nema eina sanngjarna lausn á því máli. Hinn nýi starfaldurslisti yrði sam- inn með hliðsjón af því hvenær hver og einn flugmaður hefði fengið fastráðningu sem slíkur hjá annaðhvort LL eða F.í. Hér ber að hafa í huga að slíkir starfsaldurs- listar (miðaðir við fastráðningar- dag flugmanns) hafa verið notaðir á nákvæmlega sama hátt hjá báðum þessum flugfélögum um margra ára skeið. Það virðist því augljóst mál að einfaldast og réttast sé að nota sömu forsendu við samningu sameiginlegs starfs- aldurslista. Eg sá svo slíkan sameinaðan lista e-n tíma í fyrravetur minnir mig, og sá þá mér til mikillar gremju, að á milli mín og næsta manns fyrir ofan mig (hjá F.í.) voru komnir 7 menn frá LL. En þetta var auðvitað eins og við mátti búast, einhverjir græða og einhverjir hljóta einnig að tapa, þegar slíkt á sér stað sem samein- ing þessara tveggja flugfélaga. Og þó að ég sé mjög óánægður með þetta, sem skiljanlegt er, þá verð ég samt að viðurkenna það, að ég get ekki með neinu móti séð aðra lausn á þessu máli sem ráttlátari væri, þ.e. að miða við fastráðning- ardag. Nú skeður það, að stjórn Flug- leiða krefst þess mjög eindregið við F.Í.A. og F.L.F. að komið verði á sameinuðum starfsaldurslista fyrir 1. okt. 1978 og F.Í.A. flug- menn samþykkja það fyrir sitt leyti (og höfðu þá í huga þá aðferð sem aö framan greinir), en F.L.F. menn krefjast frestunar titá. febr. 1979 og stjórn Flugleiða lætur unan þeirri kröfu. En nú skuium við staldra ögn við. — Loftleiða- flugmenn (F.L.F.) segja að frestun á starfsaldurslistanum sé nauð- synleg vegna þess að þetta sé svo flókið mál. Það þurfi að skipa nefndir og það þurfi að athuga málið. Þeir vilja ekki fallast á það sjónarmið að fastráðningardagur eigi að ráða niðurröðun. Nú vil ég segja þeim L.L.-mönnum það til hróss, að hvort sem það er tilviljun eða ekki, þá virðast þeir yfirleitt geta getið sér miklu betur til um þróun mála hjá Flugleiðum heldur en F.I.-menn. Þannig virtust þeir t.d. alveg vita um það fyrirfram, að félagið ætlaði sér að festa kaup á breiðþotu til þes að fljúga á leiðum þess vestur um haf. En hvað máli skipti það? Jú, ef sam- einaður listi raðað eftir fastráðn- ingardögum hefðu legið fyrir þann 1. okt. 1978, einsog stjórn Flug- leiða hafði svo eindregið krafist, þá hefðu ráðningar á þessa bless- uðu breiðþotu litið svona út. — Miðað við að elzti flugstjóri væri eigi eldri en 56 ára: 4 flugstjórar frá LL, 5 flugstjórar frá FÍ, 6 aðstoðarflugmenn frá LL, 3 að- stoðarflugmenn frá FÍ. Þessum möguleika vildu þeir LL-flugmenn eigi una, og knúðu í gegn kröfu um frestun á starfsald- urslistanum. Þegar svo Flugleiðir höfðu fest kaup á DC-þotunni, fór stjórnin að íhuga hvernig hún ætti að leysa vandamál sín og stakk upp á því sem einskonar málamiðl- unartillögu, að á þessa vél skyldu af 18 flugm. ráðnir 2 flugstjórar frá FÍ. Enn samþykkti FÍA. En þetta fannst þeim LL-flugmönnum Ika of mikið og stjórn Flugleiða féllst á að ráða engan flugmann frá Fí. í sambandi við þessar ráðningar á DC-10 vélina er rétt að það komi fram, vegna umræðna um hvort elzta flugstjóra LL skyldi veitt staða á hana eða ekki, að engar slíkar umræður urðu vegna tveggja elztu flugstjóra hjá FÍ þótt þeir væru eldri á starfsaldurslist- anum en þó ekki eldri að árum. Við þá var alls ekki talað neitt. Stjórn Flugleiða hafði ekkert við þá að segja. Þrátt fyrir þessa framkomu voru FÍ-flugmenn enn tilbúnir að ræða um sameiningu starfsaldurs- listans fyrir 1. febrúar 1979, en þá kemur í ljós að þeir LL-flugmenn hafa fengið stjórn Flugleiða til að samþykkja enn einn frestinn á þessum margumrædda lista. Nú skyldi það vera til 1. okt 1979 og til vara til 1. febr. 1980! — 2. jan. sl. fá svo FÍ-flugmenn í hendur stefnuyfirlýsingu stjórnar Flug- leiða, en daginn eftir (á félags- fundl FÍA) berst svo nýtt bréf og er hjálagt Ijósrit af „stefnuyfirlýs- ingunni" með handskrifuðum breytingum LL-flugmanna, og þess er krafizt að þessi plögg fái umsvifalausa afgreiðslu og að svars sé vænzt fyrir klukkan 12 daginn eftir! Og nú fengu Fl-flug- menn loks nóg. Eftirleikurinn er öllum kunnur. Flugmenn, sem nú starfa hjá FÍ, reyna að tryggja stöðu sína hjá fyrirtæki, sem virðist stjórnað á vægast sagt hlutdrægan hátt. Nú veit ég að þessi framkoma stjórnar Flugleiða gagnvart Fl-flugmönnum hefir vakið furðu margra og því langar mig til að rifja hér upp annað og óskylt mál, sem aðalforstjóri Flugleiða vakti athygli á nýlega, og sem sýnir e.t.v. betur en nokkur annað hvílík áhrif þeir LL-flugmenn (og önnur, að því er virðist dulin öfl) geta haft á stjórn þessa fyrirtækis. Þetta mál er í sjálfu sér harla ómerkilegt að mínu mati en það er afar merkilegt að því leytinu, að það sýnir svo einkar vel, hvernig þessi stjórn Flugleiða, sem núna er sífellt að klifa á því, að þessar deilur séu „flugmannadeilur", er í raun og veru. Nú rétt nýverið (Morgunbl. 27. jan. s.l.) birtist furðuleg ritsmíð eftir aðalforstjóra Flugleiða undir nafninu „Skylt er að hafa það heldur er sannara reynist". Hér ræðir um hina frægu nafnbreyt- ingu félagsins. Forstjórinn segir að tilefni þessarar greinar séu skrif stjórnar FLF í Morgbl. þann 12. des. s.l. undir fyrirsögnunum „Nafn Loftleiða þurrkað út“ og „Loftleiðaflugmenn mótmæla harðlega". Með greininni fylgir mynd af yfirlýsingu stjórnar Flugleiða — og takið nú vel eftir, í yfirlýsingunni kemur fram, að á stjórnarfundi 2. nóv. 1978 var samþykkt tillaga markaðsdeildar Flugleiða um nafnbreytihgu á félaginu. Innanlands átti að nota nafnið „Flugleiðir hf.“ en erlendis nafnið „Icelandair", það er tekið fram, að allir mættir stjórnar- menn hafi samþykkt till. (um nafnbreyt.) og ennfremur er sagt að á þessum fundi hafi allir aðaimenn í stjórn Flugleiða verið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.