Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
23
anum. Hins vegar geta togararnir
sótt aflann alls staðar í kringum
landið.
— Er ástandið mjög slæmt hjá
frystihúsunum?
— Það hlýtur óhjákvæmilega að
vera það og er víða hrikalegt. Það
er ekki af góðu að vanskil eru svo
mikil. Það er engin leið fyrir
frystihúsafyrirtækin að fara af
stað aftur nema verulega fjár-
hagsleg fyrirgreiðsla komi til.
— Það er mikið talað um hag-
ræðingu sem leið til að leysa vanda
fiskvinnslunnar?
— Það er hárrétt að hagræðing
getur haft mikið að segja. Hins
vegar kemur hagræðing ekki að
gagni nema fyrirtækin fái aðstoð
til að létta af sér skuldabagganum
fyrst. Skuldabagginn nú er svo
mikill að engar hagræðingarráð-
stafanir geta komið til fyrr en
honum hefur verið létt af.
— Er þá allt hér í raun og veru í
kalda koli?
— Einu fyrirtækin, sem hægt er
að starfrækja nú, eru gömul og
gróin fyrirtæki, sem eru búin að
koma sér út úr skuldum.
Kostnaðurinn hjá nýjum fyrir-
tækjum í sambandi við hús og
búnað er svo mikill hluti rekstrar-
ins, að útilokað er að þau geti
gengið miðað við ríkjandi aðstæð-
ur.
— Þú saltaðir síld í vetur.
Hvernig er afkoman?
— Hún er alveg sæmileg. Ef við
reiknum með að salta um 3000
tunnur og ef ekkert óhapp kemur
fyrir, ætti arður að geta orðið um
5%, sem við fáum þá upp í tæki og
hús. Við erum það heppnir að vera
með vant fólk í vinnu og góðan
tækjabúnað, en svo eru stöðvar,
sem hafa ekki slíkt og þá getur
verið vafasamt að þeir hafi erindi
sem erfiði. Eg veit um einn salt-
enda hér, sem hætti við að fara út
í söltun í haust, því að hann taldi
að það svaraði ekki kostnaði að
fara af stað. Ef við reiknum með
3000 tunna söltun ætti það að gefa
um 75 milljónir króna þannig að
5% arður af því er nú ekki meira
en 3.5—4 millj. kr.
— Hvaða önnur umsvif eru í
gangi nú?
— Við erum svolítið að þurrka
fisk, en tökum ekki fisk í húsið.
Við fáum svo línu- og netafisk
strax eftir áramótin. Ég legg
mikla áherzlu á að geta tengt
saman vetrarvertíðina og haust-
veiðar og síldarsöltun, því að til að
geta haldið fólki í vinnu verður að
halda úti bátum þótt það kosti
ráðstafanir. Ef þetta slitnar í
sundur fáum við fólkið ekki til
starfa, það leitar í aðrar greinar,
einkum hjá varnarliðinu og öðrum
aðilum á Keflavíkurflugvelli. Okk-
ur hefur ekki tekizt að stilla hug
okkar eins og áður til fisk-
vinnslunnar, eftir að varnarliðið
kom og er það sama sagan hér og
alls st.aðar úti í heimi, hefðbundnir
atvinnuvegir verða undir í vinnu-
aflssamkeppninni þar sem herstöð
hefur verið sett niður. Þetta verð-
ur okkur andskoti erfitt, er við
erum nú i atvinnulegri kreppu.
— Hvaða leiðir sérð þú til úr-
lausnar?
— Ég treysti mér ekki til að
fjalla um það, ef ég gæti það
árekstralaust væri vandamálið
auðvitað leyst. Það er ljóst að þótt
við fengjum fjármagn á þeim
kjörum, sem gilda í dag, væri það 1
milljarður eða 1000 milljónir yrði
vaxtabagginn of þungur með verð-
bótum, þannig að fyrirtækin geta
ekki staðið undir rekstrinum.
Verði fjármagn útvegað má verð-
bótaþátturinn ekki vera á lánun-
um, hvernig, sem því yrði bjargað.
40—50% vextir gera ekkert annað
en ganga af atvinnurekstrinum
dauðum.
— A að skera einhver fyrirtæki
og setja önnur á?
— Það á ekki að refsa mönnum
fyrir þjóðfélagsbreytingar. Óski
menn hins vegar eftir því að fá
aðstoð við að leggja sín fyrirtæki
niður verður að sjálfsögðu að taka
mannlega á því.
niðurgreiðslur í pokahorninu.
Það á fyrst og fremst að beina
verkefnunum inn í landið en
ekki út úr því. Fast skipulag
þarf að vera á endurnýjun fiski-
skipaflotans og hverfa frá þeirri
stefnu að kaupa fiskiskip er-
lendis frá í bunkutn og síðan
lítið á milli. íslenzkar stöðvar
gætu komið á mjög hagkvæmri
samvinnu milli nýsmíða- og
viðgerðarstöðva þannig að hinar
síðarnefndu tækju að sér hluta-
smíði og slíkt gæti stytt smíða-
tíma og einnig brúað bilið hjá
viðgerðarstöðvunum.
— Hvernig er skipasmíða-
iðnaðurinn í stakk búinn í dag?
— Iðnaðurinn er fyrst og
fremst þróunarstarf og það er
afar dýrt að ala upp iðnaðar-
menn og nauðsynlegt að hafa
langtímaverkefni. Til allrar
hamingju er skipasmíði svo stór
iðngrein að hún hlýtur að bjóða
upp á mörg ný tækifæri ef rétt
er á hlutunum haldið. Það er
óhjákvæmilegt að móta fram-
tíðarstefnu, en láta ekki reka á
reiðanum, eins og gert hefur
verið.
Líklega mun ekki ofsagt,
að í Keflavík hafi vagga
poppsins á íslandi stað-
ið og þaðan komið sá straum-
ur, sem fór um íslenzk ungviði
og hafði afgerandi áhrif á
venjur og lífshætti. Unga
fólkið hellti sér út í þessa nýju
hljómlist af ótrúlegri lífsgleði,
en eldra fólk fussaði og sveiaði
yfir síðu hári og að því er því
fannst, forkastanlegum klæða-
burði. Þetta byrjaði allt
saman, er 5 strákar komu
saman í Keflavík og stofnuðu
Hjóma, sem einnig voru
kallaðir íslenzku bítlarnir,
enda stældu þeir fjórmenning-
ana frá Liverpool svo listilega
að íslenzkar valkyrjur áttu
það til að falla í öngvit og gáfu
þá fyrst gjarna frá sér djúpt
andvarp.
Margir af kunnustu poppur-
um landsins í dag stigu sín
fyrstu skref á listabrautinni í
keflvískum popphljómsveitum.
Einar
Júlíusson
Einar
Júlmsson
rifjar upp
stofnun
Hljóma
Keflavík „ vagga ”
poppsins á íslandi
Má þar nefna „æðsta prestinn"
Gunnar Þórðarson, Magnús
Kjartansson, Rúnar Júlíusson,
Einar Júlíusson, Þóri Baldurs-
son, svo einhver nöfn séu nefnd,
en listinn er miklu lengri.
Einn af stofnendum Hljóma
var Einar Júlíusson, sem lengst
af hefur sungið með Pónik.
Einar er nú skrifstofustjóri hjá
Víkurbæ í Keflavík og þar
hittum við hann að máli og
báðum hann að rifja upp fyrir
okkur fyrstu spor poppsins hér.
— Við Gunnar Þórðarson
vorum saman í hljómsveit
Guðmundar Ingólfssonar og
höfðum verið í nokkur ár.
Okkur líkaði þó ekki sem bezt,
því að það var talsverð óregla í
hljómsveitinni og þó var ég
sérstaklega óánægður, því að ég
var alger fanatiker á móti víni.
Það endaði svo með að upp úr
sauð og við Gunni hættum. Við
vorum þó sammála um að halda
áfram að spila. Trommarinn
hjá G'uðmundi, Eggert
Kristinsson, hætti einnig um
þetta leyti og við þrír ásamt
Erlingi Björnssyni og Rúnari
Júlíussyni stofnuðum Hljóma
og var það Eggert, sem átti
nafnið á hljómsveitina. Rúnar
var bassaleikarinn, en hafði
aldrei leikið á það hljóðfæri, en
eftir að Gunni hafði skólað
hann svolítið til varð hann
strax mjög góður.
— Var það tilviljun, sem réð
því að Keflavík varð miðstöð
poppsins, eða höfðuð þið ein-
hverja sérstöðu?
— Ég held ekki að það hafi
verið tilviljun. Keflavíkurút-
varpið var þarna nálægt okkur
og það var mikið hlustað á það
og fylgst vel með því, sem var
að gerast í tónlistinni. Þegar
við byrjuðum 1964 var Cliff
Richard og The Shadows á
toppnum og við æfðum upp
mikið af þeirra lögum. Sem
dæmi um áhugann í Keflavík á
þessum tímum má nefna að allt
að 5 hljómsveitir voru starf-
andi þar á sama tíma, m.a.
Óðmenn og Skuggar. Það hafði
auðvitað mikið að segja að
starfsgrundvöllur var góður,
því að mikil eftirspurn var eftir
hljómsveitum til að spila uppi á
Velli í klúbbnum og svo
Rockville.
— Þú hættir snemma í
Hljómum?
— Já, eftir nokkra mánuði
þurfti ég að fara í sjúkrahús til
að láta taka úr mér kirtla, sem
voru alveg að gera út af við mig
og meðan ég lá, brast bítlaæðið
á, er fyrsta breiðskífan þeirra
kom út. Karl Hermannsson
hafði tekið að sér að leysa mig
af meðan ég var rúmliggjandi
og nú skipti engum togum að
þeir æfðu nær öll lögin á plöt-
unni og tóku inn í prógrammið.
Ég var ekkert sérlega hrifinn af
þessari músík til að byrja með,
fannst þetta heldur hávaða-
samt garg. Þegar ég svo loks
skreið á fætur var Kalli alveg
kominn inn í þetta. Ég var samt
látinn æfa og syngja tvö lög,
sem tekin voru upp á segulband
og eftir að hlustað hafði verið á
þau voru greidd atkvæði um
okkur Kalla og fékk hann 3 en
ég 1 og var þar með úr leik.
Sögðu þeir m.a. að ég hefði
misst töluvert af röddinni við
kirtlatökuna. Ég var að sjálf-
sögðu ákaflega sár yfir þessu,
en það leiddi þó ekki til vinslita
og við erum enn allir góðir
vinir.
— Eignuðust Hljómar strax
sinn stóra aðdáendahóp?
— Æðið byrjaði ekki alveg
strax, en vinsældirnar urðu
hins vegar miklar, því að við
vorum með mjög frjálsa fram-
komu á sviði, hreyfðum okkur
meira og annað slíkt. Ég hugsa
að segja megi að æðið hafi
byrjað eftir u.þ.b. 5 mánuði.
— Hvað tók við hjá þér?
— Ég var á balli í Krossinum
nokkru seinna, þar sem hljóm-
sveit úr Reykjavík spilaði.
Trommarinn kom þá til mín og
spurði hvort ég hefði áhuga á
að syngja með þeim. Ég sagði
strax já, en gerði ekki ráð fyrir
að alvara lægi að baki. Tveimur
mánuðum seinna var hringt í
mig og ég beðinn að koma til
Reykjavíkur og þá var það, að
ég byrjaði með Pónik og hef
með örstuttum hléum verið þar
sl. 14 ár og eru líklega ekki
margir, sem geta státað af svo
langri dvöl. Ég var hins vegar
alltof mikill Keflvíkingur í mér
til að fara að flytjast til
Reykjavíkur og hef alltaf keyrt
á milli, enda góður vegur. Með
mér í Pónik þá voru tvennir
bræður, Ulfar og Kristinn
Sigmarssynir og Hallberg og
Kristinn Sveinssynir.
— Hvernig var poppara-
bragurinn í Keflavík á þessum
tíma og hve lengi stóð þetta
blómaskeið?
— Poppið setti mikinn svip á
bæjarlífið og ég hugsa að síða
hárið og klæðnaðurinn, sem
fylgdi þessari byltingu, hafi
líka byrjað þar. Ætli megi ekki
segja að þetta hafi staðið í ein 4
ár, en þá fór það að dala er
helztu mennirnir fóru að flytj-
ast til Reykjavíkur.
— Var mikil samkeppni
meðal hljómsveitanna?
— Já, hún var mikil og einn-
ig rígur meðal stuðningsmanna
hverrar sveitar, sem töluðu illa
um alla aðra en átrúnaðargoð
sín.
— Hvernig er popplífið í
Keflavík í dag?
— Það er voða mikið búið að
vera. Aðeins tvær hljómsveitir
eru starfandi hér nú, Geim-
steinn, sem Rúnar Júlíusson
stendur fyrir ásamt þeim
Maríu Baldursdóttur, Finnboga
Kjartanssyni, bróður Magga, og
Hrólfi Gunnarssyni, og svo
hljómsveitin Astral, sem er ný.
I henni er meðal annars
Guðmundur Hermannsson
bróðir Kalla Hermanns. Þetta
er orðið svo breytt núna, þeir
sem eru í hljómsveitunum eru
allir tónlistarmenntaðir eða í
námi.
— Nú ert þú búinn að vera í
þessum bransa í 14 ár, ertu
ekkert farinn að þreytast?
— Auðvitað kemur það oft
upp í manni að vilja fara að
taka þessu rólega, en eftir 3—4
mánaða frí er löngunin komin
aftur og þá er fátt til að halda
aftur af mér.
— Hvað er framundan hjá
þér?
— Ég er nýbúinn að syngja
inn á plötu með Ellý Vilhjálms,
lög eftir Jenna Jóns, sem kom á
markaðinn í nóvember síðast-
liðnum og reikna með að halda
áfram að syngja einhvern tíma
að minnsta kosti.