Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 24

Morgunblaðið - 10.02.1979, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 IKeflavík búa nú nálægt 6700 manns og hvergi á landinu er fólksfjölgun eins mikil og á Suðurnesjum. Á siðasta ári nam f jölgunin 2.52% á sama tíma og meðaltalið fyrir allt landið var 0.70%. Keflavík er fyrst og fremst bær sjávarút- vegs og þegar vel gengur þar, blómstrar bærinn, en öfugt er undan fæti hallar. í bænum er mikið um þjónustuiðnað við útgerð og fiskvinnslu og byggingarframkvæmdir miklar og Keflavíkurflugföllur er stór atvinnuveitandi bæjarbúa. Lík- lega munu fáir bæir vera eins vel birgir iðnaðarmönnum eins og Keflavík, einkum smiðum. Stærstu atvinnufyrirtækin í bænum eru Keflavík H/F og Hraðfrystihús Keflavíkur. Kaupfélag Suðurnesja er einnig stór vinnuveitandi svo og Kefla- víkurflugvöllur og hinar ýmsu deildir hans, íslenzkra og Banda- ríkjamanna. Þá er Sparisjóður- inn í Keflavík mjög stór vinnu- veitandi enda stærri að umsvif- um en öll bankaútibúin, sem þar eru starfrækt. Jóhann Einvarðsson er bæjar- stjóri Keflavíkur og er við hittum hann að máli spurðum við fyrst hver helztu vandamálin væru, sem bærinn ætti við að stríða. — Bærinn stækkar ört og nú eru nálega 200 íbúðir í smíðum. Ibúaaukningin hér 1977 var 2.53%, en landsmeðaltalið 0.70%. 1976 var aukningin hjá okkur 3.36%. Þessi mikla fjölgun krefst mikilla framkvæmda í sambandi við ný íbúðarhverfi, gatnagerð, gangstéttir, opin svæði og þess háttar. — Hver eru helztu verkefnin að hitaveitunni undanskilinni? — Við höfum nú varið um 100 milljónum til framkvæmda við lagningakerfi í nýjasta íbúðar- hverfi okkar, Heiðarbyggð, og gatnagerð. Þá lögðum við 1978 bundið slitlag á 4 km, sem kostaði 65 milljónir króna. Þá er unnið að byggingu íþróttahúss. Þetta eru stærstu einstöku verk- efnin, en auk þess eru auðvitað fjölmörg smærri verkefna. Hjá bænum starfa nú um 130 manns. Ég vildi til fróðleiks skjóta hér inn nokkrum upplýsingum, sem ég fékk nú fyrir skemmstu um hlutfall gatna með varanlegu slitlagi í hinum ýmsu sveitar- félögum og sem kom mér skemmtilega á óvart. Þar kemur fram að Reykjavík er með hæst hlutfall eða 88.9%, þá Bolungar- vík með 73.6% og síðan Keflavík með 73.3%, Akureyri er með 44.5%, Akranes 53.5%, Garða- bær með 59.6% og Hafnarfjörð- ur með 70.8%. Hins vegar verð ég að viðurkenna að ef hér væri átt við gangstéttir yrðum við ansi aftarlega á merinni, en skýringin á því er sú, að við tókum þá ákvörðun að bíða með átak í gangstéttargerð þar til lagningu hitaveitunnar væri lok- ið. Við erum nú að ljúka 2. ári af fjögurra ára áætlun um lagn- ingu varanlegs slitlags og erum mjög nálægt því að standast hana. Þá bíður svipuð áætlun um gangstéttalagningu. Það virðist vera svo að tjara sé að verða mesta menningartáknið. Það verður allt að vera varanlegt. — Hvernig er ástandið í atvinnumálum? — Það er afleitt eins og nú horfir og útlit fyrir að verulegur fjöldi verði á atvinnuleysisskrá um áramótin. Fyrirtækin fóru af stað aftur eftir stjórnarskiptin, eftir stoppið í sumar, en við höfum lítið sem ekkert frétt um ráðstafanir annað en það, sem komið hefur fram í blöðum um að aðeins eigi að hjálpa helmingi frystihúsanna á Suðurnesjum. Þegar svona gengur kemur það verulega við bæjarsjóð, því að afar illa innheimtist og um mánaðamótin nóv.—des. átti Jóhann Einvarðsson Spjallað við Jóhann Ein- varðsson bæjarstjóra nægilega markvisst að því að koma á legg nýjum atvinnu- greinum, léttum iðnaði og öðru slíku, og vinnu fyrir fatlaða. Ef um verulegan samdrátt er að ræða uppfrá, eins og nú horfir, gæti ástandið hér orðið mjög alvarlegt. Atvinnumöguleikarnir hér eiga auðvitað stærstan þátt í því að fólki hefur fjölgað svo mikið, það flytur ekki á milli landshorna nema til að reyna að hafa það betra. — Hvernig eru þið settir með félagslega aðstöðu? — Ég held að hún sé góð. í bænum er mikið félagslíf og fjölmörg samtök, sem starfa. Það háir þessu nokkuð að ekkert félagsheimili er hér. Hér er virkt leikfélag, virk íþróttahreyfing, sterkir kórar og svo eitthvað sé talið. Hér er starfandi tónlistar- skóli með 130 nemendur auk 45 : drengja í lúðrasveit. Æskulýðs- .etarfið hefur nú verið fært alfar- , ið inn í skólana, sem ég tel að hafi tekizt sérlega vel. Þarna gilda allar skólareglur og krakkarnir annast eftirlitið að miklu leyti sjálf. Nú úm heil- brigðismálin er það að segja að við rekum héj^ sameiginlega sjúkrahús með öðrum sveitar- félögum á Suðurnesjum, sömu- leiðis heilsugæzlustöð. Nú standa yfir framkvæmdir við viðbyggingu sjúkrahússins, en þær hafa því miður dregist nokkuð vegna ýmissa orsaka. Hér eru starfandi 5 læknar, sem hafa staðið sig mjög vel, en æskilegt væri að þeim fjölgaði á Uppbygging Fjölbrautaskólans hefur gengið mjög vel og þar eru nemendur nú 450.1 barnaskólan- um eru þeir 874 og 420 í Gagn- fræðaskólanum. Það hefði sjálf- sagt einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að sendinefnd frá Akureyri kæmi til Keflavíkur til að kynna sér þar skólamál, en þetta gerðist einmitt nú fyrir skömmu. — Kemur hingað enn mikið af fólki á vertíð? — Nei, það er nær alveg liðin tíð. Aflinn hefur dregist svo gífurlega saman, að það er vart hægt að tala um vertíð lengur. Hér fyrir nokkrum árum voru bátar að fá upp í 1200 lestir af fiski á vertíð, nú er þetta í kringum 300 tonn. Hins vegar er alltaf eitthvað af aðkomu- mönnum, sem sækja sjó héðan. Brýnasta verkefnið okkar nú er að reyna að tryggja fiskvinnslu- stöðvunum meiri afla og koma rekstri þeirra á eðlilegan grund- völl. Það er alvég ljóst að Kefla- vík verður í framtíðinni áfram sjávarútvegsbær. Æskilegt væri að geta unnið aflann meira hérlendis en hefur verið gert. Einnig þarf að byggja upp þjónustu og iðnað meira en fram til þessa. — Er flugvöllurinn vandamál fyrir ykkur? — Því verður ekki neitað. Meðan alþjóðaflugið og her- stöðin hafa ekki verið aðskilin verður alltaf ákveðinn hópur fólks, sem leitar inn á flugvallar- svæðið eftir ýmsu, sem þar er Or fólksfjölgun krefstmikilla framkvœmda Nýtt hverfi í Keflavík bærinn um 100 milljónir króna í vanskilum hjá atvinnufyrir- tækjunum. Þetta dregur að sjálfsögðu úr öllum framkvæmd- um. — Nú hefur Keflavík nokkra sérstöðu atvinnulega, þar sem er nálægð Keflavíkurflugvallar? — Já, það er rétt, það er talsverður kostur að hafa stóran aðila eins og Keflavíkurvöll með íslenzka ríkið, verktakafyrirtæki og bandaríska herinn sem vinnu- veitendur. Þetta hefur hins vegar haft þau áhrif að sam- keppnin um vinnuafl er mikil. Það hefur ennfremur haft þau áhrif að ekki hefur verið unnið öllu svæðinu. Við fáum hingað reglulega sérfræðinga í ýmsum greinum læknisfræðinnar þannig að þau mál eru í allþolan- legu horfi. Hér eru starfandi þrír skólar, barnaskóli, gagn- fræðaskóli og Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Samtals eru um 1700 nemendur í þessum skólum. boðið upp á. Ég held hins vegar ekkert endilega að sá hópur sé stærri úr Keflavík en t.d. úr Reykjavík. Ég held að það sé óhætt að segja að við verðum ákaflega lítið vör við Banda- ríkjamennina hérna. Hér búa nú aðeins um 30 fjölskyldur, en voru í eina tíð 15—20% íbúanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.