Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 27

Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 27 Skólabörn að leik í Keflavík. legt væri að reisa. Það gerði hann og var húsið reist á 11—12 dögum haustið 1977 úr steypuflekum frá Breiðholti h/f. Þetta er hús af fullri stærð, 22x44 m, og gert ráð fyrir 800—1000 áhorfendum. Bún- ingsklefar eru í viðbyggingu kring- um húsið og rúma 210 manns. Hægt verður að hólfa völlinn niður í 4 minni velli. — Hvenær verður húsið tilbúið? — Gert er ráð fyrir að það verði tilbúið undir tréverk nú um þessi áramót og þá byrjað að ganga frá húsinu. Það fer auðvitað eftir fjármagni hve fljótt þetta gengur, en fjármagnsskortur hefur dregið nokkuð úr framkvæmdahraða. Við erum að vona að íþróttakennsla geti hafizt haustið 1979. Við gerum ráð fyrir að þetta hús muni verða sem vítamínsprauta á innanhúss- íþróttir hér t.d. handbolta, sem nær enginn er og íþróttafélögin hér hafa orðið að leigja sér dýra tíma í íþróttahúsi Njarðvíkinga. Við eigum mjög góða útiíþrótta- velli enda hefur árangur og áhugi verið eftir því og verður án efa sama sagan með inniíþróttirnar er fram líða stundir. íþróttahúsið verður tilbúið undir tréverk um áramót nk. Frá Keflavfkurhöfn. því-að sækja má meira í karfa og ufsa. Einhverjir hafa tekið undir þessa hugmynd en þá á þann hátt að það gæti verið rétt að gera þetta er önnur byggðarlög úti á landi þyrftu að endurnýja sína togara, að gömlu togararnir yrðu seldir hingað. Það er hrein fjar- stæða. í Bretlandi er til fjöldi togara, sem eru sem nýir og fáanlegir á góðu verði. — Hvernig er ástandið í hafn- armálum hér? — Hér er landshöfn, Keflavík — Njarðvík, en í Keflavíkurhöfn sjálfri hefur ekkert verið gert í mörg ár í hafnarbótum. Skýringin er sú að fyrir nokkrum árnm var öllu fé varið til hafnargerðar í Njarðvíkum. Við þá hafnargerð urðu talsverð mistök í upphafi og þegar höfnin átti að vera tilbúin var hún í reynd lítt nothæf og bátarnir öruggari utan á hafnar- garðinum, en inni í höfninni. Þetta var reynt að leysa með því að byggja grjótgarð fyrir sjógangi og hafa fjárveitingar farið í það. Þessu er nú lokið í bili og þá eru á dagskrá endurbætur á Keflavíkur- höfn. Hér er aðalútskipunin til staðar, en aðstaðan ákaflega erfið vegna þess að garðurinn er svo þröngur að algert öngþveiti er við útskipun en þá geta fiskibátar ekki athafnað sig. Mesta verkefnið er að breikka hafnargarðinn og hafa menn látið sér koma til hugar að byggja grjótgarð utan á og brjóta síðan niður veginn og stækka þannig athafnasvæðið. Einnig að ljúka smíði vörugeymslu sem byrj- að er á. Þá er það óskadraumur margra að byggður verði viðlegu- kantur frá húsi Saltsölunnar að Fiskiðjunni og að hafnirnar verði tengdar með vegi þannig að byggð- in losni við gegnumakstur með afla um bæinn. Annað vandamál sem unnið er við að leysa, er grútarmengun frá Fiskiðjunni og er það leysist verður hafist handa við að hreinsa höfnina, sem er mikið verk. EgiII Jónsson Litið við i Ramma h/fí Njarðvikum Framleiða 10 þúsund glugga á ári Eins og oft vill verða í bæjum úti á landsbyggð- inni, þar sem sjávarút- vegur er helzta atvinnugreinin, eiga iðnfyrirtæki erfitt upp- dráttar, einkum í samkeppni við fiskvinnsluna og útgerðina um mannaafl. Njarðvík er þar engin undantekning og við þennan slag um vinnuaflið bæt- ist svo Keflavíkurflugvöllur. í Njarðvík starfar þó eitt myndarlegt iðnfyrirtæki, sem ekki þjónar sjávarútvegi heldur landsbyggðinni allri, en það er Rammi h/f, trésmíðaverkstæði, sem sérhæft hefur sig í smíði glugga og útidyrahurða. Mun Rammi nú framleiða um 25% þeirra glugga og hér eru smíað- ir árlega, eða 10000 talsins auk þess, sem útidyraframleiðsla þeirra hefur farið mjög vax- andi. Rammi h/f var stofnað árið 1966 og tók þá strax upp gott samstarf við norska fyrirtækið Tetu, sem er skammt fyrir utan Stafangur. Veittu Norðmennirn- ir ýmsa tæknilega aðstoð við stöðlun framleiðslunnar og véla- búnað auk annars tækjakosts og létu í té þá stðla, sem fram- leiðslan hér var sniðin eftir. Hefur frá upphafi haldist gott samstarf með þessum aðilum. Egill Jónsson tæknifræðingur gekk inn í fyrirtækið 1972 og er nú einn eigenda, og fram- kvæmdastjóri, en hluthafar eru alls 11. I stuttu spjalli við Morgun- blaðið sagði Egill, að á ýmsu hefði gengið við uppbyggingu fyrirtækisins fyrstu árin og mörg erfið vandamál, tæknilegs og fjárhagslegs eðlis, komið upp, eins og gengur og gerist með íslenzk iðnfyrirtæki. íslenzki markaðurinn væri lítill og erfiður og að mörgu að hýggja. Framleiðsla Ramma hefði í upp- hafi verið nýjung hér, einkum Tetuþéttilistarnir. Hins vegar hefði þróunin orðið sú, að ís- lenzkir framleiðendur hefðu lagað framleiðslu sína að þeim staðli, sem Rammi hefði byrjað með og sýndi það, að rétt hefði verið farið af stað. Á síðustu árum hefði staða fyrirtækisins styrkzt og töluverður vöxtur orðið í umsvifum. Mikil áherzla hefði verið lögð á að vélvæða fyrirtækið og í dag væri hægt að segja að vélabúnaður væri eins fullkominn og nýtízkulegur og bezt gerðist meðal nágranna- þjóðanna. Þetta væri nauðsyn- legt til að geta lagað ýmsa hluti að íslenzkum aðstæðum og tryggt sem mesta hagræðingu í framleiðslunni. Um sölumálin sagði Egill, að fyrirtækið seldi beint af verk- stæðinu í Ytri-Njarðvík um sölu- skrifstofu í Reykjavík, Iðnverk h/f, auk þess sem það tæki þátt í almennum útboðum. Einnig sagði hann, að nokkuð væri um að þeir fengju teikningar hjá húsbyggjendum og gerðu tilboð í gluggasmíðina. Stærsti markaðurinn væri Stór-Reykja- vikursvæðið, en þó hefði töluvert verið selt út á landsbyggðina, einkum til Vestfjarða, þar sem mikið væri byggt. Egill sagði, að þeir hjá Ramma væru einungis með tréverkið í gluggana, vegna þess, að því væri svo skrýtilega háttað hér á landi, að allir gluggar væru settir í mótin, er húsið væri byggt, og þeir steypt- ir inn. Erlendis væri yfirleitt sá háttur hafður á, að sá, sem sæi um gluggana, setti þá í húsið, er það væri uppsteypt og þá jafn- framt glerið í þá og skilaði þeim þannig fullfrágengnum, sem væri mun ódýrari aðferð en hin. Aðspurður um hvernig gengi sagði Egill, að þeir væru all- ánægðir með sinn hlut, en því væri ekki að neita, að þeir fyndu oft fyrir harðri samkeppni og þá einkum, er samdráttur yrði hjá byggingarmönnum. Virtist svo vera, að gluggasmíði væri eitt það fyrsta, sem verkstæðin tækju upp, er þrengdi að. Því væri það að almennur samdrátt- ur kæmi illa við fyrirtækið. Egill sagði að erfitt væri um fjár- magnsfyrirgreiðslu í almennum bönkum til iðnfyrirtækja og Iðnlánasjóðir helzti aðilinn að leita til, en hann lánaði þó ekki nema lítinn hluta af fjárfesting- unni. Egill sagði, að það, sem helzt væri við að glíma, væri íslenzki markaðurinn, en ef horft væri til heimahaganna væri vinnuafls- samkeppnin erfiðust. Þegar vel gengi til sjávarins, tæki fisk- vinnslan mikinn mannskap til sín og sama væri að segja um Keflavíkurflugvöll, er þar væri mikið um að vera. Einnig væri það svo með störfin á flugvellin- um, að þau væru yfirleitt létt og vel borguð og því ekki að undra þótt menn sæktu þangað. I dag sagði Egill atvinnuástandið vera þannig, að framboð væri af m' nnum, en það væri oft svo, að ma nnaflsframboðið kæmi á tím- um, er þeir þyrftu minnst á því að halda. Oft hefði hins vegar verið erfitt að ná í nægilega mikinn mannskap til að haida fullri framleiðslu og það ylli óstöðugleika i henni. Um framtíðaráform sagði Egill, að þeir myndu halda áfram á sömu braut og fylgjast vel með öllum nýjungum og reyna að stytta framleiðslu skrefin með því að kaupa nýj ustu vélar, sem á markaðinn kæmu hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.