Morgunblaðið - 10.02.1979, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
29
tvær hæðir, sem enn standa
ónotaðar, en eins og ég sagði áðan
er mjög erfitt að verzla á efri
hæðum, en ég hef engar hug-
myndir að sinni um hvað við
gerum.
— Þú rekur einnig Nýja Bíó og
skemmtistaðinn Bergás?
— Já, ég tók við Nýja Bíó eftir
að tengdafaðir minn og mágur
létust og hef rekið það síðan. Það
var afi konu minnar, Guðnýjar
Ásberg Björnsdóttur, Eyjólfur
Asberg, sem byggði húsið fyrir 30
árum og þótti þá gífurlegt mann-
virki á tímum, er ekkert efni var
að fá hér suðurfrá. Húsið tekur
440 manns í sæti. Við leigjum
mest af myndunum frá húsum í
Reykjavík, en höfum einnig
frumsýnt svolítið. Þarna eru
sýningar öll kvöld, tvær á laugar-
dögum og 4 á sunnudögum. Þetta
hefur gengið allvel en töluverð
aukning varð á aðsókninni, er
Keflavíkursjónvarpið endanlega
lokaði. Nú hugmyndina að
Bergási fékk ég, er kjallarinn
undir bíóinu losnaði úr leigu.
Veitingarekstur þar var þó eng-
inn nýlunda, því að 1955—60 var
Bíókjallarinn rekinn þar og var
eina danshúsið í Keflavík. Mér
datt í hug að setja þarna upp
diskótek og við skelltum okkur í
að innrétta sal, sem nú tekur 200
manns. Þetta virtist falla
unglingum vel í geð og hafa þeir
sótt staðinn vel. Nú höfum við í
hyggju að breyta þessu í alvöru-
veitingahús og höfum sótt um
vínveitingaleyfi og fengið
jákvætt svar frá Matsnefnd vín-
veitingahúsa með nokkru
skilyrði, sem við höfum uppfyllt
og síðan mun bæjarstjórn greiða
atkvæði um málið. Svona hús
vantar tilfinnanlega í Keflavík og
ef þetta gengur í gegn liggur
þegar fyrir teikning að nær
helmingsstækkun salarins þar
sem fullkomið eldhús yrði. Manni
virðist að tími ætti að vera
kominn til að Keflvíkingar og
aðrir Suðurnesjamenn eignuðust
sinn eigin veitingastað, þannig að
ekki þurfi að fara til Reykjavíkur
ef menn vilja gera sér dagamun
með mat og drykk.
— Á að láta staðar numið í bili,
eða ertu með einhver stór áform?
— Ætli þetta dugi ekki, ég held
að ekki sé meira að gera að sinni,
annað en að vinna að því að bæta
það, sem komið er. Þetta er
gífurleg vinna, auk þess að reka
verzlanirnar er ég á hverju kvöldi
upp í bíói.
Ingólfur Halldórsson skip-
stjóri á Svani KE er búinn
að stunda útgerð og sjósókn
úr Keflavik í 13 ár. Svan er
hann búinn að eiga í 8 ár, en
báturinn er 37 tonn að stærð.
Áður átti Ingólfur 27 lesta bát
með sama nafni. sem hann
gerði fyrst út frá Akureyri,
áður en hann fluttist suður.
Svanur var á lfnuveiðum í
haust. Við hittum Ingólf er
hann var að koma úr róðri með
4'A tonn og spurðum hann
tíðinda um aflabrögð á haust-
vertíðinni.
Hann sagði að í september
hefðu gæftir verið afar góðar,
þeir náð 20 róðrum, en eftirtekj-
an hefði ekki verið að sama
skapi, mánaðaraflinn 70 tonn,
sem rétt hefði marið það að ná
hlut. í október og nóvember
hefðu gæftir hins vegar verið
afleitar, en hægt að reka í
sæmilegan róður er gefið hefði.
Heildarafli þessa tvo mánuði
var því um 110 lestir og var
langt frá því að.dygði til að ná
hlut.
Við spurðum Ingólf hvað
þætti sæmilegur róður nú á
tíðum og hann sagði að menn
teldu það gott ef þeir næðu 5
tonnum, en yfirleitt mætti segja
að aflinn legði sig að jafnaði á
3% lest í róðri. Aðspurður um
hvernig gengi að láta enda ná
saman sagði Ingólfur að það
þyngdist stöðugt að láta ná
saman og hefði verið óheillaþró-
un allt þetta ár. Beitikílóið á sl.
ári hefði verið á þriðja hundrað
krónur og þannig væri öll þróun
í sambandi við kostnaðinn.
— Við erum fjórir, sem róum
í stað 5 og það er aðeins gert til
þess að þeir sem róa fái meira
til skiptanna. Það fæst ekkert út
úr þessu nema með því að þeir
sem um borð eru streði meira og
skipti síðan á milli sín hlut 5. og
6. manns. Allir um. borð eru
yfirmenn og fá því hlut 5. manns
og fjórðung að auki til skipta til
viðbótar við sinn hlut. Þetta er
allt á öfugri leið. Aflinn fer ört
minnkandi og þá sérstaklega á
netavertíðunum undanfarin ár.
Hér áður fyrr var það netaafl-
inn, sem yfirleitt hélt þessu uppi
hinn tíma ársins, það var eina
úthaldið, sem skildi einhvern
arð eftir sig og náði þá að bæta
upp aðra mánilði, ef manni
Ingólfur
Halldórsson.
Ingólfur
á Svan-
inum KE
aðeins tókst að halda í horfinu.
Það virðist nú vera liðin tíð.
Við spurðum Ingólf hvernig
fiskur það væri sem fengist og
hann svaraði því til að yfirleitt
væri þetta sæmilegasti fiskur.
— Við höfum heyrt að það sé
alltaf verið að selja báta úr
Keflavíkinni. Hvernig lízt þér á
þá þróun?
— Ég er hræddur um að hún
eigi eftir að halda eitthvað
áfram, því að þetta er alltaf að
þyngjast. Hins vegar er málum
svo hreinlega komið, að ef aflinn
heldur áfram að minnka er ég
hræddur um að ekkí verði um
nema eitt að ræða, að leggja
bátunum. Þetta er komið í al-
gert lágmark. Fiskverð hefur
ekkert hækkað í hlutfalli við
laun og allan kostnað. 1977
þurfti 55 tonn til að ná hlut, í
dag þarf 70 tonn. Það sér hver
maður að þetta getur ekki geng-
ið.
— Nú er hagur fiskvinnsl-
unnar ekki beisinn. Hvernig
gengur að fá greitt fyrir það
sem þó berst að landi?
— Ég hef verið heppinn. Ég
keypti þennan bát af Hrað-
frystistöð Keflavíkur fyrir rúm-
um 8 árum og lagði upp hjá
þeim fyrstu 5—6 árin, en hef
síðan lagt upp aflann hjá aðila í
Garðinum og hef verið heppinn
með það að fá greitt. Hins vegar
heyri ég það á félögum mínum
sumum að það er erfitt að fá
greiðslur og þyngist stöðugt.
Við spurðum hvar hann héldi
að þetta endaði allt saman.
— Þessu er vandi að svara.
Það er klárt mál að það verður
að fara að gæta mikils aðhalds,
meira en verið hefur. Vandinn
er sá að ef af gengur króna til
næsta árs er hún skattlögð
þannig að aðeins eru eftir 20
aurar og manni heyrist að
þrengingarnar komi úr öllum
áttum.
— Hvað finnst þér um fisk-
verðshækkunina um áramót?
— Það er slungið mál. Það er
greinilegt að fiskverðið hefur
ekki fylgt eftir hækkunum á
kostnaði og launum. Sjómenn
verða að fá sína kauphækkun
eins og annað fólk. Hækki út-
flutningsverðið hins vegar ekki,
er ekki svo gott að hækka
fiskverðið nema þá að gengis-
felling fylgi í kjölfarið. Hafa
þeir ekki alltaf orðið að bjarga
þessu með slíkum ráðstöfunum.
Það er ekki góðra kosta völ
framundan og skrýtið finnst
manni að ekki skuli vera hægt
að koma þessu á einhverja rétta
stefnu.
— Hvað gerist ef netavertíðin
bregst enn einu sinni?
— Þetta bara má alls ekki
versna, því þá verður bátunum
lagt. Mér lízt ekki á tilhugsun-
ina um lélegri aflabrögð, en það
þýðir ekkert fyrir mann annað
en að vona.
Er við spurðum Ingólf hvernig
honum gengi að manna bátinn
svaraði hann því til að hjá sér
hefðu þetta verið mikið til sömu
mennirnir ár eftir ár, þannig að
hann hefði ekki átt svo erfitt, en
sér heyrðist á öðrum að það eins
og annað væri farið að þyngjast.
„Efaflinn minnkar
er ég hrœddur um að
leggja veríU bátunum”
enn eingöngu fyrir báta og eru
rafalarnir frá 7 kw upp í 15 kw
og fyrir áramót setja þeir á
markaðinn 35 kw rafal.
Þórarinn sagði að fram-
leiðslan hefði gengið mjög vel og
hefðu þeir nú frá upphafi fram-
leitt um 200 rafala í báta og
hefðu þeir ekki verið fluttir inn
frá því að fyrirtækið hóf fram-
leiðslu. Verðið er frá 617 þús. kr.
upp í 1300 þús. kr., en verðið á 35
kw tækjunum verður um 2Vz
milljón kr. Útflutningurinn
nemur í dag um 10 milljónum
króna einungis til Noregs og er
framleiðslan fyllilega sam-
keppnisfær þar að sögn Þórar-
ins. Sagði hann að stöðugt væri
verið að vinna að útflutnings-
málum og væru þeir bjartsýnir á
aukningu á því sviði. Fyrirtækið
veitir alla þjónustu fyrir fram-
leiðsluna.
Aðeins' 3 menn vinna hjá
Alternator og sagði Þórarinn, að
vinnuaflsskortur háði þeim mjög
alvarlega, nú vantaði þá 4—5
menn til viðbótar svo vel ætti að
vera, rafvirkja, rafvélavirkja og
rennismiði, en samkeppnin við
Keflavíkurflugvöll um vinnuafl
stæði þeim mjög fyrir þrifum. I
dag er framleiðslan 2—3 rafalar
á viku. Þórarinn sagði • að illa
gengi að byggja upp svona iðnað
þegar ekki fengist mannskapur
til hans.
Um hráefnið í framleiðsluna
sagði Þórarinn, að það væri að
mestu leyti flutt inn, en Hella
H/F í Reykjavík hefði steypt
fyrir þá allt, sem þyrfti, úr áli.
Við spurðum Þórarin um
framtíðaráform og hann svaraði
því til að beint lægi við, er
aðstæður leyfðu, að fara út í
smíði riðstraumsrafala fyrir
stærri skip, t.d. togara, og þann-
ig byggja upp alhliða þjónustu
fyrir fiskiskipaflotann, togara
og báta. Þeir stefndu að því að
framleiða rafala á lager, en það
hefði ekki verið hægt hingað til
sökum manneklu. Hann sagði að
því miður væri enginn
skilningur á iðnaði sem þessum
á íslandi og t.d. fengju þeir enga
fyrirgreiðslu í sambandi við
hönnunarverk, sem kostuðu allt
upp í 15—20 milljónir króna, það
yrði allt að fjármagna með eigin
fé. Þá væri húsnæðið orðið alltof
lítið, en ekkert svigrúm til að
stækka enn sem komið væri.
Væri þetta hart, er á það væri
litið, að framleiðslan sparaði um
60 milljónir króna á ári í gjald-
eyri, auk þess, sem góðir mögu-
leikar væru á útflutningi.
Séð yfir verkstæðið. Eyjólfur og Þórarinn.