Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 38

Morgunblaðið - 10.02.1979, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979 Móðir okkar, tengdamóöir og amma, RÁÐHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR, Vorhúsum, Víkurbraut 10, Grindavík, andaóist í Landspítalanum fimmtudaginn 8. febrúar. Guójón Sigurgeiraaon, Elín Þorvaldadóttir, Jón Sigurgeiraaon, Úraúla Sigurgeirsson, Gunnar Sigurgeiraaon, Sigurrós Benediktsdóttir, og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn. VALDIMAR A. LEONHARDSSON, andaóist á Landspítalanum 9. febrúar. Fyrir hönd barna minna, Guðrún D. Björnsdóttir. t Eiginmaöur minn, KRISTJÁN SKAGFJÖRD Hagamel 14, andaðist í Landakotsspítala, að morgni 9. þ.m. Sigríöur J. Skagfjörð. t Eiginmaöurinn minn HALLGEIR EGGERTSSON, Nesvegi 67, Reykjavík, andaöist í Borgarspítalanum föstudaginn 9. febrúar. Arndís Hildur Kjartansdóttir. t Sonur okkar og faðir minn KARL ANTON CARLSEN Engjasel 11, lést í Gjörgæsludeild Borgarspítalans 7. febr. Fyrir hönd aðstandenda Svava Eybórsdóttir, Helgi Ottó Carlsen Svava Helga Karlsdóttír. t Móöursystir mín MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, hjúkrunarkona, frá Hrosshaga veröur jöröuö að Torfastöðum laugardaginn 10. febr. kl. 2. Bílferð veröur frá Hópferöamiðstööinni Suöurlandsbraut 6 kl. 12. Halldór Þóróarson Litla Fljóti í Biskupstungum. t Faöir okkar, tengdafaðir og afi, HELGI GUÐMUNDSSON, áöur bóndi Litlu Strönd, Rangárvöllum, Æsutelli 2, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi mánudaginn 12. febrúar. Erla Pálsdóttir Höróur Hjartarson Jóhann Helgason Nanna Ragnaradóttir, Hrafnhildur Helgadóttir Jón Bryngeirason, Snvar Helgason Kristbjörg Helgadóttir Már Gunnpórsson. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför konunnar minnar, móður okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁSDÍSAR PÉTURSDÓTTUR, Háagerói 35, og heiöruöu minningu hinnar látnu. Sérstaklega þökkum viö Bnari Baldvinssyni lækni fyrir hans hjálp i hennar löngu veikindum. Einnig þökkum viö hjúkrunarkonum og starfsfólki á E6 og Gjörgæslu Borgarspítalans fyrir góöa hjúkrun. Guö blessi ykkur öll. Magnús Grímsson, Grímur Magnússon, Lou Magnússon, Ingólfur Magnússon, Kolbrún Óskarsdóttir, Ásdís M. Ingólfsson, Bjarni Þórarinsson, María P. Ingólfsdóttir, Hreióar Elmers, Donna Magnússon, James Magnússon, Dísa Magnússon, Kolbrún Arna. Indriði Hallgríms- son - Minningarorð Fæddur 21. október 1944. Dáinn 27. janúar 1979. Hinn slyngi sláttumaður hefur þá lostið hinn fyrsta úr stúdenta- hópnum, sem útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri vorið 1965. Alltaf stöndum við mennirn- ir jafn undrandi frammi fyrir hinni torráðnu gátu lífs og dauða, þegar vinum eða ættingjum er óvænt og skyndilega svipt á brott. Spurningar um hinn innri tilgang lífsins gerast áleitnar og verður þá að játast, að þrátt fyrir alla menntunina, sé þekking vor á innstu rökum tilverunnar í raun- inni skelfing lítil. Ég trúi, að lífið eigi sér göfug markmið, og að góðir drengir þurfi ekki að kvíða vistaskiptunum miklu. Þeim er ætlað meira að starfa „Guðs um geim“, þar sem hæfileikar þeirra nýtast betur en í okkar ófullkomnu veröld. Hér er ekki ætlunin að fara út í neinar heimspekilegar vangavelt- ur um lífið og tilveruna, heldur að láta í ljós þakklæti og samhygð, þegar góður vinur og skólabróðir er kvaddur hinstu kveðju. Kynni okkar Indriða urðu fyrst veruleg í fimmta bekk, en þá bjuggum við á Gömlu vistum í M.A. Með okkur tókst fljótlega góður kunningsskapur, og var ég upp frá því tíður gestur á herbergi Indriða, sem var við hliðina á mínu. Hann bjó þá með Þormóði Svavarssyni, sem einnig varð góð- ur kunningi minn. Það var jafnan andleg upplyft- ing að leita á fund Indriða, þegar hugarangur eða námsleiði gerðu vart við sig, því að hann hafði á því lag að slá öllu upp í græsku- laust gaman með sinni léttu lund og glaðværa hlátri. Af hans fundi komu menn jafnan hressari og kátari. Þessir góðu „sálusorgara" eiginleikar Indriða eru þeim mun athyglisverðari, þar sem kunnugir vissu, að hann gekk ekki heill til skógar og varð að gæta sín við allri áreynslu vegna hjartagalla. Síðasta veturinn í M.A. vorum við Indriði herbergisfélagar og bjuggum þá í nýju heimavistinni. Þessi vetur var hinn ánægjulegasti og vil ég ekki sízt þakka Indriða það. Indriði var hinn mesti fyrir- myndarpiltur í öllu dagfari; ástundunarsamur, áreiðanlegur svo af bar, snyrtimenni í klæða- burði, kurteis í framkomu og viðmóti, og aldrei vissi ég til þess, að hann legði illt orð til nokkurs manns. Hann var blessunarlega laus við alla sjálfshafningarárátt- u. í reynd var hann fremur dulur um eigin hagi og áætlanir og eyddi gjarnan tali um slíkt. Honum var óvenjulega létt um hlátur og skóp þannig létt andrúmeloft. Indriði var góður latínumaður og finnst mér hin fleygu orð Hóratiusar hæfa honum vel: Integer vitae, scelerisque purus. Foreldrum sínum, Lilju Jóns- dóttur og Hallgrími Indriðasyni, sýndi hann mikla ræktarsemi og fór a.m.k. einu sinni í viku heim að Kristnesi að vitja þeirra. Indriði hafði upphaflega ætlað sér að verða kennari á heimaslóð- um, en fyrir orð góðra manna lagði hann stund á bókasafnsfræði og auk þess sagnfræði. Að loknu námi starfaði hann um skeið við Amts- bókasafnið á Akureyri. Hann var unnandi góðra bókmennta og tón- listar og átti gott bóka- og hljóm- plötusafn. Indriði starfaði síðar við Háskólabókasafnið auk kennslu við Háskólann. Þangað var ánægjulegt að koma og hitta Indriða fyrir, því að allt þekkti hann út í hörgul og var fljótur að finna heimildir, er að gagni máttu koma. Annars lágu leiðir okkar Indriða ekki mikið saman á háskólaárunum; við dvöldum báðir erlendis lengi, hvor í sínu landi. Indriði lagði sig fram um að afla sér sem beztrar menntunar á sínu sviði, og fór tvisvar utan í því skyni. Var hann nýkominn frá Bandaríkjunum, er ég hitti hann á heimili sínu, glaðan og reifan að vanda, síðastliðið haust. Þá átti ég þess sízt von að sjá hann skömmu síðar á sjúkrahúsi, heltekinn þeim þunga sjúkdómi, sem að síðustu dró hann til dauða, í blóma lífsins. Sjaldan finnur maður eins sárt til vanmáttar síns og við slíkar kringumstæður. Indriði var kvæntur hinni mæt- ustu konu, Sigrúnu Klöru Hannes- dóttur, bókasafnsfræðingi, og var hjónaband þeirra hið farsælasta. Þau áttu einn son, Hallgrím. Um leið og ég lýk þessum línum, vil ég Neskaupstad 8, febrúar. Hér er nú búið að landa 19.000 tonnum af loðnu. brær eru orðn- ar sneisafullar, en landað er jafnóðum og rými leyfir. Nú er búið að frysta hér 130 tonn af loðnu og er það óvenju mikið svo snemma. borskurinn situr fyrir í frystihúsinu á daginn, en á næturnar eru hendur látnar standa fram úr ermum við loðnu- frystinguna. bannig er unnið alían sólarhringinn þann tíma. Stykkishólmi, 8.2. NÝLEGA var sjósettur í skipa- smiðastöðinni Skipavík hf. í Stykkishólmi 70 lesta stálfiski- bátur. Hann hlaut nafnið Gull- faxi SH 125 og verður heimilis- fang hans í Grundarfirði. Eigandi er Kristinn Arnberg Sigurðsson. Báturinn er búinn til tog-, neta- og línuveiða. Aðalvélin er 455 hestafla, 2 ljósavélar, 10 tonna togspil og öll helztu fiski- leitar- og siglingatæki. Báturinn Mbl. hefur borizt ályktun stjórn- ar Húseigendafélags Reykjavíkur þar sem skorað er á Fasteigna- gjaldadeild Reykjavíkur að inn- kalla fasteignagjaldaseðla sem rangir eru og nýir sendir í staðinn. Fer ályktunin hér á eftir: Komið hefur í ljós, að fasteigna- gjaldaseðlar fyrir blandað húsnæði, þe. íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði undir sama þaki, eru að meira eða minna leyti rangir. Almennasta villan er sú, að fyrst er lagt á alla fasteignina sem atvinnuhúsnæði, en síðan er bætt þar ofan á gjöldum af íbúðar- hlutanum. Fasteignagjaldadeild Reykja- færa fram beztu þakkir fyrir þær móttökur, sem ég hlaut jafnan á heimili þeirra hjónanna, auk ann- ars greiða við mig gjörðan. Ég sendi Sigrúnu, litla syninum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Kæri félagi, megi hinn mikli eilífi andi blessa för þína um ódáinsakra sólarlandsins. Ásgeir Sigurðsson. sem frystingarhæf loðna berst hingað á land. Hráefnið, sem unnið hefur verið til frystingar, hefur verið óvenju gott að því er fróðir menn segja. í gær lauk bráðabirgðaviðgerð á Magnúsi NK 72 hjá Dráttarbraut- inni og um miðnætti lagði skipið af stað á veiðar að nýju. Tafir vegna strandsins við Seley á föstu- dag í síðustu viku urðu því ekki nema rúmir 4 sólarhringar. -Ásgeir. er nú að búast til veiða af heima- slóðum. Þetta er 13. nýsmíði hjá skipasmíðastöðinni. Þá er nýlokið stórverkefni hjá félaginu en það er svokallað hlífð- arþilfar á mb. Hamar frá Rifi sem er 250 tonna bátur. Tók það verk ekki nema mánuð í framkvæmd og er það skammur tími. Um verkefnin framundan er það að segja að engir nýsmíðasamningar liggja fyrir og er það mjög baga- legt fyrir atvinnulíf kauptúnsins. Fréttaritari víkurborgar hefur opinberlega viðurkennt þessi mistök. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur skorar hér með á Fasteignagjaldadeild Reykja- víkurborgar að sýna hlutaðeigandi fasteignaeigendum þá sjálfsögðu kurteisi, að innkalla hina röngu seðla með sérstakri tilkynningu til viðkomandi og senda þeim síðan óbjagaða seðla, í stað þess að ætlast til þess að hver og einn komi bónarveg til að fá leiðréttingu. í framhaldi af þessu hvetur stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur viðkomandi fast- eignaeigendur til að bíða með greiðslu fasteignagjalda, þar til þeir hafa fengið senda leiðrétta álagningarseðla. 130 tonn af loðnu hafa þegar verið fryst á Norðfirði Nýr bátur sjósett- ur 1 Stykkishólmi Húseigendafélag Reykjavíkur: Skorað á Fasteigna- gjaldadeild að senda leiðrétta gjaldaseðla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.