Morgunblaðið - 10.02.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
41
fclk f
fréttum
+ BARNSFAÐERNIS-
MÁL.
— Hin fallega söng-
kona Marsha Hunt,
fyrrum sambýliskona
poppsöngvarans Mick
Jagger, varð að fara í
barnsfaðernismál við
hann og reka það mál
af fullri hörku til að fá
hann til þess að gang-
ast við syni þeirra
Kans sem er nú 8 ára.
Hann er hjá móður
sinni. — Dómur er
fyrir skömmu genginn
í barnsfaðernismáli
þessu og taldi dómur-
inn pottþétt að Jagger
væri faðir drengsins,
en hann og söngkonan
bjuggu saman árið
1970—‘71.
1979bilar
FRÁ CHRYSLER
Hjá okkur færð þú eitthvað mesta bílaúrval, sem völ er á
hér á landi. Eftirtaldar gerðir Chrysler-bíla eru til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara:
CHRYSLER
íí» i
Þetta er einn glæsilegasti bíll sem þú getur valið þér á
nýju ári. Lebaron hefur vakið athygli fyrir glæsileika og
íburð. Hér er bíllinn fyrir þá sem aöeins vilja það besta.
Oadgo,
Aspen er einn vinsælasti fólksbíll hér á landi, enda hefur
hann margsannað kosti sina. Eigum til bæði 2ja og 4ra
dyra bíla, auk þess station. Bílarnir eru sjálfskiptir með
vökvastýri og deluxe-búnaði.
Vlymoutfi
+ Á ÍTALÍU er þessi unga
leikkona mjög fræg. Hún
er tvítug að aldri, Cinzia
Bruno, og á að baki sér
langan leikferil í leikhús-
um, útvarpi og í sjón-
varpi. Um þessar mundir
leikur hún í barnaleikriti,
en í næsta mánuði á að
sýna sjónvarpsmynd með
henni sem heitir í laus-
legri þýðingu í stofu úr-
smiðsins.
+ BRÆÐURNIR Agnelli eru þjóðkunnir dugnaðar-
forkar á Ítalíu. Nöfn þeirra eru tengd Fiatverk-
smiðjunum í Tórínó. — Sá til hægri er aðalforstjóri
verksmiðjanna, Giovanni Agnelli. Hann gerir ráð
fyrir að Fiatverksmiðjurnar, sem eiga Lancia og
Autobianchi, sendi á bílamarkaðinn á þessu ári 1,4
milljónir bíla. Nýlega var gerð meiriháttar skipu-
lagsbreyting á rekstri Fiatverksmiðjanna. —
Giovanni forstjóri kallaði þá á yngri bróður sinn
Umberto Angelli. Verður hann aðstoðarforstjóri
með miklum mannaforráðum og á hann t.d. að hafa
yfirumsjón og ábyrgð alla á daglegri framleiðslu
Fiatverksmiðjanna í Tórínó.
Plymouth Volaré á stóran aðdáendahóp á íslandi, enda
bíllinn búinn frábærum kostum, sem auka ánægju
ökumannsins, fyrir utan það að hann, ásamt öðrum
Chrysler-bilum skilar ætíð háu endursöluverði. Eigum
til 2ja og 4ra dyra, auk þessstation-bílinn. Alltglæsilegir
vagnar, með sjálfskiptingu og vökvastýri.
CHRYSLER
HORIZON
Þetta er bíllinn sem valinn hefur verið bíll ársins 1978 í
Evrópu og Ameríku, en það hefur aldrei skeð fyrr að
sami bíllinn beri af beggja vegna Atlantshafsins á sama
tima. Þetta er fimm dyra, fimm manna, framhjóladrifinn
fjölskyldubíll frá Chrysler France. Þrjár útgáfur til að
velja úr. Hér er bíllinn sem'fjölskyldan hefur verið að
leita að.
Hafið samband við okkur þegar í stað og veljið ykkur
glæsilegan fararskjóta frá CHRYSLER.
Sölumenn CHRYSLER-SAL 83454 og 833o0
ö Irökull hf.
ÁRMÚLA 36, Símar 84366 - 84491
Umboðsmenn: ÓSKAR JÓNSSON Neskaupstað
SNIÐILL HF. - Akureyri. BlLASALA HINRIKS Akranesi