Morgunblaðið - 10.02.1979, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1979
45
ómögulegir, heldur aðeins það að
kröfur nútímans eru það miklar að
sérmenntun þarf til.
Að framansögðu er ljós sú stað-
reynd að góð kennaramenntun
hlýtur að vera börnunum fyrir
bestu. Þess vegna er brýn nauðsyn
á að þessu ófremdarástandi linni
og það strax.
Guðrún Edda Ólafsdóttir,
Helga Haraldsdóttir,
Margrét Þorvaldsdóttir,
Þórdís Mósesdóttir,
nemendur í K.H.Í.
• Áhrif
áfengis
Áfengi veldur því að rauðu
blóðkornin límast saman en það
veldur truflun á blóðrásinni. Þetta
hefur komið í ljós við rannsóknir
dr. Melvins Knielys við lækna-
háskólann í Suður-Karólínu í
Charleston.
Eftir því sem áfengismagn í
blóðinu eykst þykknar það og
hættir að streyma um þrengstu
æðarnar, háræðarnar og síðan um
víðari æðar. Það eð súrefni berst
taugafrumunum aðeins með blóð-
inu verður brátt súrefnisskortur í
taugavefjunum. Þessi súrefnis-
skortur bitnar fyrst og fremst á
heilanum sem þarfnast sérlega
mikils súrefnis til að starfa á
eðlilegan hátt. Heilafrumurnar
deyja ef þær vantar súrefni, þótt
ekki sé nema stuttan tíma.
Er það súrefnið sem veldur
ölvun?
Slysavarnafélagskona.
Hjá Tómasi Helgasyni yfirlækni
á Kleppsspítalanum fékk Velvak-
andi þau svör að súrefnið hefði
ekki áhrif á ölvun manns og að
ölvun hefði ekkert með blóð eða
blóðflutning að gera.
Hjá Þorkeli Jóhannssyni
prófessor í lyfjafræði fékk Valvak-
andi þau svör að það sem ylli ölvun
væri enn sem komið er ekki endan-
lega þekkt. Hins vegar sagði hann
að það væri hér um bil öruggt að
ölvun gripi inn í starfsemi tauga-
fruma sem flytja boð frá einni
taugafrumu til annarrar.
í sambandi við þá fullyrðingu að
áfengi hefði þau áhrif á blóðkornin
að þau límist saman sagðist Þor-
kell halda að svo væri ekki. Ef svo
væri, sagði hann, að slíkt yrði
aðeins eftir mjög mikla áfengis-
neyslu.
Þessir hringdu . . .
• Spor í
rétta átt
Mig langar til þess að lýsa
stuðningi mínum við nýja áfengis-
löggjöf sem nú er til umræðu. Ég
vil einnig fá að þakka þeim þing-
mönnum sem hafa borið þetta
frumvarp fram.
Ég tel þetta nýja frumvarp vera
spor í rétta átt til frjálsræðis. Það
vinnst ekkert með boðum og bönn-
um og þeir sem eru á móti nýju
löggjöfinni vita ekki hvað þeir eru
að tala um. Það er verið að skapa
þjóðfélag eins og í austantjalds-
löndunum með því að vera sífellt
að segja mönnum hvað þeir megi
og megi ekki gera. Ég tel að ný
löggjöf muni stórbæta áfengis- og
skemmtanamenningu okkar Is-
lendinga eins og það hefur sýnt sig
að gerst hefur í öðrum löndum. En
annars staðar þar sem boðin og
bönnin ríkja ennþá eru þessi mál
enn í ólestri og ættum við að læra
eitthvað af því.
Einnig langar mig til að minn-
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pétursson
Á skákmóti sovézka hersins í
fyrra kom þessi staða upp í skák
þeirra Karasevs, sem hafði hvítt
og átti leik, og Legkins.
23. Dh6! (Lakara var 23. Rf6+ —
Bxf6, 24. gxf6 — Dxe4)
gxh6, 24. gxh6+ - Kf8, 25. Bg7+
— Kg8, 26. BÍ6+ og svartur gafst
upp, því að eftir 26... Kf8, 27.
Hdg3 er hann óverjandi mát.
ast enn einu sinni á bjórinn sem
mér finnst að ætti að fást hér á
landi þótt ekki væri nema í
áfengisverslunum ríkisins.
Eitt er það enn sem skapar
okkur Islendingum lélega áfengis-
menningu. Áfengi á skemmtistöð-
um er allt of dýrt. Fólk svolgrar I
sig heila flösku áður en inn er
farið og kaupir síðan 1—2 glös inni
og þá er ekki að því að spyrja. Ég
tel að þetta skapi að miklu leyti
hina ógurlegu drykkju fólks á
skemmtistöðum um helgar og
þetta myndi stórbatna ef verð á
áfengi á skemmtistöðum lækkaði
eða ef þar fengist bjór.
Örn Ásmundsson.
HÖGNI HREKKVÍSI
'Mo h£Fu£ íb&onur/nh '• fR/uriiw'"
Vörumarkaðsverð
MATVÖRUDEILD:
Pitlsbury hveiti 5 Ibs....... kr. 351
Libbys tómatsósa ............ kr. 207
Libbys bakaðar baunir ....... kr. 305
WC pappír 2 r................ kr. 195
Kaaber kaffi ................ kr. 560
Ljómasmjörlíki .............. kr. 218
Nautahakk 1 kg............... kr. 1.650
Kindahakk 1 kg............... kr. 1.557
Þorramatur í úrvali
Marineruð síld á kynningarverði
Opið til hádegis í dag
Vörumarkaðurinn hf.
ÁRMÚLA 1A. Matvörud. S. 86-111.
Húmgagnad. S 86-112. VafnaSarvörud. S. 86-113.
Haimiliataakjad. S. 86-117.
Ný og
betri
þjónusta
Sendum heim á kvöldin
Tóbak, sælgæti, pylsur, samlokur, blöð og
tímarit, hreinlætisvörur, klaki í pokum. Allt gos
beint úr kæli, ís og ístertur o.fl. o.fl. Kaupum allar
tómar flöskur.
Söluturninn
NÓRI
Háteigsvegi 52 — Sími 21487.
JlírtlpsjiMa§)4l>
óskar eftir
blaðburðarfólki
AUSTURBÆR:
□ Laugavegur
1— 33 ~
VESTURBÆR:
□ Skerjafj. sunnan
flugvallar II.
□ Hávallagata
□ Garöastræti
ÚTHVERFI:
□ Sogavegur
KÓPAVOGUR:
□ Hrauntunga
UPPL. I SIMA
35408