Morgunblaðið - 04.03.1979, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsíngastjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guómundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aóalstræti 6, sími 22480.
Askriftargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakið.
Irauninni hefur staöið
yfir stjórnarkreppa í
landinu frá kosningum
sumarið 1978. Þótt ríkis-
stjórn hafi verið mynduð
að nafninu til hinn 1. sept-
ember á sl. hausti hefur
hún aldrei orðið nema
nafnið eitt. Flokkarnir
þrír, sem að þeirri stjórn-
armyndun stóðu, hafa
aldrei náð saman á þann
hátt, að þeir hafi tekið til
við það verkefni að stjórna
landinu. Raunverulega
standa enn yfir stjórnar-
myndunarviðræður milli
þessara þriggja flokka.
Þeir hafa hvorki getað
gert það upp við sig, hvort
þeir vilji standa saman
eða slíta þessum stjórnar-
myndunarviðræðum. Sum-
ir telja raunar, að stríðið
milli stjórnarflokkanna
standi ekki um það, hvort
þeim takist að koma sam-
an starfhæfri stjórn held-
ur hitt hverjum verði hægt
að kenna um að illa fór.
Stjórnarkreppa, sem
staðið hefur á níunda
mánuð þýðir, að engar
meiri háttar ákvarðanir
hafa verið teknar á þessu
tímabili í málefnum lands
og þjóðar, þótt níu ráð-
herrar sitji að vísu í ráðu-
neytunum. Þetta er orðið
svo langt tímabil, sem
landið hefur verið stjórn-
laust, að það hefur óhjá-
kvæmilega lamandi áhrif
á allt stjórnkerfið. Þótt
þjóðin hafi vissulega haft
nokkra skemmtan af því
að fylgjast með tiltektum
flokkanna þriggja meðan
þessi stjórnarkreppa hefur
staðið, er þetta óneitan-
lega orðið býsna dýrt
spaug. Mál er að linni.
Þátttakendur sjálfir hljóta
að vera orðnir leiðir á
þessum leik.
Ríkisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar mun aldrei
ná saman sem starfhæf
stjórn úr því, sem komið
er. Hún getur setið mátt-
vana á valdastóli, svo lengi
sem hinir 40 þingmenn
flokkanna þriggja hafa
geð í sér til þess að halda
ráðherrunum níu í ráðu-
neytunum. En annað af-
rekar hún ekki. Tvær til-
raunir til þess að koma á
starfhæfum vinstri stjórn-
um frá lýðveldisstofnun
hafa farið út um þúfur.
Hin þriðja er bersýnilega
andvana fædd.
Hlutur Ólafs Jóhannes-
sonar forsætisráðherra í
þeirri skrípamynd af ríkis-
stjórn, sem hann veitir
forsæti er sérstæður.
Fram til 12. febrúar sl.
hafði forsætisráðherra
haft það fyrir aðalreglu að
beygja sig í duftið gagn-
vart Alþýðubandalaginu.
En fyrir tveimur vikum
tók hann skyndilega upp á
því að beygja sig fyrir
Alþýðuflokksmönnum. Þá
hófu Alþýðubandalags-
menn mikla herferð gegn
ráðherranum og beittu
þeim hluta verkalýðs-
hreyfingarinnar fyrir sig,
sem þeir ráða yfir. Þeir
hafa haft árangur sem
erfiði í þeirri herferð. Nú
hefur Ólafur Jóhannesson
breytt um stefnu á ný og
hallar sér að Alþýðu-
bandalaginu.
Bersýnilegt er, að hvorki
forsætisráðherra né flokk-
ur hans, Framsóknar-
flokkurinn, hafa nokkra
ákveðna stefnu í efnahags-
málum. Flokkurinn og
leiðtogi hans virðast líta á
hlutverk sitt í þessari rík-
isstjórn á þann veg, að
þeim beri ekki að hafa
sjálfstæða skoðun heldur
að koma fram sem sátta-
semjari milli Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags. Öf-
undsvert hlutskipti eða
hitt þó heldur fyrir flokk,
sem árátugum saman var
næst stærsti stjórnmála-
flokkur þjóðarinnar en er
nú sá minnsti og lætur sér
nægja að bera boð á milli
tveggja annarra flokka!
Þegar sú mynd er skoð-
uð, sem við blasir á stjórn-
málasviðinu, verður auð-
vitað ljóst, að þessi tilraun
til myndunar hinnar
þriðju vinstri stjórnar á
Islandi frá lýðveldisstofn-
un hefur gersamlega mis-
tekizt. Sigurvegarar kosn-
inganna sl. sumar, AI-
þýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag, standa uppi
allsnaktir og afhjúpaðir.
Þeir hafa reynzt óhæfir til
þess að stjórna landinu.
Þeir hafa svikið gefin lof-
orð. Þeir hafa engin úr-
ræði. Þjóðin verður að
horfast í augu við þá stað-
reynd, að í landinu ríkir
stjórnarkreppa, sem nú
þegar hefur staðið yfir í
rúmlega 8 mánuði. Hversu
lengi enn ætla núverandi
„stjórnarflokkar" að of-
bjóða þolinmæði þjóðar-
innar?
Stjórnarkreppa
| Reykjavíkurbréf
Laugardagur 3. marz
Fallnir
bænda-
höfðingjar
Á þessu ári sýnist þaö
vera mikið áhyggjuefni stjórnvöld-
um, hversu vel hefur árað í land-
búnaði. Jafnvel á Búnaðarþingi er
það skeggrætt, hversu miklu fé eða
nautgripum þurfi að farga til þess
að búskapur bænda sé í réttu hófi.
Þó er ekki nema.rúmur áratugur
síðan tvö hafísár og vond kalár
léku landbúnaðinn svo grátt, að
búfjárafurðirnar rétt hrukku fyrir
innanlandsneyzlunni. En áður
höfðu ýmsir haft þungar áhyggjur
af offramleiðslu landbúnaðarvara.
Þannig er þessi atvinnugrein
viðkvæmari fyrir árferði, góðu eða
illu, en flestar aðrar.
En því er þetta rifjað upp, að
með skömmu millibili hafa nú
fallið í valinn miklir bænda-
höfðingjar og búhöldar á Noröur-
landi. Jón Þorbergsson á Laxamýri
var tímamótamaður í íslenzkum
landbúnaði. Hann kynnti sér
ungur sauðfjárbúskap í Noregi og
Skotlandi og kom heim tvíefldur,
þannig að á orði er haft, að hann
hafi komið á hvert einasta býli á
landinu, þegar hann ferðaðist um
til þess að brýna fyrir bændum
gagnsemi kynbóta og góðrar
hirðingar sauðfjár. Hann var einn
af forgöngumönnum búnaðar-
félaganna og markaði spor í lax-
eldismálum með frumkvæði sínu.
Hann var mikill trúmaður og
fullhugi, ef hann lét mál til sín
taka. Þannig var hann aðsóps-
mikill á ritvellinum, bæði um
landbúnaðarmál, þjóðmál og
trúarleg efni að ógleymdri ævi-
sögu hans, sem er merkileg
heimild um þróun landbúnaðar
hér á landi. Þótt Jón á Laxamýri
væri 96 ára er hann lézt, skrifaði
hann greinar í Morgunblaðjð fram
á síðasta æviár. Að honum fölln-
um þakkar blaðið vináttu og sam-
starf um áratugi.
Eggert Davíðsson á Möðru-
völlum var sannur fulltrúi hins
eyfirzka búskaparlags og sat hið
sögufræga höfuðbýli með slíkum
myndarbrag, að búskapurinn þar
var stærstur í sniðum í Eyjafirði
um árabil. Auk þess var hann í
fararbroddi í framfaramálum
stéttar sinnar og sveitar.
Þegar þessir föllnu búhöldar
voru í blóma lífsins og'mörkuðu
sín spor, hvarflaði áreiðanlega
ekki að neinum, að það myndi
vekja áhyggjur hversu mikill
afraksturinn yrði. Þeir hófu upp
merki ræktunarinnar og stækkuðu
þannig sitt land. Þeir trúðu því, að
menntun og starfshæfni bænda-
stéttarinnar yrði sá vegvísir, sem
greiddi götuna fram á veg. Efa-
laust er, að sú framtíðarsýn þeirra
var rétt, að ísland allt verður því
aðeins byggt, að bóndinn haldi
áfram að byggja sína jörð. Ef
grundvellinum er kippt undan
sjálfseignarábúð hans, er þjóð-
menningu Islendinga og sjálfs-
virðingu hætt.
Hver er sinnar
gæfu smidur
Um aldamótin lifðu menn dögun
nýs mannlífs hér á landi.
Hörmungarárin voru að baki, en
ný atvinnutæki að koma inn í
landið með slíkri afkastagetu, að
engan þyrfti að skorta neitt. Menn
trúðu því þá, að illvígir flokka-
drættir og sundurþykkja myndi
leysast upp eins og salt í vatni með
fullu sjálfstæði þjóðarinnar og því,
að skortur og neyð yrðu kveðin
niður í eitt skipti fyrir öll, en hver
vinnufús hönd hefði verk að vinna.
Þessi aldamótasýn hefur rætzt
varðandi tækniframfarirnar og þá
möguleika sem þær gefa þjóðinni.
Framundan yrði fagurt mannlíf,
öfundar- og sundurþykkjulaust, ef
allir legðust á eitt. En slík gifta er
guðlegrar ættar og á ekkert skylt
við mannheima. Hér niðri er
margt skúmaskotið, myrkt og fúlt,
og mörg mannskepnan, sem ekki
sér lengra nefi sínu.
Þannig eru öll ytri skilyrði tik
þess hér, að það geti dafnað
þjóðfélag stöðugleika en þó fram-
fara, góðra lífskjara og samt
batnandi. Slík eru náttúrugæði
landsins, atvinnutæki og verk-
kunnátta þegnanna. En menn
koma sér ekki saman, Og því
„hrærist heift og hatur og gerist
margs konar klatur" eins og þar
stendur.
Heimta völd,
en hræöast
gagnrýni
Fyrir ári tók ákveðinn hluti
verkalýðshreyfingarinnar þá af-
stöðu að verja fjármunum hennar
til þess að skaða þáverandi stjórn-
arflokka og spilla þeim árangri,
sem ella hefði náðst með efnahags-
ráðstöfununum 1. marz, m.a. með
óþokkafullu útflutningsbanni.
Þetta var auðvelt, vegna þess að
svo er um hnútana búið í verka-
lýðsfélögunum, að „minnihlutinn"
hefur engan rétt. Þótt allsherjar-
atkvæðagreiðsla sé um stjórnar-
kjör, getur sú staða komið upp, að
atkvæði séu jöfn, þannig að með
hlutkesti ráðist það, að annar
listinn fái alla menn kjörna en
hinn engan. Og vitaskuld standa
verkalýðsleiðtogar Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags traustan vörð
um þetta úrelta skipulag, af því að
þeir telja sjálfa sig Guðs útvalda
fyrir verkalýðinn eins og Lúðvík
XIV. upphóf ásjónu sína móti
himninum.
Menn þurfa ekki lengi að lesa
ályktanir trésmiðafélagsins eða
Félags járniðnaðarmanna eða
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
til að sannfærast um, hverjir tali
með mestum myndugleik um þess-
ar mundir. Forystumenn allra
þessara verkalýðsfélaga og raunar
fleiri segja, að félagsmennirnir
allir hafi aðeins eina tungu og hún
sé í þeirra munni. Ef þeir yrðu
spurðir, hvort þeir féllust á lýð-
ræði í sínu stéttarfélagi, að hver
listi til stjórnarkjörs fengi svo
marga menn kjörna sem atkvæðin
segðu til um, myndu þeir óðara
minnast síns guðlega uppruna og
verða eins og Lúðvík XIV. í
framan.
Spyrjiö um þá,
sem sendu
mig...
Þegar ríkisstjórnin var mynduð,
fór það ekki dult, hvaðan henni
kom valdið. Það var ekki þing-
mannafjöldinn á Alþingi, sem hún
sótti styrk sinn til. Sú samkunda
yrði aðeins afgreiðslustúlka í
þeirri rúgbrauðsgerð sem nú
skyldi rísa.
Spyrjið um þá, sem sendu mig,
var inntak forsætisráðherra í boð-
skap sínum til þjóðarinnar og fyrir
skömmu spurði hann, hvort
Lúðvík Jósepsson hefði talað um,
að hann væri yfirskyggður af
heilögum anda.
Fyrri ríkisstjórn hafði skert
kaupgjaldsvísitöluna, en þau laga-
paragröff höfðu ekki hinn rétta
stimpil. Þau voru aðeins stimpluð
af Alþingi og vantaði stafina
„A.S.Í." og „B.S.R.B."
Nú yrði úr þessu bætt eftir
myndun vinstri stjórnar. Vísitalan
var fölsuð, — ekki einu sinni,
heldur tvisvar. Auk þess voru öll
laun í landinu lækkuð um 5%
bótalaust. Skattur var lagður á í
annað sinn á sömu tekjurnar og
stóraukinn á þessu ári. En
stimpillinn var í lagi. Á honum
stóð skýrum stöfum „A.S.Í." og
„B.S.R.B." Og Benedikt Davíðsson,
Haraldur Steinþórsson og Snorri
Jónsson hafa verið önnum kafnir
síðan að útskýra fyrir fólkinu í
landinu, hvernig sólstöðu-
samingarnir hefðu loksins tekið
gildi eins og þeir lofuðu. Jafnvel
forsætisráðherrann sjálfur var um
stund svo hugfanginn af þessum
sírenusöng, að hann gáði ekki að
sér og missti út úr sér, að sólstöðu-
samningarnir hefðu tekið gildi.
Púkar á
fjósbita
í þjóðsögunni varar Sæmundur
fróði fjósamanninn við því að
blóta, þar sem með því ali hann
ára helvítis, og setur púka upp á
fjósbitann honum til
leiðbeiningar. Allt fær þetta góðan
endi eins og vera ber hjá Guðs
þjenara.
Ekki er úr vegi að hugsa sér, að í
þessu þjóðfélagi séu margir fjós-
bitar og púki á hverjum, — eins
konar sundurlyndisfjandar eins og
segir í vísunni. Allir eru þeir
stríðaldir á öfund og tortryggni og
verða því feitari, sem óheilindin
eru meiri, sýndarmennskan og
fagurgalinn. Enginn þarf að fara í
grafgötur með holdafarið á
þessum síðustu og verstu tímum.