Morgunblaðið - 06.03.1979, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 6. MARZ 1979
17
staðreynd, sem við verðum að
horfast í augu við. Þegar þessar
reglur um gúmmíbjörgunarbáta
voru settar, þá var ekki talið fært
að gera meiri kröfur en að á
þessum fiskiskipum 15—50 rúm-
lestir að stærð, væri einn gúmmí-
björgunarbátur. (Á fiskiskipum
yfir 50 rúmlestir eru þeir tveir).
Vel má verá að nú sé orðið tima-
bært að breyta þessum lágmarks-
kröfum þ.e.a.s. gera meiri kröfur
með því að færa neðar ístærð
fiskiskipa kröfuna um tvo gúmmí-
björgunarbáta sem lágmark. Þetta
atriði tel ég rétt að athuga nú í
ljósi fenginnar reynslu. Hins vegar
hefur áður komið fram, og ég vil
enn vekja athygli á því, að reglur
sem þessar ákveða
lágmarkskröfur.
Það er eins og ég hefi áður nefnt
til fyrirmyndar að gera betur en
lágmarkskröfur reglna segja til
um, en þá tel ég æskilegt að hvor
gúmmíbátur um sig sé af viður-
kenndri gerð gúmmíbjörgunar-
báta, og hvor um sig nægilega stór
fyrir alla áhöfn. Þá má staðsetja
þessa tvo gúmmíbjörgunarbáta á
þeim tveim stöðum, sem beztir
verða taldir í bátnum.
Það er alger misskilningur hjá
Ágústi Sigurlaugssyni að reglur
krefjist þess að gúmmíbjörgunar-
bátur sé staðsettur á þaki stýris-
hússins. Það má staðsetja gúmmí-
björgunarbátana hvar sem er ofan
þilja. Meginatriðið er að staðurinn
sé þannig valinn að
1) Hann sé aðgengilegur hvenær
sem slys kann að bera að
höndum.
2) Að hægt sé að athafna sig eins
og bezt er hægt um borð við að
koma bátnum í sjóinn.
3) Að báturinn sé á stað þar sem
hann verður ekki fyrir hnjaski
við vinnu um borð.
4) Að báturinn sé á stað, þar sem
hann er eins vel varinn og hægt
er fyrir sjó.
Af þessum kröfum má sjá að
ekki er völ á mörgum góðum
stöðum fyrir gúmmíbjörgunarbáta
í litlum fiskiskipum, og nokkur
við starfsfólk ráðsins að gera af
fremsta megni, með þeim krónum
sem við fáum til þess.
Það er því með velvilja sem við
tökum á móti félögum J.C. og
öðrum sem vilja leggja eitthvað af
mörkum til aukins umferðar-
öryggis, enda er Umferðarráði
ætlað samkvæmt framansögðu „að
vera til hjálpar og ráðuneytis,
eftir því sem óskað er og aðstæður
leyfa“. Þetta reynum við að gera
og viljum gjarnan aðstoða þau
félagasamtök sem vilja láta gott af
sér leiða á þessu sviði. Með því
móti einu er hægt að hafa sam-
ræmi í umferðarfræðslu. Engum
er til góðs ef einn aðili t.d. gengur í
berhögg við það sem áður hefur
verið gert, slíkt þjónar einungis
þeim tilgangi að rugla fólk og það
er ekki vænlegt til árangurs.
Markviss fræðsla og upplýsinga-
miðlun er aftur á móti líkleg til
þess að auka skilning fólks á
margþættum vandamálum
umferðarinnar.
Eru íslendingar slæmir öku-
menn?
Þessari spurningu er að sjálf-
sögðu ekki hægt að svara með já-i
eða nei-i, svo misjafnir eru
ökumenn.
En oft hefur hvarflað að mér,
hvort það geti hugsast að
fjölmargir ökumenn væru hrein-
lega haldnir minnimáttarkennd á
háu st.igi.
Við Islendingar erum fámenn
þjóð en stór samt. Við viljum ekki
láta troða á okkar rétti, eins og
okkur hættir til að kalla það. Því
miður held ég að þessa gæti um of
í umferðinni. Við sjáum það víða
erlendis, að allt annað viðhorf er
þar ríkjandi i þessum efnum.
Akreinaskipti, svo tekið sé dæmi,
ganga yfirleitt sjálfkrafa og
hljóðalaust fyrir sig. En hvernig er
þessu háttað hérlendis? Því miður
er hér allt annað uppi á teningn-
um. Hver kannast ekki við það á
akreinaskiptum götum, að ætlir þú
að skipta um akrein þegar færi
gefst, máttu alveg eins búast við
að sá sem við hlið þér ekur, auki
hraðann til þess eins, að því er
virðist, að eyðileggja möguleika
þína á akreinaskiptingunni.
Þessum hugsunarhætti þurfum við
að útrýma í eitt skipti fyrir öll.
Okkur hættir nefnilega til streitu í
umferðinni svo oft á tíðum stafar
af ímynduðu tímaleysi. Okkur
getur ekki legið svo óskaplega á að
ekki gefist tími til tillitssemi við
náungann.
Ég held að það sé gott að hugsa
til þess hvernig umferðin væri ef
allir ækju og höguðu vegferð sinni
eins og við sjálf.
Ef komandi umferðarvika J.C.
Reykjavíkur eykur á skilning á
einhverjum þáttum umferðarinn-
ar verður hún til góðs.
Við erum öll ferðafélagar í
umferðinni.
óli H. Þórðarson,
framkvæmdastjóri
Umferðarráðs.
vandi er að finna hentugustu staði
við allar aðstæður. Þótt stýrishús-
þakið hafi ýmsa galla, t.d. er þar
oft þröngt, klifra þarf þrep upp á
þakið og halda í handrið meðan
unnið er við að losa gúmmíbátinn,
þá hefur þessi staður líka ýmsa
kosti. Þarna er báturinn lítið fyrir
veiðarfærum, hann er nálægt
stjórnstað í stýrishúsi, og hann er
það hátt að miðað við þilfarið eru
minni líkur á brotsjó, þótt sjór geti
auðvitað lent á litlum fiskibáti
hvar sem er. — Ef gott pláss er á
framþilfari báts, t.d. í skjóli við
lúkarskappa, þá er ekkert því til
fyrirstöðu að gúmmíbjörgunar-
bátur sé þar staðsettur, þótt oftast
sé það nokkru lengra frá stjórn-
stöð. Ef tveir gúmmíbjörgunar-
bátar eru um borð, er að sjálf-
sögðu eðlilegt að þeir séu hvor á
sínum stað um borð, t.d. annar á
stýrishúsþaki, eða á hillu aftan á
stýrishúsi ef það er hægt, og hinn
á framþilfari.
Þá eru það hylki gúmmí-
björgunarbátanna. Flestir eða
allir þeir gúmmíbjörgunarbátar,
sem nú eru viðurkenndir af
Siglingamálastofnun ríkisins eru í
sivölum glertrefjahylkjum, sem
mynda tvær skálar. Þessu hylki
öllu er fleygt í sjóinn þegar
gúmmíbjörgunarbáturinn er
tekinn í notkun, og þegar kippt er í
snúruna þenst báturinn út og
sprengir utan af sér hylkið. Snúr-
an liggur á milli hylkishlutanna,
og þeir hverfa því í sjoinn þegar
báturinn blæst upp.
Eldri gúmmíbjörgunarbátar
voru í strigatösku, og varð því að
smíða utan um þá trékistu til að
verja gúmmíbátana skemmdum
t.d. frá hnífum eða goggum. Fyrst
voru kistur þessar eins og fastur
kassi með loki. Síðar var sam-
kvæmt tillögum Skipaskoðunar
ríkisins (nú Siglingamálastofnun)
farið að smíða kassana þannig, að
ein hlið eða fleiri féllu niður og út
þegar loki var lyft af kassanum.
Þá þarf ekki að íyfta gúmmíbátn-
um upp úr kassanum.
Þessir kassar voru af ýmsum
gerðum, enda smíðaðir af ýmsutn
aðilum víða um land. Nú munu
þessir trékassar um gúmmí-
björgunarbátana enn vera mest í
notkun á minni og eldri fiski-
skipum. Ég er sammála Ágústi í
því að það er hvergi nærri nógu
gott, að til að ná gúmmíbjörgunar-
bátnum á m/s Guðmundi Ólafs-
syni upp úr kassanum þurfti
hörkuátak tveggja manna, til að
lyfta bátnum upp úr kassanum,
þar eð hliðar hans féllu ekki niður
þegar lokið var tekið af. Þetta væri
æskilegt að skipstjórar eða vél-
stjórar báta athugi nú hver hjá
sér, og að bætt verði úr þar sem
þörf er á . Þetta atriði tel ég rétt
að sé athugað sem bezt af áhöfn,
því að mjög oft er það áhöfnin,
sem tekur gúmmíbjörgunarbátinn
úr kassanum við árlega skoðun, fer
með hann á viðurkennda
skoðunarstöð gúmmíbjörgunar-
báta, sækir hann þangað aftur,
setur í kassann og gengur frá
honum — og þá má ekki gleyma að
festa fangalínu gúmmiðbjörgunar-
bátsins strax á öruggan hátt í
fastan hlut í skipinu, eins og skýrt
er frá á límmiða, sem settur er á
eftirlitsstöðinni á hvern gúmmíbát
eftir skoðun hans, svonefnt „ÞÚ“
skilti. (Sjá meðfylgjandi mynd).
Skipaeftirlitsmenn fá vottorð frá
eftirlitsstöð gúmmibjörgunarbáta
um árlega skoðun og prófun
gúmmíbátanna, en engu minna
atriði er að rétt og vel sé frá
gúmmíbátunum geíigið um borð,
eins og hér hefur komið fram.
Þessar hugleiðingar mínar í
tilefni greinar Ágústs Sigurlaugs-
sonar vélstjóra eru orðnar miklu
lengra mál en ég hafði hugsað mér
í upphafi. Hér er hinsvegar af svo
miklu efni að taka, að vel mætti
rita um ýms fleiri áhugaverð
atriði þessa máls. Það verður þó að
bíða betri tíma.
Að lokum vil ég þó endurtaka
þakkir mínar til Ágústs Sigur-
laugssonar fyrir hans ágætu grein,
sem ég tei vera þarfa og málefna-
lega hugvekju um ýms atriði, sem
eru fréttnæm fyrir almenning
þegar sjóslys verða, en áhugaverð
alla daga fyrir þá, sem starfa að
sjómennsku og siglingum, og fyrir
þá sem vinna eiga að auknu öryggi
á sjó. Með samstarfi og samstilltu
átaki þessara aðila er nokkur von
um árangur.
Reykjavík 27. febrúar 1979.
Hjálmar R. Bárðarson.
WIPP EXPRESS
í allan
handþvott
Enn eitt úrvalsefniö frá Henkel
Fæst í næstu búö.
^reyöandi þvottaefni í allan handþvott.
Þægilegt, handhægt, fer vel meö hendurnar.
IVIYIMDAMáT