Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979
2
Sjómaðurinn séður með aug-
um Gunnlaugs Schevings.
Málverk
eftir
Scheving
til Lista-
safns
DR. SVEN B. Jansson, fyrr-
verandi þjóðminjavörður
Svía, sem var hér á fyrirlestr-
arferð nýlega, færði Lista-
safni íslands höfðinglega
gjöf.
Er hér um að ræða olíumál-
verk af sjómanni eftir Gunn-
laug Scheving, málað 1934.
Þegar Jansson dvaldist hér á
árunum fyrir seinni heims-
styrjöldina keypti hann mál-
verk þetta.
Gjöf þessi er Listasafninu
afar kærkomin ekki aðeins
fyrir það hversu gott verkið er
heldur einnig vegna þess að
safnið á mjög lítið af verkum
Gunnlaugs Schevings frá þess-
um tíma.
(Fréttatilkynning).
Yfirvinnubann
um helgar vid
fiskvinnslu
VERKALÝÐSFÉLÖG auglýsa nú
yfirvinnubann við fiskvinnslu
víða um land um helgar og gildir
bannið frá 9. júní til 1. sept-
ember. Slíkt bann hefur verið
sett undanfarin sumur, þó um
mismörg ár. T.d. er þetta gömul
regla í Vestmannaeyjum, en á
Reykjavíkursvæðinu mun þetta
vera annað sumarið, sem þetta
bann er sett á.
Verðá
tómötum
lækkar
VERÐ á íslenzkum tómötum var
lækkað um síðustu helgi og að
sögn Níelsar Marteinssonar hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna
nemur lækkunin f heildsölu 350
krónum eða nær 25%. Gert er ráð
fyrir að þetta verð haldist
óbreytt fram eftir sumri. í smá-
sölu er verð á hverju kílói yfir-
leitt um 1600 krónur.
„Það er ekki á hverjum degi,
sem vörur hér á landi lækka og
þessi lækkun á tómötum kemur á
sama tíma og aðrar landbúnaðar-
vörur hækka," sagði Níels og bætti
því við að sala á gúrkum hefði
verið góð það, sem af er sumrinu.
Af öðrum grænmetistegundum,
sem hér eru ræktaðar, eru nú
komnar á markað salat, steinselja
og paprika. Von er á íslenskum
púrrum á markað um miðjan
þennan mánuð en aðrar tegundir
koma vart fyrr en upp úr miðjum
júlí, ef tíð verður góð.
V æringar innan
forystu BSRB
TALSVERÐ óánægja hefur verið meðal fólks innan
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja með það að
starfsmenn bandalagsins eru hinir sömu og sitja í stjórn
þess. Nú eftir helgina hefst þing BSRB, þar sem kjörinn
verður forysta samtakanna næstu 3 árin. Þær óánægju-
raddir, sem mest hefur kveðið að, beinast einna mest
gegn Haraldi Steinþórssyni, varaformanni sambands-
ins, en hann er einnig framkvæmdastjóri þess.
Þeir, sem einna helzt hafa kom-
ið til greina sem frambjóðendur
til varaformanns, hafa verið þeir
Örlygur Geirsson og Haukur
Helgason. Örlygur mun hafa haft
talsverðan áhuga á framboði, en
eftir að ljóst varð, að Kristján
Thorlacíus, formaður BSRB, styð-
ur Harald Steinþórsson, virðist
sem Örlygur hafi síður viljað
bjóða sig fram. Ekkert ákveðið
framboð mun hafa verið ákveðið
enn og segja sumir, sem Morgun-
blaðið ræddi við, að ólíklegt væri
að þessi mál kæmu upp á yfirborð-
inu fyrr en á þinginu sjálfu.
Ráðinn fram-
kvæmdastjóri
Háskólabíós
FRIÐBERT Pálsson viðskipta-
fræðingur heíur verið ráðinn
framkvæmdastjóri Háskólabfós
og tekur hann við því starfi um
áramót af Friðfinni Ólafssyni.
Haraldur Steinþórsson mun
hafa látið í það skína, að hann
bjóði sig nú fram í embætti
varaformanns í síðasta sinn. Telja
menn að hann hyggi þá á for-
mannsstarfið, dragi Kristján sig í
hlé að þremur árum liðnum.
Gagnrýni hins almenna félaga
innan BSRB beinist ekki sízt að
því, að á undanförnu kjörtímabili
stjórnarinnar hafi verið mikið
sambandsleysi milli hins almenna
félagsmanns og forystunnar, sem
m.a. hafi sýnt sig í úrslitum
allsherjaratkvæðagreiðslunnar
um samkomulagiö við fjármála-
ráðherra. Þar gekk forystan í
berhögg við vilja hins almenna
félagsmanns, svo sem atkvæða-
greiðslan bar vitni um. Segja
menn að það hafi í raun sýnt og
sannað að sú forysta, sem verið
hefði í BSRB, hefði ekki hugmynd
um það, hvernig hinn almenni
félagsmaður hugsaði.
„EIN MEÐ ÖLLU‘
Ljósm. Krlstinn.
864 atvinnulaus-
ir auk skólafólks
45 konur í Siglufirði hafa misst vinn-
una vegna farmannaverkfallsins
ÁTTA hundruð sextíu og f jórir voru atvinnulausir hér á
landi um síðustu mánaðamót, samkvæmt upplýsingum
félagsmálaráðuneytisins, en um mánaðamótin apríl og
mai voru fimm^ hundruð tuttugu og tveir skráðir
atvinnulausir. í þessum tölum er ekki að finna
atvinnulaust skólafólk, en hjá vinnumiðlun námsmanna
fékk Morgunblaðið þær upplýsingar í gær, að um það
bil tvö hundruð og fimmtíu skólanema vantaði enn
sumarvinnu, og að ástandið hefði sjaldan verið jafn
slæmt og nú í vor. Samtals eru því eitthvað á annað
þúsund manns atvinnulausir á landinu öllu.
Friðbert Pálsson
Friðbert er fæddur árið 1951,
ættaður frá Súgandafirði. Hann
lauk prófi frá viðskiptadeild
Háskóla íslands 1978 og hefur
síðan fengist við kennslu í
stjórnunarfræðum hjá Verk-
stjórnarfræðslunni, sem starf-
rækt er á vegum Iðntæknistofn-
unar ásamt því að sinna rann-
sóknarverkefnum á þessu sviði.
Alls voru umsækjendur um
stöðuna 16 og að sögn Jónatans
Þórmundssonar, prófessors og for-
manns stjórnar bíósins verða nöfn
umsækjendanna ekki birt að svo
stöddu, þar sem nokkrir umsækj-
enda hefðu óskað sérstaklega eftir
því að nöfn þeirra yrðu ekki birt
nema að höfðu samráði við þá.
í Reykjavík voru um mánaða-
mótin 544 atvinnulausir, á móti
246 mánuði áður. í Siglufirði voru
50 atvinnulausir á móti 40 mánuði
fyrr, á Akureyri 45 á móti 29, í
Hafnarfirði 26 á móti 10, á Sauð-
árkróki 22 á móti 12, í Keflavík 15
(8), Selfoss 12 (11) og í Kópavogi
voru 7 atvinnulausir á móti 3
mánuði áður, og færri í öðrum
kaupstöðum. Upplýsingar vantar
þó ítá Húsavík, en þar voru 20
atvinnulausir fyrir mánuði
í kauptúnum var mest atvinnu-
leysi á Patreksfirði, en þar eru 26
manns á atvinnuleysisskrá, en
LÁTINN er í Keflavík Alexander
Magnússon, skrifstofumaður.
Alexander var um árabil mjög
virkur í starfi Sjálfstæðisflokks-
ins á Suðurnesjum og gegndi
ýmsum trúnaðarstörfum fyrir
flokkinn og félagssamtök hans.
Hann var 56 ára að aldri er hann
lést. Kvæntur var Alexander
ólafíu Haraldsdóttur og áttu þau
saman fimm börn.
enginn var skráður þar fyrir
mánuði, á Hólmavík eru 24 at-
vinnulausir á móti 29, en mest
atvinnuleysi var á Stokkseyri, þar
sem 36 manns voru á skrá, en þar
var enginn skráður atvinnulaus
fyrir mánuði.
Atvinnuleysisdagar í síðasta
mánuði voru alls 7970 á móti 8190
mánuði fyrr.
Skýringin á hinu mikla atvinnu-
leysi í Siglufirði er að sögn Bjarka
Arnasonar hjá bæjarskrifstofum
Siglufjarðrkaupstaðar það, að 45
verkakonur hjá Siglóverksmiðjun-
um hafa misst atvinnu sína vegna
farmannaverkfallsins. Vantar
verksmiðjuna dósir til að geta
unnið fisk í, en dósirnar eru
tepptar í skipi í Reykjavíkurhöfn,
og hefur ekki fengist undanþága
til að flytja þær norður. Að öðru
leyti sagði Bjarki atvinnuástand í
Siglufirði ekki vera slæmt, þvert á
móti væri gott atvinnuútlit eftir
bví sem séð yrði.
Heimsókn
Geng Biao
lokið
OPINBERRI heimsókn Geng
Biao, varaforsætisráðherra
Kína, lauk í gær og átti ráð-
herrann og fylgdarlið hans að
halda utan í morgun. ísland
var síðasta landið af fjórum
Norðurlandanna sem ráðherr-
ann heimsótti í þessari för og
heldur hann nú heim til Kína.
Enginn opinber dagskrá var
skipulögð fyrir ráðherrann og
fylgdarlið hans í gær og notaði
ráðherrann daginn til að hvíl-
ast auk þess, sem hann heim-
sótti kínverska sendiráðið í
Reykjavík og ræddi við landa
sína, sem þar starfa.
Af m æ lishappdr æ tti
Sjálfstæðisflokksins:
Dregið í k völd
í DAG eru síðustu forvöð að tryggja sér miða í afmælishappdrætti
Sjálfstæðisflokksins, því dregið verður í kvöld — og drætti ekki
frestað.
Þeir, sem ennþá eiga ógerð skil á heimsendum miðum, eru
vinsamlegast beðnir að gera það strax í dag — það verður aðeins
dregið úr seldum miðum.
Afgreiðsla happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og
verður hún opin til kvölds — síminn er 82900 og geta þeir sem óska
látið sækja greiðslu til sín og einnig er hægt að fá heimsenda miða.