Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.06.1979, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 suðvesturhorni eiga Inn á þessa samsettu mynd heíur verið færð teikning af húsunum sem rísa Landakotstúns. Er teikningin á myndinni í eðlilegum stærðarhlutföllum. Landakotstún: Húsin verða þar sem minnst ber á þeim — segir Frehen biskup Um nokkurt skeið hefur kaþólska kirkjan á íslandi undirbúið byggingarframkvæmdir í suðvesturhorni Landakotstúns, sem er í eigu kirkjunnar. Er í ráði að reisa þar þrjú hús, sem verða bústaðir biskups og presta, skrifstofur þeirra og bókasafn. Nokkrir íbúar í Vesturbænum hafa andmælt fyrirhuguðum framkvæmd- um og m.a. er hafin undirskriftasöfnun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að afturkalla byggingarleyfi, sem þegar hefur verið veitt. Mbl. sneri sér til dr. Hinrik Frehens biskups og Hannesar Kr. Davíðssonar arki- tekts til að heyra viðhorf kirkjunnar til þessara andmæla og afla upplýsinga um fyrirkomulag bygging- arinnar á túninu og skýrist það af meðfylgjandi ljósmynd og teikningum. — Það sem fyrir okkur vakir með þessum byggingum á horni Landakotstúnsins, sagði biskup, er að sameina á einum stað íbúðir biskups og presta kaþólsku kirkjunnar, en íbúð prestanna, presthúsið við kirkj- una, var byggt árið 1835 og er orðið alveg óíbúðarhæft. Það heldur vart vindi eða vatni og segja má að hvorki sé hægt að loka þar um glugga eða dyrum svo vel sé. Fólk gerir sér heldur ekki grein fyrir því, að það er grundvallarregla hjá kaþólsku kirkjunni að biskup kirkjunnar búi sem næst henni. Kirkjan er miðstöð safnsins, þar er minn vinnustaður fyrst og fremst og því er talið nauðsynlegt að biskup búi sem næst henni. Biskup lagði áherzlu á þetta atriði og sagði að þannig væri uppbyggingu starfsemi kaþólsku kirkjunnar háttað og að þetta væri grundvallaratriði. Einnig lagði hann áherzlu á, að svæði það, er fer undir byggingarnar, sem verða 3 tveggja hæða hús með kjallara, er í suðvesturhorni túnsins, sem hefur verið afgirt og ekki verið gönguleið um túnið og að reynt hefði verið að taka það svæði af túninu er minnst áberandi væri. Það væri á bak við kirkjuná, sú hliðin er sneri að Túngötu væri aðalhlið túnsins og yrði það áfram. Þá lagði hann áherzlu á, að í samningi er gerður hefur verið við Reykja- víkurborg er kveðið svo á um, að kaþólska kirkjan leyfi Reykja- víkurborg einni og án leigu- greiðslu afnot af austurhluta Landakotstún og séu þau afnot takmörkuð við að koma upp opnum almenningsgarði með að- stöðu til leikja og yrði ekki leyft að byggja þar né ráðstafa því til þriðja aðila. Reykjavíkurborg lætur þess í stað kaþólsku kirkj- unni í té afnot og án leigu- greiðslu landspildu í Rreiðholti til byggingar og ræktunar fyrir starfsemi kirkjunnar. Þá kom fram í spjalli við Hannes Kr. Davíðsson og biskup Frehen, að Reykjavíkurborg verður falin umsjá svæðisins kringum kirkjuna, sem til þessa hefur verið girt af og verður því allt umhverfi hennar ein heild, í samhengi við þann skrúðgarð sem verður austan kirkjunnar. Einnig bentu þeir á, að jafnvel þótt nú væri tekinn lítinn hluti túrisins undir byggingar mætti spyrja að því hversu mikið væri eftir af túni þessu nú hefði það verið í eigu annarra aðila en kirkjunnar, hvort það væri þá ekki allt löngu undirlagt hús- byggingum. Þessi götumynd sýnir húsin við Hávallagötuna. Lengst til hægri eru hús kaþólsku kirkjunnar þrjú, en húsin til vinstri eru núverandi byggingar við götuna og verða byggingarnar allar jafn háar. : jj T' i • “T u.....i \ f j-LL J, .L /leikhús London ersvo sannarlega lífleg borg. Leikhússtarfsemi í miklum blóma, nýjustu kvikmyndir í hverju bíói, konsertar færustu listamanna og hvaö eina. Þaö leiöist engum í London. LONDON - EINN FJÖLMARGRA STAÐA ÍÁÆTLUNARFLUGI OKKAR. FLUGLEIDIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.