Morgunblaðið - 09.06.1979, Page 22

Morgunblaðið - 09.06.1979, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 Myndlista- konur sýna í Ásmund- arsal NÆST komandi laugard- ag, 9. júní, verður ognuð myndlistarsýuning í Ásm- undarsal við Freyjugötu og verða þar sýnd verk myndlistarkvenna, sem flestar hafa nýlega lokið myndlistarnámi eða eru í þann mund að ljúka því. Að sýningunni standa Rauðsokkahreyfingin og Suðurgötu 7 samtökin og er sýning þessi einn liður í dagskrá um konur í listum sem stendur yfir um þess- ar mundir. Þegar hafa tvær myndlistarsýn- ingar verið haldnar í tengslum við þessa dagskrá um konur í listum en það eru sýningar þeirra Mary Beth Edelson og Eddu Jónsdóttur í Gallerí Suðurgötu 7. Þá var bókmenntadagskrá í Norrænahús- inu sl. fimmtudagskvöld, þar sem fjallað var um verk Jakobínu Sigurðardóttur. Á næstunni stendur til að The Feminist Impr- ovistion Group komi til landsins til hljómleikahalds. Á sýningunni í Ásmundarsal verða hin fjölbreyttustu verk að því er segir í frétt frá aðstandend- um sýningarinnar, s.s. málverk, svartlistarmyndir, silkiþrykksm- yndir, performans, vefnaður, verk unnin með ljósmyndum. Sýning þessi er sérstæð fyrir þær sakir að engin eiginleg sýningarnefnd hef- ur valið eða hafnað verkum, held- ur setja konurnar sýninguna upp í sameiningu. Sýningin verður opnuð kl. 20 á laugardagskvöldið og verður opin til 19. júní, virka daga frá kl. 17 til 22 og um helgar 14 til 22. Sadat er öruggur Kaíró, 8. júní. Reuter. FLOKKUR Anwar Sadats forseta, Þjóðlegi lýðræðis- flokkurinn, er öruggur um sigur í fyrstu kosning- um í Egyptalandi í 27 ár með þátttöku fleiri en eins stjórnmálaflokks. Samkvæmt spám byggðum á úrslitum sem hafa verið birt fær NDP 84% atkvæða og 321 þing- sæti af 382 sem kosið er um. Sadat skipar 10 þingmenn. Átök sem kostuðu tvo menn lífið og urðu til þess að 27 særðust settu svip sinn á kosningarnar sem fóru fram í gær. Ásakanir um kosningasvik hafa einnig komið fram. Hörður Ágústsson við verk sitt á sýningunni. Á myndinni er einnig Sigrún Guðjónsdóttir formaður Félags íslenskra mynd- listarmanna. Ljósm. Kristján. Alþjóðlegur viimuhóp- r ur sýnir í FIM-salnum Sjómannadags- blaðið komið út SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 1979 er komiö út og er það 82 sfður að þessu sinni. I blaðinu er meðal annars grein eftir Ólaf Jóhannes- son forsætisráðherra, „Á sjó- mannadegi 1979“, og Pétur Sig- urðsson formann Sjómannadags- ráðs, „Vinnumarkaður, togara- ntarkaður“. Þá skrifar Ásgeir Jakobsson um 40 ára afmæli sjómannadagsins á ísafirði, sagt er frá fyrstu ferðum gufuskipanna yfir Atlantshaf og Oskar Vigfússon formaður SSI segir frá æsku sinni og sjó- mennsku. Júlía Sveinbjörnsdóttir ritar um Jón Sörla og Guðmundur Ingimarsson um fiskiskipastólinn 1978. Einnig er að finna í Sjó- mannadagsblaðinu viðtöl við Egg- ert Gíslason skipstjóra, Konráð Gíslason kompássmið og Kristján Guðmundsson skipstjóra hjá Eim- skip, auk ýmislegs annars efnis. Ritstjórar Sjómannadagsblaðs- ins eru Guðmundur H. Oddsson og Jónas Guðmundsson. J öklarannsóknafé- lag íslands reisir skála á Goðahnúk Myndlistarsýningin Max- mal-minimal verður opnuð f Fím-salnum, Laugarnesvegi 112, kl. 16. Sýningin verður opin daglega frá kl. 18 til 22 virka daga en frá kl. 14—22 um helgar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. júní. Hinn alþjóðlegi vinnuhópur, sem helgar sig hinni svokölluðu „konstrúktiv" list, stendur að sýningunni. Hópurinn var stofnsettur í Antwerpen 1972. Á stefnuskrá sinni hefur hann m.a. að láta prenta grafíkmöppur. Frumkvæðið að þessari sýningu, sem hófst í Amos Anderson- listasafninu í Helsingfors, áttu hinir finnsku félagar í hópnum. Sýningin hefur síðan farið til fleiri og fleiri staða í Finnlandi og þaðan til annarra Norður- landa. Hingað kemur hún frá Noregi. Á árunum 1972—75 hafa alls 28 listamenn frá 11 löndum tekið þátt í sýningum þessa vinnu- hóps. Á þessari sýningu eru 14 listamenn frá 10 löndum og sýna þeir alls 54 verk. Þeir eru: Hörður Ágústsson frá íslandi, Ad de Kejzer frá Hollandi, Vladimir Kopsteff frá Finnlandi, Jose Breval frá Frakklandi, Matti Kujasalo frá Finnlandi, Peter Lowe frá Englandi, Pierre de Pootere frá Þýskalandi, Tor- sten Reidell frá Svíþjóð, Helge Roed frá Noregi, Hans Dieter Schrader frá Þyskalandi, Ole Schwalbe frá Danmörku, Jeffrey Steel frá Englandi, Rysgard Winiarsky frá Póllandi og Al- berto Zitocchi frá Ítalíu. Nafn sýningarinnar „Maximal minimal", er dregið af því þema sem þaftakendum var gert að vinna út frá. Verkin áttu öll að vera í svart-hvítu, þótt út af því hafi verið brugðið, og enginn stærri en 100 x 100. Ein slík þemasýning hefur áður verið haldin í Englandi og hét „Plus- minus". JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG íslands reisti nú íyrir skömmu áttunda skála sinn. Er hann staðsettur á Goðahnúkum f austurhluta Vatnajökuls, norðan Goðaborgar. Á félagið nú fjóra skála á Vatnajökli, þ.e. á Gríms- fjalli, í Esjufjöllum og Kverk- fjöllum og nú síðast í Goða- hnúkum. Um síðustu páska var settur upp skáli við Fjallkirkj- una í Langjökli, vestan Hrútfells. Fjórir síðastbyggðu skálarnir eru allir svipaðir, 15 fermetrar að stærð með sex tveggja manna kojum. Voru þeir smíðaðir á Reykjavíkursvæðinu og fluttir fullfrágengnir á ákvörðunarstað. Lagt var af stað með skálann á Gnoðahnúk á uppstigningardag, 24. maí og komið til baka þriðju- daginn 29. maí. Þeir sem stóðu að ferðinni voru Jöklarannsóknar- félagið og Hjálparsveit skáta í Reykjavík, sem lagði til Wisil-snjóbifreið, Flugbjörgunar- sveitin í Reykjavík og „Tjaldlausa- félagið", en þessir aðilar hafa átt drýgstan þátt í að koma upp síðustu fjórum skálum félagsins. Tveir aðrir beltabílar voru fengnir frá Landsvirkjun og Orkustofnun, sem veitt hafa félaginu drjúga aðstoð við flutninga á jöklum. Alls tóku 37 manns þátt í ferðinni. Gekk hún ágætlega, veður var gott en þoka tafði nokkuð fyrir og varð m.a. til þess að byrjað var að grafa fyrir skálanum 1 kílómetra sunnan þess staðar sem honum var ætlaður á Goðahnúk. Skyggni batnaði, þannig að skálanum var komið fyrir á réttum stað. Að sögn Stefáns Bjarnasonar hjá Jöklarannsóknarfélaginu var ferðin mjög vel heppnuð. Sagði hann að ferðalöngunum væri heimilt að gista í skálaunum gegn sama gjaldi og Ferðafélag íslands tekur fyrir gistingu í sæluhúsum sínum. Hann tók það sérstaklega fram, að ekki væru hitunartæki í skálunum. Skálinn kominn á sinn stað. Nyrðri hnúkurinn í baksýn. AFMÆLISHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS GIÐ í KVÖLD Afgreiöslan í Sjálfstæöishúsinu, Háaleitisbraut 1, er opin í dag til kl. 22.00 Sími82900 Greiðsla sótt heim ef óskað er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.