Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 29

Morgunblaðið - 09.06.1979, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ 1979 29 Hljómleikar í Höllinni • 12. júnf kl. 9 stendur til að halda hljómleika í Laugardalshöllinni með Hinum íslenska þursaflokki, Ljósunum í bænum og Magnúsi og Jóhanni. Þursarnir og Ljósin munu þar kynna efni af væntanlegum hljómplötum sfnum sem koma í verslanir um lfkt leyti og hljómleikarnir verða haldnir. Kynnir á þessum hljómleikum verður svo annar sem á plötu á markaðnum þessa dagana, Helgi Pétursson. Þess má geta að stefnt verður að þvf að halda miðaverði mjög lágu og hefur verið rætt um verðið 3.500 til 4.000 kr. Ljósin munu gera vföreist um landið eftir hljómleikana, ásamt Magnúsi og Jóhanni og Ilelga Péturssyni. Plata ljósanna mun bera nafnið „Diskó Friskó“! Þursarnir munu aftur á móti gera víðreist á Norðurlöndum eins og fram hefur hefur komið hér í blaðinu áður, en plata þeirra kemur út í fyrstu viku í júní ef allt gengur að óskum. Þursum hefur bæst liðsauki fyrir þessa hljóm- leika, Lárus Grfmsson, hljómborðsleikari, en hann mun sfðan taka sæti Karls Sighvatssonar í Norður- landaferðinni. Þeir verða þó báðir á hljómleikun- um. Nýmæli verður við þessa hljómleika að útbúinn verður dagskrárbæklingur með æviágripum og sögu aðstandenda, og er það vel. HIA. Illjómsveit Paul McCartney, Wings, hefur nú lokið gerð breiðskífu sem kemur út í Bretlandi föstudaginn 8. júní næstkomandi. Plata þessi mun bera heitið „Back To The Egg“ og er stúdíóplata. Á plötunni eru 14 lög, 13 eftir McCartney sjálfan og eitt eftir Denny Laine. Meðal gcsta á plötunni eru Hank B. Marvin (Shadows), David Gilmour, Pete Townsend og Kenny Jones (Who). Þess má geta að McCartney til aðstoðar við upptökustjórn var Chris Thomas, en McCartney hefur einn séð um þá hlið málsins hingað til. 1 5 Heklahf nýja umboðsmenn Bifreiðaverkstæðið ÞÓRSHAMAR HF sinaa a sama stað í dag frá Kl.1-6 Sýndir verða: Sigurvegarinn GOLFdíesel, 5 strokka AUDI100, VW DERBI og AUDI80. I Auói I Verið velkomin! HEKIAHF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.