Morgunblaðið - 09.06.1979, Side 31

Morgunblaðið - 09.06.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979 31 Hátíðahöldin á sjó- mannadaginn í Rvík með hefðbundnu sniði Hátíðarhöld á sjómannadaginn í Reykjavík n.k. sunnudag verða með mjög hefðbundnum hætti og hefjast með því að skip í Reykjavíkurhöfn draga skrautfána að húni kl. 8 að morgni. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur fyrir aldraða dvalargesti á Hrafnistu kl. 10. Síðan er sjómannamessa í Dómkirkjunni kl. 11 þar sem séra Hjalti Guðmundsson þjónar og minnist drukknaðra sjómanna. Dómkórinn syngur undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar og Halldór Vilhelmsson syngur. Einnig mun drengjakór frá Dómkirkjunni í Gautaborg Eftir hádegi verður útihátíðar- samkoma í Nauthólsvík á vegum Sjómannadagsráðs í Reykjavík og verður þar ýmislegt til skemmtunar svo sem kappsigl- ing, kappróður og koddaslagur. Þá mun og Tóti trúður (Ketill Larsen) skemmta ásamt börnum og unglingurti. Er líða tekur á skemmtunina mun verða skraut- sigling inn Skerjafjörðinn. Eig- endur smábáta munu fylkja liði úti í firðinum og sigla inn hann þegar líða tekur á daginn. A undan skemmtiatriðunum verða flutt ávörp. Kjartan syngja. Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra mun tala af hálfu ríkis- stjórnarinnar, Sverrir Leósson útgerðarmaður frá Akureyri af hálfu útgerðarmanna og Ingólfur Ingólfsson formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands af hálfu sjómanna. Síðan mun Pétur Sigurðsson formaður Sjó- mannadagsráðs heiðra aldraða sjómenn með merki sjómanna- dagsins. Strætisvagnaferðir verða í Nauthólsvík, frá Hlemmi og Lækjartorgi á 15 mínútna fresti. Um kvöldin verður útvarps- dagskrá tileinkuð sjómönnum í umsjá Sveins Sæmundssonar. Þá verður sjómannahóf á Hótel Sögu sem hefst með borðhaldi kl. 19.30 og verða þar einnig skemmtiatriði. Miðasala og borðapantanir verða í anddyri Hótel Sögu á föstudag og laugar- dag kl. 17—19 báða dagana. Hrafnistuheimilið í Hafnar- firði verður opið almenningi á sjómannadaginn og þar verður kaffisala frá kl. 15—17. Allur ágóði rennur í skemmtiferðar- sjóð vistmanna heimilisins. Pétur Sigurðsson formaður Sjómannadagsráðs skýrir blaðamönnum frá tilhögun hátíðahalda í tilefni sjómannadagsins n.k. sunnudag. Við hlið hans sitja fulltrúar úr stjórn sjómannadagsráðs. Talið frá vinstri: Hilmar Jónsson, Garðar borsteinsson, Pétur Sigurðsson og Tómas Guðjónsson. Á myndina vantar Guðmund IL Oddsson gjaldkera stjórnarinnar. Ljósm. Kristján. Erlendum ferðamönnum f ækk- adi — f erðir íslendinga jukust I maímánuði sl. komu til landsins 10.269 ferðamenn en í sama mánuði í fyrra komu hingað 10.072. Ferðamenn, sem hingað komu í maí sl. skiptast þannig að 6037 eru útlendingar en 4232 íslendingar og hefur erlendum ferðamönnum fækk- að miðað við sama mánuð í fyrra en þá voru þeir 6116. íslendingar, sem komu hingað í maí í fyrra voru hins vegar 3956. Ferðamönnum, sem komið hafa til landsins frá áramót- um til maíloka hefur fækkað sé miðað við sömu mánuði árið 1978. Nú komu til landsins á þessu tíma- bili 36.733 ferðamenn, 18.087 íslend- ingar og 18.646 útlendingar en á árinu 1978 38.105, íslendingar voru 19.227 og útlendingar 18.878. Flestir þeirra erlendu ferða- manna, sem hingað komu fyrstu fimm mánuði ársins, voru Banda- ríkjamenn, eða 1989, þá 691 Svíi, 689 Vestur-Þjóðverjar, 559 Danir, 506 Bretar, 425 Norðmenn, 289 Sviss- lendingar og 101 Hollendingur. Frá öðrum þjóðlöndum komu færri ferðamenn. Göngudagur Ferðafé- lagsins á sunnudag SUNNUDAGINN 10. júní efnir Ferðafélag íslands til göngudags og verður gengin 12—13 km leið frá Kolviðarhóli umhverfis Skarðsmýrarfjall, vestur Innstadal, um Sleggju- beinsskarð og að Kolviðar- hóli aftur. í frétt frá Ferða- félaginu segir m.a. að ekki ætti að taka meira en 5 tíma að ganga leiðina með góðum hvfldum. Tilgangur félagsins með göngudegi þessum er að fá sem flesta til að iðka göngu- ferðir, en fyrrgreind leið verður merkt þannig að ekki á að vera hætta á að villast. Þeir sem vilja geta komið á eigin bílum að Kolviðarhóli og gengið þaðan, en þar mun félagið hafa bækistöð meðan gangan stendur yfir og verður hægt að fá þar upplýsingar og merki dags- ins. Þrjár ferðir verða farn- ar frá Umferðarmiðstöð- inni, kl. 10, 11.30 og 13. Á kortinu má sjá leiðina sem gengin verður og telja Ferðafélagsmenn að hana megi fara á 5 tímum með góðum hvfldum. Veislumatur, skemmtiatrioi Við bjóðum stórsteikur sem smárétti AUt aföllu í mat og drykk. Munið ókeypis sérrétt fyrir börn 10 ára og yngri. „The Bulganan Brothers skemmta matargest um Esjubergs í kvöld kl. 6—9 og á morgun sunnudag kl. 12—2 og 6—9. Þaö er odyrt aö boröa hjá okkur Veriö velkomin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.