Morgunblaðið - 09.06.1979, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. JÚNÍ1979
Jóhannes Eðvaldsson
Arnór Guðjhonssen
Ásgeir Sigurvinsson
Marteinn Geirsson
Pétur Pétursson
Sóknarleikur
að sjálfsögðu
AGUST
INGI ll
JÓNSSON:m
A EFTIR
BOLTANUM
ÆTLI íslendingar sér sigur í
Evrópukeppni landsliða í knatt-
spyrnu verður sá sigur að vinn-
ast í dag þegar leikið verður
gegn Svisslendingum á Laugar-
dalsvellinum. Vissulega getur
allt gerzt í knattspyrnunni, en
það er ekki raunhæft að gera sér
sigurvonir í leikjum við stórveldi
í þessari íþrótt, þjóðir eins og
Holland, Á-Þýzkaland og Pól-
land. Reyndar vann landinn sig-
ur gegn a-þýzka liðinu fyrir
nokkrum árum, en það voru
úrslit, sem skóku knattspyrnu-
heiminn. Því miður gerist slíkt
varla aftur á þessu ári.
Forystumenn KSÍ voru sókn-
djarfir þegar þeir ræddu við
blaðamenn og tilkynntu landsliðið
á miðvikudag. Þar var lofað
sóknarleik og haft var eftir Ellert
B. Schram formanni KSÍ að menn
sættu sig ekki við annað en sigur.
Sóknarleikur frá fyrstu mínútu til
þeirrar síðustu, sagði hann í Mbl.
og í Þjóðviljanum var vitnað í
formanninn er hann sagði: „Allt
verður gert til að sigra og það mun
takast."
Þar höfum við það, spurningin
er aðeins hversu stór sigurinn
verður. Við höfum ekki áður leikið
við Svisslendinga á heimavelli og
fyrsti leikur þjóðanna var í Sviss á
dögunum, þá tapaði landinn 0:2.
Hins vegar léku unglingalandslið
þjóðanna saman fyrir nokkrum
árum og þá varð jafntefli án
marka.
Undanfarin ár höfum við iðu-
lega leikið gegn þjóðum, sem í
raun eru minnst einum og stund-
um tveimur eða þremur gæða-
flokkum fyrir ofan okkur á knatt-
spyrnuvellinum. Þessir leikir hafa
því miður of á tíðum orðið leiðin-
legir fyrir áhorfendur. Landinn
hefur legið í vörn, en náð góðum
hraðaupphlaupum á milli. Úrslit
hafa náðst, sem glatt hafa stórt
hjarta áhugamannsins, en leikirn-
ir sem slíkir hafa ekki alltaf verið
sérlega eftirminnilegir.
1 dag verður leikið gegn þjóð,
sem sennilega er heldur sterkari
en við í íþróttinni. Það bætir þó
upp þennan mun og vonandi ríf-
lega það, að leikið er á heimavelli.
Ef sigur vinnst í dag yrði það
fyrsti landsliðssigurinn undir
stjórn Youri Ilytchev. Það er alls
engin goðgá að reikna með sigri í
dag, en hins vegar finnst manni
það hálfleiðinlegt tímanna tákn að
það skuli þykja stórfrétt þegar
landsliðið leikur sóknarleik.
Einhvern tímann hefði það þótt
svo sjálfsagt, að ekki þyrfti að
hafa orð á því, en mennirnir hafa
breytzt og tímarnir með. Það eina,
sem undirrituðum kemur í hug, að
geti komið í veg fyrir sigur í
leiknum í dag, er öll sú bjartsýni,
sem ríkir fyrir leikinn. Það kann
sjaldnast góðri lukku að stýra og
árangurinn verður oft beztur þeg-
ar við minnstu er búist.
Landsliðshópurinn gegn Sviss-
lendingum er firnasterkur á
íslenzkan mælikvarða og gæti ekki
verið sterkari að mínu mati. Hins
vegar er ekki hægt að ræða um
þetta landslið, sem bezta landslið
Islands fyrr og síðar. Slíkan
samanburð er einfaldlega ekki
hægt að gera, en sterkari 16
leikmenn var ekki hægt að velja
meðal íslenzkra knattspyrnu-
manna.
Jóhannes
jafnar met
VERÐI Jóhannes Eðvaldsson
fyrirliði íslenska landsliðsins
sem mætir Svisslendingum á
Laugardalsvellinum í dag hefur
hann með því unnið merkilegt
afrek. AHar líkur eru á að
Jóhannes verði fyrirliði, hann
hefur unnið það starf með sóma
síðustu árin og leikurinn í dag
verður 24. landsleikurinn þar
sem hann stýrir Iiðinu. Með því
hefur hann jafnað metin við
Ríkharð Jónsson, sem var fyrir-
liði landsliðsins 24 sinnum. Jó-
hannes slær þetta met að öllum
b'k.indum á næstu misserum.
Fyrirliðar íslands frá upphafi
eru þessir.
Ríkharður Jónsson 24
Jóhannes Eðvaldsson 23
Jóhannes Atlason H
Ellert B. Schram 9
Guðni Kjartansson 7
Karl Guðmundsson 6
Árni Njálsson 4
Sveinn Teitsson 4
Jón Pétursson 4
Ásgeir Sigurvinsson 3
Skotar
unnu
stórt
SKOTAR halda enn í vonina um
sigur í riðli sfnum í Evrópu-
keppni landsliða f knattspyrnu,
eftir að hafa lagt Norðmenn að
velli í Ósló í fyrrakvöld. Sigruðu
Skotar 4—0, eftir að staðan í
hálfleik hafði verið 3—0.
3-litblindir!
DÓMARAR í Júgóslavíu fóru nýlega allir sem einn í margþætt
hæfnispróf. Þar bar helst til tíðinda, að þrír reyndust vera litblindir!
Misstu þeir samstundis réttindin, enda ótækt að vita ekki hvort verið
er að sýna gult eða rautt spjald, hvað þá að þekkja í sundur búninga
liðanna til að sjá hvort verið er að brjóta af sér eða ekki. Samherjar
gætu hlaupið saman inn í eigin vítateig og dómarinn blásið og dæmt
samstundis víti!
Karl Þórðarson
Menn hafa hnotið um það, að
Jón Pétursson er ekki í landsliðs-
hópnum, en þó Jón sé sterkur, þá
sakna ég hans ekki. Við eigum
gnótt leikmanna, sem geta komið í
hans stað og ef um tvo svipaða
leikmenn er að ræða, þá á að
sjálfsögðu að velja þann, sem enn
iðkar íþrótt sína hér uppi á
skerinu. Breytingar hafa orðið á
landsliðinu frá fyrsta leik ársins,
en aðeins til bóta.
Sérstaklega verður spennandi
að sjá hvernig framlínumönnun-
um Teiti, Pétri og Arnóri tekst til
í dag. í dag ættu þeir að fá að sýna
hvers þeir eru megnugir í sínum
réttu hlutverkum, en ekki að vera
einhverjar hlaupatíkur á milli
miklu fjölmennari varnarmanna í
lið andstæðinganna, eins og Pétur
og Arnór voru í leiknum við Sviss
á dögunum og Teitur hefur svo oft
fengið að reyna í landsleikjum
undanfarinna ára.
Að baki þeim verður snillingur-
inn Ásgeir Sigurvinsson og með
honum á miðjunni trúlega þeir
Atli Eðvaldsson og Guðmundur
Þorbjörnsson, en Karl Þórðarson
gæti þó hugsanlega byrjað inn á
fyrir Guðmund og þá yrði hið
hættulega Skagatríó á vinstri
vængnum. Bakverðir verða
væntanlega Janus Guðlaugsson og
Árni Sveinsson, miðverðir þeir
Jóhannes fyrirliði Eðvaldsson og
Marteinn Geirsson. í markinu
verður Keflvíkingur, Þorsteinn að
nafni. Hvort það verður Ólafsson
eða Bjarnason er ekki gott að
segja, en ekki kæmi á óvart, þó
Þorsteinn Bjarnason yrði í mark-
inu.
Skotar voru ávallt sterkari þó
að ekki hefðu þeir sýnt stórleik.
Var sigur þeirra sanngjarn, en of
stór miðað við gang leiksins. Joe
Jordan (32. mi'n.), Kenny
Dalglish (39. mín.) og John
Robertson (43. mfn.) skoruðu
mörk Skota í fyrri hálfleik,
Gordon McQueen bætti því fjórða
við á 54. mínútu, eftir að knöttur-
inn hafði hrokkið út af.þver-
slánni.
Staðan í riðlinum er nú þessi:
Portúgal 4 3 1 0 5:2 7
Austurríki 4 2 2 1 7:5 6
Skotland 4 2 0 2 9:6 4
Belgía 4 0 4 0 3:3 4
Noregur 5 0 1 4 3:10 1
Þá unnu Svíar góðan sigur á
Lúxemborgurum, 3—0 í Evrópu-
keppni landsliða í knattspyrnu.
Anders Grönhagan, Tore Cervin
og Hasse Borg skoruðu mörk
Svía. Staðan í riðlinum er nú
þessi:
Tékkóslóvakía
Frakkland
Svíþjóð
Lúxemborg
3 3 0 0 8:1 6
4 2 1 1 8:5 5
3 1 1 1 6:5 3
4 0 0 4 1:12 0