Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABL AÐI 129. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Hægrimenn sigruðu í Evrópukosningum Bru&el, 11. Júní. Reuter. HÆGRI flokkar unnu á og tilraunir sósíalista til að ráða lögum og lofum á Evrópuþinginu fóru út um þúfur f fyrstu beinu kosningunum til þess. Samkvæmt tölvuspám fá sósfalistar 111 þingsæti af 400 og verða fjölmennasti þingflokkurinn, en þeir hafa tapað fylgi og áhrif þeirra verða ekki eins mikil og á fráfarandi þingi sem var minna. Hrakfarir Verkamannaflokksins f Bretlandi áttu mikinn þátt f slakri frammistöðu sósfalista. Önnur mikilvæg niðurstaða kosninganna var alvarlegt áfall sem Gaullistaflokkurinn í Frakk- landi undir forystu Jacques Chirac varð fyrir. Simone Veil heilbrigð- isráðherra varð hlutskörpust í frönsku kosningunum með stuðn- ingi Valery Giscard d’Estaing for- seta og frú Veil kemur sterklega til greina sem forseti nýja þingsins. Giscardisinnar munu taka hönd- um saman með Frjálslynda flokkn- um í Bretlandi, kristilegum dem- ókrötum og brezkum íhaldsmönn- um þannig að miðjumenn og hægri menn munu setja svip sinn á þingið Sótt tíl borgar í Afghanistan Islamabad, 11. Júní. Rcuter, AP. RÚMLEGA 35.000 ættflokka- strfðsmenn fjandsamlegir kommún- istum sækja til annarrar stærstu borgar Afghanistans, Jalalabad að sögn talsmanns uppreisnarmanna f höfuðborg Pakistans f dag. Uppreisnarmenn eru um 15 km frá borginni sem er 80 km frá landamærunum við Pakistan f Khybcr-skarði og 120 km frá höf- Festingar kannaðar Washinftton, 11. júní. Reuter. BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) sagði f dag að grunur léki á að grundvallar hönnunargallar séu á festingum sem tengja hreyfil og væng á DC-10 flugvélunum sem hafa verið kyrrsettar. Yfirmaður FAA, Langhorne Bond, sagði þingnefnd að rann- sóknin á flugslysinu i síðasta mánuði beindist að festingunni sem tengir hreyfil og væng. Hann sagðist ekki vita hvenær flugvél- arnar fengju að fljúga aftur. Flug- bannið yrði í gildi „þangað til við erum vissir um að þær séu örugg- ar“. uðborginni Kabul. Ef árásin á Jalalabad heppnazt gæti það lamað vegasamgöngur milli Kabul og Pakistans. Ættflokkastríðsmennirnir ákváðu fyrir sex vikum að gerast þátttak- endur í heilögu stríði sem hefur verið lýst yfir að undirlagi hópa sem eru fjandsamlegir Noor Mohammed Tarakki forsætisráðherra. Hann er vinveittur kommúnistum og tók völdin í byltingu í apríl í fyrra. Ættflokkarnir telja umbótaáætl- un ríkisstjórnarinnar sem Rússar styðja ógnun við íslamska hefð þeirra og lénsfyrirkomulag. Stjórnin hefur kennt innrásarliði frá Pakist- an um bardaga í nokkrum héruðum en Pakistanar hafa vísað þessum ásökunum á bug og segjast engin afskipti vilja hafa af innanlands- málum Afghanistans. Bardagarnir hafa breiðzt út til nágrennis Kabul þar sem diplómatar hafa séð þyrlu sem Rússar leíu í té gera eldflaugaárásir rétt hjá borg- inni. Nokkrar sprengjur hafa sprungið í Kabul. Pakistanar kröfðust í dag rann- sóknar á ásökunum um að 32 konur og böm hafi verið skotin til bana í Polui-Chara-fangelsi í Kabul. Þau voru úr 700 manna hópi sem ruddist til fangelsisins fyrir hálfum mánuði til að leita að týndum ættingjum: hermenn skutu á mannfjöldann og nokkur börn tróðust undir. ' sem kemur saman 17. júlí í Strassborg. Kjörsóknvar lítil, eink- um í Bretlandi, en kristilegir dem- ókratar geta verið ánægðir þar sem þeir fá 107 þingsæti samkvæmt tölvuspám og einnig íhaldsmenn sem fá 63 og frjálslyndir sem fá 44. Kristilegir demókratar sigruðu samsteypu jafnaðarmanna og frjálslyndra undir forystu Helmut Schmidt kanzlara. Sósíaldemókrat- ar sem voru undir forystu Willy Brandts fyrrum kanzlara urðu fyrir vonbrigðum og ljóst er að Brandt getur ekki orðið forseti þingsins. Aðeins 32% kusu í Bretlandi og mun skýringin andúð á EBE. Séra Ian Paisley vann óvæntan sigur á Norður-Irlandi. Á Ítalíu sögðu enn fleiri kjósend- ur en áður skilið við tvo aðalflokk- anna og sósíalistar og smáflokkar unnu því á. Kristilegir demókratar fengu 30 og kommúnistar 24 þing- sæti á þinginu sem fær aðeins I ráðgefandi hlutverk. Þingið mun þá setja 19 milljarða dollara fjár- lög bandalagsins. Leikur í sumarregni. Ljúem. Mbl. Krlstlnn. Árásir frá öllum hfiðum á Managua Managua, 11. júní. Reuter. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar réðust á höfuðborg Nicaragua frá öllum hliðum f dag og sjónarvottar sögðu að tugir manna hefðu verið drcpnir. Skæruliðarnir lokuðu aðflutningsleiðum til Managua, tóku úthverfi vestan og austan við borgina herskildi og sóttu fram úr norðri f suður. Nú mun vera vatnslaust í Managua vegna bardaganna. 50 féllu f gær. í Leon náðu skæruliðar skrið- dreka af hermönnum og beittu honum gegn liðsauka stjórnarinn- ar. Skæruliðar munu einnig hafa hluta bæjanna Matagalpa og Masaya á sínu valdi. Somoza hershöfðingi sagði í dag að skæruliðar hefðu undir hönd- um þung vopn sem stjórnarher- menn ættu ekki. Þegar hann ávarpaði blaðamenn í neðan- jarðarskrifstofu sinni sem er köll- uð „loftvarnabyrgið" heyrðist skothríð úr öllum borgarhverfum. „Pólitískt sjálfsmorð að draga þessi200 mílna mörk til baka” —segir Benedikt Gröndal í vidtali við norska blaðið „Verdens Gang” — Fri fréttarltara Mbl. f Ósló f gœr. NORSKA blaðið „Verdens Gang“ sagði um helgina að íslendingar myndu ekki sætta sig við 200 mílna norska efnahagslögsögu umhverfis Jan Mayen og að bæði Benedikt Gröndal utanrfkisráðherra og Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra drægu f efa þjóðréttarlegan og siðferðilegan rétt Norðmanna. Haft er eftir utanríkisráðherra að íslendingar hafi aukið lögsögu sfna innan 200 mflnanna. Þegar íslendingar hefðu tekið sér efnahagslögsögu 1975 hefði verið sagt að „fyrst um sinn“ yrði ekki haldið fram réttindum handan miðlfnunnar við Jan Mayen. Nú hafi þetta orðalag nýlega verið fellt niður. Héðan í frá áskildu íslendingar sér allan rétt innan 200 mflnanna. í þessu felst að íslendingar hafa eignað sér um 25.000 ferkílómetra stórt hafsvæði sem er „Noregsmeg- in“ miðlínunnar við Jan Mayen, segir blaðið. „Það væri pólitískt sjálfsmorð að draga þessi 200 mílna mörk til baka,“ sagði Bene- dikt Gröndal í viðtalinu. Hann tók einnig fram að íslend- ingar kynnu að gera kröfu til landgrunnsins handan 200 míln- anna að Jan Mayen. Ekki væri víst að fiskveiðimörk og landgrunns- mörk þyrftu alltaf að fara saman. Haft er eftir Kjartani Jóhanns- syni sjávarútvegsráðherra að loðn- an sé íslenzk fiskitegund sem haldi sig að mestu innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Hann var spurður hvort íslendingar vildu þá ekki að Norðmenn fengju engan hluta af loðnunni þegar íslendingar og Norðmenn semdu um kvótaskipt- ingu. Hann neitaði því, en sagði að gefið hefði verið í skyn að þessar veiðar ætti eingöngu að stunda frá Islandi. Sjávarútvegsráðherra staðfesti að Islendingar myndu héðan í frá halda fram efnahagslögsögu sinni allt út í 200 mílur gagnvart Jan Mayen og fara þar yfir miðlínuna. Hann var spurður hvort þetta merkti að ef norskir loðnusjómenn kæmu á þetta svæði án leyfis þegar loðnu veiðin hefst í ágúst yrði þeim vísað burt. Hann játaði því. Mánudaginn 19. júní kemur ís- lenzk sendinefnd til Óslóar til að halda áfram viðræðum um loðnu- kvóta Norðmanna og íslendinga. — Lauré. Hann sagði að skæruliðar hefðu hafið allsherjarárás til að ein- angra Managua en hann ætlaði ekki að leggja niður völd. Somoza hershöfðingi kvað hermenn sína hafa fellt eða sært 1,000 skæruliða en 300 hermenn hefðu fallið eða særzt. Hann sakaði stjórn Panama um að senda skæruliðum hergögn sem hún hefði keypt í Bandaríkjunum og kvað stjórn sína hafa til athug- unar að slíta stjórnmálasambandi við Panama. Bandaríska sendiráðið reyndi í dag að flytja um 60 bandaríska borgara úr landi, en varð að hætta við það vegna bardaganna. Samsæri í Ghana Accra, 11. júnl. Reuter NÝJA herforingjastjórnin í Ghana hefur sakað líbanska og indverska íbúa í landinu um samsæri um að myrða Jery Rawlings flugliðsfor- ingja, foringja byltingarinnar í síð- asta mánuði. í opinberri yfirlýsingu sagði að Líbanir og Indverjar hefðu sett þrjár milliónir dollara til höfuðs Rawlings flugliðsforingja, en þeir hafa neitað því og lýst yfir hollustu við nýju stjórnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.