Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 11

Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 11 Ungt fólk á Ítalíu snýr baki við kommúnistum Italski kommúnistaflokkurinn hefur tapað í kosningum í fyrsta sinn síðan ítalska lýðveldið var stofnað fyrir 33 árum vegna þess að ungir kjósendur hafa snúið við honum baki í stórum stíl og þar með hefur hinn svokallaði Evrópukommúnismi orðið fyrir alvarlegu áfalli í því landi þar sem hann varð til Fréttaskýrendur segja að það aðdráttarafl sem kommún- istar hafi haft á Ítalíu, heyri sögunni til og það sé ekki Iengur í tízku að taka sömu afstöðu og kommúnistar. Ungir og óánægðir kjósendur hafa í þess stað fundið athvarf í Róttæka flokknum, þar sem er að finna samsafn fólks sem berst fyrir mannréttindum og umhverfisvernd. Fylgi þess flokks þrefaldaðist í kosningunum (úr 1,1 í 3,4%) og þingmönnum hans fjölgaði úr Kommúnistar töpuðu fjórum af hundraði í kosningunum til fulltrúadeildarinnar þar sem kosningaaldur var 18 ár og 2,3% í kosningunum til öldungadeild- arinnar þar sem kosningaaldur var 25 ár. Þeir fengu 201 þing- sæti af 630 í fulltrúadeildinni og töpuðu 27 sætum. Þeir fengu 11.107.883 atkvæði í kosningun- um, eða 30,4 af hundraði miðað við 34,4 af hundraði 1976. Kommúnistaforinginn Enrico Berlanguer viðurkenndi að flokkurinn hefði orðið fyrir greinilegu fylgistapi miðað við kosningarnar 1976, en heldur því fram að flokknum hafi tekizt að treysta í sessi verulegan hluta þeirrar fylgisaukningar, sem flokkurinn átti að fagna í síð- ustu kosningum. Annar kommúnistaleiðtogi, Luciano Barca, viðurkenndi að ungir kjósendur hefðu snúið baki við flokknum og sagði að flokkurinn yrði að koma á „nýjum tenglsum við ungu kynslóðina". Misheppnað samstarf Fylgistapi kommúnista hafði verið spáð í kjölfar tveggja ára misheppnaðs samstarfs þeirra og kristilegra demókrata. Ber- linguer lagði á það áherzlu í í 18. Berlinguer: áfall fyrir Evrópu- kommúnismann. kosningabaráttunni, að sam- kvæmt hugmyndum evrópu- kommúnismans væri byltingum afneitað og þingræðiskerfið við- urkennt, en þar með hefur hann styggt gamladags Moskvu- kommúnista. Kommúnistar sögðu, að þeir væru í engu háðir stjórninni í Moskvu og hétu því að halda Ítalíu í NATO. Þeir sögðu líka í áróðri sínum, að í landi, sem væri þjakað af hryðjuverkum og atvinnuleysi, þyrfti styrkja „þjóðareiningar- stjórn“. Ótti við hryðjuverk hefur líka átt þátt í hrakförum kommún- ista, svo og krafa almennings um að haldið verði uppi lögum og reglu og vaxandi álit manna á Jóhannesi Páli páfa II sem nýtur mikilla vinsælda, og róm- versk-kaþólsku kirkjunni, sem styður kristilega demókrata. Þótt kommúnistar hafi tekið eindregna afstöðu gegn hryðju- verkum hefur verið á það bent, að núverandi vinstrisinnaðir byltingarmenn sé fyrrverandi flokksfélagar. Óánægja með kommúnista hefur sézt á því, að félögum í flokknum hefur fækkað. Enn eru tæplega 1,7 milljónir manna flokksfélagar, en nýjum félögum hefur fækkað stöðugt, einkum fólki af ungu kynslóðinni. Kristilegum demókrötum hafði verið spáð fylgisaukningu, en þeir spádómar rættust ekki. Þeir fengu 262 þingmenn í full- trúadeildinni, einum færra en 1976, og skorti 54 þingsæti til að fá meirihluta. Þeir fengu 14.997.594 atkvæði, eða 38,3 af hundraði, miðað við 38,7 af hundraði 1976. Aukin verkföll? Stjórnmálaleiðtogar og kaupsýslumenn höfðu gert sér vonir um, að stjórnarflokkurinn efldist í kosningunum þannig að hann stæði betur að vígi til þess að taka djúpstæð vandamál landsins, pólitísk og efnahags- leg, föstum tökum. í Mílanó hafa nokkrir framkvæmdastjórar lát- ið í ljós ugg um, að verkalýðs- félögin taki upp herskárri af- stöðu í væntanlegum samning- um um kaup og kjör, er munu ná til níu milljóna verkamanna í flestum meiriháttar atvinnu- greinum. Verkalýðsfélögin fylgja kommúnistum að málum og hið volduga félag málmverkamanna, sem felldi ríkisstjórn 1975 með langvinnu verkfalli, hefur þegar boðað verkfall 21. júní. Leiðtogi félagsins er Pio Galli, kommún- isti. Ummæli Berlinguers eftir kosningarnar gætu líka bent til þess, að verkalýðsfélög kommún- ista muni herða á kröfum sínum þannig að hægur efnahagsbati Itala kafni í fæðingunni og verðbólgan, sem er 14%, magn- ist. Hann sagði þegar úrslit Marco Pannella, leiðtogi Rót- tæka flokksins, sem bætti við sig fylgi. kosninganna voru kunn, að kommúnistar mundu „berjast fyrir því að varðveita sigra og réttindi hinna vinnandi stétta." Ósigur Berlinguers hefur einnig valdið efasemdum um kenningar hans um Evrópu- kommúnismann. Hann hefur sagt í viðtölum við blöð, að honum finnist hann vera óhult- ari í NATO-landi eins og Ítalía er nú en ef Ítalía væri aðili að Varsjár-bandalaginu, en þessum ummælum hans var sleppt í flokksmálgagninu L’Unita. Léttir í Evrópu Tap kommúnista hefur vakið mikinn létti í öðrum Vest- ur-Evrópuríkjum og Bandaríkj- unum, þar sem óttazt var að nýr sigur stærsta kommúnistaflokks Vesturlanda gæti leitt til þess, að þeir fengju einhverja aðild að stjórn landsins. Kommúnista- flokkurinn fer þegar með völdin í stórborgum eins og Róm, Torino, Flórenz og Napoli. Bandaríkjamenn hafa hvað eftir annað barizt gegn aukinni hlutdeild kommúnista í ríkis- stjórnum í Vestur-Evrópu, meðal annars af ótta við að leyndarmál NATO gætu lekið til Sovétríkjanna ef kommúnistar fengju stjórnaraðild. Carter for- seti sagði fyrir einu ári: „Við viljum helzt, að kommúnismi verði í lágmarki í hinum vest- ræna heimi og aukist ekki... Við treystum dómgreind frjálsra þjóða í frjálsum þjóðfélögum til þess að sjá að kommúnismi þjónar ekki beztu hagsmunum þeirra sjálfra." Bandaríkjamenn hafa gert samstillt átak til að sýna áhuga sinn á Italíu og sent að minnsta kosti sjö ráðherra þangað á undanförnum tveimur árum og aukið heimsóknir ítalskra for- ystumanna til Washington. Cyrus Vance utanríkisráðherra kom við í Róm í siðustu vikunni fyrir kosningarnar á leið sinni heim frá Miðausturlöndum og heimsókn hans var túlkuð sem yfirlýsing um stuðning við and- stöðuflokka kommúnista. Til þess að mynda 38. ríkis- stjórn Italíu frá stríðslokum án stuðnings kommúnista verða kristilegir demókratar að taka tillit til sósíalista, þriðja stærsta flokksins, sem hlaut 9,8% í kosningunum og 60 þingsæti í fulltrúadeildinni, og annarra lítilla miðjuflokka. Vitað er að sósíalistar krefjast þess að fá embætti forsætisráðherra eða helming ráðherraembætta gegn aðild að rikisstjórn. Nýkjörið þing kemur saman 20. júní. Giulio Andreotti for- sætisráðherra segir þá af sér og Sandro Pertini forseti mun til- nefna eftirmann hans. LAUGAVEGUR 44 X verðlækkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.