Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 12.06.1979, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 13 Svend-Aage Malmberg: V íðistaðir í Haf narfirði Ú tivistarsvæði eða kirkjustaður ? í dag, þriðjudaginn 12. júní kl. 17.00, mun bæjarstjórn Hafnar- fjarðar taka fyrir mál um kirkju- stað og safnaðarheimili fyrir Víði- staðasókn í Hafnarfirði. Ymsir staðir í firðinum koma til greina í þessu sambandi. í skipu- lagi Norðurbæjar í Hafnarfirði, sem er stór hluti Víðistaðasóknar, var gert ráð fyrir kirkju- og safnaðarheimili nálægt þeim stað þar sem Engidalsskóli stendur. Af handahófskenndum samtölum við marga Norðurbæinga sýnist mér, sem flestir haldi að sá staður sé enn gildur. Nú þykir hann aftur af öðrum vera of utarlega í byggð- inni, en heldur beri að hafa kirkjustaðinn miðsvæðis í sókn- inni. Nokkrir staðir hafa komið til álita, einkum þó útivistarsvæðið við Víðistaði, og þá vegna miðsvæðishugmynda og náttúru- fegurðar. Tveir staðir þar hafa verið til umræðu, annar miðsvæð- is uppi á klettum við túníð (slátur- hús), hinn við jaðarinn við Flóka- götu (hænsnahús). Enn einn staður hefur komið til álita, þ.e. við Reykjavíkurveg og Hraunvang gegnt Skátaheimilinu. Þar er náttúrufegurð e.t.v. ekki eins auðsæ og í Víðistaðatúni, en staðurinn er nokkuð miðsvæðis þegar hluti Víðistaðasóknar í Vesturbænum í Hafnarfirði er hafður í huga. Einnig gæti góð byggð á þessu svæði aukið fegurð staðarins og tengt nýrri og eldri hluta Hafnarfjarðar betur en nú Ráðstefna kirkjuvarða og með- hjálpara LIÐLEGA 300 meðhjálparar og kirkjuverðir sátu ráðstefnu um málefni sín dagana 24. og 25. maí s.l. Ráðstefna þessi var haldin fyrir kirkjustarfsmenn í Kjalar- nes- og Reykjavíkurprófastdæm- um og var hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Ráðstefnan hófst í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju, en fluttist síðari daginn að Hlégarði í Mos- fellssveit. Framsöguerindi voru þrjú: Vígslubiskup, síra Sigurður Pálsson, ræddi um helgihald kirkjunnar og umgjörð þess. Helgi Angantýsson, Dómkirkj- unni, flutti erindi um kirkjuna og meðhjálparann. Kristján Einarsson, Lang- holtskirkju talaði um þjónustu við einstakar athafnir. Miklar umræður urðu um þessi málefni og samþykkti ráðstefnan ályktun um nauðsyn þess að kirkjan haldi uppi fræðslu um þennan þátt kirkjustarfsins. I lok ráðstefnunnar var kosin fimm manna undirbúningsnefnd til að undirbúa stofnun Félags meðhjálpara og kirkjuvarða. (Fréttatilk.) AUGLYSINGA- SÍMINN ER: er. Þetta svæði er nú í endurskoð- un hjá skipulagsyfirvöldum og geta þau vel leitt hugann að hugsanlegri kirkju á nefndum stað. í þessu stutta máli hér verður ekki frekar reynt að færa rök fyrir einum staðnum né öðrum. Þó skal bent á nokkrar frekari staðreynd- ir í málinu. Á skipulagsuppdráttum af þess- um hluta Hafnarfjarðar er gert ráð fyrir að Víðistaðatún verði útivistarsvæði, en svæðið uppi við Skátaheimilið stofnunarsvæði. Náttúruverndarnefnd Hafnar- fjarðar hefur fengið málið til umfjöllunar, og telur hún ein- róma, að frá náttúruverndarlegu sjónarmiði komi Víðistaðatún ekki til greina fyrir kirkju, en nefndin bendir aftur á svæðið gegn Skátaheimilinu sem gott og fallegt kirkjustæði. Nefndin legg- ur einnig áherslu á að gert verði heildarskipulag að útivistarsvæð- inu við Víðistaði. Náttúruverndar- nefnd Hafnarfjarðar hefur ekki fengið nein svör frá yfirvöldum um málið. Stjórn íþróttabandalags Hafn- arfjarðar ásamt mörgum fyrrver- andi formönnum þess hefur einnig lýst yfir andstöðu við kirkjubygg- ingu á Víðistaðatúni, enda hafi um langan tíma verið stefnt að því að koma þar upp íþróttasvæði og ýmsu fleiru. Það sjonarmið er í samræmi við útivistarsvæði skipulagsins, og má gjarnan til þess að forðast allan misskilning um tilganginn, kalla svæðið almcnningsgarð. Þessar fáu línur eru skrifaðar í tilefni þess að bæjarstjórn Hafn- arfjarðar mun í dag fjalla um málið. Margir viðmælendur undir- ritaðs hafa gagnrýnt, að engin opinber kynning hefur farið fram, og telja þeir jafnframt að allt of mikill asi sé á málsbúnaði. Tel ég því rétt, að bæjarráð Hafnarfjarðar fresti ákvörðunar- töku í dag í þessu þýðingarmikla máli. Svend-Aage Malmberg Að lokum vil ég taka fram, að þessar línur eru skrifaðar í nafni og ábyrgð undirritaðs, sem þakkar fyrir birtinguna með svona stutt- um fyrirvara. Hafnarfirði, 11. júní 1979. Anarea Þorleifsdóttir Sigriður Gestsdóttir Starfsfólk á söluskrifstofu okkar í Lækjargötu. Þauv/sa veginn í fargjaldafrumskóginum Lög og alþjóölegar reglur um flugfargjöld Þaö er ekki óeölilegt þótt mörgum gangi eru flókin, svo flókin aö oft er talaö um illa aö rata - en þaö kemur ekki aö sök. „fargjaldafrumskóginn“. Þess vegna lítum Allirsem hyggja á ferö meö okkur viö á umboösmenn okkar og starfsfólk á fá örugga leiösögn. söluskrifstofum, sem leiösögumenn íþeim Þeir láta í té nauösynlegar upplýsingar um skógi. Þaö ermargtsem hefuráhrifá endanlegt fargjald s. s. lega ákvöröunarstaöar- lengd feröar, fjöldi þeirra er feröast saman - aldur þeirra - hvernig gist er og fleira og fleira. feröatilhögun - og leiösögumaöurinn um fargjaldafrumskóginn finnur hagkvæmustu leiöina og lægsta mögulega fargjaldiö - og ekki bara þaö hann pantar líka hótel og bílaleigubíla, svo eitthvaö sé nefnt. STARFSFÓLK OKKAR VEITIR FARSÆLA OG ÖRUGGA LEIÐSÖGN ALLA LEIÐ. FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.