Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 20
2 0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979
hf. Arvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskrittargjald 3000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 150 kr. eintakið.
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiðsla
V ar hátíðin á
Kolviðarhóli?
Sverrir Hermannsson:
Erlent fé fyr-
ir bændur?
í algjörri uppgjöf í glímu sinni
við vandamál þjóðarbúsins er
það nú eina haldreipi Framsókn-
ar og Lúðvíks Jósepssonar að
kenna stjórnarandstöðunni um
ófarirnar í landbúnaðarmálum.
Dag eftir dag tönnlast Tíminn á
málinu og Lúðvík skrifar jafnvel
í blaðið til að bera sakir af tveim
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins, sem greiddu atkvæði gegn
tillögum um 3,5 milljarðana í
Neðri deild.
Auðvitað var það ekki
skemmtileg aðferð að víkja af
fundi við afgreiðslu málsins. En
með því voru þingmenn vissu-
lega ekki að greiða bændastétt-
inni högg, eins og það hefir svo
smekklega verið orðað. Þing-
menn voru að mótmæla aðferð
við framkvæmd fundarskapa. Sú
útganga gat þó. engu breytt um
afgreiðslu málsins, þar sem fyrir
lá, að í Efri deild myndi tillagan
kolfalla. Það er enda skýringin á
því að hætt var við frekari
vandans, enda höfðum við flutt
tillögu um það á Alþingi, svo
sem að framan greinir. En við
hlutum að snúast gegn hinni
sérstöku tillögugerð um 3,5
milljarðana, vegna þess að engin
svör voru um það gefin hvernig
staðið yrði að framkvæmd máls-
ins. Helzt var á stjórnarherrun-
um að skilja, að fé þetta yrði
tekið að láni erlendis. Ríkissjóð-
ur tæki lánið og væri ábyrgðar-
aðili, en endurlánaði síðan
bændum. A að trúa því að
aðstoðin við bændur í erfiðieik-
um þeirra hafi átt að felast í því
að taka erlent lán og endurlána
þeim, þótt með ábyrgð ríkissjóðs
væri? Attu bændur að endur-
greiða þetta fé með vöxtum og
fullri gengistryggingu? Allt tal
um að lán þessi yrðu endur-
greidd með útflutningsbótafé á
næstu árum er tómt bull út í
hött. Þótt takast megi vonandi
að draga eitthvað úr umfram-
framleiðslunni, eða öllu helzt að
selja hana, verða engar slíkar
orði en ekki á borði, og grunur
leikur á að fremur beinist að því
að bjarga fjárhag S.Í.S. en
bændum.
Bændum þarf nú að hjálpa
yfir erfiðan hjalla með þeim
hætti, sem að gagni má koma. í
bili þurfa þeir eitthvað að draga
saman seglin og auka fjölbreytni
í framleiðslu. Má í því sambandi
sérstaklega minna á fiskrækt,
sem orðið gæti mikilvæg auka-
búgrein fjölmargra bænda.
Til lengdar má það aldrei
verða höfuðstefnan, að íslenzkur
landbúnaður framleiði ekki eins
mikið og tök eru á af matvælum
meðan helftin af íbúum jarðar
lifir við sult og seyru.
En hver veit nema hin marg-
umtalaða afgreiðsla á Alþingi
flutning málsins af hálfu stjórn-
arliðsins. Málið hafði einfaldlega
ekki þingfylgi. Það er kjarni
málsins, sem úrslitum ræður, en
ekki eitthvert uppátæki þing-
manna til að mótmæla fram-
kvæmd þingskapa, sem var, satt
bezt að segja, óskapfellilegt.
Þá er komið að höfuðþætti
málsins: Hvers vegna var meiri-
hluti þingmanna andstæður til-
lögugerðinni um þrjá og hálfa
milljarðinn eins og málið bar
að?
Sjálfstæðismenn höfðu fyrr á
þinginu sjálfir borið fram tillögu
um heimild til handa ríkissjóði
að bæta bændum að allmiklu
leyti þá kjaraskerðingu sem við
blasti. Sú tillaga var felld af
stjórnarliðinu. Skýring stjórnar-
liðsins á því háttaiagi er sú, að
tillögugerð Sjálfstæðisflokksins
hafi að ýmsu öðru leyti verið
óaðgengileg. Ekki er það ólík-
iegt, þótt illt sé að festa hönd á
ýmislegt í málflutningi og af-
stöðu stjórnarliðsins til land-
búnaðarmála. Það liggur alveg
ljóst fyrir, að við sjálfstæðis-
menn erum í ýmsum veigamikl-
um atriðum andstæðir hug-
myndum núverandi stjórnar-
flokka um stefnu í málefnum
landbúnaðarins og hrófað hefir
verið upp undir forystu núver-
andi landbúnaðarráöherra. En
við erum sammála því að rétta
verði hlut bænda vegna búvöru-
breytingar á nokkrum árum að
stórfé verði aflögu í uppbótar-
sjóði til að standa straum af
slíkum greiðslum.
Þingmenn vildu einnig fá að
vita hvort hið tröllaukna sölu-
kerfi S.I.S. ætti óbreytt að
standa, sem þó hefir alveg svik-
izt um að finna markaði erlendis
fyrir þá afbragðsvöru og villi-
bráð, sem íslenzka lambakjötið
er. Svör við því hvort sölusam-
tökin ættu eitthvað af mörkum
að leggja líka gáfust ekki. Ekki
er annað að skilja, að þau eigi
óáreitt að fá áfram að leggja
umboðslaun sín ofan á útflutn-
ingsuppbæturnar, og marg-
reikna álagningu sína milii sölu-
skrifstofa sinna, heima og er-
lendis.
Sjálfstæðisflokkurinn er
reiðubúinn til að styðja og vinna
að lausn á vandamálum land-
búnaðarins. En hann sættir sig
ekki við að vera handbendi upp-
lausnaraflanna, sem nú eiga að
heita að stjórna þjóðinni, hvorki
í málefnum landbúnáðar né öðr-
um. Ef Sjálfstæðisflokkurinn á
að vera með í leik, þá krefst
hann þess, að tillit sé tekið til
sjónarmiðá hans. Hann hafnar
með öllu sýndartillögum til
hjálpar bændum, sem binda
myndu landbúnaðinum dráps-
klyfjar skulda um leið. Hann
hafnar með öllu að styðja bjarg-
ráð til handa bændum, sem eru í
muni verða til góðs áður en upp
er staðið? Sú er a.m.k. trú mín.
Mér býður í grun, af þeim sökum
sem fram hafa verið færð, að
samþykkt tillögunnar, og fram-
kvæmd hennar, hefði ekki farið
vel úr hendi. Nú hefir hins vegar
verið brugðið á það ráð að stofna
nefnd allra stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtaka bænda, sem
vinnur að lausn á vandamálum
landbúnaðarins. Binda verður
vonir við að sú nefnd nái sam-
komulagi og komist að niður-
stöðu, sem byggja megi á til
frambúðar. Hjálp til bænda, sem
hart hafa orðið úti vegna vor-
harðinda, mun vonandi ekki
héðan af verða megin viðfangs-
efni nefndarinnar til trafala. í
því efni virðist einstætt að gera
Bjargráðasjóð færan um að veita
nauðsynlega aðstoð. En skýr og
afmörkuð stefna í framleiðslu-
málum landbúnaðarins til ein-
hverrar frambúðar verður að
nást fram. Fyrr en því marki er
náð komast menn ekki að skyn-
samlegri og sanngjarnri niður-
stöðu um stuðning við atvinnu-
veginn.
A hinn bóginn verða menn nú
að hafa í huga, að svo virðist að
borin von sé um bjargráð til
handa bændum og búaliði, svo og
öðrum atvinnugreinum, sem all-
ar berjast í bökkum, nema sú
ríkisstjórn víki frá völdum, sem
stritar við það eitt að sitja.
Aukafulltrúaþing Sambands grunnskólakennara:
Hótar hörðum aðgerðum verði yfir-
vinnuþak á kennara ekki fellt úr gildi
Fleiri en einn prestur í
Reykjavík minnti söfnuð
sinn á það í eftirminnilegum
hvítasunnupredikunum,
hvernig nú er komið verð-
mætamatinu í íslenzkum
fjölmiðlum. Þeir gátu um
fyrirsögn eins dagblaðanna,
þar sem minnzt var á ferða-
lög um hvítasunnuhelgina
og annað það, sem hún hefði
upp á að bjóða, en sérstök
áherzla lögð á, að hvíta-
sunnuhátíðin væri á Kolvið-
arhóli.
Menn ættu að staldra við
slíkar fullyröingar og gefa
því gaum, hvernig verð-
mætamat er orðið í þjóðfé-
lagi okkar. Eða hvar getur
hvítasunnuhátíðin verið
haldin annars staðar en á
vegum kristinnar kirkju?
Menn geta ferðazt um allt
landið, haldið mót og sam-
komur og gert hvað sem þeir
vilja, en hvítasunnuhátíðin
er ein af stórhátíðum kristn-
innar og hún verður einung-
is haldin í hjörtum kristinna
manna og í kirkjum lands-
ins. Að þessu skyldum við
hyggja, ekki sízt þegar haft
er í huga, hvernig efnis-
hyggjan hefur vegið að
kirkju og kristni á síðustu
áratugum, ekki einungis á
íslandi heldur um heim all-
an. Hvítasunnan er e.k. af-
mælishátíð kristninnar, því
að kirkjan var stofnuð á
hvítasunnudag og því hlýtur
þessi stórhátíð að eiga fyrst
og síðast rætur í kristinni
kirkju, eins og verið hefur
um margra alda skeið. En
kirkjan sjálf þarf að líta í
eigin barm og gerá það upp
við sig, hvernig hún ætlar að
mæta þeim fjölmiðlaáróðri
og þeirri brengluðu dóm-
greind sem alls staðar veður
uppi í samtímanum, ekki
einungis hér á landi heldur
víðast hvar í heiminum.
Kirkjan á að vera óhrædd
við að nota nútímaleg vinnu-
brögð til að vekja athygli á
starfi sínu, enda þótt hún
geti aldrei keppt við vígorða-
glamur þeirra, sem lægst
ieggjast. Hún á að senda
fjölmiðlum margvíslegar
upplýsingar um boðskap
sinn og starfsemi og reyna
að beina athygli að því
merka starfi, sem hún vinn-
ur í kristnu samfélagi eins
og okkar. Það er skoðun
Morgunblaðsins að von sé til
þess, að íslenzkir fjölmiðlar
tækju betur við sér, veittu
henni meiri stuðning en ver-
ið hefur, ef hún sækti sjálf
fast fram og óhikað á þeim
vígstöðvum, þar sem barátt-
an nú stendur: í blöðum og
öðrum fjölmiðlum. Þann dag
sem við viðurkennum t.a.m.,
aö hvítasunnuhátíðin sé
einhvers staðar annars — og
kannski alls staðar annars
staðar — en í kirkjum lands-
ins og á vegum kristinna
safnaða, þann dag á kirkjan
að gaumgæfa hlutverk sitt
og stöðu, spyrna við fótum
og grípa til þeirra varnarað-
gerða, sem nauðsynlegar eru
til að staða kirkjunnar efl-
ist, en versni ekki.
Það er ástæðulaust að
óttast nýjar aðferðir til að
kynna starfsemi annarrar
grónustu stofnunar íslenzku
þjóðarinnar, kirkju landsins,
en hún er, ásamt Alþingi,
bakhjarl sögulegra hefða
rótgróinnar menningar og
mikilla verðmæta og sá
grundvöllur, sem Is-
lendingar geta aldrei án
verið.
Megi þróunin verða sú, að
engum komi til hugar að
hvítasunnuhátíðin sé annað
en kristin hátíð á íslandi,
minning eins mesta at-
burðar frumkristninnar, en
að sjálfsögðu jafnframt
staðfesting þess, sem sr. Jón
Auðuns fyrrum dómprófast-
ur, lagði áherzlu á í hug-
vekju sinni hér í blaðinu um
hvítasunnuhelgina, að
kristnir menn eiga að lifa í
samfélagi sáttar og eining-
ar, — „enda hafði meistari
þessara manna sagt kveldið
fyrir krossfestinguna: allir
eiga þeir að vera eitt.
. . . Eitt sagði hann, en ekki
eins. Til þess sá hann of
langt.“
Við sjáum skammt. En
samt ættum við að geta í
miklu umróti samtímans
minnt á undirstöðu kristinn-
ar kirkju, mikilvægt hlut-
verk hennar og boðskap,
jafnframt því sem kirkjan
ætti að gera meiri kröfur til
þátttöku í fjölmiðlum og
krefjast þeirrar athygli, sem
hún á öðrum fremur skilið.
Svo getur menn greint á um
ýmsar trúarsetningar, tákn
og túlkunaraðferðir — án
þess það komi sjálfri undir-
stöðunni við. En guðdóm
Krists geta menn þó ekki
dregið í efa.
Kirkjan ætti a.m.k. að fá
frið til að minnast afmælis
síns án þess það komi öllum
við — nema henni. Gleð-
skapur, ferðalög og fjölda-
samkomur geta verið ágæt,
en komá ekki í staðinn fyrir
boðskap jólanna, fyrirheit
páskanna og þá hvítasunnu-
hátíð, sem er hin eina og
sanna.
Á aukafulltrúaþingi S.G.K.
sem haldið var í Melaskóla 6.-7.
júní 1979 var mótmælt harðlega
þeim vinnubrögðum mennta-
málaráðherra og menntamála-
ráðuneytisins að setja yfirvinnu-
þak á kennara án nokkurs sam-
ráðs við kennarastéttina.
Taldi þingið æskilegt að draga.
sem mest úr yfirvinnu allra stétta,
en taldi jafnframt slíkt ekki ger-
legt með einhliða ákvörðun gagn-
vart kennarastéttinni einni. Skor-
aði þingið á stjórn S.G.K. að vinna
að því í samstöðu við félög skóla-
stjóra og yfirkennara og önnur
kennarasamtök að ákvörðun þessi
verði felld úr gildi og að fullt
samráð verði haft við kennara-
samtökin um þessi mál. Beri það
ekki árangur felur þingið stjórn-
inni að beita hörðum aðgerðum til
að knýja á um lausn þessa máls.
Aukafulltrúaþingið vakti einnig
athygli foreldra og annarra er láta
sig skólamái varða á þeirri breyt-
ingu á framkvæmd menntastefnu
grunnskólalaga er lýsir sér í þeirri
ákvörðun Alþingis og stjórnvalda
að skerða framlög til grunnskól-
ans. Vakti þingið athygli á því að
niðurskurður þessi kemur mjög
misjafnt niður á skólum og er í
andstöðu við þá skólastefnu að
nemendur hafi jafnan rétt til
náms án tillits til búsetu.
Að lokum taldi aukaþingið skóla
hafa rétt til að ráðstafa stuðn-
ings- og hjálparkennslu eins og
verið hefur en úthlutun fræðslu-
skrifstofa á þessum stundum eigi
eingöngu að miðast við viðbótar-
þörf einstakra skóla.