Morgunblaðið - 12.06.1979, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979
Austri ólíkur
sjálfum sér
íBí- o.n
Austri VaM
LIÐ AUSTRA frá Eskifirði er
greinilega víðs fjarri því að
vera jafn sterkt og í fyrra,
þegar það kom verulega á óvart
í 2. deildinni. Austra hefur ekki
gengið vel til þessa og um
helgina tapaði liðið stórt vestur
á fjörðum fyrir ÍBÍ, 0—3, en
staðan í hálfíeik var 2—0.
Heimamenn sóttu undan
nokkurri golu í fyrri hálfleik og
áttu nokkur góð færi, einkum
Andrés Kristjánsson. Hann mis-
notaði nokkur, en skoraði úr
öðrum, svo sem á 8. mínútu,
þegar hann skoraði fyrsta mark
Isfirðinga. A 24. mínútu skoruðu
heimamenn aftur og átti Andrés
allan heiðurinn af því, þó ekki
skoraði hann sjálfur. Einar
Ólafsson skoraði markið eftir að
markvörður Austra hafði varið
skot Andrésar en misst knöttinn
frá sér til Einars. Austramenn
voru afar slakir í fyrri hálfleik
og áttu ekki færi sem talandi er
um.
ísfirðingar héldu undirtökun-
um í síðari hálfleik og Andrés
bætti öðru marki við fljótlega í
síðari hálfleik, 3—0. Eftir það
brá svo við að leikurinn, sem
reyndar hafði aldrei verið góður,
gerðist mjög slæmur. Voru
marktækifæri að mestu úr sög-
unni og knattspyrna einnig. Það
var af eintómri skyldurækni sem
leikmenn luku leiknum. En sem
fyrr segir, öruggur og sanngjarn
sigur hjá IBI, en Austri má vara
sig ef ekki á illa að fara.
Magní í klípu
Þróttur Nes Ob
— Magni
MAGNI frá Grenivík á enn
undir högg að sækja og liðinu
gengur illa að innbyrða stig í
hinni erfiðu 2. deild. Norðan-
menn brugðu sér til Norðfjarð-
ar og öttu kappi við Þrótt.
Heimaliðið vann öruggan sigur,
3—1, staðan í hálfleik var 2—0.
Það er greinilegt, að Sigur-
bergur Sigsteinsson er búinn að
koma ár sinni vel fyrir borð hjá
Þrótti, liðið var heldur slakt í
fyrstu leikjunum, en hefur nú
unnið tvo leiki í röð og leikið
mjög vel þegar best hefur látið.
Þróttarar höfðu algera yfirburði
í fyrri hálfleik og skoraði þá
Sigurður Friðjónsson tvívegis
fyrir heimaliðið. Magnamenn
léku sem fyrr meira af kappi en
forsjá, ef leikmenn liðsins hefðu
örlitla boltahæfni í bland með
baráttunni væri hér um topplið
að ræða. Það ber bara lítið á
þeirri hæfni.
Siðari hálfleikurinn var mun
slakari en sá fyrri, einkum vegna
þess að Þróttur var með unninn
leik. Liðið bætti þó þriðja mark-
inu við og var þar á ferðinni
Erlendur Davíðsson, þekktari
sem handboltamaður úr Fram.
Hringur Hreinsson minnkaði
muninn fyrir Magna, en það kom
að litlum notum.
Þróttur kom, sá
og slgraði
ka- n.o
Þrottur \3rn£m•
KA-MENN urðu að bíta í það
súra epli að tapa fyrir Þrótti
(2:0) í leik liðanna sem fram fór
á Akureyri á sunnudaginn.
Áhorfendur fengu að sjá ágæta
knattspyrnu og jafntefli eða
jafnvel heimasigur hefði getað
unnist. Þróttarar hófu leikinn
af mikium krafti og skoruðu
mark strax á 5. mín. Knöttur-
inn fór af varnarmanni KA í
stöng, Þróttarar fylgdu vel á
eftir og Jóhann Hreiðarsson
skoraði af stuttu færi, eftir
mikinn darraðardans í mark-
teig KA.
Næstu mínútur sóttu Þróttar-
ar stíft að KA markinu og átti
Baldur Hannesson þrumuskot af
20 m færi sem small í þverslá. Á
24. mín. bættu Þróttarar öðru
marki við og var Sverrir Bryn-
jólfsson þar að verki. Horn-
spyrna var tekin frá vinstri,
skallað var í þverslá og þaðan
hrökk knötturinn út í teiginn
þar sem Sverrir afgreiddi hann
viðstöðulaust með föstu skoti í
netið. Síðari hluta hálfleiksins
réttu KA-menn úr kútnum og
undir lokin átti Jóhann Jakobs-
son góðan skalla að marki Þrótt-
ar sem fór naumlega framhjá. í
síðari hálfleik snerist dæmið
algerlega við, og KA-menn, sem
iéku undan all snarpri golu,
sóttu nær látlaust. Þeir fengu
aragrúa marktækifæra, en leik-
menn liðsins voru ekki á skot-
skónum og því fór sem fór.
Hættulegasta færi hálfleiksins
átti Gunnar Blöndal á 18. mín.
Elmar prjónaði sig í gegnum
vörn Þróttar og gaf góða send-
ingu fyrir markið á Gunnar sem
var á auðum sjó, en þrumuskalli
hans hafnaði í þverslá. Þá áttu
Jóhann, Njáll og Elmar einnig
góð færi sem fóru forgörðum. I
upphafi leiksins voru Þróttarar
mun sprækari og ákveðnari en
eftir mörkin komu KA-menn
meira inn í myndina en Þróttar-
ar reyndu að halda fengnum
hlut. Hjá KA voru Gunnar
Gíslason og Einar Þórhallsson
bestir ásamt Elmari Geirssyni,
en sá síðastnefndi gerði mjög
mikinn usla í vörn Þróttar og
sköpuðust flest færi KA í leikn:
um eftir sendingar frá honum. I
liði Þróttar bar mest á Ársæli
Kristjánssyni en annars er liðið
mjög jafnt að getu. í stuttu máli:
SANA-völlur 1. deild, sunnudag-
ur 10. júní, KA — Þróttur 0—2
(0—2), mörk Þróttar: Jóhann
Hreiðarsson á 5. mín og Sverrir
Brynjólfsson á 24. mín. Áminn-
ingar: Jóhann Hreiðarsson og
Sverrir Einarsson Þrótti og
Gunnar Gíslason KA. Áhorfend-
ur 480.
íslendingar skora
• Mark íslands í Ieiknum á móti Sviss. Hörkuskot Janusar á leið í netmöskvana. Á efri myndinni gerir
svissneski markvörðurinn örvæntingafulla tilraun til þess að verja, en allt kemur fyrir ekki. Og á neðri
myndinni hefur boltinn hafnað í bláhorni marksins, án þess að markvörðurinn hafi nokkrum vörnum
komið við. Pétur Pétursson lengst til vinstri er við öllu búinn. Ljósmynd. Kristján.
• Brian Robson
Enskir
unnu
ENSKA landsliðið, 21 árs og
yngri, vann sigur á Svíum í
vináttulandsleik í knattspyrnu
um helgina. Sigurinn var lítill,
en þó öruggur 2—1.
Ekkert var skorað í fyrri hálf-
leik, en á 60. mfnútu náðu Eng-
lendingar forystunni með marki
Brian Robson (WBA). Félagi
hans, Cirel Regis, skoraði síðan á
71. mínútu. Lennart Nielson
svaraði fyrir Svía á 81. mínútu.
Karfan
á Ítalíu
Evrópukeppni landsliða í körfu-
knattleik fer fram um þessar mundir
á ítalíu. Úrslit nokkurra leikja þar um
helgina uröu þessi:
Tékkóslóvakía-Grikkl.74—67(41—30)
Spánn-Holland 105—83(48—52)
Frakkland-ísrael 92—83(37—42)
Sovétr.-Búlgaría 104—71(49—39)
Ítalía-Belgía 86—76(44—41)
Landsliðshópur
í golfi valinn
LIÐSSTJÓRI landsliðs íslands í golfi, Kjartan L. Pálsson hefur valið
eftirtalda átta leikmenn til æfinga fyrir Evrópumeistaramótið f golfi,
sem haidi verður í Esbjerg í Danmörku í lok þessa mánaðar.
Hannes Eyvindsson, GR
Geir Svansson, GR
Sigurjón R. Gíslason, GK
Óskar Sæmundsson, GR
Sigurð Ilafsteinsson, GR
Jón H. Guðlaugssons, NK
Svein Sigurbergsson, GK
Björgvin Þorsteinsson, GA
Af þessum 8 leikmönnum verða 6 valdir í Iiðið á EM og verður það
gert einhvern næstu daga, en liðið heldur utan þann 24. júní.
Á Evrópumeistaramótinu keppa 19 þjóðir að þessu sinni og sendir
hver 6 manna lið til mótsins. í forkeppni mótsins verður leikinn
höggleikur en þjóðunum síðan raðað í riðla eftir árangri þeirra þar. í
riðlakeppninni verður svo leikin holukeppni (maður á móti manni) og
tvíliðaleikur, þar sem tveir menn leika einum bolta og slá annað hvert
högg.
Pierre Robert
í tiunda sinn
HIÐ ÁRLEGA Pierre Robert golfmót verður haldið á Nesvellinum á
Seltjarnarnesi dagana 14—17 júní n.k. og er þetta 10. árið í röð sem
Pierre Robert golfmótið er haldið.
Pierre Robert golfmótið nýtur sívaxandi vinsælda og er nú orðið
langstærsta og fjölmennasta golfmótið á landinu næst á eftir sjálfu
íslandsmótinu.
Keppt verður í átta flokkum karla, kvenna og unglinga. Raðað er í
karla- og kvennaflokk eftir íorgjöf viðkomandi en í unglinga og
drengjaflokk eftir aldri, 18 ára og yngri fara í eldri flokk, 15 ára og
yngri í drengjaflokk. Aldur miðast við 1. júlí n.k. Þeir piltar sem hafa
forgjöf 7 eða lægri leika f meistaraflokki karla en keppni þeirra
verður sunnudaginn 17. júní.
Búist er við öllum bestu kylfingum landsins þar sem keppnin gefur
mikilvæg stig til landsliðsins.
Annars hefst keppnin á fimmtudaginn þá leika konur og unglingar
en daginn eftir verður leikið í 3 flokki karla með forgjöf 19—24. Á
laugardaginn verður keppt í tveim flokkum 1 flokki karla með forgjöf
8—13 og 2. flokki karla með forgjöf 14—18. Leiknar eru 18 holur í
þessum flokkum.
Búist er við miklu fjölmenni á sunnudaginn sem er síðasti
keppnisdagur og þá berjast meistaraflokksmenn f 36 holu keppni.
011 verðlaun til keppninnar eru gefin af umboðsmanni Pierre
Robert hér á landi íslensk Ameriska, Verslunarfélaginu h.f.
Skráning á mótið er hafin í golfskálanum á Stór Reykjavíkursvæð-
inu. Síminn í golfskálanum á Nesinu er 17930.