Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 29

Morgunblaðið - 12.06.1979, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ1979 29 L)ú8mynd Mbi. Lmllia Guðrún Á. og kom- paní á fullri ferð Guðrún Á. Símonar og komp- aní heldur fjórðu kvöldskemmt- unina í Háskólabíói í kvöld kl. 7,15 en troðfullt hefur verið á fyrri skemmtanirnar þar sem uppselt varð á skömmum tíma. Kvöldskemmtunin sem er í létt- um dúr og moll tekur um tvær klukkustundir og fram koma ein- söngvarar, kór, lúðrasveit, dixie- landband og nokkur af dýrum Guðrúnar. A miðri mynd er Guðrún Á. ásamt kór Söngskólans í Reykjavík og lengst til vinstri eru einsöngvararnir Þuríður Páls- dóttir og Magnús Jónsson. Lista- fólkinu hefur verið klappað lof í lófa á hverri sýningu en alls taka um 50 manns þátt í dagskránni. „Núverandi stjórn- arflokkar koma sér ekki saman um ein- földustu dægurmál” — sagdiKristján Torlacíus vid setningu BSRB-þingsins í gær „Á því samningstímabili, sem er að renna út, hafa setið tvær ríkisstjórnir og það vekur at- hygli, ef nánar er skoðað, að þar hefur engin meginbreyting orð- ið í sambandi við stefnumörkun í efnahagsmálum almennt og f afstöðu til hagsmunamála launa fólks“, sagði Kristján Thoriac- íus formaður BSRB í upphafi setningarræðu sinnar á 31. þingi sambandsins sem hófst í Reykjavík í gær. Kristján sagði ástæðu þessa m.a. þá að síðustu tvær ríkisstjórnir hafi haft sömu ráðgjafana í enfahagsmálum „og að svo miklu leyti sem mótuð hefur verið efnahagsstefna, er hún að verulegu ieyti komin frá þessum sömu sérfræðingum“, sagði Kristján. Hann sagði að engin breyting hefði orðið á afstöðu ríkisstjórn- arinnar til samningamála launa- fólks og að þar ríkti sú stefna að sýna þvergirðingshátt og spyrna við fótum eins lengi og unnt reyndist. „Áreiðanlega hafa margir bundið vonir yið að stefnubreyt- ing yrði í kjaramálum eftir þær miklu sviptingar sem urðu á stjórnmálasviðinu á síðasta ári og stjórnarskipti í kjölfar þeirra", sagði Kristján í ræðu sinni, „en þær sviptingar — þær breytingar — ættu að sanna samtökum opinberra starfs- manna að við megum ekki slaka á klónni í kjarabaráttunni hvaða flokkar sem við stjórnvölinn eru. BSRB og aðildarfélög þess hafa sagt upp samningum. Áðalkrafa samtakanna hlýtur að verða að bætt verði að fullu sú kjaraskerð- ing sem opinberir starfsmenn hafa orðið 'fyrir vegna aðgerða stjórnvalda. Önnur meginkrafan verður að vera full verðtrygging launa og uppsagnarákvæði í kjarasamningum ef verðbótum er breytt með lögum“, sagði Kristj- án. Þá sagði Kristján einnig í ræðu sinni að það' blasti við hverju mannsbarni að núverandi stjórnarflokkar komi sér ekki saman um lausn á einföldustu dægurmálum hvað þatum mótun stefnu í efnahagsmálum, allra síst kjaramálum. „Eins og stendur eru atvinnu- rekendasamtökin hið ráðandi afl sem króar stjórnmálamennina smátt og smátt inni, þangað til atvinnurekendur hafa öll tökin. í þessu sambandi skipti það of litlu máli hver við stjórnvölinn er“, sagði Kristján. Loks sagði Kristján í ræðu sinni: „Það sem hér skiptir sköp- um er, hvort samtök launafólks bera gæfu til að standa saman gegn hinu sterka atvinnu- rekendavaldi. Stóra spurningin er um það, hvort íslenskt launa- fólk á að sætta sig við umræðu um ráðherrabíla og launaþök eða hvort samtök launafólks verða samstiga um að móta sjálfstæða efnahagsstefnu er tryggir hag fólksins og knýr þá stefnu fram hvað sem ráðherrarnir heita. Fyrsta skrefið sem stíga þarf nú er að ríkisstjórnin snúi sér beint til samtaka launafólks og nái við þau samningum um viðunandi lágmarkslaun í þjóðfélaginu og verðtryggingu kjara almennt". Á þingi BSRB eiga rétt til setu 176 fulltrúar úr 33 félögum. Þingið mun standa fram á fimmtudag en þá fer fram stjórnarkjör. Um 6% gengissig í kjölfar fiskverðsins TALIÐ ER að það gengissig, sem fiskvinnslan þarf vegna nýja fiskverðsins, nemi um 6%, en á síðustu tveimur mánuðum hefur gengi krónunnar gagnvart dollarnum sigið um 3%. Til sérstakra verðuppbóta á ufsa og karfa skal verja allt að 1200 milljónum króna á tímabilinu 15. maí til 31. desember n.k. og verður það fé sótt í aflatryggingasjóð og tryggingasjóð fiskiskipa. í þá sjóði hefur runnið 6% útflutningsgjald af sjávarafurðum, sem var lækkað í 5% í vetur, og er nú í sjóðum þessum tekjuafgangur, sem nemur framangreindri upphæð. Sjómenn andvígir „tvöföldu fiskverði” Fullt samkomulag varð í yfirnefndinni um ákvörðun skiptaverðs, en Óskar Vigfússon fulltrúi sjómanna lét bóka, að hann væri ekki samþykk- ur þeim áformum að hækka olíugjald til fiski- skipa utan skipta, en olíu- gjaldið er tekið af óskiptu aflaverðmæti. Óskar Vigfússon sagðist í samtali við Mbl. í gær- kvöldi ekki vilja segja neitt um fiskverðsákvörð- unina fyrr en eftir stjórn- arfund í Sjómannasam- bandi íslands á morgun. Hann sagði þó andstöðu sína við fyrirkomulag olíugjaldsins byggða á andstöðu sjómanna við „allt sem heitir tvöfalt fiskverð“ og minnti á að sjómenn hefðu eitt sinn siglt í höfn til að fylgja eftir kröfum sínum um það, að „sjóðakerfið yrði brotið niður. Með þessu fyrirkomulagi er verið að fara inn á þá braut, sem sjómenn eru andvígir“, sagði Óskar. / Obreytt olíuverð gerði útslagið „Yfirlýsing ríkisstjórn- arinnar um að núgildandi olíuverð til fiskiskipa haldist óbreytt á verð- tímabilinu gerði útslagið á það að ég samþykkti þessa nýju fiskverðs- hækkun, enda ^þótt hún tryggi útgerðfnni ekki hallalausan rekstur,“ sagði Kristján Ragnars- son formaður LÍÚ í sam- tali við Mbl. í gær. Nýja fiskverðið varð til þess að ekki kpm til veiðistöðvun- ar L.Í.Ú., sem átti að koma til framkvæmda á miðnætti í nótt. „Þessi hækkun fisk- verðs bætir afkomu báta- og togaraútgerðar um 15,5% af tekjum“, sagði Kristján. „Samkvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar er hallinn eftir þessa verðákvörðun 5,9%, sem þýðir 4 til 4,5 millj- arðar króna, en hallinn var 21,4% af tekjum fyrir þessa verðákvörðun. óskar Vijríússon Kristján Ragnarsson Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson Árni Benediktsson Rekstrargrundvöllur útgerðarinnar er nú 4% betri en hann var eftir fiskverðsákvörðunina í marz sl. Með þessu nýja fisk- verði er rekstrargrund- völlur - útgerðarinnar bættur og það er ákaflega mikils virði fyrir útgerð- ina að olíuverð skuli hald- ast óbreytt,“ sagði Kristján Ragnarsson. Dæmið gengur ekkiuppán aukins gengissigs „Það varð að koma fisk- verð. Skýringin á hækk- uninni liggur í stórum dráttum í nauðsyn sjó- manna á að fá launa- hækkun til jafns við aðra og nauðsyn útgerðarinnar að fá bættan hækkaðan olíukostnað, að minnsta kosti þann hluta, sem fram er kominn. Fisk- vinnslan hefur hins vegar enga peninga til að borga þetta og ég samþykkti þetta fiskverð í von um skilning á því að fisk- vinnslunni verði með gengissigi gert kleift að mæta hækkuninni", sagði Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson fulltrúi SH í yfirnefnd verðlagsráðs sjávarút- vegsins. Eyjólfur sagði að eftir væri að ákveða verð á hörpudiski, rækju og flat- fiski, en venjan væri að hækkunin væri látin ganga yfir línuna. „Eins og dæmið stendur nú er fiskvinnslan í heild rekin á grundvelli um 14 milljarða króna taps og þá reikna ég ekki með þessum þremur prósent- um, sem til umræðu eru,“ sagði Eyjólfur. X X X X „Ef fiskverkunin á að bera sig verður að reikna inn auknar tekjur upp á einhverja milljarða. Dæmið, eins og það stend- ur nú, gengur ekki upp“, sagði Árni Benediktsson, fulltrúi Sambandsfrysti- húsanna í yfirnefnd verð- lagsráðs sjávarútvegsins. Árni sagði að ekki hefði verið hægt að horfa fram hjá geysilegum erfiðleik- um útgerðarinnar vegna olíuverðs og nauðsyn sjó- manna á því að fá svipað- ar launahækkanir og landfólkið. „Samþykki okkar fiskkaupenda er bundið því, að við treyst- um því að menn skilji að fiskverkunina er ekki hægt að reka með halla“, sagði Árni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.