Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979
31
Pétur Pétursson þulur:_________________________________Hveragerðispistill
Að borða gulrót á réttan hátt
og lækna gikt í vitlausum fæti
Við skildum seinast við dæg-
urfluguna sem suðaði sumarboð-
skap sinn á sólskinshádegi
þriðjudagsins 29. maí. í dag er
fimmtudagur 31. maí og sér
naumast til sólar. Fuglar „skríða
skjótt að skjóli, skunda veðrum
undan“. Annað og háværara suð
lætur í eyrum. Afl- og afkasta-
mikil steypuhrærivél skröltir
með gný sínum og glymjanda
undir hælisveggnum. „Gull-
ströndin“ teygir sig æ lengra til
suðurs. Vaskir verkmenn hella
hræru sinni í nýslegin steypu-
mót viðbyggingar er senn rís af
grunni. Skýjaflotar sigla yfir
lönd. Naktar birkihríslur og
grenitré nötra í sviptivindum á
hælisflötinni. Mislitar bifreiðar
hnappast í höm á bílastæðinu
dolfallnar yfir bensínverði. Þær
hafa misst geltið, eins og hund-
arnir í Paradísarheimt. Sumar
eru enn á vetrardekkjum og senn
komin Hvítasunna.
Tjaldurinn spígsporar á
heimatúni, klæddur svartri
skikkju og hvítu brjósti. Hann
veltir vöngum, stingur rauðu
nefi sínu í grasgulan svörðinn og
minnir á veitingaþjón eða karla-
kórsfélaga er hneigist til of-
drykkju. Þá er nú eitthvað annað
hér á bæ. Hér er eiginlega ekkert
drukkið. Annar háttur er hafður
á. Tuggið þeim mun meir. Við
gluggaborðið situr heimamaður
og ber mjólkurglas að vörum.
Hann tyggur hvern munnsopa
tuttugu sinnum. Hver mjólkur-
kýr mætti vera hreykin af kálf-
um sínum er svo færu að. Aftur
á móti ferst honum ekki líkt því
eins vel þegar kemur að gulrót-
unum. Um það get ég best dæmt.
Ég er sérfræðingur í gulrótaáti.
Lærimeistari minn er api í dýra-
garðinum í Kaupmannahöfn.
Það fer ekki milli mála að í
þróunarsögunni hefir sá hlekkur
orðið fyrir hnjaski er tengja á
nútímamanninn forsögulegu
gulrótaáti. Hælisfélagi okkar við
gluggann tyggur gulrótina eins
og hún kemur fyrir af skepn-
unni, ef svo má segja. Kyngir
heila gillinu. í stað þess að fylgja
fordæmi apans. Náttúrleg álykt-
unargáfa apans hefir ýmigust á
grænum stönglinum er gulrótin
geymir í fylgsni sínu. Lærifaðir
minn, apinn í dýragarðinum, tók
tveim höndum um rótarávöxtinn
og bar að munni sér lárétt, líkt
og að rennibekk. Síðan sneri
hann gulrótinni fimlega og át
ytra byrðið, en fleygði stönglin-
um með djúpri sveiflu, svo mein-
andi: Farvel Frans. Þú ert tor-
meltur fjandi og best kominn á
haugunum.
Undarlegur misskilningur er
þetta með slitgiktina, sem angr-
ar mig. Eftir itarlega greinar-
gerð um sára verki í hægra hné,
röntgenmynd er staðfesti kalk-
kúlur við liðamót, þá hafa orðið
hausa víxl á ganglimum, ef svo
má segja. Ég hef bréf upp á það.
Blessaður heimilisdoktorinn
minn sendir fyrirmæli um að
„ofangreindur maður“ eigi að fá
viðeigandi meðferð vegna „slit-
giktar í vinstra hné“. Að vísi má
segja að hann hafi það sér til
málsskýringar, að „ofangreind-
ur“ hafi af ýmsum verið talinn
tilheyra „róttæklingum" og þar-
af komi slitgikt í vinstra hné. En
ég er ráðinn í að hampa hægri
fæti. A morgun kl. 10 hefi ég
mælt mér mót við Úrsúlu hjúkr-
unarkonu. Þá ætla ég að teygja
fram hægra hné og segja: Beindu
nú ylgeislum þínum og hitabyglj-
um að Morgunblaðsfætinum.
Það er hann sem þarf umhyggju
þína og alúð. Vinstri fótur minn
er við hestaheilsu. Hinsvegar er
svo að sjá sem kalkkúlurnar séu
allsráðandi í ganglimum vinstri
stjórnarinnar, hvað sem líöur
öðrum líkamspörtum guðfeðr-
anna.
Jarðfræðingar fullyrða að
Olfusið sé gamall sjávarbotn.
Því til staðfestingar nefna þeir
lög hátt í fjöllum er umlykja
sléttlendið og geyma minjar því
til sönnunar. Hamarsbrúnin í
Hveragerði er fornt sjávarbjarg
Hjá Sogni, hattar fyrir sjávar-
mörkum í 60 m hæð.
Sit ég þögull í sæti,
segi hreint ekki neitt,
hirði ei um heimsins læti,
hvílist nú sál mín þreytt.
Mér er í Morgunblaðsfæti
makalaust orðið heitt.
Velta nú veldisstólar
Vilmundarfæti á.
Sitja með sultarólar
Sjevrólettunum hjá,
Sambandsins fremstu fólar,
fjárhirð Tómasar A.
Lyftist nú þak af launum,
lausung í æðri mennt.
Kotbændur hlaðnir kaunum,
kommar með þrjú prósent.
Af gulli og grænum baunum
gerist nú heldur klént.
Sit ég á sjávarbotni,
sötrandi grasate,
biðjandi þess ei brotni
bjarkir og grenitré,
bíðandi þess að blotni
bið ég um stormahlé.
V inningsnúmer
í afmælishapp-
drætti Sjálf-
stæðisflokksins
DREGIÐ var í afmælishapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins hjá
borgarfógetanum í Reykjavík 9.
júní s.l.
Upp komu eftirtalin vinnings-
númer:
18028 Ferð fyrir 4 til Mallorka,
Úrval.
6639 Ferð fyrir 2 til Grikklands,
Útsýn.
52258 Ferð fyrir 2 til Ítalíu,
Útsýn.
28617 Ferð fyrir 2 til Mallorka,
Úrval.
63627 Ferð fyrir 2 til Ibiza, Úrval.
24513 Ferð fyrir 2 til Ibiza, Úrval.
41766 Ferð fyrir 2 til Costa Del
Sol, Útsýn.
51111 Ferð fyrir 2 til Júgóslavíu,
Útsýn.
35188 Ferð fyrir 2 til New York,
Flugleiðir.
26444 Ferð fyrir 2 til Parísar,
Flugleiðir.
6285 Ferð fyrir 2 til Luxemburg,
Flugleiðir.
53803 Ferð fyrir 2 til Kaup-
mannahafnar, Flugleiðir.
34199 Ferð fyrir 2 til London,
Flugleiðir.
Eigendur ofantaldra vinnings-
miða framvísi þeim í skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins, Valhöll,
Háaleitisbraut 1.
Sjálfstæðisflokkurinn þakkar
öllum þeim fjölmörgu, sem þátt
tóku í stuðningi við flokkinn með
kaupum á happdrættismiðum.
Fréttatilkynning frá Sjálfstæð-
isflokknum.
Birt án ábyrgðar
Stórglæsilegt úrval af boróstofuboróum,
eldhúsboróum og stólum. Ennfremur er
úrvalið af skrifstofu- og skólahúsgögn-
um ótrúlega gott. Gjörió svo vel og lítió
inn.
aml
Síóumúla 2 — Simi 39555
Hinar vinsælu Mexikóhillur, sófasett og stólar
eiga erindi inn á hvert heimili.
Við bjóóum aóeins fyrsta flokks islenska
framleióslu og gæói.
Stálslegin
húsgogn