Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 35

Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNI1979 35 Á Selfossi hrundu í fyrstu kviðunni þrjú býli í landskjálftunum 1896. Fólkið flýði nakið úr rúmunum og út um glugga. i bæ Gunnars bónda gekk undankoman greiðast, bar var fólk ekki sofnað. Þessi mynd af bænum og aðrar frá skjálftunum 1896 birtust í Lesbók Mbl. 1936 meö grein um skjálftana. því fyrir sér, hvort ekki hafi einmitt orðiö kvikuhlaup á þessu svæöi þá, segir Sveinbjörn. í viku voru þarna miklir jaröskjálftar. Víða komu sprungur í jöröu, sumar 2 faðma breiöar. Land seig rúma 60 sm norðan Þingvallavatns milli Almann- agjár og Hrafnagjár og vellirnir urðu aö mýrlendi. Þetta var svo notað sem átylla til aö leggja þinghaldiö niöur árið 1800. Sjálfsagt hefur þingiö verið orðið vesælt fyrir, en nú voru notuö þau rök aö aöstaöan heföi versnaö mikið. — Eftir að hafa séð þaö sem er aö gerast í Kröflu, segir Sveinbjörn, hlýtur maður aö velta því fyrir sér, hvort Hengillinn sé ekki sviþuö meg- ineldstöö með sprungum út frá og umbrot þar hegði sér líkt og nú við Kröflu. Spurning hvort Sandey í Þingvallavatni, Nesjavallahraun, hraun í Innstadal í Hengladölum, svo og Kristnitökuhrauniö hafi ekki myndast á svipaöan hátt. Þingvellir gætu 1789 hafa haft svipaöa afstöðu eins og Kelduhverfiö hefur nú, segir Sveinbjörn. Sprungurnar miklu sem þá komu, hafi oröið viö kvikuhlaup. Jaröfræöingar hallast aö því að þetta sé dæmigert. — Annaö dæmi um þetta eru gosin í Öskju og Sveinagjá 1875. Rúmu ári áöur höfðu menn orðið varir viö aö gufumökk lagði upp frá Dyngjufjöllum, svo komu jarð- skjafftakippir á jólaföstu. Gos kom fyrst upp 3. janúar 1895 í Dyngjufjöll- um. Hinn 18 febrúar tók svo aö gjósa í Mývatnsöræfum í lægð er nefnist Sveinagjá, 10. mars gaus sama gjá noröar, 29. mars feikna.egt öskugos í Dyngjufjöllum, 4. apríl gýs á sprung- um á Mývatnsöræfum og enn aö lokum 15. ágúst. Hafi þarna veriö bein tengsl milli Öskjugossins og hinna gosanna, skilja menn nú betur samhengið. Prestarnir söfnuðu gögnum Sveinbjörn vekur athygli á því aö nú séu aðgengilegar miklar heimildir, sem ekki voru aðgengilegar Þorvaldi Thoroddsen, þegar hann skrifaöi jaröskjálftasögu sína, sem kom út 1899 og 1905. Mikiö af heimildum lá hér heima meðan Þorvaldur var í Kaupmannahöfn. Aörar voru lítt að- gengilegar í skjalasöfnum í Höfn, en hafa nú veriö aö koma smám saman í Þjóöskjalasafnið hér. Þar er um aö ræða bréf sýslumanna, bréfabækur biskupa o.fl. Ekki er enn búið aö kanna þessar heimildir. Þá skrifuðu menn skrift, sem almenningur kann ekki að lesa nú. Björn Sigfússon, faðir Sveinbjarnar, sem getur lesið þá skrift, hefur leitaö fyrir hann í gögnum í Þjóðskjalasafni og grafiö þar upp ýmsan fróðleik. M.a. fór hann í gegn um bréfabækur Finns Jónssonar biskups, sem skrifaöi öll- um prestum Skálholtsdæmis og fékk skýrslur um tjón í skjálftum 1784. Sveinbjörn vekur athygli á hinu mikilvæga framlagi prestanna í land- inu í sambandi viö jarðskjálfta fyrr og síöar. Þeir hafa fariö bæ af bæ til aö taka út tjóniö. Eru t.d. til skýrslur prestanna um jaröskjálftana 1784 og 1896. Og ekki má gleyma frásögnum Jóns Steingrímssonar um Skaftár elda og Jóns Sæmundssonar um Mývatnselda. Syöri barmurinn færist í austur Hvaö er það þá sem setur stóru jarðskjálftana á Suöurlandi af staö? Þverskjálftabeltin fyrrnefndu, þar sem Atlantshafshryggurinn víkur til, viröast vera tvö, aö því er Sveinbjörn útskýrir. Annaö á Suöurlandi og hitt á Noröurlandi, frá Melrakkasléttu aö Kolbeinsey. Heimildir um það síöar- nefnda eru ekki eins góöar frá fyrri tíma, enda aö mestu úti í sjó. Þó má minna á jaröskjálftana í Flatey og Húsavík 1872 og Dalvík 1934. Á Suðurlandi eru upptök jarö- skjálftanna á fyrrnefndri austur- vestur línu. Upptök jaröskjálftanna verða á þessu belti, en landið rifnar svo nokkuð tilviljanakennt þvert á þá línu eöa í noröur og suöur. Slíkar sprungur koma í öllum stórum skjálftum, segir Sveinbjörn. Ef fariö Hætti að standa ásama SÉRA ófeigur Vigfósson í Guttormshaga segir svo frá jarðskjálftanum 1896: „Það var verið að smíða Marteinstungukirkju; smiðirnir sváfu í þinghúsinu á bæjarrönd- inni; einn þeirra var hjá mér í fyrra haust að krængla upp yfir mig vesölum vetrarskúta; hann sagði svo frá: Þeir sváfu 2 í þinghúsinu hvor í sínu rúmi; smiðurinn minn sefur fast, og sagðist hafa gjört það einnig þá. Alt í einu veit hann ekki fyrri til en að hann vaknar heldur óþægi- lega, og veit þó hvorki í þenna heim né annan, heyrir ekkert nema brak og bresti og allskonar óhljóð, ser ekkert, festir eigi sjónir á neinu, því alt var sem á flugi, sjálfur er hann skekinn eins og tuska til og frá, og hann veit ekkert nema það, að félagi hans úr hinu rúminu er kominn upp fyrir hann, og heldur sér skjálfandi dauðahaldi um hann. Þá áttar hann sig, og þykist skilja, hvað vera muni og býst að forða sér út; þinghúsveggurinn úr torfi var farinn að hrynja. En þegar hann er að hröklast út og fram á hlaðið kemur önnur kviðan, og hlaðgarðurinn kemur eins og sveiflað sverið á hann miðjan, en slettist í sömu svifum aftur til baka og ofan í farið sitt. Þá hætti honum alveg að standa á sama.“ er um landiö má finna örin. Til dæmis kom í skjálftanum 1912 brestur vestan Heklu og má rekja þar sprungur frá Selsundi og upp undir Galtalæk, og greinilegar sprungur eru t.d. í túninu á Hólum. Ekki hefur enn verið lögö vinna í aö kortleggja þessar sprungur, en jarðvísindamenn hafa mikinn hug á að skrá öll slík ör á landinu. , Þessir jaröskjálftar standa í sam- bandi viö Atlantshafshrygginn, sem Þeir voru langharöastir um Skeiö, Holt og Flóa og munu upptökin hafa veriö viö Ingólfsfjall og Hestfjall. Kippirnir komu fram á jaröskjálfta- mælum í Evrópu og Norður-Ameríku, sem þá voru tiltölulega nýtilkomnir. Þeir mældust í Leningrad, ítalíu, Grikklandi, Þýzkalandi og Kanada. Nú er verið að reyna að fá nákvæm- ari tímasetningu meö því aö átta sig á upplýsingum frá þessum stööum. En gallinn er sá aö allir virðast þá hafa haft sínar eigin „búmanns- klukkur" aö því er Sveinbjörn segir. Auk þess sem mælar gengu mun hægar en nú. Mikla og nákvæmar heimildir eru um jaröskjálftana 1896. Þorvaldur Thoroddsen ritaöi ýtarlega um hann og safnaöi upplýsingum frá prestum. Hlutverk Björns Jónssonar ritstjóra var líka mikilvægt, en hann fór sjálfur austur og ritaöi í blaö sitt ísafold. Og 1912 sendi hann menn á kostnaö blaðsins til aö fara um jarðskjálfta- svæðin. Eru lýsingar sumra prest- anna, sem skrifuöu um jaröskjálft- ana, nákvæmar, svo sem sr. Ólafs Ólafssonar í Arnarbæli, sr. Valdimars Briem á Stóra Núpi og sr. Ófeigs Vigfússonar í Guttormshaga. Líöur að næstu skjálftum Nú hefur megin hluti Suöurlands ekkert hreyfst síöan 1896 eöa í 83 ár. Næst á undan liöu 112 ár milli aöalskjálftans. Áriö 1912 var jarð- skjálfi aöeins austast á svæöinu, en þaö hefur oftar gerst. Hlýtur því aö líða aö næstu hreyfingu. Sú spurning hlýtur því aö vakna hvort hægt sé aö segja nánar fyrir um jarðskjálftatím- ann, og jafnframt hvort sækjast eigi eftir því? — Jarðskjálftaspár eru svona ámóta og gosspárnar viö Kröflu, segir Sveinbjörn kíminn. Langtíma- spár er hægt að gera. Segja hvar skjálftar muni veröa og skipuleggja svæöiö meö tjlliti til þess. Ekki þarf það að rýra svæöiö þótt tillit þurfi aö taka til jaröskjálftahættu. Mestu varöar að hafa mikilvægar byggingar eins og sjúkrahús nægilega sterkar. Á þaö höfum viö lagt mesta áherzlu í vinnuhópi Almannavarnarráös um þetta efni. Auk þess að fræöa um það sem hefur gerst og útskýra hvers vegna þaö geti gerst aftur, svo aö sveitarstjórnir og aðrir geti tekiö tillit til þess viö uppbyggingu. Reynt er aö fá fram hvaða áhrif þessir jarðskjálft- ar hafa haft í hverri sveit fyrir sig. í Reykjavík eru húsin úr járnbentri steinsteypu, miðuö viö aö þola VII stiga jaröskjálfta á Mercallikvarða, sem er mælikvarði um áhrif jarö- skjálfta, þótt áhrif skjálfta í Reykjavík hafi ekki fariö yfir VI svo vitaö sé síöustu 300 árin. Aftur á móti hafa áhrifin fariö allt upp í X á Mercalli 1896 á Suðurlandi og í skjálftunum 1912. Ekki e samt algengt að meiri kröfur en í Reykjavík hafi náð fram að ganga um styrkleika bygginga. Skepnur skynja skjálftana En hvaö um gripahúsin? Svein- björn kvaöst hræddur um aö um þau A Selfossi fórust hjónin Arnbjörn og Guörún Magnúsdóttir Þegar baðstofan féll á bæ Þeirra í jaröskjálftunum 1896. Hún féll svo fljótt aö enginn komst út um dyrnar, en beir sem af komust fóru út um rifur er mynduðust í þekjuna. Súöin lagðist ofan á þau hjón í rúminu og sperrukjálki lenti á þeim miöjum, og létust bau áöur en hægt var aö bjarga peim. ísland situr á. Hryggurinn hliðrast og þverbrot tengja hryggjarstykkin. Jaröskjálftar fylgja þverbrotunum og eru þar yfirleitt miklu stærri en skjálftar á hryggjarstykkjunum sjálf- um. Stóru skjálftarnir á Suðurlandi eiga upptök sín í slíkri þverbrotalínu. Veröa jaröskjálftarnir vegna þrýst- ings í berginu, sem svignar líkt og bogi og þar kemur aö bergiö þolir ekki spennuna. Það brestur með snöggum rykk og barmar brotsins ganga á víxl. Bergiö sitt hvoru megin við brotiö, réttir nú úr sér og spennuorkan, sem losnar breytist í varmaorku vegna núnings og aö hluta í sveifluorku, sem berst með hljóöhraöa bergsins út í allar áttir og veldur jaröskjálftabylgjum. Enda þótt skjálfti sé stór dvína áhrif hans meö fjarlægð frá upptökum hans, veröa minni eftir því sem fjær dregur. Á Suðurlandi viröist vera veikleiki undir berginu, þótt ekki sjáist þaö ofanjarðar. Sveinbjörn kveðst telja líklegt aö syöri barmurinn á upptaka- beltinu, eöa landiö sunnan viö þaö, sé aö ýtast í austur. Djúpt niöri gæti þaö gerst nokkuð jafnt og samfellt, en yfirborðiö sem er kaldara og úr stökku bergi lætur ekki jafnt undan heldur brestur þegar sveigjan er oröin of mikil. Færðust vestur á 11 dögum Jaröskjálftarnir' Suðurlandi 1896 byrjuöu á Rangárvöllum og Landi og færast svo á 11 dögum í vesturátt. Sá fyrsti varö aö kvöldi 26. ágúst og hristist þá langmest Rangárvellir, Land, Upp-Holt og Gnúpverjahrepp- ur, enda skjálftinn áætlaöur 7—7,5 á Richterskvaröa. Tveir miklir kippir uröu nær samtímis 5. september. Eldavélin hvarf í sprungu JARÐSKJÁLFTARNIR 1896 byrjuðu austast og færðust svo á 11 dögum vestur eftir. Eyjólfur Guðmundsson f Hvammi ú Landi iýsir jarð- skjálftanum 26. ágúst m.a. svo: »Það var fagurt og heiðskýrt veður 26. ágúst, en dálitla dökka bliku dró upp í útsuðri, sem færðist upp í vestur þegar á daginn leið. Allir keptust viö að hirða hey sín, og lögðust þreyttir til hvíldar; sumir unnu af kappi þó nóttin væri komin, og vildu bjarga heyjum sínum frá skemmdum, því flestir spáðu úrkomu, Ég hafði lokið heyhirðingu í björtu, og klukkan hérumbil hálf 10 voru allir háttaðir og sofnuðu skjótt. Sjálfur var ég þreyttur og syfjaður, en gat þó ekki sofnað; klukkan sló 10 og ég heyrði, að allir sváfu fast. Eg lá enn nokkrar mínútur mjög rólegur, en svefninn heimsótti mig ekki« .. ,»Hinn voðalegi land- skjálftakippur komst því nær í einu vetfangi á sitt hæsta stig. Ég fann glögt þegar fyrsta aldan reið undir húsið og gat eg ekki betur fundið en að hún rynni frá landsuðri eða í stefnu frá Heklu. Þessi hreyfing var brátt svo voðáleg að alt sem var í húsinu var á hendingskasti og hrærðist hvað innan um annað. Ég hrópaði til fólksins að halda sér við rúmin og tókst það flestum. Hinar þungu leirpípur frá elda- vélinni, hrundu niður og sneiddu hjá rúmi 3 barna minna án þess að þau sakaði. Enda var ekki furða þó alt lauslegt færi á hreyfingu, því húsið hoppaði upp á milli þess sem mér fanst það eins og í rólu frá norðri til suðrs. Engin leið var að fóta sig eða hreyfa meðan þessi ósköp gengu á. En jafnskjótt sem því létti, fór ég við annan mann að litast um, hvað gerzt hafði; og var þá margt að sjá. Hið fyrsta, sem ég kom auga á, er ég kom niður úr stiganum, var það að jörðin hafði sprungið undir norðurenda hússins og var eldavélin horfin þar ofan í svo hvergi sást, þessi sprunga reyndist þó ekki svo djúp. Skúrveggirnir sundur tættir, svo ekki var steinn yfir steini, hinn steinlímdi grunnur fyrir suðurhlið hússins brotinn í smámola, en húsið hékk á nösununi nær 1 alin fram af grunninum; norðurgafl kjallar- ans hafði algjörlega rótast úr honum. ing um landskjálfta á Suðurlandi o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.