Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 41

Morgunblaðið - 12.06.1979, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1979 41 felk í fréttum + STJÓRN og frammámenn Sölusambands ísl. saltfiskframleiðenda, á aðalfundi S.Í.F. í síðustu viku. — Sitjandi frá vinstri: Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri, Sigurður Markússon, varaformaður Rvík., Tómas Þorvaldsson, stjórnarfor- maður, Grindavík, Bjarni Jóhannesson, Akureyri, Víglundur Jónsson, Ólafsvík, Guðbergur Ingólfsson, Garði, Soffanías Cecilsson, Grundarfirði. — Standandi frá vinstri eru: Hallgrímur Jónasson, Reyðarfirði, Einar Sveinsson ritari stjórnar Reykjavík, Sigurður Einarsson Vestmannaeyjum, Stefán Runólfsson, Vestmanna- eyjum, Hermann Hansson, Höfn, Þorsteinn Jóhannesson, Garði, Ólafur Björnsson, Keflavík, Valgarð J. ólafsson, framkvæmdastjóri og Sigurður Ilaraldsson, skrifstofustjóri. Á myndina vantar Benedikt Thorarensen, Þorlákshöfn. „FÉLAGI” ekki forstjóri + DAGBLAÐ Alþýðunnar í Peking hefur nýlega fjallað um það í grein að flokksmenn í áhrifastöðum leggi ekki nægilega áherzlu á notkun titilsins „FÉLAGI“. Haíi það farið vaxandi að þessir flokksmenn láti ávarpa sig forstjóra, ritara eða formann, vegna þess að það hljómi betur og gefi til kynna að viðkomandi eigi mikið undir sér. — Blaðið leggur á það áherzlu að allir flokksmenn ávarpi hverjir aðra sem „Félaga“, því að jöfnuður verði að ríkja milli flokksmannanna sem í æðri stöðum eru og hinna. + EINS OG vera ber um frægar konur, veit enginn um aldur þeirra. Margir segja líka að árin skipta ekki máli, enginn verði eldri en hann sjálfur vilji vera. — Víst er það að síung virðist hin fræga kvikyndaleikkona Zsa Zsa Gabor vera. — Og lítt ku hún draga af sér í samkvæmislífinu kringum þessa kvikmyndaleikara vestur í Ameríku. — Hún var t.d. nýlega á diskoskemmtistaðnum Regine í New York. Þar var þessi mynd tekin af Zsö Zsu sem lék á als oddi. + BARNAMORÐINGI. Þctta er annar þeirra tveggja Afríkumanna, sem vakið hafa á sér athygli fyrir fjöldamorð og misþyrmingar, Bokassa keisari í Mið-Afríku keisaradæminu ... Sendiherra hans í París, sem er hershöfð- ingi að tign, Sylvester Bangui að nafni, staðfesti á fundi með blaðamönnum að skólabörn í keisaradæmi Bokassa hefðu verið myrt. Hann hefði sjálfur talað við hermenn í heimalandi sínu, sem hefðu sagt sér frá þessu. Þar var hann nýlega á ferð. — Sylvester sendiherra hefur nú beðið um hæli í Frakklandi. — Hann sagði að 100 börn hefðu verið drepin. — Er hann sagði fréttamönnum frá þessu á fundinum klappaði starísfólk sendiráðsins scndi- herranum lof í lófa. Byrjið daginn snemma á Esjubergi I sumar opnum viö kl. 700 alla morgna. Viö bjóöum upp á nýlagað kaffi, ný rúnstykki og heit vínarbrauö. Fjölbreyttar veitingar. Það er ódýrt að borða hjá okkur Veriö velkomin, EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 10100 ■ lli £%. mm * #:■ fs n ■% M 22480

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.