Morgunblaðið - 22.07.1979, Síða 7

Morgunblaðið - 22.07.1979, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979 7 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 10. Þáttur Eins og fram hefur komið í þættinum, eru fleiri forsetn- ingar í málinu en til og frá, þær sem hafa sams konar merkingu. En ýmsum finnst að þessar tvær séu nú svo mjög notaðar á kostnað ann- arra, að til málfátæktar og leiðinlegrar einhæfni horfi. Björn Stefánsson í Reykjavík hringdi til mín út af auglýs- ingu sem hann hafði heyrt um ferð frá Landmannalaug- um til Þórsmerkur. Hann tók þetta sem dæmi um ofnotkun þessara forsetninga þegar farið er úr einum stað í annan, enda væri þetta ekki í samræmi við sunnlenska málvenju. Þar væri talað um að fara úr Landamannalaug- um í Þórsmörk. Björn minnti einnig á hversu prófessor Jón Helga- son í Kaupmannahöfn hefði orðið undrandi og feginn, er ágæt kona svaraði spurningu hans um uppruna hennar með því að segja að hún væri úr Reykjavík. Jón kvaðst ekki hafa hitt þann Reykvík- ing lengi sem ekki segðist vera frá Reykjavík. Málvenjan er misjöfn um einstaka staði. Sjálfum er mér tamt að segja að ég sé frá Akureyri, en úr Svarfað- ardal. Margir hafa fundið að því málfari, þegar í gegnum er notað í tímamerkingu. Dæmi: Þetta hefur gengið svo í gegnum árin, aldirnar eða tíðina. Ég hef sama smekk. Mér þykir þetta ekki fallegt. Og margt er hægt að segja annað sem betur mætti fara, t.d. árum saman, tím- unum saman og öld eftir öld. Guðmundur Jónsson á Eskifirði spurði mig um orðalagið að draga dulur á eitthvað, sama sem að draga dul á eitthvað, þ.e. leyna einhverju. Ég hef alltaf heyrt sagt að draga dul í þessu sambandi, en orðabæk- ur greina að hitt sé einnig til: draga dulur (kvenkyn, fleir- tala), og þó að það tal sé mér ekki tamt, treysti ég mér ekki til að útskúfa því. Kvenkynsorðið dul merkir ekki aðeins leynd, heldur einnig of mikið sjálfsálit, sjálfsblekking. Menn dyljast ágalla sinna. Og margur seg- ir, líklega oft af takmarkaðri hreinskilni, að hann ætli sér ekki þá dul að vita þetta eða hitt. Vil og dul tælir virða sonu, þá er tíkjast á fé, segir í Sólarljóðum. Þetta er líklega svo að skilja, að eigingirni og sjálfsblekking dragi margan þann á tálar sem girnist fjármuni. Þarna birtist okkur týnd sögn að fíkjast, en lýsingarorðið fík- inn og nafnorðið fíkn lifa enn góðu lífi. Það þykir málgalli, er tengiorðinu að er hnýtt aftan í tilvísunarfornafnið sem, þannig að sagt er til dæmis: Þetta er maðurinn sem að kom í gær. En mörgum málsnjöllum verður á, og hefur orðið, að grípa til þessa þægilega smáorðs, ekki síst í kveðskap, þegar fylla þarf upp í braglínuna, svo að hrynjandin verði rétt. Ekki treysti ég mér til að leiðrétta Jónas Hallgrímsson, enda of seint, þótt hann kvæði sem allir kunna: Þá er það víst, að bestu blómin gróa í brjóstum, sem að geta fundið til. Og svo fer eins og segir í 22. passíusálmi: Yfirmönnunum er því vant, undirsátarnir hnýsa grannt eftir því, sem fyrir augun ber, auðnæmast þó hið vonda er. Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfist það. Enn er komin tillaga um orð fyrir túrismann. Högni Torfason, sem er höfundur góðra nýyrða, stingur upp á orðinu ferðun, í sama beyg- ingaflokki og hegðun. Vísan um herra og séra ætlar að bögglast fyrir mér. í síðasta þætti hafði ég hana skakkt eftir Jóni Benedikts- syni og vona að nú setji ég vísuna rétt á blað, eins og hann lærði hana af gömlu fólki: Sælir verið þér, séra minn, sagði ég við biskupinn. Aftur kvað við ansa hinn: t>ú áttir að kalla mig herra þinn. Biskupinn þúar múga- manninn á móti þérun hans. Fylgdarmaður læknis nokk- urs vildi í lok erfiðrar ferðar vera kurteis og hrósmáll við lækninn fyrir dugnaðinn, en komst þannig að orði: Það er mikið hvað yður druslist. amCONCORD 4x4 Amenski lúxusbíllinn Concord er væntanlegur með fjórhpóladrifi og hækkaður Sölumenn okkar taka nú þegar á móti pöntunum og veita nánari upplýsingar Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE TOPPURINN frá FINNLANDI Sendum um allt land Sérstakt kynningarverð. verö 578.800.- Staðgr: 556.648.- BUÐIN / 29800 Skipholti19 • 26 tommur. • 60% bjartari mynd. • Ektaviður: palisander, hnota. • 100% einingakerfi. • Gert fyrir fjarlægöina 2-6 m. • Fullkomin þjónusta. y 50 ára 3 ára ábyrgð á myndlampa HJÓLASKÓFLA Til sölu Mitchígan 75 B, hjóla- skófla 2,5 rúmm. árgerö 1972. Sameign kemur til greina. Upplýsingar í síma 19711. Kvöldsími 74156. Guðmundur Karlsson Austurstræti 17, 5. h. MIÐ-EVROPUFERÐ 16. ágúst Leiðin liggur m.a. um Luxemburg, Worms, Rínar- og Móseldali, Freiburg, Basel, Luzern, Lichtenstein, Innsbruck, Salzburg, ítalíu, Tyrol, Munchen, Hei- delberg, Koblenz. Iðnaðarhúatiftu 28580

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.