Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 22

Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 Eftir nokkurra daga við- ræður við kínverska flokksformanninn hleypti Ceausescu, forseti Rúmeníu (íbú- ar 20 millj.), loks í sig kjarki og spurði mjög viðkvæmrar spurn- ingar: „Hr. formaður, hvað veldur annars að það séu margir póli- tískir andófsmenn í landi yðar?“ „Ja, svona tuttugu milljónir, gæti ég trúað." „Nei, en hvað allt vill til. Ég hef líka mínar tuttugu." Pólitískir brandarar — eins og þessi sem gekk manna á meðal í Rúmeníu þegar kínverski flokksformaðurinn var þar á ferð á síðasta ári — eru mjög algengir í Austur-Evrópu. I þessum heimshluta er ekki verið að slá slöku við ritskoðun- ina, opinber áróður fer víst fram hjá fæstum og framtíðarhorfur þeirra, sem segja það sem þeim býr í brjósti, eru vægast Sagt ískyggilegar. Af þessum sökum gegna pólitískir brandarar ákveðnu hlutverki: Þeir gera fólki kleift að tala um raunveru- leikann án þess að hætta á mikið. Enginn atburður er svo lít- ilfjörlegur, að gárungarnir geri sér ekki mat úr honum, jafnvel þó að hann sé af trúarlegum toga, enda fékk Páll páfi sinn skammt þegr hann var á ferð í Póllandi í maí sl. Undi” lok heimsóknar páfa höfð. flestir vestrænu fréttamennirnir fengið að heyra þennan: Gierek flokksforingi biður páfa að síðustu einnar bónar áður en hann heldur aftur til Rómar: „Yðar heilagleiki, gæt- irðu ekki komið í kring skilnaði milli Póllands og Sovétríkj- anna?“ Brosað í gegnum tárín konar mótvægi við yfirlæti valdhafanna: „Og hvað sannaði svo geimskotið?" spyr einn Pólverji annan. „Nú bara það, að Pólverji getur sagt „farvel Frans" við móður jörð — en ekki við Sovét- ríkin." Flestir brandararnir verða ekki langlífir en þó eru sumir enn á vörum fólks jafnvel áratug „Sonur minn, auðvitað get ég það. En ég er nú hræddur um að það kæmi í þinn hlut að borga meðlagið." Rússland kemur mjög við sögu í pólitískum skrýtlum í Póllandi. Á síðasta ári, þegar pólskum geimfara hafði verið skotið á braut um jörðu ásamt rússneskum kollega sínum, gekk þessi manna á meðal sem eins eftir að þeir urðu til. Tékkar segja gjarna gestum frá sam- tali tveggja rússneskra her- manna á árinu 1968: „Þú veist þó líklega að við erum hér vegna þess að það var kallað á okkur?" segir annar. „Já, já, en hvað heldurðu að við verðum hér lengi?“ „Nú, bara þangað til við finnum þann sem kallaði." Svo er það tékkneski brand- arinn um Fransmanninn, Þjóð- verjann, Rússann og bílana þeirra. Fransmaðurinn: „Ég fer á Citröen í vinnuna, tek Peugeot- inn þegar ég bregð mér af bæ og nota Renault-inn þegar ég fer erlendis." Þjóðverjinn: „Við notum Fólksvagninn í vinnuna, Audi- inn í sveitatúrana og Bensann þegar við förum erlendis." Rússinn: „Ja, við notum nú Moskvitsinn bæði í vinnuna og í sveitatúrana, en þegar við förum erlendis notum við skriðdreka." Það eru ekki allir brandarar sem hafa Rússa að skotspæni. Oft er verið að ráðast á forréttindi flokksbroddanna, ástandið í efnahagsmálum eða þær skorður sem málfrelsi eru settar. Austur-Þjóðverjar segja þessa sögu af tveimur veiðimönnum: „Hvernig stendur á því að þú rótar upp fiskinum en ég verð ekki var?“ hrópar a-þýski veiði- maðurinn til þess v-þýska sem situr á árbakkanum vestan megin. „Nú, það er auðskilið,“ svar- ar hinn. „Þín megin leyfist engum að opna munninn." Rússar sjálfir eru oft mestu brandarasmiðirnir eins og þessi ber með sér: „Hverrar þjóðar voru Adam og Eva?“ spyr Rússi nokkur landa sinn. „Rússnesk auðvitað. Þau voru vita klæðlaust, aðeins eitt epli var til skiptanna og þau héldu að þau væru í paradis." U Að lokum er svo rúsínan í pylsuendanum hvað varðar póli- tískan gálgahúmor í Austur- Evrópu: Drottinn allsherjar gefur Karli Marx 20 sekúndur til að snúa aftur til jarðar og tala í sjónvarpið. Marx stendur frammi fyrir myndavélunum, hikar eitt andartak en hrópar síðan: „Öreigar allra landa — fyrir- gefið mér!“ Peter Ristic i ■■■iFYRIRBURÐIR \t IE ■ \ r m Kann óíæddi erlinginn því iila þegar hin verðandi móðir stend- ur í „ karlmannsstörfum “? Streitan getur hafist í móðurlífi Ofædd börn geta þjáðst af streitu, þegar verðandi mæður eru um of önnum kafnar og taugaveiklaðar. Starf- semi heildadingulsins hjá ófædd- um börnum tekur þá að vaxa mjög mikið og nýrnahetturnar auka framleiðslu hormóns síns. Þetta leiðir svo allt til fæðingar fyrir tímann. Þegar verðandi móðir stendur í eilífu erfiði og amstri, vill barnið helzt losna úr kvið hennar eins og úr prísund. Þetta er ein af þeim niðurstöðum, sem sérfræðingar komast að á ráðstefnu fæðingar- lækna, sem nýlega var haldin í sjúkrahúsinu í Herlev í Dan- mörku. Á ráðstefnu þessari ræddu einnig vísindamenn frá fjölmörg- um löndum um öll þau mörgu vandamál, sem skapast við fæð- ingar barna fyrir tímann. Ráð- stefna þessi var haldin í sambandi við 500 ára afmæli Kaupmanna- hafnarháskóla. „Konur hafa nú á dögum erfið störf að rækja," sagði lækna- prófessor Jörgen Falck Larsen, „þær eru strætisvagnastjórar, kranamenn og margt, margt fleira." Konur verða einnig tauga- óstyrkar, þegar atvinnuleysi blas- ir við þeim, og vinnulöggjöfinni er þannig háttað, að langflestar kon- ur kjósa að halda áfram vinnu sinni, þótt þær gangi með barn. Þetta gera þær fyrst og fremst til þess að eiga svo rétt á þeim mun lengra fæðingarorlofi, eftir að fæðingin er afstaðin. Annars hefur streitu hjá barns- hafandi konum alltaf verið til að dreifa. Tíðni barnsfæðinga fyrir tímann, sem nú er um 4000 börn á Fyrst af öllu skaltu drekka þig fullan — ekki bara dálftið kenndan heldur öskr- andi, þreifandi fullan — síðan skaltu leggjast á bakið eins og ósjálfbjarga skorkvikindi og baða út öllum öngum. Þá ertu loksins kominn í samfélag við „kakkalakkana". Fyrir tíu árum var þetta upp- hafið og endirinn á flestu því sem fram fór í „Thai Heaven“, „Rhapsody“ og „Las Vegas“, gríð- armiklum næturklúbbum þar sem svitastækjuna lagði upp af 300—400 líkömum sem ólmuðust við undirspil tveggja eða þriggja hljómsveita á hverjum stað. Það var þarna sem f jörið var, á tveggja mílna kafla á Nýja Petchburi-veginum í Bangkok, þessari Sódómu og Gómorru í Austurlöndum fjær. í þessu „ríki í ríkinu" úði og grúði af börum, nuddstofum og skyndikvenna- hótelum, em reist höfðu verið fyrir bandrískt fé seint á síðasta áratug sem afþreyingarstaður fyrir ameríska hermenn í stuttu leyfi frá vfgvöllunum í Indó- Kfna. Hverfið var afgirt til að það spillti ekki siðum heima- manna, enda gekk „A og A“ (afslöppun og afþreying) fremur undir nafninu „S og S“ (samfarir og sfdrykkja) og var það vissu- lega réttnefni. „Það var í einu orði sagt viðbjóðsiegt,“ sagði fyrrverandi amerfskur hermaður sem var á ferð í Bangkok fyrir skömmu. „Menn siógust, æidu, berháttuðu stúikur og sleiktu þær síðan í krók og kring. Úrvalssveitirnar voru verstar — þegar þær voru ekki á vfgvöliunum var þeirra uppáhaidsiðja að éta kakka- lakka. Viðbjóðslegt, en mér iík- aði það samt.“ . Fyrrverandi generáll í flug- hernum hafði þetta til málanna að leggja: „Þessir menn máttu eiga von á því að hver dagur yrði þeirra sfðasti, svo hvers vegna ekki?“ Þeir sem nú leggja leið sfna eftir Petchburi-veginum geta komið auga á „Thai Heaven“, en gluggarnir hafa verið byrgðir og dyrnar negldar aftur. Þó þrauk- aði „Thai Heaven“ hvað lengst, eða fram f sfðasta mánuð, en jafnvel arabfskum túristum var farið að ofbjóða þegar bjórflask- an var komin f 5 dollara stykkið. Þar sem áður voru 50 barir eða fleiri hjarir nú „Venus“ einn og dregur fram lífið á ærukærum ferðalöngum sem slæðast þar inn á leið sinni til og frá vinsælum sjávarrétta-veitingastað í grenndinni. Hótelin þrauka ennþá en viðskiptavinunum hef- ur fækkað mjög — nú eru þeir AUSTURLÖND F Syndabælið er ekki svip ur hja sjon „Þessir menn máttu eiga von á því að hver dagur yrði þeirra sfðasti ... “

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.