Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1979næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.1979, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐJÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 23 33 Svitastækjuna lagði upp af 300—400 líkömum sem ólmuðust við undirspil tveggja eða þriggja hljómsveita... yy Mendmgamiruraiu í vísnasöngnum (SJÁ: Austurlönd fjær) ári í Danmörku, hefur hlutfalls- lega alltaf verið hin sama um langt árabil. Það hefur verið leitað margs konar ráða til þess að koma í veg fyrir fæðingar fyrir tímann, en allt hefur reynzt árangurslítið eða árangurslaust með öllu. En að því er varðar ástand þessara mála nú á dögum, þá ríkir þó nokkur bjartsýni um úrbætur í þessum efnum. Því er óhætt að slá föstu, að þeim börnum, sem nú á dögum fæðast fyrir tímann, líður þó alla vega betur en áður fyrr. Áhættan, sem fylgir því að barn fæðist fyrir tímann, er sú, að oft er hætt við að barnið geti ekki spjarað sig í þessum heimi vegna skorts á þroska. Þá er einnig viss hætta á lélegum andlegum þroska hjá fyrirburðsbarni, spastíska lömun og margt annað af óskemmtilegra taginu. Þó hefur á seinni árum dregið stórlega úr þeirri hættu, sem vofað getur yfir fyrirburðsbörnum, enda þótt fæð- ing fyrir tímann sé alltaf bundin margs konar áhættu fyrir barnið. Nú liggur samt sem áður reynsla fyrir því, að börn, sem aðeins vega 1000 grömm við fæðingu, eiga að geta spjarað sig ágætlega við rétta meðferð. Hlutverk fæðingarlæknisins er fyrst og fremst að sjá um, að fæðingin sjálf valdi barninu eins r litlu hnjaski og framast er unnt. Það getur verið mikil hætta á heilaskemmdum, þegar börn fæð- ast fyrir tímann. Hafi barnið komist óskaddað gegnum sjálfa fæðinguna, er um að gera að hafa nákvæmt eftirlit með því, og tryggja til dæmis, að það fái nægilegt súrefni. Yfirleitt þurfa öll lífsskilyrði fyrirburðarbahis að vera hin ákjósanlegustu. Það hefur greinilega komið í ljós, að með mun bættri læknis- fræðilegri umönnun, hefur tekizt að koma í veg fyrir fjöldamörg slys og slysni, sem voru svo algeng hér áður fyrr hjá börnum, sem fæddust fyrir tímann. Mjög þýðingarmiklar framfarir hafa vissulega orðið á allri með- ferð fyrirburða, en samt sem áður vantar enn skýringuna á því, hvers vegna um það bil 6 af hundraði barnshafandi kvenna ganga ekki með börn sín út allan meðgöngutímann. -Erol. aðallega Thailendingar, Arabar, Pakistanar og félitlir Evrópu- menn. Sömu sögu er að segja af nuddstofunum. Duang Jinda, sem rekið hefur „Jin’s Bar“ sl. tíu ár, reynir enn að klóra í bakkann. Hún segist „elska" alla viðskiptavini sína en hún verður dreymin á svip þegar hún minnist amerísku hermann- anna. „Mörgum þótti vænt um mig, þetta voru góðir drengir. Á hverju kvöldi urðu a.m.k. tvenn eða þrenn slagsmál, en ég lokaði bara dyrunum, þvoði framan úr þeim og síðan tókust þeir í hendur.“ Ljósrauðir veggirnir í veit- ingastofunni hennar Jindu eru þaktir brunablettum og hefðu ekki slæmt af því að komast í kynni við málningu, borðin eru útkrössuð og skröpuð og sætin máð og rifin. í næsta húsi við hliðina treinir „Honey Bar“ í sér líftóruna með fáeina gesti á nóttu og neðar vi götuna eru aðrir sem fyrir löngu hafa verið lagðir niður. „Amerískir dátar eru ekki eins og samansaumaðir tjallar,“ sagði við mig Thailendingur, sem með söknuði minntist fjörugra við- skipta. „Ekki eins og nú. Túrist- arnir vilja fá allt fyrir ekki neitt.“ Brian Edds STRIÐSGLÆPIRI Leigusalinn eftir lýstur fanga - húða böðull! Húsið númer 28 við Tile-Wardenberg-Strasse í Vestur-Berlín virðist í fáu frábrugðið öðrum gömlum húsum í þeirri borg. Málningin er máð, gluggarnir orpnir og rennurnar rygðaðar. Þó er dálítið óvenjulegt við þetta hús. Leigugjaldið rennur nefnilega í vasa Ariberts Heim, fyrrverandi fangabúðalæknis, sem fer huldu höfði en þarf þó ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur vegna þess að húsaleiguna fær hann ávallt með skilum. Heim keypti húsið á árinu 1958 þegar hann stundaði enn læknisstörf í Baden-Baden. Um það leyti var hann ásakaður um að hafa haft yfirumsjón með því í fangabúðum nasista, að dælt var bensíni beint i hjarta fanga, sem leiddi þá umsvifalaust til dauða. Skömmu áður en hann sicyldi handtekinn tókst honum þó að sleppa og síðan hefur hann verið á lista yfir þá sem eftirlýstir eru. Leigjendunum, sem höfðu ekki hugmynd um hver húseigandinn var, brá heldur betur í brún þegar málið var upplýst í v-þýsku blöðunum í febrúar Uppþot varð á áheyrendapöllum þinghússins í Bonn nú á dögunum þegar fyrrverandi fangabúðalimir birtust þar í hinum gömlu fangabúningum sínum til þess að mótmæla þvíað mönnum á borð við Heim lækni yrði í rauninni gefnar upp sakir um næstu áramót. Þingheimur hafnaði tillögu íþá átt. síðastliðnum. Þeir áttu ákaflega bágt með að skilja hvernig þessi eftirlýsti stríðsglæpamaður gat nálgast leiguna með aðstoð lögfræðinga og systur sinnar, sem bjó í Frankfurt. Og ekki nóg með það. Heim sendi skattyfirvöldum reglulega skattaskýrslu þar sem húsaleigupeningarnir voru samviskusamlega tíundaðir. Leigjendurnir saka yfirvöld um að hafa séð í gegnum fingur sér við eftirlýstan fangabúðamorðingja og um að hafa ekki komið i veg fyrir að honum bærust peningar á þennan hátt. Nú leggja þeir alli-, 34 að tölu, leiguféð inn á reikning, sem er á nafni dómstóls í V-Berlín, og hafa farið þess á leit við dómstólinn, að hann taki að sér umsjón með húsinu. Á vegum saksóknaraembættisins í Baden-Baden er nú verið að fara ofan í málsskjölin, 800 blaðsíðna verk, til að kanna hvort ekki megi gera stríðsglæpamanninn Aribert Heim skaðabótaskyldan svo að unnt sé að gera húsið upptækt. Holger Schmale BLODTAPPAR/ ÆÐAKOLKUN Nýtt „ undralyf“ á næsta leiti? París — Lyfjafræðingar hjá fyrirtækinu Parcor í Frakk- landi hafa nú uppgötvað lyf, sem framkvæmdastjóri þess, Se- bastien Picciotto, segir að sé „sannkallaður lífselixsír níunda áratugarins fyrir alla þá, sem komnir eru yfir fertugt.“ Blóðrásarsjúkdómar af ýmsu tagi eru fylgifiskur hins iðnvædda samfélags en áhrif þessa lýfs, sem kallast Ticlid, eru þau, að það stemmir á að ósi með því að koma í veg fyrir að blóðflögur kekkist og hindrar að öllum líkindum einnig blóðtappa og æðakölkun. Rannsóknir og tilraunir lyfja- fræðinga á þeim verkunum lyfsins að koma í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma, slag og hjartaáföll, eru nú komnar vel á veg og þess skammt að bíða að lyfið verði sett á markað. Fyrirtækið Imperial Chemical Industries í Bretlandi hefur fengið leyfi til að selja Ticlid þar í landi og í Japan mun Daiichi-fyrirtækið sjá um söluna þegar þar til bær yfirvöld hafa veitt leyfi sitt. Á fundi með fréttamönnum nú nýlega lét Picci- otto svo um mælt, að í bígerð væri að framleiða lyfið einnig í Banda- ríkjunum og væri áætlaður fram- leiðslukostnaður 30 milljónir dala. „Áður en árið er á enda vonumst við til að hafa fengið okkur félaga í Bandaríkjunum," sagði hann. Bræðurnir dr. Albert og Etienne Castaigne stofnuðu Parcor-lyfja- fræðifyrirtækið árið 1958 af frem- ur litlum efnum. Fyrirtækinu óx þó fljótt fiskur um hrygg og er nú svo komið að það er tíunda stærsta í þessari grein í Frakk- landi og sala þess á síðasta ári nam 507 milljónum franka. (Journal of Commerce) Islánningarna vann! Gudmundur Anason, Gisli Helgason och Hanne Juul, den islandska gruppen, som blev árets överraskning. Hanne Juul, Gisli Heiga- son och Gudmundur Ana- son. Dár har ni árets över- raskning under den 14:e vis- festivalen. Trots h&rd kon- kurrens kunde en enig jury fastna för den fina islándska trion. I juryns motivering lá- ser vi: ”Islánningama gjorde ett mycket musikaliskt intryck pá juryn. De var fina instru- mentalister och sángare. Den folkmusik de spelar ár vál várd att bevaras. Juryn vill sárskilt be- römma gruppens flöjtist som var en virtuos pá sina instm- ment. Vi har dárför enhálligt valt att utse islánningama som vinnare bland de oeta- blerade i árets visfestival 1979”. Meðfylgjandi mynd er úr Vásterviks-Tidningen í Svíþjóð. FYRIR skömmu var haldin vísna- hátíð í V&stervik á austurströnd Svíþjóðar og kom mikill fjöldi gesta á hátíðina, eða nær 7000 manns. Hátíðin var haldin 9.—12. júlí s.l. Þekktustu tónlistarmönnum Svia er boðið á þessa hátíð árlega og auk þess erlendum gestum. Tveimur til þremur óþekktum listamönnum, einstaklingum eða hópum er gefinn kostur á að koma fram á hverju kvöldi hátíðarinnar og velja áheyr- endur besta atriði hvers kvölds. Síðasta kvöldið velur síðan dóm- nefnd þann einstakling eða hóp sem bezt hefur staðið sig aðn mati dómnefndarinnar, en hún er skipuð einum úr hópi atvinnulistamanna, einum biaðamanni og einum af forsvarsmönnum hátíðarinnar. ís- lendingarnir Gísli Helgason og Guðmundur Árnason ásamt Hanne Juul sem er búsett í Svíþjóð hlutu verðlaunin að þessu sinni, kr. 2000 sænskar. Vakti árangur þeirra mikla athygli og hefur mikið verið skrifað um þau i sænskum blöðum í sam- bandi við vísnahátíðina. Hefur flutn- ingur þeirra á íslenzkum lögum og lögum frá öðrum Norðurlöndum verið rómaður mjög. Þeir Gisli og Guðmundur eru í hljómsveitinni Musika Nostra^ Hanne Juul talar íslenzku og m.a. var hún búsett hér á landi um árabil og stofnaði þá formlega Vísnavina- félagið í Reykjavík ásamt fleirum. Þess má geta að lag eftir Gísla Helgason hefur verið valið sem Þjóðhátíðarlag á Þjóðhátíð Vest- mannaeyja í ágústbyrjun. Hækkun á olíugjaldinu: Tekjur útgerðarinn- ar aukast um 960.000 kr. en útgjöldin um 1.497.000 kr. MEÐ bi;áðabirgðalöííum ríkisstjórnarinnar er olíugjald sem kunnugrt er hækkað úr 7% í 15% af óskiptu aflaverðmæti. Af þessum 15% koma 3% til aflahluta- skipta og má hér á eftir sjá hvernig þessi olíugjalds: hækkun og breyting á hlutaskiptunum kemur út. í dæminu er miðað við að togari sé 10 daj?a í veiðiferð, meðalaflaverðmæti á hvern úthaldsdag hjá minni togurunum og gasolíunotkun sé 4000 lítrar hvern úthaldsdag. Gasolíulíterinn hækkar úr 103 krónum í 137 kr. líterinn. Dæmið sýnir olíusjaldið, aflahlut og olíukostnað fyrir og eftir setningu bráðabirgðalaganna: Tekjur 1. Verðlagsráðsverð til skipta með áhöfn 2. Olíugjald 3. Stofnfjársjóður Samtals tekjur Gjöld Fyrir setningu bráðab.laganna 7% olíugjald 12.000.000.00 840.000.00 1.200.000.00 14.040.000.00 Eftir setningu bráðab.laganna 15% olíugjald 12.000.000.00 1.800.000.00 1.200.000.00 15.000.000.00 1. Aflahlutir 4.560.000.00 4.697.000.00 2. Olíukostnaður 4.120.000.00 5.480.000.00 Samtals framangr. gjöld 8.680.000.00 10.177.000.00 Olíugjaldið er reiknað sem hlutfall af heildaraflaverðmæti áður en skipt er milli útgerðar og áhafnar sbr. 12 milljónirnar í dæminu hér að framan. Ágúst Einarsson, hagfræðingur Landssambands íslenzkra útvegs- manna, sagði að í þessu dæmi hækkuðu tekjur útgerðarinnar um 960.000 krónur en beinn útgjaldaauki næmi 1.497.000 krónum. Ágúst tók fram, að framangreint dæmi sýndi eingöngu þá tekju- og kostnaðarliði, sem tækju breytingum vegna bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinnar og annarra aðgerða hennar vegna olíumálanna nema hvað hér væri ekki tekið tillit til útgjaldaauka hjá útgerðinni, sem stafaði af breytingu á gengi, sem yrði óhjákvæmilega. Sagði Ágúst að gengisbreyting kæmi strax fram í hækkun erlendra kostnaðarliða t.d. viðhaldi, tryggingu, veiðarfærum og ekki sízt olíunni sjálfri. Ennfremur hefðu gengisbreytingin mjög fljótt áhrif á alla beina launaliði og síðast en ekki sízt þá væru allar fjárskuldabindingar útgerðarinnar í beinum tengslum við gengi. Afleiðingin af þessu yrði mjög aukin tekjuþörf hjá útgerðinni, sem hlyti að verða að leysa með hækkun fiskverðs eða lækkun kostnaðarliða. Ágúst sagði að einnig væri rétt að taka fram að fyrrnefnt dæmi sýndi áhrifin á skutttogara af minni gerð en olíueyðsla í hlutfalli við aflann væri mun minni en t.d. hjá stærri skuttogurunum og minni togbátum. „Áhrif þessara aðgerða koma því mjög illa niður á hefðbundinni togbátaútgerð t.d. í Vestmannaeyjum en segja má að stærstur hluti bátaflota þeirra hafi stundað togveiðar," sagði Ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 166. tölublað (22.07.1979)
https://timarit.is/issue/117545

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

166. tölublað (22.07.1979)

Aðgerðir: