Morgunblaðið - 22.07.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.07.1979, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JULÍ1979 JKngtmlilfifeife Utgefandi Framkvaamdastjóri Ritstjórar Ritatjórnarfulltrúi Fréttaatjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og skrifstofur Auglýsingar Afgreiósla hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstraati 6, sími 10100. Aöalstraati 6, sími 22480. Símí83033 Fyrir síðustu kosningar var það eitt af helztu baráttumálum Alþýðu- bandalagsins, að hér skyldu teknir upp marxískir bú- skaparhættir. í beinu framhaldi af þessu kveður annað veifið við þann tón í Þjóðviljanum, að ráðherrar Alþýðubandalagsins séu of eftirlátssamir, þegar um það er að ræða að lappa upp á þetta borgaralega hagkerfi, sem við búum við. Þeirra hlutverk sé þvert á móti það að koma hér öllu á vonarvöl. Það var einmitt út frá þessu sjónarmiði, sem Baldur Oskarsson, framkvæmdastjóri verka- lýðsráðs Alþýðubandalags- ins, lét svo ummælt fyrir austan Fjall, að í olíu- kreppunni væru „þrátt fyr- ir allt ljósir punktar, því að hún myndi færa sósíalist- um vopn í hendur í baráttu þeirra við íhaldið". Frá því að ríkisstjórnin settist að völdum hefur ekki linnt bráðabireðaráð- stöfunum. Jafnvel nú við þessa gengisfellingu lætur forsætisráðherra þess getið í útvarpsviðtali að það verði „að grípa til ráðstaf- ana innan tíðar eða á haustdögum til þess að gera ráðstafanir til að draga úr verðbólgunni". Og hvað er það, sem veldur öllum þessum mörgu ráð- stöfunum? Er eðlilegt að menn spyrji. Og svarið liggur í augum uppi. Frá sínum fyrstu velmektar- dögum hefur ríkisstjórnin fyrst og fremst leyst öll mál á kostnað atvinnuveg- anna, — sem hún þó sagði, að hefðu verið komnir á vonarvöl, þegar hún tók við! Trúi því hver sem trúa vill, en því fremur var þá ástæða til að fara öðru vísi að. Þessi aðför að atvinnu- vegunum er með tvennum hætti. Annars vegar hafa skattar og álögur verið stórauknar og skattalögum breytt á þann veg, að eigið fé gæti ekki myndast í fyrirtækjunum, — og var þeim þó nógu þröngur stakkur skorinn fyrir. Hins vegar hefur verðlagslög- gjöfinni verið breytt á þá lund, að ekki er lengur lagaskylda, að sannanlegur kostnaður sé uppi borinn í verðinu. Ef t.d. kostnaður við að framleiða ullarpeysu yrði 10 þús. kr., þá má búast við því, að forsætis- ráðherra stjórni atkvæða- greiðslu í ríkisstjórninni um það, hvort hún megi kosta átta eða níu þúsund. Og svo verða ráðherrarnir undrandi, þegar framleið- andinn segist ekki nenna þessu lengur og fara að tala um að taka prjónavélina leigunámi ellegar að bæjar- félögin á Reykjavíkursvæð- inu fara að þinga um það, hvort ekki sé rétt að Sigur- jón Pétursson setji á fót prjónastofu í nafni borgar- innar. Annað gott dæmi um viðhorf ríkisstjórnarinnar til atvinnurekstrarins er afstaða hennar til endur- nýjunar fiskiskipa. Norð- firðingar keyptu fyrsta skuttogarann til landsins, sem nú er úreltur orðinn, dýr í rekstri og stenzt ekki kröfur varðandi meðferð aflans. Menn skyldu ætla, að ríkisstjórnin vildi stuðla að því, að við losnuðum við slíkt skip úr landinu í stað- inn fyrir annað betra. En það er síður en svo. Sjávar- útvegsráðherra meira að ségja breytir reglugerð Fiskveiðasjóðs til þess að ekkert geti orðið úr kaup- unum þar frekar en á Akranesi. Og Eiður Guðna- son, þingmaður þeirra Akurnesinga og sigurveg- ari í síðustu kosningum, lætur sér fátt um finnast, — þeir Skagamenn séu ekkert of góðir til þess að bíða. Enn eitt dæmið snýr að málefnum landbúnaðarins. Þó skortir ekkert á það, að landbúnaðarráðherra hafi skipað nefndir eða gert sér dælt við bændur. En sam- stöðu innan ríkisstjórnar- innar hefur vantað og sam- ráðs ekki verið leitað í tíma við Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna var þingi slitið svo í vor — að vísu í bráðræði, — að bændur fengu enga úrlausn sinna mála. Hér hefur verið drepið á fáein atriði. Líka mætti t.a.m. rekja það, hvernig verzlunin, einkanlega í dreifbýlinu, hefur verið leikin og draga upp mynd af því, að hverju stefnir í byggingariðnaðinum. Sam- dráttur og stöðnun blasa hvarvetna við sem afleiðing þess hallarekstrar, sem rík- isstjórnin hefur með skipu- lögðum hætti unnið að því að koma á á öllum sviðum atvinnulífsins. I íslenzkum þjóðsögum er hent gaman að því, þeg- ar mjólkurkúnni var slátr- að eða útsæðið etið. í því borgaralega samfélagi, sem þær lýsa, þóttu það bú- skussar eða hérvillingar, sem þannig höguðu sér. Og aldrei henti það, að þeir kæmust til mannvirðinga. Nú er þessu öfugt farið. Og ef svo heldur fram sem horfir, vakna menn upp við það einn dag, að Vilmundur Gylfason sé orðinn fram- kvæmdastjóri Steypuverzl- unar íslands, en Ólafur Ragnar Grímsson forstjóri Coca-Cola. Þá verður skammt í það, að þeir marxísku búskaparhættir verði upp teknir hér á landi, sem Alþýðubanda- lagið hefur boðað. Þjóðnýting og marx- ískir búskaparhættir T Rey kj av í kurbréf ►Laugardagur 20. júlí Stóridja aftur á dagskrá Við íslendingar erum brenndir því marki eyþjóðar að vilja sitja að okkar og vera öðrum óháðir. Því veldur smæð okkar, sérstök menning og hnattstaða. Á hinn bóginn gerum við flestir okkur ljóst, að til þess að ná þessu markmiði, verðum við að taka eðlilegan þátt í samskiptum þjóða, tryggja öryggi okkar og treysta svo atvinnuvegina, að við getum haldið uppi velferð og menningu. Að öðrum kosti bindum við ok um háls okkar í stað þess að strjúka um frjálst höfuð. Orkukreppan, sem nú herðir að lífskjörum okkar, veldur því, að ýmsir, sem áður voru haldnir fordómum og þráhyggju, eru farn- ir að gefa því gaum, hvaða auðæfi við eigum fólgin í fallvötnum landsins og iðrum jarðar. Þess sjást jafnvel merki í því aftur- haldssama blaði Þjóðviljanum. Og menn eins og Ingi R. Helgason nefna framleiðslu á metanóli, ammóníaki, vetni og þungu vatni, sem ekki verður gert án samvinnu við erlenda aðila og með erlendu fjármagni. Við því er líka að búast, að jafnvel renni tvær grím- ur á mann eins og Lúðvík Jóseps- son, þegar hann stendur fyrir því að styðja ríkisstjórn, sem bannar Norðfirðingum að endurnýja úrelt fiskiskip fyrir annað nýtt vegna offjárfestingar í sjávarútvegi að hennar mati. Loks er þess skemmst að minnast, að Hjörleif- ur Guttormsson iðnaðarráðherra lýsti því yfir í opinni línu í ríkisútvarpinu í vetur, að Alþýðu- bandalagið væri síður en svo á móti stóriðju, þótt hann hafi reynt að koma umbúðum utan um þau ummæli sín síðar. í ljósi reynslunnar Það er fróðlegt að lesa yfir þær umræður, sem urðu á sínum tíma um álverið í Straumsvík á Alþingi. Og í ljósi reynslunnar er ekki ólíklegt, að margur, sem þá fann samningunum mest til foráttu, myndi nú vilja óska sér að hafa sagt heldur minna og farið vægi- legar í sakirnar, eins og Ragnar Arnalds, þegar hann sagði: „í umræðum um þetta mál, tel ég, að aldrei sé nægilega minnt á þá staðreynd, að með því að hleypa hinum erlenda auðhring inn í landið e'ru valdamenn landsins að kalla yfir þjóðina pólitiska íhlutun erlendra aðila, sem aldrei skortir fé á íslenzkan mælikvarða. Sumir virðast þó ímynda sér, að þessir prúðu og kurteisu útlendingar muni standa alla daga með nefið ofan í bræðslupottunum í Straumsvík, en engan áhuga hafa á grautarpotti íslenzkra stjórn- mála.“ Einar Olgeirsson benti á, að öll dagblöðin nema eitt væru rekin með tapi og sagði: „Það er lítill vandi fyrir slíkan voldugan pen- ingaaðila að ná tökum á íslenzkum blöðum, ef að honum finnst hann þurfa þess. Það er því síður mikill vandi að ná þar með tökum á íslenzkum stjórnrnálum, og svo fremi sem þannig kynni að fara, og t.d. eftir nokkur ár, sæju eigendur Morgunblaðsins, hve rangt þeir hefðu farið að í sam- bandi við það mál, sem nú er til umræðu, og vildu fara að breyta þarna til, er enginn efi á því, að það er hægt að koma upp sterkari blöðum en Morgunblaðinu með því fjármagni sem svona hringur hefði yfir að ráða, ef honum þætti hætta á ferðum." Slíkt var ofstækið gegn bygg- ingu álversins og á sinn hátt einnig gegn Kísiliðjunni í Mý- vatnssveit. Þá var einnig reynt að gera mikið úr því, að sérstakt láglauna- svæði myndi skapast kringum álverið. í Þjóðviljanum var talað um, að verkamenn myndu „bjóða sig fala á vinnumarkaði hins alþjóðlega fjármagns" með þeim afleiðingum, að þá lenti „íslenzkt verkafólk í klóm erlendra auð- hringa". Og Einar Olgeirsson gerði ráð fyrir því, að Vinnuveit- endasambandið ætti að vera ráðu- nautur álversins, — „ætli þeir ráðleggi þeim þá ekki að vera jafnharðvítugir og þeir harðvítug- ustu mundu vera í Vinnuveitenda- sambandinu við að ganga ekki að eðlilegum kröfum verkamanna?" sagði hann. „Það er til lítils að ætla að blöffa okkur með svona nokkru. Hins vegar væri annað, ef þeir vildu bæta hérna inn í 3. gr. í lögin, þar sem stæði, að þessum auðhring og hans dótturfélagi hér á íslandi, ISAL, væri gersamlega bannað að hafa nokkur afskipti af íslenzkum vinnudeilum öðruvísi en ganga að þeim samningum, sem gerðir væru í hvert skipti...“ Hver er nú dómur reynslunnar um þetta? Starfsmenn Álversins hafa notið betri kjara en tíðkast á hinum almenna vinnumarkaði. Og lítið ber á því, að Þjóðviljinn skrifi af þeim sökum um að íslenzkt verkafólk hafi lent í „klóm er- lendra auðhringa." Raunar er það svo, að kjarasamningar álversins hafa ýtt undir kröfugerð í öllum atvinnugreinum og hafa vinnu- veitendur haft af því nokkrar áhyggjur. „Þjóðlegir atvinnuvegir“ Framsóknarmenn voru andvígir byggingu álversins og töldu þar margt fram. Veigamest af þeirra mótbárum virðist þó hafa verið sú, að álverið reis ekki fyrir norðan og þá helzt við Eyjafjörð, enda hlyti staðsetning þess á Stór-Reykja- víkursvæðinu að draga til sín fólk utan af landsbyggðinni í enn ríkara mæli en ella. Þó kom þar fleira til eins og gerðardóms- ákvæðin, sem raunar hefur verið hljótt um, eftir að dómurinn féll í máli Hafnarfjarðarbæjar og ISALS. En mjög var þeirra mál- flutningur á reiki, eftir því hver talaði, nema hvað þeir gerðu allir sem einn lítið úr eflingu Atvinnu- jöfnunarsjóðs, sem fékk í tekjur verulegan hluta af framleiðslu- gjaldinu og olli þannig þáttaskil- um í byggðastefnunni hér á landi. Alþýðubandalagsmenn voru hins vegar hreinni í sinni afstöðu og gátu ekki hugsað sér, að nein þáttaskil yrðu í atvinnumálum Islendinga og svipaði að því leyti til þeirra 19. aldar manna, sem töldu glötunina vísa, ef myndun þéttbýlis yrði hér á landi, sem þá byggði á sjávarútvegi, verzlun og iðnaði. Viðhorf þeirra var bezt skilgreint í forystugrein Þjóðvilj- ans: „Ekki þarf að færa rök að því, að þjóðlegir atvinnuvegir eru und- irstaða hvers fullvalda ríkis, ef sú undirstaða brestur mun barátta á öðrum sviðum koma fyrir lítið". Nú sjá vitaskuld allir í gegnum það, að talið um „þjóðlega at- vinnuvegi" er ekki annað en meiningarlaust gaspur. Varla hef- ur vélbátaútgerð verið talin þjóð- leg á skútuöld. Það er ekkert „þjóðlegra" að veiða fisk og selja en virkja fallvötn og selja orku. í báðum tilfellum erum við að hag- nýta auðlindir okkar. En það, sem á bak við þetta lá, var það, að með öflugri landbúnaði og sjávarútvegi yrði okkur borgið um alla framtíð, — og einkanlega er það athyglis- vert, að Lúðvík Jósepsson gerði lítið úr „svartri skýrslu" fiski- fræðinga um þær mundir varð- andi þorskstofninn. Einnig virtist svo sem ýmsir teldu síldina ár- vissa, gnægtabrunn, sem ekki gæti gengið til þurrðar. Þannig talaði Ingvar Gíslason um, að t.d. væri síldarframleiðslan „enn á algjöru frumstigi að kalla“. Þegar á næsta ári varð verðfall á þessum afurð- um um 30% og ári síðar var svo komið, að útflutningstekjur okkar af því sem andstæðingar orku- freks iðnaðar kölluðu „þjóðlega atvinnuvegi" höfðu minnkað um helming og síldin hvarf með öllu. Þetta olli að sjálfsögðu miklum erfiðleikum og atvinnuleysi, svo að aldrei kom til þess „uppboðs á vinnuafli" vegna framkvæmdanna við Búrfell og í Straumi, sem svo mikið var talað um á vordögunum 1966. Hins vegar sannaðist fyrr og með örlagaríkari hætti en nokk- urn óraði fyrir, hvílík nauðsyn okkur var og er að skjóta fleiri stoðum undir okkar atvinnulíf. Að vísu hefur Ólafur Ragnar Grímsson haldið því fram, að áfallið, sem við urðum fyrir vegna þess að síldarstofnarnir gengu til þurrðar, hafi ekki haft nein telj- andi áhrif á þróun atvinnulífs á 7. áratugnum. Þannig er stundum talað á Alþingi og eykur ekki virðingu þeirrar stofnunar fremur en Háskólans, þar sem þessi mað- ur er æðsti prestur í þjóðfélags- fræðum. Rafmagnsverðið Þegar frá upphafi hafa and- stæðingar stóriðju þrástagast á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.