Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979
„Mest eru það einstaklingar,
sem kaupa myndsegulböndin, en
það er líka farið að aukast nokkuð
að stigauppgangar í fjölbýlis-
húsum slái saman og kaupi slík
taeki. Slíkt er mjög hentugt, því
eitt myndsegulbandstæki getur
þjónað mörgum sjónvarpstækjum,
en þá dreifist kostnaðurinn yfir á
marga aðila og verður því frekar
yfirstíganlegur en ella,“ sagði
Takefusa.
„Núna er það mest miðaldra
fólk, sem kaupir slík tæki, en ég á
von á því að innan tíðar verði
myndsegulbandstæki orðin jafnal-
geng á heimilum og sjónvörpin eru
nú,“ bætti Takefusa við.
Fisher—
Sjón-
varpsbúðin
Fisher myndsegulbandstækin
eru japönsk og starfa samkvæmt
Betamax kerfi. Þau kosta 830
þúsund og eru tiltölulega nýkomin
á markað hérlendis.
Þrenns konar spólur eru fáan-
legar í Fisher tækin, þ.e. 65
mínútna, 130 mínútna og 195
mínútna, en óáteknar kosta þær
Sony — Japis
Hægt er að fá tvenns konar
gerðir af Sony myndsegulbands-
tækjum að sögn Kenichi Takefusa
sölumanns hjá Japis. Annars
vegar eru tæki ætluð til notkunar
í stúdíóum en hins vegar tæki til
einstaklingsnotkunar.
Þau tæki, sem ætluð eru ein-
staklingum kosta 916 þúsund, en
það er sérstakt afmælisverð að
sögn Takefusa. „í ár eru liðin 20 ár
frá því að Sony fór fyrst að
framleiða myndsegulbönd og er
því veittur um 300 þúsund króna
afsláttur af tækjunum af því
tilefni."
„Sony tækin starfa samkvæmt
Betamax kerfi og hafa Sonyverk-
smiðjurnar einkaleyfi á því kerfi.
Helsti keppinautur Betamax
kerfisins er VHS kerfið og á ég
von á því að bæði þessi kerfi muni
halda velli í framtíðinni. Það eru
svo margir framleiðendur í
heiminum, sem framleiða hvort
kerfið um sig, að ég hef ekki trú á
því að annað falli fyrir hinu,“
sagði Takefusa.
Sagði Takefusa að hægt væri að
fá Sony tæki með minni í allt að |
sjö daga og að á næsta ári væru
væntanleg á markað myndsegul-
bandstæki frá Sony með allt ð sjö
hraðastillingum, sem auðveldaði
fólki mjög að finna þann stað á
spólunni, sem það vildi horfa á
hverju sinni.“
Hjá Sony er hægt að fá keyptar
Marteinn Stefánsson stílumaður
myndsegulbandstækið í gang.
óáteknar spólur og eru þær
lengstu rúmlega þriggja tíma
langar. Spólurnar kosta frá 17
þúsund upp í 27 þúsund krónur
eftir lengd. Einnig leigir Sony
viðskiptavinum sínum spólur með
áteknu efni, og er þá aðallega um
að ræða breska og bandaríska
skemmtiþætti ásamt fjölmörgum
bíómyndum. Þeir sem kaupa Sony
myndsegulband fá fyrstu spóluna
lánaða án endurgjalds, en síðan
borga þeir frá 800 krónum upp í
1300 krónur fyrir lánið á spólunni.
Að sögn Takefusa hefur sala
myndsegulbanda aukist nokkuð
frá því að sjónvarpið fór í sumar-
frí.
hjá Gunnari Ásgeirssyni setur
LjÓHm.: Kristján.
frá 15 þúsund upp í 25 þúsund
krónur.
Að sögn Vignis Jóns Jónassonar
sölumanns í Sjónvarpsbúðinni
fylgir ein 130 mínútna spóla með
myndsegulbandstækinu, þegar
það er keypt.
„í Fisher myndsegulbandinu er
klukka og minni, sem hægt er að
stilla þannig að ef fólk fer burt sér
tækið um að taka upp efni í
sjónvarpinu. Minnið er hægt að
stilla allt að sjö daga fram í
tímann og t.d. væri hægt að stilla
tækið þannig að það tæki upp
fréttirnar í heila viku á meðan
eigandinn væri í fríi,“ sagði
Vignir.
„Við höfum ekkert farið út í það
að vera með spólur með áteknu
efni til sölu, því slíkt er mjög dýrt.
Ég teldi upplagt fyrir bóksala að
fara að huga að slíku, þar sem þeir
flytja mikið inn af erlendum
bókum og eru í alls kyns sam-
böndum þar að lútandi, t.d. hvað
viðkemur höfundarétti og öðru
slíku.“
Vignir sagði að myndsegul-
bandstækin væru það ný á
markaðinum að nokkuð væri í það
að þau yrðu almenningseign.
„Salan eykst með fjölgun litsjón-
varpa í landinu," sagði Vignir.
„Það er þó töluvert vandamál að
ekki hefur verið hægt að samein-
ast um eitt kerfi, og í dag veit
enginn hvaða kerfi kemur til með
nautur Sony verksmiðjanna, Jap-
an Victor Corp. (JVC) samskonar
kerfi, en með aðeins stærri spólum
og sem spóluðu tvöfallt lengri
tíma. Það kerfi hlaut nafnið VHS
(Viedo Home System).
Sony svaraði þessum keppnaut
sínum með því að minnka snún-
ingshraða spólunnar um helming
og auka þannig endingatíma
hennar um helming, þannig að nú
dugði hún í tvær klukkustundir.
VHS svaraði í sömu mynt, þannig
að tveggja tíma spóla dugði nú í
fjóra tíma. Með því að þynna
spóluþráðinn og minnka hraðann
hefur Betamax og VHS kerfunum
nú tekist að lengja endingartíma
spólanna í allt að fimm til sex
klukkustundir.
Vignir Jón Jónasson í Sjónvarpsbúðinni.
að sigra. Við höfum trú á okkar
kerfi. Það kom seint inn á
markaðinn, en hefur unnið mikið
á. Það er því mjög erfitt að segja
til um það hvaða kerfi stendur
uppi sterkast í lokin," sagði Vignir
ennfremur.
Hvaða kerfi
sigrar?
Eins og fram hefur komið starfa
þau myndsegulbandstæki sem hér
fást ekki öll samkvæmt sama
kerfi, en um er að ræða þrenns
konar kerfi, Betamax, VHS og
Philips VCR. Philips VCR kerfið
er þó að fara út af markaðnum, en
í stað þess munu Philips-verk-
smiðjurnar kynna nýtt kerfi í
haust er kallast Video 2000, sem
sumir telja að verði algjör bylting
á þessu sviði.
Erfitt er að segja til um það
hvort eitthvert eitt kerfi komi til
með að fá heimsstaðal, og hvaða
kerfi það þá yrði. Mörg erlend
timarit hafa fjallað um þessi mál
og reynt að bera kerfin saman og í
nýlegri grein í Business Week eru
Betamax og VHS kerfin borin
saman. Þar segir að árið 1975 hafi
Sony kynnt Betamax kerfið og
hafi lengstu spólur þá verið
klukkutíma langar og á stærð við
litlar pappírskiljur. Tveimur árum
seinna kynnti japanskur keppi-
Að sögn Business Week eru
þessi tvö kerfi mjög svipuð í öllum
hagnýtum atriðum, öðrum en
þeim að endingartími spólanna er
ekki alveg sá sami og ekki er hægt
að spila Betamax spólu á VHS og
öfugt. Myndgæðin eru svipuð, og
spólurnar eru notaðar á svipaðan
hátt.
The Economist fjallar um hið
nýja Philips kerfi í grein er birtist
i júníhefti blaðsins. Þar segir að
takmörk séu fyrir því hvað hægt
sé að draga mikið úr snúnings-
hraða tækjanna því slíkt muni
koma niður á hljómgæðum spól-
anna. Philips hafi fundið aðra
lausn á þessu vandamáli og hafi
valið þá leið að láta spóluna
snúast á eðlilegum hraða, en þess í
stað reynt að þjappa upplýsingun-
um, sem á bandinu þurfa að vera,
meira og meira saman, þannig að
þær taki minna pláss og því sé
hægt að koma meiru á hverja
spólu. Til þess að þetta sé hægt
hefur þurft að þróa mjög flókinn
rafeindabúnað í Philipstækjunum,
þannig að þau koma til með að
verða aðeins dýrari en japönsku
tækin, en aftur á móti kemur
mikill sparnaður í rekstrarkostn-
aði, þar sem spólurnar duga leng-
ur og því þarf fólk ekki að eiga
eins margar spólur.
En eins og áður segir er erfitt að
spá fyrir um það hvaða kerfi
sigrar að lokum. Kannski eiga þau
öll eftir að detta upp fyrir og
eitthvert nýtt og enn betra kerfi
^ð koma í staðinn fyrir þau öll.
Þetta gerðist 22. júh'
1978 — Indira Gandhi fv. for-
sætisráðherra formlega ákærð á
Indlandi.
1974 — SÞ kunngera vopnahlé
milli Grikkja og innrásarliðs
Tyrkja á Kýpur.
1973 — Sex mánaða ferð sovésk
geimfars til Mars hefst.
1969 — Franco velur Juan
Carlos eftirmann sinn á Spáni
1968 — ísraelskri farþegaflug-
vél rænt og flogið til Alsír.
1967 — Um 100 fórust í jarð-
skjálfta í Litlu-Asíu.
1965 — Sir Alec Douglas-Home,
leiðtogi brezkra íhaldsmanna,
segir af sér.
1962 — Fyrsta bandaríska til-
raunin til að kanna Venus fer út
um þúfur.
1950 — Leopold III snýr aftur til
Belgíu eftir sex ára útlegð.
1944 — Bretton Woods ráðstefn-
unni lýkur.
1944 — Bandamenn taka Oal-
ermo, Sikiley.
1934 — Starfsmenn FBI í Chic-
ago skjóta glæpamanninn John
Dillinger til bana.
1933 — Bandariski flugmaður-
inn Wiley Post kemur úr fyrstu
flugferð eins manns umhverfis
jörðina.
1812 — Orrustan við Sala-
manca: Sigur Wellingtons á
Frökkum.
1691 — Herlið Breta og Hol-
lendinga sigrar Frakka við Agh-
rim á Indlandi.
1298 — Orrustan við Falkir
(Sigur Englendinga á Skotum).
Afmæli. — Michael Collins,
þjóðernisleiðtogi, 1922 — Mac-
kenzie King, stjórnmálaleiðtogi,
1950 — Carl Sandburg, skáld,
1967.
Innlent — Vígð Landakots-
kirkja 1929 — Kaupskipið „Kar-
en“ (Kapt. Toft) dregur íslenzka
fálkamerkið í fyrsta sinn á stöng
1880 — d. Kolbeinn ungi Arn-
órsson 1245 — síra Magnús
ólafsson í Laufási 1636 — Gísli
Þorláksson biskup 1684 — Vest-
urfarar af Norðurlandi koma til
Quebec 1876 — Hannes Hafstein
skipaður ráðherra 1912 —
Stærsta stálskipinu ' („Eld-
borgu“) hleypt af stokkunum
1967 — Tollasamningur við EBE
Þetta gerðist 23. j
1974 — Gríska herforingja-
stjórnin segir af sér; Karamanlis
kemur úr útlegð og verður for-
sætisráðherra.
1964 — Tillaga De Gaulles um
að stórveldin hætti afskiptum í
Indókína.
1962 — Fyrsta beina sjónvarps-
sendingin um Telstar frá Banda-
ríkjunum til Evrópu.
1952 — Neguib hershöfðingi
tekur völdin í Egyptalandi.
1945 — Pétain marskálkur
leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir
landráð.
1914 — Austurríkismenn setja
Serbum úrslitakosti eftir tilræði
við Franz Ferdinand erkiher-
toga.
1972 — Ólafur Jóhannesson
hafnar viðræðum við Geir Hall-
grímsson 1974 — f. Tryggvi
Ofeigsson 1896 — dr. Guðni
Jónsson 1901.
Orð dagsins — 111 nauðsyn er
aldrei nauðsynleg en alltaf ill —
Nafnlaus höfundur.
1867 — Rússneskur landstjóri
skipaður í Turkestan.
1828 — William Burt frá Mich-
igan fær einkaleyfi á fyrstu
ritvélinni.
1803 — Robert Enmet gerir
uppreisn á írlandi að áeggjan
Frakka.
1793 — Bretar taka Korsíku.
1785 — Friðrik mikli stofnar
þýzka Furstasambandið.
1759 — Rússneskur her Salti-
kovs sigrar Prússa.
1691 — Gústaf Adolf hrindir
árás keisarahersins við Werben.
1595 — Spánverjar ganga á land
í Cornwall, Englandi og brenna
Penzance.
Afmæli — Alanbrooke lávarður,
brezkur hermaður (1883—1963)
— Salvador de Madariaga,
spánskur rithöfundur (1886— )
Andlát — Ulysses S. Grant,
hermaður og stjórnmálaleiðtogi,
1885 — Philippe Pétain, hermað-
ur, 1951 - Cordell Hull,
stjórnmálaleiðtogi, 1955.
Innlent — Kötlugosi lýkur 1823
— d. Finnur Jónsson biskup 1789
— Hvamms-Sturla 1183 —
Sýslumaður Ranæinga fyrirfer
sér í gjá á Þingvöllum 1742 —
Konungsúrskurður um skipan
4ra manna nefndar til að stjórna
landinu 1809 — d. ísleifur Ein-
arsson 1836 — síra Páll Sig-
urðsson 1887 — Valtýr Guð-
mundsson 1928 — Snarpur
jarðskjálftakippur í Reykjavík
1929 — Stauning kemur í opin-
bera heimsókn 1939 — Borgar-
virki endurreist 1950 — fyrsti
djákni frá siðaskiptum vígður
1978.
Orð dagsins — Fréttirnar um
dauða minn eru stórlega ýktar
— Mark Twain, bandarískur
rithöfundur (1835—1910).