Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 34

Morgunblaðið - 22.07.1979, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ1979 Þegar minnst er á milljóna- mæringa koma flestum í hug olíukóngar og iðjuhöldar en popptónlistarmenn hafa ekki verið taldir í hópi þeirra allra ríkustu hingað til. Um Paul McCartney er þó sagt, að ef milljónirnar hans væru lagðar hlið við hlið næðu þær þrisvar sinnum kringum jörðina. í síðasta mánuði tók McCartney á leigu Lympne-kastalann, þaðan sem sér yfir strandlengjuna í Kent 4g Ermarsundið og nú fyrir nokkrum nóttum, í ylnum fri arinlogunum, lét hann móðan mása um líf sitt og starf, sem fært hefur honum meiri auðæfi en flestir láta sig dreyma um. Átti hann kannski ekki meiri peninga en hann og fjölskylda hans kæmust nokkru sinni yfir að sóa? „Miklu, miklu meiri," sagði hann. „Það er næstum þvi fárán- legt. Eins og að hafa gullnámu í garðinum. En ég gat ekki hætt að vinna — ef þú vilt þá kalla það því nafni. Fyrir mér var vinnan skemmtun. Ég hef lík- lega bara verið heppinn í lífinu". Sumum hefur fundist hann á stundum nokkuð hrokafullur. ' Það stafar af því, að öll sín fullorðinsár (hann varð 37 ára 18. júní sl.) hefur hann verið meðal þekktustu manna í heimi. Fyrir tíu árum höfðu Bítlarnir runnið sitt skeið. Það voru þó ekki endalokin fyrir McCartney heldur nýtt upphaf. Hann varð að spyrja sig þessarar spurning- ar: „Vil ég venda mínu kvæði í kross og gerast sendibílstjóri eða heilaskurðlæknir eða byrja í músikinni alveg að nýju?“ MacCartney kom á fót því, sem hann kallaði „skemmti-sveit", hljómsveitinni Wings, stofnaði Gullnáman Þegar Bítlarnir höfðu runnið sitt skeið, stóð McCartney (lengst til vinstri) á krossgöt- um; og stefnan sem hann tók var vissulega ekki út í bláinn! Einn söluhæsti lagasmiðurinn Náinn vinur McCartneys fullyrti við mig, að hann gæti lifað á einu prósenti af tekjum Pauis. Það hljómaði ekki ólík- lega þar til McCartney minnti mig á, að sá hins sama væri getið í Metabók Guinness sem eins söluhæsta lagasmiðs í heimi — 54 millj. eintök — „og sú tala hlýtur að vera allmiklu hærri nú,“ sagði hann. Þegar hér var komið sögu vorum við ekki að tala um neina smápeninga en þó var mikið ótalið enn. Tengdafaðir hans, lögfræðingurinn John Eastman í New York, sem einkum hefur unnið í þágu skemmtana- iðnaðarins, vissi um hljómlistar- fyrirtæki í Bandaríkjunum, sem var til sölu, og ráðlagði McCartney að kaupa það. „Enginn hefur verið mér hollráðari," sagði hann. „Nú hef ég öll réttindin á Hello Dolly, Chorus Line, Annie og Grease. Stórkostlegt, finnst þér ekki?“ Svo það er ekki nóg með að hann hafi gull í garðinum heldur drýpur líka olía af upsunum. Það má kannski fyrirgefa honum dálitla óráðsíu öðru hverju. „Ég hef alla tíð reynt að haga mér ekki eins og fífl þegar peningar eru annars vegar. Ég á við, að ég vill það ekki, hef ekki áhuga á því. Að kaupa og selja, og allt það — það er eins og leika guð almáttugan, og það get ég ekki. Ég kæri mig ekki um að ráðskast með líf annarra manna, en ég hef gaman að fást við það hans McCartneys hana kringum sjálfan sig og konu sína, Lindu, sem var þó alveg reynslulaus á þessu sviði. Met í poppsögunni „Ég vildi byrja á byrjuninni og vera með lítinn hóp á ný,“ sagði Paul, og það er líklega óþarfi að rifja upp góðan árangur hljóm- sveitarinnar. Mull of Kintyre er sú smáskífa sem selst hefur best allra í enskri poppsögu, í meira en tveimur milljónum eintaka, en þó hefur ferill hljómsveitar- innar ekki verið einn óslitinn dans á rósum. I rúmt ár hafa þau, sem upphaflega stofnuðu hans, McCartney-hjónin og Denny Laine úr Moody Blue, verið að „temja" annað nýliða- parið í níu ára sögu hljómsveit- arinnar og laga það fullkomlega að henni. Að geta varið tímanum þannig er munaður sem fáir geta leyft sér og jafnvel enn færri leggja það á sig að leita fullkomnunar- innar jafn ákaft og Paul McCartney. Það var ekki fyrr en í mars sl. að á markaðinn kom smáskífan Goodnight Tonight. Hún komst á lsitann yfir tíu vinsælustu lögin í Bretlandi og Bandaríkjunum en þrátt fyrir það vildi McCartney ekki hafa lagið á fyrstu breiðskífunni sem hljómsveitin gaf út eftir endur- nýjunina. „Plötufyrirtækin vildu hafa það með, en minn þanka- gangur er annar. Ég sem lög og gef út plötur en ég rek ekki hljómplötuverslun." Albúmið Back to the Egg kom út í júní sl. Að baki því lá engin venjuleg hljóðritunarvinna held- ur margra mánaða starf á hin- um ólíklegustu stöðum — skoskum búgarði McCartneys, í kastalanum, í kjallara skrif- stofuhúss fyrirtækisins í London. Og hvað með það? Síðast þegar þeir gáfu út albúm, í apríl 1978, fór hljóðritunin fram um borð í skemmtisnekkju undan Jómfrúreyjum. „Dálítið glæfralegt, finnst þér ekki? Á þennan hátt er mér þó gjarnt að eyða peningum, en nú þegar tíminn í upptökusal kostar orðið 120 dollara er það ekki jafn mikið bruðl og ætla mætti.“ Það mátti líka sjá seðlana fljúga á dögunum þegar þeir félagarnir voru í fjóra daga í kastalanum við að taka upp auglýsingamynd fyrir albúmið. Áætlað var að myndin kostaði 200.000 dollara en þegar á þriðja degi var enginn í minnsta vafa um að sú tala væri fjarri lagi. Jafnvel raf- virkjarnir gerðu ráð fyrir að hafa hver um sig 1600—2000 dollara fyrir ómakið. Linda og Paul Þekkir ekki nótur Paul McCartney getur hvorki lesið né skrifað nótur — „en það kemur ekki að sök. Ef laglínan sem þú skrifar niður er ein- hversvirði, þá mannsku hana“ — en hann hefur óvenjulega hæfi- leika til að semja áhrifamikil hljóð og tæra tóna. Jafnvel þó að auglýsing albúmsins gengi ekki vel eru þeir í Wings ekki á neinu flæðiskeri staddir. í febrúar sl. gerði McCartney nýjan samning við CBS (fyrir N-Ámeríku) og EMI um greiðslur fyri næstu þrjú albúm. samningurinn hljóðaði upp á 20 millj. dala og að minnsta kosti hálfan annan dal fyrir hvert selt eintak. Tekjur McCartneys af Wings eru þó aðeins smáræði hjá öðru. Hann og John Lennon, sem sömdu flest lög og ljóð Bítlanna, gætu lifað í vellystingum praktuglega af afrakstrinum af þeim einum. Þeir sem kunnugastir eru telja að í þeirra hlut hafi komið um 40 millj. dala til þessa dags. Líklega gætu þeir báðir lifað góðu lífi bara á tekjunum af laginu Yesterday, einu albesta ljóði McCartneys. („Mér þykir næstum því jafn vænt um Here, There and Everywhere," segir hann, „en það vita víst fáir“). Eftir DavidHunn sem ég þekki, og það er músik. Og það gerir okkur leift að koma einhverju til leiðar, að gera hlutina á þann hátt sem við teljum rétt.“ McCartney er sagður mikill fjölskyldumaður og þegar á það er minnst ypptir hann öxlum. „Ég geri nú varla orð á því. Mér finnst það hljóma dálítið yfir- borðslega, eins og eitthvað kom- ið frá Andy Williams. En þó er það satt. Ég er ekki vanur því að sitja yfir drykkju með strákun- um vegna þess að mér líkar best að vera heima. Og hvers vegna ekki? Við erum ekkert frábrugð- in öðru fólki, vona ég. Ég var bara eins og hver annar strákl- ingur frá fremur bjargálna heimili í Liverpool, og ég geri ráð fyrir að ég verði aldrei annað. Rollsinn og gamli maðurinn Öll þessi yfirborðsmennska og öll þessi uppátæki, nú, fólk býst við þessu af okkur og við hljótum að verða við því að einhverju leyti, en ég vildi gjarnan geta sagt skilið við þetta allt saman einhvern daginn. Þegar við sett- um saman albúm vorum við vanir að nota aðeins það besta — 24 rása segulbönd og allt hvað heiti hefur. En ég er ekki viss um að það verið nokkuð betra þess vegna, nokkuð betra en það sem við gerðum áður þegar 4 rásir voru hámarkið. Það er auðvelt að missa sjónar á sjálf- um kjarnanum, og það vil ég ekki gera. Ég líð eftir vegunum í Rollsin- um mínum og ek stundum fram á gamlan mann, sem er að ganga úti með hundinn sinn, og ég velti því fyrir mér hvor okkar lifi betra lífi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.