Morgunblaðið - 22.07.1979, Síða 48

Morgunblaðið - 22.07.1979, Síða 48
EFÞAÐER FRÉTT NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINII \l n|N«. \ SlMINN I K: 22480 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \i i.nsi\<. \ S|\II\N KK: 22480 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 1979 Landhelgisgæzlan mótmælir banni við næturflugi N.ETURFLUG hefur verið hannað um Reykjavíkurflug- völl frá kl. 23.30 til klukkan 7 að morgni. Er flugvélum þá ekki leyft að hefja sig til flugs né lenda nema vélum er sinna sjúkraflugi eða neyðarþjónustu. „Þetta er mjög mikil skerðing á möguleikum okkar til landhelgisflugs og því höfum við borið fram mótmæli." sagði Bjarni Ilelgason skipherra hjá Landhelgisgæzlunni í gær. Sagði Bjarni að það væri auðvitað ófært ástand að bátarnir hefðu tryggingu fyrir því að þeir yrðu óhultir ef þeir brygðu sér inn fyrir landhelgislínuna að næturlagi. — Þetta er í grundvallaratrið- um lítii breyting, sagði Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri er Mbl. ræddi við hann. Reykjavíkur- flugvöllur var nr. 2 í röðinni næst á eftir Óslóarflugvelli að taka upp bann við flugumferö að næturlagi. Það er nú víða komið á og sérstak- lega hefur þeim stöðum fjölgað síðustu 2—3 árin, sem tekið hafa upp bann af þessu tagi. Við mun- um nú banna flugtak eftir kl. 23:30 og algjörlega frá miðnætti og er þetta gert til þess að meiri friður verði hér um nætur, en nokkuð hefur stundum verið um flugum- ferð um nætur. Við gerum okkur grein fyrir að þetta kann að koma illa niður á t.d. áætlunarflugi, sem kannski er ekki hægt að hefja fyrr en að kvöldi til vegna veðurs út um landið, en ég hygg þó að það verði ekki oft og eins verða að sjálfsögðu gerðar undantekningar fyrir sjúkraflug því allir Reykvík- ingar hljóta að taka með stillingu truflun þegar þeir vita að hún stafar af þess konar flugi, sagði Agnar að lokum. Gengisfellingm frá áramótum: 10,6% á dollar - 24,8% á pundi í FYRSTU gcngisskráningu á þessu ári, þann 3. jan. 8.1., var gcngi Bandaríkjadollars í sölu kr. 318.50. cn í vikunni var það kr. 352.30. llefur íslenzka krónan því fallið um 10.6% gagnvart doliar á árinu. Gengi sterlingspunds í árs- byrjun var 645.05 kr., en í vikunni var það 804.75 kr. og hefur þvf hækkað um 24,8% á árinu. Þá hefur ríkisstjórnin ákveðið aukið gengissig á næstunni og er talað um i% í sambandi við aðgetðir ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið innti Davíð Ólafsson Seðlabanka- stjóra eftir því í gær hvernig þessari gengisfellingu yrði hagað, hvort gengið yrði fellt á einu bretti eða látið síga á lengri tíma. Davið sagði að gert væri ráð fyrir því að þetta ákveðna gengisfall yrði látið koma til framkvæmda „á næstu vikum eða mánuðum". „Það fer eftir aðstæðum á gjaldeyrismörkuðum hér heima og erlendis eins og gengisskráning hef- ur verið að undanförnu," sagði Davíð, „en á meðan verðbólgan er nær 50%< þá er ekki við öðru að búast en gengið verði að láta undan." * Almarkaðurinn traustur og verð hækkandi: Unnið að stækkun kerskála tvö í Straumsvík. Skálinn verður fokheldur fyrir áramót og þar verða sett upp 40 ný ker. Framleiösla áls á að hefjast í nýja skálanum næsta vor. Ljósm. rax. Öll framleiðsla ísals á þessu ári er seld GÓÐUR markaður hefur verið fyrir ál á undanförnum mánuðum og verðið farið hækkandi, samkvæmt upplýs- ingum Ragnars Ifalldórssonar, forstjóra ÍSALs. Áætlað er að framleiðsla Álversins í Straumsvík verði 74 þúsund lestir á þessu ári og er þegar búið,að ráðstafa allri framleiðslu ársins til viðskiptamanna ÍSALs. Skráð verð á heimsmark- aðnum er nú 1400 dollarar hvert tonn af áli. Hefur verðið hækkað tvívegis á þessu ári, en það var 1235 dollarar í ársbyrjun. Er hækkunin 13%. Þess eru dæmi að undanförnu að ál hafi verið selt á hærra verði en skráðu markaðsverði og kvað Ragnar það benda til þess, að skráð verð ætti að öllu óbreyttu að hækka áður en langt um liði. Að sögn Ragn- ars eru menn bjartsýnir á að markaðurinn haldist góður a.m.k. út þetta ár en óneitan- lega eru ýmsar blikur á lofti vegna óvissunnar í orkumál- um heimsins. Unnið er af fullum krafti við stækkun kerskála tvö í Straumsvík, en þar verða sem kunnugt er 40 ný ker. Stefnt er að því að gera skálann fok- heldan fyrir áramót og eftir áramótin verður hafist handa við að koma kerjunum og öðrum útbúnaði fyrir. Er áformað að starfræksla nýju kerjanna hefjist í apríl eða maí á næsta ári, og verður þá álframleiðsla í 320 kerjum í Straumsvík. Orf eus og Evredís jólaópera Þjóðleik- hússins Norskri herflugvél bjarg- að upp af botni Þ jórsár Eina vélin sinnar tegundar sem vitað er um ÍSLENZKIR, norskir og bandarískir aðilar ætla í ágústbyrjun að bjarga upp af botni Þjórsár norskri herflugvél af Northropgerð, sem fórst þar í aprílmánuði 1943. Tveir menn voru í vélinni, sem var á leið frá Reyðarfirði tii Reykjavíkur. Báðir björguðust og er flugstjórinn fyrirliði norska hópsins, sem tekur þátt f björgun vélarinnar. Þetta er eina vélin heiminum. 24 flugvélar voru framleiddar af gerðinni Northrop N-3PB og afhentar norsku útlagastjórn- inni í London, sem sendi þær til íslands og var 21 vél staðsett hér á landi 1941—‘43. Vélar þessar gátu sér gott orð sem herflug- vélar og tóku meðal annars þátt í árásinni á Bismarck. Þann 21. apríl 1943 fór ein þessara véla í góðu veðri frá Reyðarfirði áleiðis til Reykjavík- ur, þar sem átti að rífa hana. þessarar tegundar, sem til er í Þegar kom fyrir norðan Vatna- jökul versnaði veðrið og fór svo að flugmaðurinn neyddist til að lenda á Þjórsá, skammt neðan við Búrfell. Ætlunin er að flytja vélina til Bandaríkjanna, þegar henni hefur verið náð upp úr Þjórsá. Þar verður hún gerð upp og höfð til sýnis og síðan flutt hingað til lands og sýnd og loks verður hún flutt til Noregs, þar sem hún verður sett á safn. Northrop N-3PB á reynsluflugi f Kalifornfu. Það eru íslenzka flugsögu- ríkjunum, sem að björgun vélar- félagið, norski herinn og norska innar vinna, alls 35 manns. sjóminjasafnið og Nort- hrop-verksmiðjurnar í Banda- Sjá bls. 16. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að sýna óperuna Orfeus og Evre- dís á komandi jólum og er undir- búningur þegar hafinn að sögn Sveins Einarssonar þjóðleikhús- stjóra. Orfeus og Evredís hefur ekki verið sýnd á sviði á íslandi fyrr, en í verkinu syngja þrír einsöngvarar, allt konur, ballett- flokkur og fjölmennur kór. Ákveðið er að 6 söngvarar skipt- ist á að syngja þessi þrjú hlut- verk og kvað Sveinn það gert með tilliti til þess hve margar góðar söngkonur væru til staðar. Ekki er enn fullskipað f hlutverk, en það verður skjótt. Óperan Orfeus og Evredís er eftir Gluck og er hún frá 18. öld. Flestar óperur sem hér hafa verið fluttar eru hins vegar frá 19. öld og Þrymskviða Jóns Ásgeirssonar frá 20. öld. Tónlistin úr óperunni er mjög kunn, t.d. aría Orfeusar og balletttónlistin. Hljómsveitarstjóri verður Ragnar Björnsson, leikstjóri Kenneth Tillson frá Bretlandi og hann stjórnar einnig ballettinum, en leikmynd mun Alister Powell gera, sá sem gerði leikmyndina í Imyndunarveikina. Þýðandi óper- unnar er Þorsteinn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.