Morgunblaðið - 25.08.1979, Síða 16

Morgunblaðið - 25.08.1979, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979 Kristján Siggeirsson h.f. 60 ára KRISTJÁN Siggeirsson hf., eitt elsta húsgagna- og verslunarfyrirtæki lands- ins er 60 ára um Þessar mundir. í tilefni þessa af- mælis hefur verið komið fyrir sýningu á gömlum húsgögnum í verslun fyrir- tækisins að Laugavegi 13. Versiunin hefur verið stækkuð, auk þess sem hún hefur verið endurskipulögð, svo og verksmiðjan að Lágmúla 7, en Þar starfa 30 manns að húsgagnaframleiöslu. Húsgagnaverslun Krist- jáns Siggeirssonar h.f. var stofnuð hinn 14. ágúst 1919. Stofnandinn var Kristján Siggeirsson, hús- gagnasmíöameistari og var verzlunin til húsa að Lauga- vegi 13, og þar er hún enn í dag. í upphafi hafði Kristján á boðstoíum innflutt hús- gögn, mestmegnis, en í tengslum við verslunina hafði hann lítiö samsetn- ingarverkstæði, en þar voru þau húsgögn sett saman sem hingað komu ósams- ett. Að nokkrum árum liön- um setti Kristján á stofn húsgagnasmíöaverkstæði, að baki verslunarinnar, og unnu þar 5—10 menn. A verkstæðinu voru smíðaðar ýmsar tegundir húsgagna og voru afköst mikil því verkstæðið var búið full- komnum vélum. Húsnæöi það sem versl- unin var upphaflega í leigði Kristján af föður sínum, Siggeiri Torfasyni, kaup- manni. Árið 1922 keypti hann húsið og reisti stein- hús austan við það árið 1928. Á neðstu hæð húss- ins var húsgagnaverslun. Meö þessari nýju byggingu jókst húsrýmið og viðskipt- in færðust í vöxt. Sem dæmi má nefna að á þess- um árum seldi verslunin um 3000 stóla á ári, sem var mikið á þeirra tíma mæli- kvarða. Níu árum seinna, áriö 1937, var síöan byggt hús að Smiðjustíg 6 fyrir framleiðsluna og aftur var byggt viö húsið árið 1942. Jafnframt þessum auknu umsvifum fjölgaði starfs- mönnum fyrirtækisins og það hafði meira umleikis en áöur. Árið 1953 var horn- húsið að Laugavegi 13 flutt og byggt þar verslunar- og skrifstofuhús. Verslunin var á horninu, en skrifstofur fyrirtækisins á hæöinni fyrir ofan. Framkvæmdir við nýtt verksmiðjuhúsnæði hófust árið 1963 og lauk byggingu verksmiðjuhússins að Lág- múla 7 árið 1964, en húsið er 2500 fermetrar að stærð. Jafnframt því sem verk- smiðjuhúsnæðið var reist leitaði fyrirtækið til sænsks hagræðingarfyrirtækis og var því falið aö endurskipu- leggja framleiðslufyrirkom- ulagið, í því skyni að fá fram aukin afköst. Tillögur þær sem Svíarnir gerðu voru síðan grundvöllur hinnar nýju verksmiðju. Nýjar vélar voru keyptar og stóðst verksmiðjan fyllilega sam- anburð við hliðstæðar verk- smiöjur á Norðurlöndum. Starfsmenn verksmiðjunnar eru nú um 30 talsins og vinna þeir eftir bónuskerfi. Árangur þessara breyt- inga var sá, að hver maður skilaði þriðjungi meiri af- köstum en áður var, og oft Hluti Þeirra gömlu húsgagna sem til sýnis eru í versluninni. Margvíslegar endurbætur í framleiðslu og sölu Ljósm. Mbl. Emilía.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.