Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 1

Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 1
40 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 203. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Flugvélasmiðurinn Peter Strelzek. Doris kona hans og synir þeirra Frank og Andreas hjá gashylkjum á litlum palli loftfars sem þau flúðu i frá Austur —býzkalandi til vestur—þýzka landamærabæjarsins Naila. Auk þeirra í loftfarinu voru önnur hjón og tvö börn þeirra. gj^ fr^tt ^ j,js 39 Gösta Bohman. leiðtogi Hægri flokksins, fagnar sigri flokks síns ásamt konu sinni i aðalstöðvum flokksins. Mikill hægri sigur í Noregi Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í tcær. H.EGRI MENN hafa stóraukið fylgi sitt og Verkamannaflokkurinn hefur tapað fylgi samkvæmt úrslitum úr 10 af 593 kjördæmum þar sem búið var að telja í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum í Noregi í kvöld. Miðflokkurinn og Kristilegi flokkurinn hafa einnig tapað fylgi miðað við síðustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningar sem fóru fram 1975. Að öðru leyti en því að Verka- mannaflokkurinn tapar virðast úr slitin endurspegla úrslit þingkosn- inganna í Svíþjóð þar sem hægri menn unnu einnig mikinn sigur. Samkvæmt þeim úrslitum sem liggja fyrir hafa hægri menn aukið fylgi sitt um 7.5% síðan í síðustu bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum. Verkamannaflokkurinn hefur tapað 0.57r og Kristilegi flokkur- inn 1.5% en Miðflokkurinn 5.4% . Þetta verða beztu kosningar hægri manna frá stríðslokum og Miðflokkurinn verður fyrir miklu áfalli. Fylgisaukning hægri manna gengur undir nafninu „hægri vindurinn" sem hefur færzt í aukana að undanförnu og flokkurinn fær nú um 30% at- kvæða miðað við 24.8% í þing- kosningunum 1977. Verkamannaflokkurinn fer ekki illa út úr kosningunum og honum hefur tekizt að snúa við þeirri þróun sem gerði vart við sig fyrir nokkrum mánuðum þegar fylgi flokksins minnkaði stöðugt sam- kvæmt skoðanakönnunum. Mesta ósigur í kosningunum bíður Mið- flokkurinn sem færi innan við 7%.. Vinstri flokkurinn stóð sig vel, bætir við sig um 1% og fær um 4%. Sósíalistíski vinstri flokkur- inn tapar fylgi til Verkamanna- flokksins og kommúnista. I Osló styrkja hægri menn stöðu sína. Formaður Glistrup-flokks- ins, Framfaraflokksins, Carl L. Hagen, stóð sig vel og kemst í borgarstjórn. — Lauré Miðflokkurinn tapaði mest í kosningunum og fylgi hans minnkaði um sex af hundraði síðan í síðustu kosningum. Nú verður flokkurinn að endurskipu- leggja lið sitt fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um notkun kjarnorku í Svíþjóð í framtíðinni. Thorbjörn Fálldin fyrrverandi forsætisráðherra, leiðtogi Mið- flokksins, var mjög vonsvikinn yfir úrslitunum og sagði: „Flokki okkar hefur ekki tekizt að koma stefnumálum sínum til skila til kjósenda." „Stjórnmálaástandið er orðið svo flókið að ég útiloka ekki möguleika á nýjum kosningum áður en hinu þriggja ára kjör- tímabili lýkur,“ sagði Fálldin. Gösta Bohman, leiðtogi Hægri flokksins, sagði um úrslitin að Palme hefði varað kjósendur í mörgum árásum á sig í kosninga- baráttunni við „hægri-draugum“. „Það virðast vera svo margir hægri draugar í landinu að þeir komast ekki einu sinni fyrir 1 helvíti," sagði Bohman. Hægri menn fengu tæplega 1.100.000 atkvæði. Sjá „Jafnaðarmenn juku fylgi. en Bohman sigurveg- ari kosninganna" bls. 15. Stokkhólmi, 17. september. AP. STJÓRNMÁLASÉRFRÆÐINGAR í Stokkhólmi segja að Svíar fái svo veika ríkisstjórn eftir þingkosningarnar hvort sem borgaraflokkarnir eða sósíalístísku flokkarnir mynda hana að svo geti farið að efnt verði til nýrra kosninga á næsta ári. Um 40.000 póstatkvæði, þar á meðal atkvæði margra Svía sem hafa flúið land vegna skatta, geta ráðið úrslitum kosninganna. Olof Palme, leiðtogi jafnaðar- manna, sagði í viðtali fyrir kosn- ingarnar að ef borgaraflokkarnir sigruðu með einu þingsæti yrðu þeir að leysa „efnahagskreppuna sem þeir hefðu valdið“, en þeim „mundi ekki takast það og þá er ég viss um að við verðum að efna til nýrra kosninga fyrir júní á næsta ári“. Fréttaskýrendur bæði borgara- flokkanna og kommúnista veitast harkalega í dag að litlum flokks- brotum og saka þau um að hafa fært mótaðilanum sigurinn. Frjálslynda kvöldblaðið Ex- grein fyrir að það er gagnslaust að kjósa KDS. Það er kominn tími til að Svensson geri það líka,“ segir Expressen. Kommúnistaflokkurinn er ekki fyllilega ánægður með úrslitin þótt hann hafi ekki staðið sig eins vel í 30 ár og fengið 20 þingsæti í stað 17 áður. Formaður flokksins, Lars Werner, sakaði APK, klofn- ingsflokk sem fylgir Rússum að málum, um að hjafa hjálpað borgaraflokkunum. Hann kvaðst vona að 11.000 kjósendur flokksins skildu þetta. Jafnaðarmönnum tókst að halda völdum sínum i Malmö en borgaraflokkarnir felldu jafnað- armenn í Gautaborg. Úrslit eru óviss í Stokkhólmi sem hefur verið undir stjórn borgaraflokkanna í þrjú ár. pressen ræðst á kristilega flokk- inn, KDS, undir forystu Alf Svenssons sem klauf sig úr Frjáls- lynda flokknum á sínum tíma og hlaut 1.4% atkvæða. Blaðið segir að flokkur Svenssons sé harðari í trúmálum en móðurflokkur hans, hafi stolið atkvæðum frá borgara- flokkunum og ennþá einu sinni staðið sig illa í kosningum, eins illa og í öll fyrri skipti síðan flokkurinn var stofnaður fyrir 15 árum. „Svensson ætti að hætta að skipta sér af stjórnmálum... 98% þjóðarinnar hafa þegar gert sér Gull á yfir 350 dollara London. 17. soptcmbcr Rcutcr. VERÐ á gulli fór yfir 350 dollara únsan í fyrsta skipti í dag. dollar lækkaði nokkuð i verði og pundið snarla'kkaði. Gull var skráð á 351.75 doll- ara únsan og hefur hækkað um sex dollara únsan síðan í lok síðustu viku. Skýringin á hækkun gullsins er talinn ugg- ur um ástand efnahagsmála heimsins — verðbólgu um all- an heim og tal um samdrátt í iðnríkjum. Fyrir aðeins einum mánuði seldist gullið á um 285 dollara únsan. Silfur hefur einnig hækkað í verði og seldist í dag á 13.40 dollara únsan í Evrópu. Það er 40 centa hækkun síðan í síðustu viku og met. Tvísýn úrslit í Svíþjóð —nýjum kosningum spáð Blóðug hreinsun í Kabul Islamahad. 17. scptember. Reuter. LÍFVÖRÐUR og náinn aðstoðar- maður Noor Mohammad Tarakis,- sem útvarpið í Kabul tilkynnti í gærkvöldi að hefði sagt aí sér sem forseti Afghanistans af heilsufars- ástæðum, biðu bana i skotbardaga í forsetahöllinni tveimur dögum áður en tilkynnt var að forsetinn hefði sagt af sér, að sögn dipló- mata i Kabul i dag. ókunnugt er um afdrif forsetans og tveggja ráðherra sem voru reknir, en þeir kunna að hafa fallið. Getum er að því leitt að forset- inn hafi orðið að víkja fyrir til- verknað forsætisráðherrans, harð- línumannsins Hafizulla Amin sem hefur tekið við stjórn Khalq-flokksins og stöðu forseta byltingarráðsins. Amin sagði í útvarpi í dag að byltingarráðið og alþýðulýðveldisflokkurinn mundu héðan í frá stjórna landinu og landinu yrði ekki lengur stjórnað af einum manni. Amin gaf til kynna að stjórn hans mundi viðhalda nánu sam- starfi við Sovétríkin en lýsti því yfir, að hann vildi einnig vinsamleg samskipti við nágrannalöndin Pakistan og íran. Bardagarnir í Kabul hófust á föstudag, skömmu eftir að Amin skýrði frá breytingum á stjórn sinni, þar á meðal brottvikningu innanríkisráðherrans, Mohammad Aslam Watanjar ofursta, og landa- mæraráðherrans, Sherjan Mazooryar majórs. Þeir voru síð- ustu fulltrúar leiðtoea herbylting- arinnar sem kom Rússahollri stjórn Tarakis forseta til valda í apríl í fyrra. Þriðji ráðherrann sem var rek- inn, Abdul Qudus Ghorbandi verzlunarráðherra, var sagður hafa flúið frá Kabul og gengið í lið með múhameðskum uppreisnarmönn- um sem berjast gegn stjórninni. Hreinsun Amins virðist staðfesta fréttir um klofning í stjórninni út af hinu árangurslausa stríði gegn uppreisnarmönnum. Úmrótið í Kabul á föstudaginn virðist hafa komið Rússum á óvart. Taraki forseti hafði komið frá Moskvu á þriðjudaag og fengið persónulega fullvissu frá Leonid Brezhnev forseta um aukinn stuðn- ing . Yfirmaður leynilögreglunnar var einnig settur af í hreinsuninni og hermenn og skriðdrekar eru á verði við stjórnarbyggingar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.