Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 40
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Stórtap hjá Forest
Man. Utd. á toppinn
Manchester Utd tók forystuna í
1. deild ensku deildarkeppninnar
með lítt sannfærandi sigri gegn
Derby á heimaveili sinum Old
Trafford. á sama tíma og Nott-
ingham Forest var tekið til bæna
gegn Norwich, tapaði 1—3 sínum
fyrsta leik á keppnistímabilinu.
Nú eru aðeins tvö lið eftir í
deildinni, sem ekki hafa tapað
leik, efsta liðið Manchester Utd
og nýliðarnir Crystal Palace.
Enn er allt of snemmt að spá
hver framvinda mála verður við
topp deildarinnar og vist er, að
mörg þeirra liða sem eru við
toppinn, eiga eftir að sigla upp í
fjöru og stranda áður en langt
um iiður. Englandstitillinn
vinnst aðeins með því að hala inn
stig reglulega yfir 42 umferðir,
það er ekki á færi allra liða.
Sama er að segja um baráttuna á
hotninum, allt á eftir að gerast.
Greinilegt er þó, að bæði
Manchester City og Tottenham
eiga eftir að berjast i bökkum ef
að likum lætur. En lítum á leiki
helgarinnar.
United á toppinn
Manchester Utd hefur komið
sterkt út úr fyrstu umferðunum
og spurningin er aðeins sú, hvort
liðið sé nú orðið nógu sterkt til að
halda strikinu í allan vetur. Sigur-
inn gegn Derby var lítt sannfær-
andi. Að vísu sótti liðið án afláts,
en framlínan var ekki á skotskón-
um. Eina markið var auk þess
heppnismark. írinn ungi, Ashley
Grimes, tók þá aukaspyrnu af
löngu færi. Firnafast skot hans
breytti um stefnu af höfði Gordon
Hill og plataði þannig markvörð-
inn.
Forest í kennslustund
Það kom að því að eitthvert liðið
tæki sig til og sýndi Nottingham
Forest í tvo heimana. Lið Norwich
hefur komið verulega á óvart það
sem af er hausti fyrir góða leiþeim
1. DEILD
Manchester Udt 6 4 2 0 9 2 ; 10
Nott. Forest 6 4 1 1 12 5 9
Norwich City 6 4 0 2 13 7 8
Crystal Palace 6 2 4 0 8 2 8
Southampton 6 3 2 1 11 7 8
Middlesbr. 6 3 1 2 9 6 7
I Wolverhampton 5 3 1 1 8 5 7
Liverpool 5 2 2 1 10 5 6
Arsenal 6 2 2 2 9 6 6
Brintol C 6 2 2 2 7 6 6
Leeds Utd 6 1 4 1 7 6 6
Ipswich Town 6 3 0 3 6 7 6
Coventry C 6 3 0 3 11 13 6
Stoke City 6 2 1 3 9 10 5
Everton 6 2 1 3 9 12 5
Bolton 6 1 3 2 5 8 5
BrÍKhton 6 2 0 4 9 12 4
WBA 6' 1 2 3 6 10 4
Aston Villa 6 1 2 3 4 10 4
Tottenham 6 2 0 4 8 17 4
Derby County 6 1 1 4 3 9 3
Manchester C 6 1 1 4 4 12 3
2. DEILD
Newcastle 6 4 1 1 13 8 9
Luton Town 6 3 2 1 13 6 8
Notts County 6 3 2 1 7 3 8
Wrexham 6 4 0 2 9 8 8
Leicester 6 3 12 11 8 7
CambridKe 6 2 3 1 10 8 7
BirminKham 6 3 1 2 9 9 7
Fulham 6 3 1 2 9 9 7
Sunderland 6 3 1 2 6 6 7
Cardiff 6 3 1 2 6 7 7
Preston 6 2 2 2 8 6 6
QPR 6 3 0 3 8 7 6
Watford 6 1 4 1 6 6 6
Bristol R 6 2 2 2 8 11 6
Swansea City 6 2 2 2 6 9 6
Oldham 6 2 1 3 11 10 5
West Ham 6 2 1 3 4 5 5
Chelsea 6 2 1 3 6 8 5
Shrewsbury 6 1 1 4 6 8 3
Burnley 6 0 3 3 6 10 3
Orient 6 0 3 3 6 11 3
Charlton 6 0 3 3 4 9 3
Manchester Utd (dökkum búningum) er í efsta sætinu eins og er, en Arsenal er
skammt undan og bíður færis. Bæði liðin unnu góða sigra um helgina.
Csy . ■■ ^fl
fyrri, einstefna Norwich, og Keith
Robson skoraði fljótlega þriðja
markið, þriðji skallinn. Forest
sótti sig nokkuð undir lokin og
nokkrum mínútum fyrir leikslok
skoraði Tony Woodcock eina mark
Forest.
Leeds jafnaði
á elleftu stundu
Liverpool hefur farið heldur
rólega af stað að þessu sinni, en
verið að koma nokkuð til að
undanförnu. Liðið var frekar
óheppið að tapa stigi gegn Leeds
að þessu sinni. Leeds sótti og sótti,
en Liverpool lék rólega og yfir-
vegað og gaf engin færi á marki
sínu. Það var síðan 10 mínútum
fyrir leikslok, að ein af skyndi-
sóknum Liverpool bar árangur og
Terry McDermott skoraði. Leeds
tókst þó að jafna á síðustu mínút-
unum og var þar að verki velski
landsliðsmaðurinn Alan Curtis.
Palace og Southampton
koma á óvart
Geta ofangreindra liða hefur
komið verulega á óvart, einkum
geta Southampton, en margir
höfðu spáð Palace nokkrum
frama. Leikmenn Southampton
hentu gaman að lélegri vörn
Tottenham, komust þar í feitan
bita. Tottenham var að vísu
sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og
hafði eftir hann forystu með
marki Glenn Hoddle. Phil Boyer
jafnaði rétt eftir hlé og þó að
Chris Jones skoraði aftur fyrir
Tottenham og var það gegn gangi
leiksins og Nick Holmes var
fljótur að jafna metin. Holmes
skoraði síðan annað mark sitt,
Graham Baker og Mick Channon
bættu síðan mörkum við og sigur-
inn var síst of stór miðað við þann
urmul færa sem leikmenn Sout-
hampton sköpuðu sér.
Palace vann Aston Villa auð-
veldlega 2—0. Gerry Murphy
skoraði bæði mörk Palace, eitt í
hvorum hálfleik og var síðan
borinn af leikvelli illa slasaður á
fæti, eftirminnilegur laugardagur
það! Lið Villa var afspyrnuslakt
og átti varla markskot í leiknum.
Hughes þurfti
lögregluvernd!
Það kom heldur betur til
stympinga þegar Úlfarnir unnu
3— 2 sigur á Everton á Goodison
Park í Liverpool. Tveimur
mínútum fyrir leikslok rak Emlyn
Hughes tána fyrir Andy King og
felldi hann harkalega. Brást King
illa við og sló frá sér. Vísaði
dómarinn honum þá umsvifalaust
af leikvelli og það líkaði hvorki
Andy King né áhangendum
Everton, sem ætluðu sér að jafna
um Hughes gamla er hann yfirgaf
leikvanginn. Varð lögregluvörður
loks að slá hring um Hughes
meðan hann trítlaði upp í rútubíl
Úlfanna. Everton hafði forystu í
hálfleik, 1—0, Brian Kidd skoraði.
Andy Gray, nýi maðurinn frá
Aston Villa, skoraði fyrir Úlfana
og Peter Daniel kom liðinu yfir
með marki úr vítaspyrnu. Trevor
Ross jafnaði fyrir Everton með
annarri vítaspyrnu, en John
Richard átti síðasta orðið í þess-
um fjöruga leik, er hann skoraði
sigurmark Úlfanna skömmu fyrir
leikslok.
WBA á uppleið
WBA vann sinn fyrsta sigur á
haustinu er liðið fékk Manchester
City í heimsókn. Sigurinn var stór,
4— 0, þegar upp var staðið, en
sannast sagna hefði hann getað
orðið þrisvar sinnum stærri. Hið
unga lið MC var leikið sundur og
saman. Ally Brown skoraði strax á
13. mínútu og Garry Owen skoraði
annað markið, gegn sínu gamla
félagi, á 35. mínútu. Tvö mörk í
síðari hálfleik frá Brian Robson
ráku smiðshöggið á gott dagsverk
hjá WBA og leikmenn MC riðu
ekki feitum hesti af svæðinu.
Wallace ómissandi
Ian Wallace, skoski sóknarmað-
urinn hjá Coventry, lék sinn
fyrsta leik á keppnistímabilinu
fyrir lið sitt og skoraði tvívegis,
auk þess sem hann fiskaði víti, er
Coventry sökkti Bolton með
manni og mús. Barry Powell skor-
aði úr vítinu, en eina mark Bolton
skoraði gamla kempan Willy
Morgan á síðustu mínútum leiks-
ins.
Aðrir leikir
Arsenal átti í litlum erfiðleikum
með lið Middlesborough, sem virð-
ist eitthvað ætla að dala eftir
sterka byrjun. Leikmenn Arsenal
fóru illa með mörg ágæt tækifæri,
en skoruðu þó tvívegis og það
nægði. Alan Sunderland skoraði í
fyrri hálfleik og Frank Stapelton í
þeim síðari.
Brighton nældi sér í býsna
dýrmæt stig með frekar óvæntum
sigri á hinu hálfhollenska liði
Ipswich. Paul Clarke skoraði
snemma leiks fyrir Brighton, sem
lék sinn besta leik á haustinu.
Mark í síðari hálfleik frá Gerry
Ryan innsiglaði sigurinn.
Bristol City var heppið að tapa
ekki á heimavelli sínum gegn
Stoke, sem átti öll bestu og hættu-
legustu færi leiksins. John Shaw í
marki BC sá til þess að Garth
Crookes skoraði ekki úr einu
dauðafæri og Adrian nokkur
Heath í liði Stoke átti annað mjög
gott færi, en Shaw eyðilagði allt
fyrir honum með því að flækjast
fyrir.
2. deild:
Newcastle hefur sem stendur
forystuna í 2. deild, en ekki er gott
að segja hvort sú dýrð stendur
lengi, því að allt er í einum graut í
þeirri deild. Leikir deildarinnar
fóru þannig:
Birmingham 1 (Lynex) —
Charlton 0
Cambridge 4 (Street, Spriggs,
Smith, Biley) — Bristol R. 1
(Williams)
Fulham 3 (Davies 2, Lock) —
Burnley 1 (Noble)
Newcastle 3 (Shoulder 2, Cart-
wright) — Leicester 2 (Smith 2)
Notts County 0 — Luton 0
Oldham 3 (Heaton, Stainrod,
Steel) — Preston 2 (Thomson 2)
Shrewsbury 3 (Biggins, Mann,
Kaye) — Chelsea 0
Swansea 1 (Charles — QPR 2
(Burke, Stevenson sj.m.)
Watford 1 (Train) — Cardiff 1
(Stevens)
West Ham 2 (Cross, Pearson) —
Sunderland 0
Wrexham 2 (Hill, Vinter) — Ori-
ent 1 (Mayo)
Knatt-
spyrnu
urslit
ENGLAND, 1. DEILD:
Arsenal — Middlesbr. 2—0
Brighton — Ipswich 2—0
Bristol C — Stoke 0—0
Coventry — Bo’ton 3—1
Crystal P — Aston V. 2—0
Everton — Wolves 2—3
Leeds — Liverpool 1 — 1
Manch. Utd — Derby 1—0
Norw. — Nott. Forest 3—1
Southampton —
Tottenh. 5-2
WBA — Manch. City 4-0
ENGLAND, 2. DEILD:
Birmingham —
Charlton 1—0
Cambridge — Bristol R4 —1
Fulham — Burnley 3—1
Newcastle — Leicester 3—2
Notts County — Luton 0—0
Oldham — Preston 3—2
Shrewsbury — Chelsea 3—0
Swansea — QPR 1—2
Watford — Cardiff 1 — 1
West Ham — Sunderl. 2—0
Wrexham — Orient 2—1
ENGLAND, 3. DEILD:
Blackburn — Southend 1 — 1
Blackpool —
Rotherham 3—2
Brentford — Grimsby 1—0
Colchester — Sheff.
Wed. 0-0
Gillingham — Chester 2—2
Mansfield — Oxford 1—0
Millwall — Exeter 5—1
Plymouth —
Wimbledon 3—0
Reading — Carlisle 2—0
Sheff. Utd. — Barnsley 2—0
Swindon — Chesterf. 2—1
SKOTLAND,
ÚRVALSDEILD:
Aberdeen — Rangers 3—1
Dundee — Morton 4—3
Hibernian — Celtie 1—3
Partick — Kilmarnock 0—0
St.Mirren — Dundee
Utd 3-2
hað ttenKur upp og ofan hjá Tcitl
bórðarsyni og félöxum hans hjá
HU'nska mcistaraiiðinu öster frá
Vexjö. Um helgina varð liðið að láta
sér iynda jafntefli á heimavelli gegn
einu af efstu liðunum Eifsborg frá
Boras. 1—1. öster er nú i 7. sæti sem
fyrr. llrslit leikja i sænsku deiidar-
keppninni urðu sem hér segir.
Djurgarden — Halmstad 1—1
Halmia — Kalmar 2—2
Landskrona — Sundsvail 3—0
Atvfdaberg — Norrköping 1—0
öster — Elfsborg 1—1
AIK — liammarby 1—1
Gautaborg — Malmö 1—1
Halmstad hefur forystuna i deild-
inni, 28 stig eftir 21 umferð. Forystan
er naum, þvi’að Gautaborg. Elfsborg
og Malmö FF hafa öil hiotlð 27 stig og
Hammarby 26 stig.
Real Madrid. Real Soeiedad og
Sportlng Gijon sigruðu öll i lefkjum
sinum i annarri umferð spænsku
deildarkeppninnar og eru þvi efst með
fullt hús stlga eins og er. Úrslit á
Spáni á sunnudaginn urðu sem hér
segir.
Malaga — Espanol 1—2
Atletiro Madrid — Gijon 1—3
Las Palmas — Alicante 2—1
Biibao — Real Sociedad 0—1
Valencia — Salamanca 2—2
Rayo Vallecano — Real Madrid 1—2
Barceiona — BetÍB 5—0
Almeria — Zaragoza 1—0
Sevilla — Burgos 6—1
Norsku Vikingarnir undir stjórn
Tony Knapp náðu altur forystunni i
norsku deildarkeppninni. en liðið féll
niður i 2. sætið eftir siðustu umferð-
ina. Vikingur vann nú Start frá
Kristjanssandi 1—0 og nægði það til
að skjótast tveim stigum fram úr
næstu lióum, einmitt Start og Moss.
Það þurfti þó sjálfsmark Kay Ljosdal
til að tryggja Viking sigur. ÍJrslit
leikja i norsku deildarkeppninni urðu
sem hér seglr.
BodöGllnt - Skeid 0-0
Lilleström — Bryne 1—1
Moss — Rosenborg 1—1
Mjöndalen — Hamkam 3—1
Viking — Start 1—0
Vaalerengen — Brann 3—1