Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 11

Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 11 Bók um lífríki Mývatns og Laxár Rannsóknir Péturs M. Jónassonar og fleiri á svæðinu kringum Mývatn og Laxá undirstrika þá skoðun manna að þetta svæði sé mjög dýrmætt bæði hvað varðar liffræði og jarðfræði. iðnaðarráðherra, Hjörleifur Gutt- ormsson, ávarp þar sem hann þakkaði bókina fyrir hönd íslend- inga. Kvað hann ritun hennar þarft framtak sem vonandi væri upphaf að fleiru. Sagði ráðherr- ann íslendinga hingað til ekki hafa stuðlað sem skyldi að al- mennum grundvallarrannsóknum á sviði landnýtingar og landvernd- ar. Vigfús Jónsson frá Laxamýri flutti Pétri þakkir Þingeyinga og færði honum blóm, sprottin úr þingeyskri mold. Um leið og Mývatnsbókin kem- ur út hér á landi er hún birt í skandinavíska tímaritinu Oikos og fagnaði Pétur því mjög þar sem bókin mun þannig dreifast á um annað þúsund fræðistofnanir víðs vegar um heim. Sögufélagið hefur umboð fyrir bókina hérlendis. Samvinna vatnalíffræðideildar Hafnarháskóla og íslenskra aðila heldur áfram og hafa þeir unnið að rannsóknum á Þingvallavatni um 5 ára skeið. Eigum f yrirliggjandi á hagstæðu verði Hrærivélar Gufugleypa Kæliskápa Blendera Strauvélar Frystiskápa Kaffivélar Þurrkara Frystikistur HEKLA HF LAUGAVEG1170-172 -SlMAR 21240-11687 ÚT ER komin á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaup- mannahöfn bók um lífríki Mý- vatns og Laxár. Ritun bókarinn- ar, sem er á ensku og nefnist „Lake Mývatn“, stjórnaði dr. Pétur M. Jónasson forstöðu- maður Vatnalíffræðideildar Hafnarháskóla. Ails hafa 10 menn unnið að efni bókarinnar sem er um 300 blaðsiður og með 180 myndum. Efni Mývatnsbókarinnar eru niðurstöður rannsókna sem hófust á svæðinu kringum Laxá og Mý- vatn, að ánni og vatninu meðtöldu, árið 1970 og lauk árið 1974. Ránnsóknirnar voru gerðar að frumkvæði iðnaðarráðuneytisins að ósk Þingeyinga vegna deilna um áætlaðar virkjunarfram- kvæmdir á þessu svæði. Rann- sóknirnar beindust m.a. að veður- fari, jarðfræði og fugla- og fiska- lífi svæðisins. Þrír menn hófu þessar rannsóknir, þeir Pétur M. Jónasson, sem hafði umsjón með þeim, Jón Ólafsson og Hákon Aðalsteinsson. Síðar varð Kaup- mannahafnarháskóli við þeirri ósk Péturs um að láta í té þrjá ólaunaða sérfræðinga til aðstoðar rannsóknunum en þeir voru auk Péturs, Claus Lindegaars og Carsten Hunding. Iðnaðarráðu- neytið kostaði rannsóknirnar í 4 ár en ýmsir aðrir hafa stutt bæði rannsóknirnar og útgáfu bókar- innar. Islenskir náttúruvísindamenn sem hafa unnið að rannsóknum á umræddu svæði komu einnig til hjálpar við útgáfu bókarinnar og rituðu hver um sitt svæði. Sigurð- ur Þórarinsson ritaði um jarð- fræði svæðisins, Markús Á. Ein- arsson um veðurfar og sólmæl- ingar, Sigurjón Rist um vatna- mælingar, sveiflur á vatnsborði, ísafar og Finnur Guðmundsson um stofnsveiflur á fuglum og fiski frá aldamótum fram til 1960 og dr. Arnþór Garðarsson prófessor, for- stöðumaður rannsóknarstöðvar við Mývatn, skrifaði um núverandi fjölda anda samanborið við fyrri rannsóknir. Pétur M. Jónasson kynnti Mý- vatnsbókina á fundi með náttúru- verndar- og náttúruvísinda- mönnum í Norræna húsinu þriðju- daginn 3. september s.l. Þar þakk- Dr. Pétur M. Jónasson sýnir fundargestum nokkrar skyggnur af myndum sem eru í Mývatnsbókinni. aði hann öllum samstarfsmönnum sínum fyrir gott samstarf við ritun bókarinnar og sagðist vonast til þess að þær rannsóknir sem gerðar hefðu verið yrðu upphafið að enn frekari rannsóknum á svæðinu. Svæðið kringum Mývatn var friðlýst árið 1974 en það er sem kunnugt er eitt af mikilvægari varplöndum í Evrópu. Þar verpa 15 tegundir anda. Rannsóknir hafa sýnt að í Mývatni er lífmagnið með því mesta sem gerist. Vatnið er á svæði þar sem sjaldan rignir og hitastig loftsins er mjög breyti- legt. Hitastig vatnsins er hins vegar stöðugt en það er ísilagt 190 daga á ári. Mývatn hefur algjöra sérstöðu hvað varðar orkuflæði, en það fer með botninum. Undirstaða þess eru lirfur mývargsins, kúlúskítur og er það uppspretta allrar fæðu í vatninu. Á kynningarfundinum flutti Stórkostleg fjolskylda KENWOOD heimilistæki bjóóa upp á ótrúlega fjölbreytni í framleióslu, sem öll hefur þaó sameiginlegt, aó þar fara saman fullkomin gæói, fallegt útlit og mjög hagkvæmt veró. TH0RN KENWOOD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.