Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
37
• Tíu þúsund kr.
fyrir langa
símasnúru
Kona nokkur kom að máli við
Velvakanda og sagði frá því að
fyrir nokkru hefði hún fengið
langa snúru á símann sinn. Um s.l.
mánaðamót kom svo reikningur-
inn sem hljóðaði upp á 10.500
krónur. Snúran sjálf var 8 metra
löng og kostaði 4.000 kr., vinnan
kostaði 1.700 og ferðakostnaður-
inn var 4.000 kr. Ofan á þetta kom
svo 800 króna söluskattur. Konan
kvað viðgerðarmanninn hafa verið
5 mínútur að því að setja nýju
snúruna á og þar að auki hefði
hann hringt tvö símtöl, án þess að
biðja um leyfi eða að þau kæmu
fram á reikningnum.
Ferðakostnaðurinn var sá
kostnaðarliður sem konunni
blöskraði mest þar sem þetta var
ekki eini staðurinn sem viðgerðar-
maðurinn kom við á leið sinni í
þessu hverfi.
PÓST- OG Sí MAMÁLASTC"r.'UNIN
Simstjorinn i V
FYLGISKJAL MEÐ REIKNINGI
79 ■
26/7
1 stk. snúra 8 netrar.
Ferðakostr.aður,
Söluskattur 20?o af kr, 000
-.CCO
* .700
.700
e:o
Reykjavík, .
1/9 19 79 I 10,300
Þessir hringdu . . .
• „Óánægðir
með opnum
Tónabæjar“
íbúi við Skaftahlíð hringdi til
Velvakanda:
„Mig langar til að bera fram
kvörtun fyrir hönd okkar íbúanna
við Skaftahlíð. Við erum mjög
óánægð yfir að Tónabær skuli
hafa verið opnaður að nýju. Ekki
nóg með allan þann hávaða sem af
honum stafar, heldur verður að
sópa götuna á morgnana eftir
dansleiki þar sem allt er þakið
glerbrotum. Bílar íbúanna verða
líka stundum fyrir barðinu á
unglingunum þegar þeir taka sig
til og láta fætur eða hnefa dynja á
þeim.“
Þá vildi „íbúi við Skaftahlíð"
þakka sjónvarpinu fyrir þáttinn
sem sýndur var á sunnudagskvöld-
ið „Diskó, diskó, diskó". Kvað
hann þetta hafa verið mjög góðan
þátt sem margir hefðu haft gaman
af. En að sama skapi var hann
mjög óánægður með norska fram-
haldsþáttinn sem sýndur er á
laugardagskvöldi í sjónvarpinu.
Sagði íbúinn þann þátt vera „ein-
tóma vitleysu".
• Óánægð með sögu
í „Morgunstund
barnanna“
Móðir hringdi til Velvakanda
og kvaðst vera mjög óánægð með
söguna „Flutningarnir" eftir Ingi-
björgu Jónsdóttur sem Gunnvör
Braga las í „Morgunstund barn-
anna" 8.1. tvær vikur.
„Atburðaráð sögunnar var allt-
of hæg til þess að börn hefðu
gaman af henni. Alla vega gáfust
mín börn upp við að hlusta á hana.
Sagan sem var þar á undan,
„Sumar á Heimsenda", var aftur á
móti mjög góð og lestur hennar
var frábær. Margrét Guðmunds-
dóttir ætti að lesa fleiri sögur í
útvarpið, hún er mun betur til
þess fallin en margir þeir sem af
og til hafa lesið í útvarpið í mörg
ár.“
Þá vildi „Móðir" koma því á
framfæri að sjónvarpið sýndi
fleiri þætti álíka og þýska
skemmtiþáttinn „Diskó, diskó,
diskó, sem var sýndur s.l. sunnu-
dag.
„Mín börn sem komin voru á
táningaaldur höfðu mjög gaman
af þessum þætti og ég sjálf reynd-
ar líka. Slíkir þættir halda fjöl-
skyldunni saman og unglingunum
inni. Sjónvarpið mætti því gjarn-
an sýna fleiri álíka þætti í stað
þeirra er bæði eru illa gerðir og
leiðinlegir en alltof oft eru á
skjánum."
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pótursson
Á alþjóðlega skákmótinu í Man-
chester í Englandi sem lauk fyrir
skömmu kom þessi staða upp í
skák Englendinganna Orr, sem
hafði hvítt og átti leik, og
Farrands.
21. Hxc6!! - dxc6, 22. Bxc6! -
Rxc6, 23. Dxd5+ - Kh8 (Nú
blasir hið sígilda kæfingarmát við,
en svartur var gjörsamlega varn-
arlaus eftir 21. Hxc6) 24. Rf7+ —
Kg8, 25. Rh6++ - Kh8, 26. Dg8+!
— IIxg8, 27. Rf7 mát.
HÖGNI HREKKVÍSI
DALE CARNEGIE
Kynningarfundur
veröur haldinn fimmtudagskvöld 20. sept. kl.
20.30, aö Síöumúla 35 uppi.
Námskeiöið mun hjálpa þér að:
Öölast HUGREKKI og meira SJÁLFS-
TRAUST.
Bæta MINNI þitt á nöfn, andlit og staöreyndir.
Láta í Ijósi SKOÐANIR þínar af meiri
sannfæringarkrafti í samræöum og á fundum.
Stækka VINAHÓP þinn, ávinna þér VIRÐ-
INGU og VIÐURKENNINGU.
Taliö er aö 85% af VELGENGNI þinni sé
komin undir því, hvernig þér tekst aö
umgangast aöra.
Starfa af meiri LÍFSKRAFTI — heima og á
vinnustaö.
Halda ÁHYGGJUM í skefjum og draga úr
kvíöa.
Veröa hæfari aö taka viö meiri ÁBYRGÐ án
óþarfa spennu og kvíða.
Okkar ráðlegging er því: Taktu þátt í Dale
Carnegie námskeiöinu. í dag er þitt tækifæri.
Hringiö eöa skrifiö eftir upplýsingum í sima.
82411
[tíg Einkaleyfi á íslandi
STJÓRNUNARSKÓLINN
DALE CARNEGIE nAmskeiðin Konráö Adolphsson.
§ ii MMMMMi ; * « mm*m,
i *
* k
fttttgniiÞlfifrifr
símanúmer
10100
AUGLYSIN
MUULToinuitn;
22480
t RCf DC .*• C*' II.
| ArunclUoLA:
83033