Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 34
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Dúndrandi stemmning í Eyjum þegar Islandsmeistararnir komu heim
í fyrsta skipti í sögu íslandsmótsins í knattspyrnu fer íslandsmeist-
arabikarinn út fyrir Faxaflóa oj? það var Vestmannaeyjaskipið
Herjólfur sem flutti gripinn út í Eyjar í fyrrakvöld ásamt liðsmönnum
scm höfðu sigrað „mest spennandi íslandsmót í knattspyrnu sem
haldið hefur vcrið“, svo að notuð séu orð Ellert B. Schram formanns
KSÍ við bikarafhendinguna s.l. sunnudag á Laugardalsvellinum.
Eyjamenn hafa um árabil verið i hópi toppliða íslenzkrar knatt-
spyrnu, en að sjálfsöKðu hafa skipzt á skin og skúrir eins og fylgir
knattspyrnunni.
Urslit íslandsmeistaramótsins
1979 lájju ekki fyrir fyrr en á síðustu
mínútum mótsins, en allar símalínur
milii lands og Eyja voru rauðfilóandi
á j)eim tíma og datt sambandið út á
stundum. Að lokinni bikarafhend-
injíu þar sem Eyjamönnum var
fat;nað innilef{a af áhorfendum leiks
IA og Þróttar þá héldu strákarnir til
Þorlákshafnar þar sem Herjólfur
beið eftir þeim. Það var mikill galsi í
strákunum á leiðinni til Þorláks-
hafnar, enda lanfjþráðu marki náð
með miklu erfiði. A leiðinni til Eyja
með skipinu kraektu sumir sér í kríu,
aðrir spiluðu á spil og svo var
spjaliað fram og aftur um mótið, en
þó 'fyrst og fremst árangurinn.
Klukkan var að nálgast ellefta tím-
ann þegar Herjólfur sigldi inn höfn-
ina í Eyjum og þá hófst gamanið
fyrir aivöru og ekkert gefið eftir í
móttökunum. Herjólfur sigldi inn
mannafélag og allt hefur þetta
hjálpast að til þess að styðja við
bakið á liðsmönnum ÍBV sem hafa
sýnt það og sannað í sumar að þeir
eru engin lömb að leika sér við.
Sumir fjölmiðlar hafa sýnt þeim
áhugaleysi og jafnvel skrifað um þá
níðskrif, bæði órökstudd og
heimskuleg. M.a. voru leikmenn
teknir fyrir án þess þó að hafa brotið
nokkuð af sér að mati löggiltra
dómara. Margir íþróttafréttaritarar
hafa þó ekki iátið tilfinningar rugla
sig í ríminu. Reykjavíkurvaldið i
knattspyrnunni er mikið, enda hefur
íslandsbikarinn ekki fyrr farið út
fyrir Faxaflóa og þetta hefur m.a.
komið fram í vali liðsmanna í
íslenzka landsliðið. IBV hefur ekki
verið neitt dekurbarn og liðsmenn
ÍBV hafa jafnvel verið lokkaðir frá
ÍBV tii liða í Reykjavík með loforð-
um um stöðu í landsliði íslands ef
Lið ÍBV, íslandsmeistararnir. ásamt eiginkonum og unnustum. Ljósmynd Mbl. á.j.
Eyjamenn sigruðu „mest
spennandi íslandsmótió“
höfnina fyrir fullum hljómpípum og
á Básarskeggsbryggju var bíll við bíl
og nokkur þúsund Eyjaskeggja til að
taka á móti strákunum með gripinn
góða. Fagnaði mannfjöldinn með
hrópum og skemmtilegheitum, en
um það leyti sem Herjólfur var að
leggjast að bryggju var skotið um
flugeldum og ljósabombum frá
Eyðinu svo að ævintýrabjarma sló á
bæinn og fjöllin allt um kring. Á
brvggjunni lék Lúðrasveit Vest-
mannaeyja og kirkjukórinn söng
Þjóðsöng Eyjamanna, Yndislega
Eyjan mín. Þá flutti Sveinn Tómas-
son forseti bæjarstjórnar ávarp og
bauð íslandsmeistarana velkomna
heim. Voru liðinu síðan færðir blóm-
vendir í bunkum, peningagjafir,
styttur og sitthvað fleira og hinar
ungu og glæsilegu eiginkonur og
unnustur liðsmanna mættu um borð
fagnandi. Að lokinni skemmtilegri
og hressandi athöfn á bryggjunni
þar sem fólk fagnaði innilega var
haldið í Gestgjafann þar sem liðinu
var boðið í mat hjá Pálma Lórenz,
einum af helztu höfuðpaurum stuðn-
ingsmannaliðs IBV.
Lið Vestmannaeyinga er baráttu-
og sóknarlið og það hefur löngum
laðað áhorfendur á leiki sína því það
er þekkt fyrir að taka áhættu til þess
að ná skemmtilegum leik. Það stóð
ekki björgulega fyrir liði IBV í vor
þegar mótið var að byrja, nokkrir í
hópi traustustu liðsmanna voru á
förum, enginn þjálfari og stefndi í
óefni. En þá tóku Eyjamenn málið
fyrir eins og þeim er lagið og hinn
gamalreyndi liðsmaður og þjálfari
IBV, Viktor Helgason, tók að sér að
þjálfa liðið ásamt Kjartani Mássyni.
Kanttspyrnuráðið var stokkað upp
og tekið var fast og ákveðið á
málunum og til þess að fylgja
málinu fram var stofnað stuðnings-
þeir færu í ákveðin lið. Landsliðs-
þjálfarinn og landsliðsnefndin hafa
á margan hátt gengið fram hjá
liðsmönnum IBV við að gefa þeim
tækifæri til þess styrkja landslið
Islands. Klíkuskapurinn á sér ekki
stóra landhelgi í þessum efnum. Það
vakti t.d. athygli að enginn frétta-
maður frá sjónvarpi var viðstaddur
bikarafhendinguna og birt var
gömul mynd af liði IBV þrátt fyrir
íslands-
meistara-
bikarinn
í fyrsta
skipti út
úr Faxaflóa
Viktor Ilelgason.
Lúðrasveitin var mætt á bryggjuna.
Sveinn Tómasson íorseti bæjarstjórnar flytur ávarp og Eyjamenn
hrópa húrra fyrir liði ÍBV. Að baki Sveins er Páll Zóphóníasson
bæjarstjóri.
Jónas Bergsteinsson og Omar Jóhannsson sælir á svipinn með
bikarinn um borð í Herjólfi.
„mest spennandi Islandsmót sög-
unnar“. Það virðist ekki sama hvert
liðið er til þess að allt sé eins og það
á að vera.
Allir liðsmenn ÍBV hafa lagt
mikið á sig til þess að ná þessum
árangri og liðið er nú talið það
jafnbezta á landinu. Það er engin
tilviljun að liðið hampar nú Islands-
bikarnum og má nefna að það
sigraði tvívegis sterkustu andstæð-
ingana ájíessu móti, Val og Akranes.
Þjálfari IBV, Viktor Helgason, hefur
náð stórglæsilegum árangri með lið
sitt og sannað að það er ekki allt
fengið með því að grípa til erlendra
þjálfara, þótt góðir kunni að vera.
Viktor Helgason er enginn æsinga-
maður, en hann er fastur fyrir og
veit hvað hann vill. Sterkasti kostur
hans sem þjálfara er þó að hann
getur náð því bezta út úr hverjum
leikmanni og hann getur talað leik-
menn til á fulla ferð áður en þeir
fara til leiks. Hann er ekki með neitt
orðagjálfur, en það lýsir honum vel
þegar blaðamaður Dagblaðsins
spurði hann eftir bikarafhendinguna
hvað hann vildi segja um málið: „Við
ykkur vil ég ekkert segja, þið hafið
ekki verið svo skemmtilegir við
okkur i sumar.“
Samstaða liðsmanna, þjálfara,
knattspyrnuráðs, stuðningsmanna-
félags og fjölmargra annarra aðila
og einstaklinga hefur lagst á eitt í
baráttu Eyjamanna fyrir því að
vinna íslandsbikarinn í knattspyrnu
og þeir hafa upp skorið árangur sem
erfiði. — á.j.
Þórður Hallgrímsson fyrirliði
ÍBV með gripinn góða og lunda-
pysju sem var í móttökunni á
bryggjunni í Eyjum, nýkomin úr
Heimakletti.