Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
5
Afmælisrit Olafs
Hanssonar komið út
í tilefni sjötugsafmælis Ólafs
Hanssonar prófessors hafa Sagn-
fræðistofnun Háskóla íslands,
Sagnfræðingafélagið og Sögu-
sjóður Menntaskólans í Reykja-
vík ákveðið að gefa út afmælisrit
til heiðurs ólafi og er bókin að
koma út hjá Sögufélaginu um
þessar mundir. Afmæli ólafs
Hanssonar er í dag og í afmælis-
ritinu er birt stutt æviágrip Ólafs
og skrá yfir ritverk hans. Aðal-
efni þess eru þó ritgerðir um hin
ýmsu áhugasvið ólafs
Hanssonar.
í ritið skrifa 25 fræðimenn.
Arnór Hannibalsson ritar um
þjóðerni, Baldur Ingólfsson um
þýzkukennslu í Reykjavíkurskóla,
Bergsteinn Jónsson skrifar ritgerð
er nefnist: Leiðir skiljast með
Gránufélagi og forystumönnum
Þingeyinga, Bessí Jóhannsdóttir
um sameiningu Evrópu — Efna-
hagsbandalag Evrópu, Björn
Teitsson um fátækramál á 18. öld,
Björn Þorsteinsson um hirðkvæði
íslenzkt frá 17. öld, Egill J. Sterdal
ritar ritgerð, er nefnist „Ein saga
er geymd“, Einar Laxness skrifar
um fjörbrot lýðræðis, Guðný
Jónasdóttir um skjaidamerki
íslands, Guðrún Ólafsdóttir um
sel og selstöður í Grindavíkur-
hreppi, Gunnar Karlsson um kröf-
una um hlutleysi í gagnfræði,
Gylfi Þ. Gíslason um John Stuart
Mill, Haraldur Jóhannsson um
íhuganir Forn-Grikkja um efna-
hagsmál, Heimir Þorleifsson um
skáldskap á skólahátíðum 19.
aldar, Helgi Þorláksson um stór-
bændur gegn goðum, Jón Guðna-
son um alþingiskosningar í ísa-
fjarðarsýslu 1900, Jón Þ. Þór
skrifar ritgerð, er hann nefnir:
„Hvað er samtímasaga?", Jónas
Gíslason skrifar um síra Jón
Einarsson prest í Odda, Lýður
Björnsson um dali í kistuhand-
raða, Ólafur R. Einarsson um
draumsýn Ólafs Friðrikssonar
árið 1914, Ólafur M. Ólafsson um
viðurlag við tilvísunarfornöfn í
íslenzku og þýzku, Sigurður
Ragnarsson skrifar um sagnfræð-
ina og kalda stríðið, Sveinn Skorri
Höskuldsson ritar grein er hann
nefnir „Sjálfsmorðið og strandið",
Vilmundur Gylfason um frelsis-
hugtakið í öndverðri sögu Banda-
ríkjanna og Þórhallur Vilmundar-
son um brunann mikla í Kaup-
mannahöfn 1728.
Minnisvarði um
Hermann Jónasson
Hólmavik 17. septcmber 1979.
í gær var afhjúpaður í Hólmavík
minnisvarði um Hermann Jón-
asson fyrrum ráðherra og alþing-
ismann. Minnisvarðinn stendur í
Skeljavikurtúni um það bil tvo
kilómetra frá Hólmavík. All-
margt manna var við athöfnina,
þrátt fyrir kalt veður og úrkomu.
Meðal viðstaddra voru börn
Hermanns heitins og fölskyldur
þeirra svo og Eysteinn Jónsson
fyrrum samstarfsmaður hans.
Sýslumaður Strandamanna, Rún-
ar Guðjónsson, ávarpaði viðstadda
og gerði grein fyrir aðdragandan-
Bókaverzlun
Þórarins
Stefánssonar á
Húsavík 70 ára
Húsavík 17. september 1979
EIN elzta bókaverzlun landsins,
bókaverzlun Þórarins Stefánsson-
ar á Húsavík, er 70 ára um þessar
mundir. Þórarinn hóf rekstur
verzlunarinnar í gamla Templara-
húsinu, nú Garðarsbraut 9, og
endurbætti þar aðstöðu sína eftir
því sem tíminn leið. Árið 1945 tók
Ingvar sonur Þórarins við
rekstrinum og byggði hann nýtt
verzlunarhús árið 1968 á lóð
gömlu verzlunarinnar og hefur
rekið fyrirtækið með mesta
myndarbrag.
- fréttaritari.
75ára
afniæli
75 ÁRA afmæli á í dag frú Ásta
Magnúsdóttir frá Mosfelli í Mos-
fellssveit, nú til heimilis að
Austurbrún 2 hér í bænum. Hún
er ekkja Tómasar Jóhannssonar
er var kennari við Hólaskóla. Ásta
dvelst utan bæjar í dag.
um að því að hann var reistur.
Það var á sýslufundi Stranda-
sýslu árið 1976 sem upp kom
hugmynd um að minnast Herm-
anns Jónassonar með einhverjum
hætti. Nefnd var kosin til þess að
kanna hvernig það mætti verða.
Niðurstaðan varð sú að ákveðið
var að reisa Hermanni minnis-
varða í sýslunni. Leitað var fjár-
stuðnings Strandamanna heima
og heiman svo og til félagasam-
taka.
Sigurjóni Ólafssyni mynd-
höggvara var falið að gera minnis-
varðann. Nokkrir staðir komu til
greina við staðsetningu hans, en
endanlega var ákveðið að reisa
hann í Skeljavík.
Minnisvarðinn er stöpull úr
slípuðum, grásteini með lágmynd
úr bronzi af Hermanni Jónassyni.
Áletrun er á steinunum þessi:
„Hermann Jónasson, fæddur 25.
12. 1896, dáinn 22. 1. 1976. Þing-
maður Strandamanna 1934—1959,
Vestfirðinga 1959—1967“.
Nokkru neðar á stöplinum
standa þessar ljóðlínur eftir
Stephan G. Stephansson: „Að
hugsa ekki í árum en öldum, að
alheimta ei daglaun að kvöldi, því
svo lengist mannsævin rnest". Á
annarri hlið stöpulsins stendur:
„Reist af Strandamönnum 1979
með virðingu og þökk“.
Steinsmiðja Sigurðar Helgason-
ar sá um steypuvinnu stöpulsins,
en Þorsteinn Jónsson húsasmiður
í Hólmavík gerði undirstöðu og sá
um uppsetningu.
Að loknu ávarpi sýslumanns
bauð hann frú Pálínu Hermanns-
dóttur að afhjúpa varðann. Því
næst var öllum boðið til kaffi-
drykkju í félagsheimilinu Sæ-
vangi. Þar flutti Guðmundur P.
Valgeirsson frá Bæ í Arnarhreppi
ræðu, Ingimundur Ingimundarson
á Svanshóli flutti frumort kvæði.
Þá talaði Eysteinn Jónsson og að
lokum þakkaði Steingrímur
Hermannsson ráðherra fyrir hönd
ættingja Hermanns Jónassonar.
— Andrés.
Utsölu-
markaður
okkar...
sem allir
tala um
í kjailara
lönaöarmannahússins
viö Hallveigarstíg
Stórkostlegt vöruúrval
HERRAFATNAÐUR — DÖMUFATNAÐUR — UNGLINGA-
FATNAÐUR — BARNAFATNAÐUR — HLJÓMPLÖTUR —
EFNI/EFNABÚTAR.
Nú gefum viö
10% aukaafslátt
af hinu lága útsöluveröi.
Því allt á aö seljast.
Herraskyrtur verö
1.500
Allar skyrtur verö
kr. 4.500
Blússur verö
kr. 2.000
Kápur og kjólar
Herraföt verö
kr. 19.900
kr.
10.000
KARNABÆR STEINAR H.F.
BJÖRN PÉTURSSON H.F. BELGJAGERÐIN