Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
MK>
MORöJKí-
Mtfinu
ÍT^
Já, hann biður um jakka. en
hvaða lit vill hann. frú?
Þessi stöðugi ótti við innbrots-
þjófa hlýtur einhvern tíma að
taka enda?
Fara þarf að
öllu með gát
Hinn glöggskyggni, stjórnmala-
maður Eyjólfur Konráð Jónsson
hefur gert að tillögu sinni að
íslendingar óski eftir viðræðum
við Færeyinga vegna auðæfa hafs
og hafsbotns á Atlantshafi með
tilliti til kröfu Breta um yfirráða-
rétt á Rockallsvæðinu.
Tillaga þessi hlýtur að fá góðar
undirtektir og kemur sér vel að
þeir réðu ferðinni í samningavið-
ræðunum við Færeyinga á s.l.
vetri sem vissu vel og vildu vel.
Vann íslenska samninganefndin,
undir forystu núverandi utan-
ríkisráðherra, mjög gott starf
enda er vitað að Benedikt Gröndal
er snjall og laginn samninga-
maður.
Nú liggur fyrir að semja við
Norðmenn um Ján Mayen málið.
Og þó að Norðmenn hafi alltaf
verið velviljaðir Islendingum, þá
verða þeir að sjálfsögðu að halda
fram sínum málstað. En einmitt
vegna þess að Islendingar hafa
alltaf notið frændsemi í Noregi
fremur en goldið, þarf nú allt aðra
„taktík" í samningum en þegar
verið var að kljást við Bretann
forðum. Það stríð vannst, raunar
var um stórsigur að ræða í 200
mílna deilunni, og hélt ríkisstjórn
Geirs Hallgrímssonar þar vel á
málum.
Vert er að vekja athygli á grein
í Vísi eftir íslenskan lækni er
dvalist hefur í Noregi. Þar segir
hann m.a. „Ég er nýkominn frá
Noregi og varð satt að segja
undrandi á því hve mikill skiln-
ingur manna þar er á málstað
okkar íslendinga varðandi loðnu-
veiðina við Jan Mayen. Norskur
almenningur gerir sér greinilega
alveg ljóst hve mikla þýðingu
fiskveiðarnar hafa fyrir okkur og
þar við bætist svo ajmennt mikill
velvilji í garð okkar íslendinga."
I þessum samningaviðræðum er
því ljóst að fara þarf að öllu með
gát og stillingu.
Áhugamaður um stjórnmál."
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í mótsblöðum Evrópumóta eru
oft birt gömul og góð spil frá fyrri
mótum og í dag lítum við á eitt
slíkt spil, sem kom fyrir á mótinu
árið 1955. Noregur gegn Þýska-
landi, austur gaf.
Norður
S. 5
H. 6
T. K10865
L. ÁKG1075
Vestur Austur
S. KD109732 S. G86
H. 7 H. 1098432
T. D43 T. -
L. 43 L. D962
Suður
S. Á4
H. ÁKDG5
T. ÁG972
L. 8
Þegar Norðmennirnir voru með
spil norðurs og suðurs varð suður
sagnhafi í fjórum hjörtum eftir
furðulegar sagnir. Austur opnaði
á einu laufi (!), suður doblaði og
vestur sagði einn spaða. Norður
stökk þá í þrjú lauf, austur pass og
sögnum lauk með fjórum hjörtum
suðurs.
Ut kom spaðakóngur og sagn-
hafi hrökk við þegar hann sá
blindan. Ömurlegur samningur
þegar alslemma í tígli og grandi
var næstum upplögð. En Norð-
maðurinn ákvað að gera sitt besta
þrátt fyrir það og bjarga því sem
bjargað varð. Og til að eiga
spaðaásinn til góða gaf hann
fyrsta slaginn. Vestur spilaði þá
trompi til að koma í veg fyrir
hugsanlega trompun.
Suður tók þá fjóra slagi á tromp
og var ánægður þegar hin slæma
tromplega kom í ljós. Síðan spilaði
hann tígulásnum en þá trompaði
austur og tók slag á tromp til að
ná síðasta trompi suðurs. Þá
spilaði hann spaða hæstánægður,
hélt makker sinn eiga ásinn. En
þegar suður tók slaginn og sagðist
eiga slagina, sem eftir voru með
einfaldri tígulsvíningu munaði
minnstu, að austur dytti af stóln-
Það heppnaðist skemmtilega vel
að geyma spaðaásinn og reyndar
nauðsynlegt gegn þessari ömur-
legu tromplegu. Slétt unnið en á
hinu borðinu tapaði Þjóðverjinn
sjö gröndum þegar hann nýtti
ekki kastþröngina í hjarta og laufi
gegn austri.
-T
Lausnargjald í Persíu^
Eftir Evelyn Anthony
Jóhanna Kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
64
ekkert rangt við það. Að
minnsta kosti meðan því er
ekkert mein gert.
— Og hefði henni verið gert
mein — ef hún hefði orðið veik
eða lent í siysi, hefðuð þér
einnig getað réttlætt það fyrir
sjalfum yður.
— Tilgangurinn helgar með-
alið, sagði Peters. — Einnig í
þvf tilviki.
— í>etta hefur verið notað
sem afsökun fyrir mörgum
glæpum gegnum tíðina, sagði
Eileen. — Segið mér, hvað
verður um mig ef eiginmaður
minn neitar að fallast á skii-
málana sem þér setjið honum.
Gerum ráð fyrir að hann vilji
ekki reiða fram féð — hvað
gerið þið þá við mig?
Peters reis á fætur.
— Ég skil þessar eftir hjá
yður. Hann lagði sfgarettu-
pakkann og eidspýtnabréfið á
rúmið.
— Ég hefði ekki átt að
spyrja svona, sagði Eiieen. —
Þér þurfið ekki að svara. Ég get
vel fmyndað mér það sjálf. En
getið þér ekki gert mér þann
greiða að laga giuggann svo að
ég fái frfskt loft inn.
Hann gekk að giugganum og
skoðaði umbúnaðinn. Hann
vissi að hver sá sem félli niður í
kiettana fyrir neðan slyppi ekki
iifandi. Það var ekkert sem
hægt var að fikra sig eftir niður
húsið.
— Allt í lagi, sagði hann —
ég skal láta taka rimlana á
morgun, svo að hægt sé að opna
gluggann.
— Þakka yður fyrir, sagði
Eileen. — Viljið þér segja mér
hvað þér heitið.
— Peters, sagði hann. — Er
eitthvað fleira sem yður vantar.
— Eitthvað að lesa? sagði
hún snyrjandi.
— Eg skal athuga það, sagði
hann.
Þegar hann var farinn gekk
hún að glugganum. Hún sá
hafið langt fyrir neðan og hún
vi8si fullkomlega að hún myndi
ekki reyna þá útgönguleið. En
það var alténd léttir ef hann
tæki rimlana frá svo að henni
fyndist hún ekki vera dýr í
búri, að ekki væri nú talað um
hversu mikil bót það yrði að fá
loft inn í herbergið.
Hún fann að henni hafði
orðið nokkuð um samtal þeirra.
Hann hafði verið hlutlaus og
látið hana fá ýmsa smáhluti,
sem hann vissi að hana vanhag-
aði um. Hann sýndi svo full-
komið hlutleysi og áhugaleysi á
henni að það var næstum því
óþægilegt. Henni hefði verið
það jafnvel léttbærara ef hann
hefði verið þjösnalegur svo að
hún hefði getað.barizt við hann.
Hann myndi ekki koma illa
fram við hana, svo lengi sem
hjá því yrði komist. En ef
skipunin væri gefin, myndi
hann lfka umsvifalaust og jafn
áhugalaus leiða hana út úr
herberginu og skjóta hana til
bana án þess að depla auga.
Hún vissi það upp á sfna tfu
fingur.
A uppvaxtarárum hennar á
írfandi höfðu kynni hennar af
karlmönnum verið heldur tak-
mörkuð, en f jarskaiega siðsöm.
Ýmsir höfðu orðið hrifnir af
henni og hún hafði látið við þá
dátt. Ef Logan Field hefði ekki
komið til írlands að skoða eign
sem nágranni þeirra átti, hefði
hún ugglaust gifzt einhverjum
af ungu kátu piltunum úr þorp-
inu hennar. Það var ekkert í lífi
hennar og reynslu, sem var
sambærilegt við það sem mann-
ræningi hennar hafði upplifað.
Hún hafði ferðast vftt og breitt
með Logan fyrst eftir að þau
giftu sig, mánuð höfðu þau
dvalið í Bandaríkjunum og þar
hafði hún kynnzt fólki af ýms-
um manngerðum. Þetta hafði
verið notalegt, gestrisið og
heldur yfirborðslegt fólk. Hún
gat jafnvel séð í Peters þessa
ákveðnu manngerð, hann virt-
ist af norrænum ættum, líkam-
lega vel á sig kominn og hafði
þetta létta yfirbragð sem var
svo dæmigert fyrir Bandaríkja-
menn.