Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 33

Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 17 • Norðurlandameistaramót i kraitlyftingum fór fram í Laugardalshöllinni um helgina. Landslið íslands sigraði í keppninni og hreppti Norðurlandameistaratitilinn. Á myndinni hér að ofan sést Skúli óskarsson er varð Norðuflandameistari í 75 kg flokki með hverja taug og hvern vöðva spenntan til hins ýtrasta í réttsltöðulyftu. Skúli setti nýtt norðurlandamet í hnébeygjulyftu, 300 kg. Sjábls. 19. Ljósm. Mbl. Kristján. r • Þórður Hallgrímsson fyrirliði ÍBV og Victor Helgason þjálfari virða fyrir sér hin eftirsóttu sigurlaun íslandsbikarinn. Mikið var um dýrðir í Vestmannaeyjum, er liðið kom heimv Sjá allt um knattspyrnu, og heimkomu ÍBV á bls. 18, 20—21, og 22. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I ÍBV meistarar ÓVENJU spennandi íslandsmóti í knattspyrnu er nú lokið. Iþróttabandalag Vestmannaeyja sigraði í mótinu, hlaut 24 stig. ÍBV hefur tekið þátt í Islandsmótinu svo til óslitið frá árinu 1912, en ekki tekist að sigra fyrr en nú. Lið þeirra er vel að Islandsmeistaratitlinum komið, og óskar íþróttasíða Morgunblaðsins Eyjamönnum til hamingjuv Lið Vals átti möguleika á aukaleik við ÍBV hefði þeim tekist að leggja KA að velli fyrir norðan í leik liðanna á sunnudag. Það tókst ekki og Valsmenn sitja eftir með sárt ennið. Hér á eftir fer örstutt spjall við Þórð fyrirliða ÍBV og Inga Björn Albertsson Val, en hann skoraði mark á lokamínútunum á Akureyri sem dæmt var aL Rétt er að benda á að þetta er í fyrsta skipti sem íslandsbikarinn fer út fyrir Faxaflóa- svæðið. „Frekar óheppnir heldur en hitt“ — sagði Þórður Hallgrimsson — Við vorum irekar óheppn- ir heldur en hitt — sagði kampakátur Þórður Ilall- grimsson, íyrirliði íslands- meistara ÍBV, við blaðamenn eftir verðlaunaafhendinguna og gaf þar með i skyn að ÍBV hefði átt að vinna titilinn af enn meira öryggi. Aðspurður um hvað ylli því að ÍBV hefði krækt i titilinn sagði bórður að það væri fyrst og fremst að þakka góðri stjórn og samheldni innan hópsins. — Það var góður andi og liðið barðist jafnan sem ein heild. Þetta var hiklaust skemmti- legasta keppnistimabil sem ég hef leikið á ferli minum, sem orðinn er nokkuð langur. „Dómurinn í samræmi við dómgæsluna“ — sagði Ingi Björn — Þessi dómur var í sam- ræmi við dómgæsluna i heild, það var ekkert athugavert við þetta mark, — sagði Íngi Björn Albertsson i samtali við Mbl., er hann var spurður um „markið“ sem dæmt var af á síðstu stundu gegn KA. Það mark munaði þvi að Valur tapaði titlinum. en ef markið hefði verið dæmt gilt, hefði þurft aukaleik ÍBV og Vals. — Dómarinn ráðfærði sig við linuvörð sem sá ekkert athuga- vert, það hrinti enginn neinum, markið var löglegt, sagði Ingi Björn að lokum. STAÐAN Lokastaðan í 1. deild varð þessi: ÍBV 18 10 4 4 26-13 24 Valur 18 9 5 4 35-22 23 Akranes 18 10 3 5 27-17 23 Keflavík 18 8 6 4 26-18 22 KR 18 9 4 5 29-24 22 Fram 18 4 9 5 25-23 17 Víkingur 18 6 4 8 26-25 16 Þróttur 18 6 4 8 27-31 16 KA 18 3 6 9 21-36 12 Haukar 18 1 3 14 12-45 5 Valur og ÍA eiga eftir að gera út um hvort liðið hreppir 2. sætið. Markhæstu leikmenn eru: Sigurlás Þorleifsson Víkingi 10 Steinar Jóhannsson ÍBK 9 Ingi Björn Albertsson Val 8 Jón Oddsson KR 8 Atli Eðvaldsson Val 8

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.