Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
13
Segir svo
hugurað
þú verðir
karskur við
fleira en
beitningar,
r
Armann!
— Þótt ég skilji vel þau sjónar-
mið, sem að baki liggja, svarar
Armann, þá held ég að það sé
talsvert varhugavert að leysa upp
bekkjardeildir. Það er því verði
keypt að félagsleg tengsl í bekkj-
um raskast. Bekkjarsamfélag og
vináttutengslin, sem myndast í
bekk, eru stórkostlegt félagslegt
fyrirbrigði og kjölfesta í lífi
manns.
Hér skýtur Ármann því inn í að
stúdentsáranna í Reykjavík hafi
hann líka notið á marga grein á
árunum 1938—44. Sá kennari sem
hafði varanlegust áhrif á hann,
hafi verið dr. Ólafur Lárusson,
hinn virti og vitri prófessor, er
leysti af hendi merkilegt rann-
sóknarstarf í lögfræði og sagn-
fræði.
— Þú vannst mikið að málefn-
um stúdenta, bæði á námsárunum
hér og erlendis, og eftir að þú
varst orðinn prófessor og rektor
háskólans? Viltu segja mér eitt-
hvað um það?
— Já, ég hafði brennandi áhuga
á stúdentamálum og hafði fengið
reynslu, sem kom sér vel eftir að
ég tók að starfa við Háskóla
íslands. Það var til dæmis mjög
ánægjulegt að geta lagt á ráðin
um Félagsstofnun stúdenta. Ég
hafði kynnst slíku, þegar ég var
við framhaldsnám í Noregi, og
bauð sem rektor hingað tveimur
sérfræðingum frá Noregi, til að
leggja á ráðin með okkur. Það var
mjög gaman að leggja því máli lið
og mér þótti vænt um að vinna að
því. Seinna samdi ég svo frum-
varyið um Félagsstofnunina.
Ármann var rösklega fjögur ár
við framhaldsnám í lögfræði á
Norðurlöndum, og hefur síðan lagt
norrænu samstarfi gott lið.
— Það var merkileg reynsla, sem
ég hlaut á Norðurlöndum, segir
hann. Ég hefi alltaf talið Norræna
samvinnu mikils virði og unnið að
henni, og í störfum mínum hefi ég
ávallt hvatt stúdentana til að taka
þátt í því. Ég var lengi með
laganemum í því starfi og oft
fyrirlesari á norrænum mótum
þeirra. Raunar hvatti ég frá upp-
hafi til að taka upp stúdentasam-
skipti við Norðurlönd, Þýzkaland,
Skotland og Bandaríkin. Var
byrjað á stúdentaskiptum við
lagadeildina í Osló. Fyrsti norski
skiptistúdentinn var kona, sem
seinna varð dómsmálaráðherra og
hæstaréttadómari, Elísabet
Sr-Weieaard. Samskiptin við
^Northern háskóla í Banda-
ríkjunum hafa orðið varanleg,
staðið nær óslitin frá 1960. Ég hefi
alltaf verið þeirrar skoðunar að
mikilvægt væri fyrir okkar
menntalíf að forðast einangrun,
og m.a. lagt áherzlu á, að kandi-
datar héðan gætu fengið styrk til
framhaldsnáms erlendis. Mér var
þetta mjög hugleikið og fór að
skrifa um þetta strax 1952.
— Áður en við hverfum frá
norrænu samstarfi, þá varst þú
mikill hvatamaður að Norræna
húsinu í Reykjavík og fyrsti
stjórnarformaður hússins, ekki
rétt?
— Sem rektor Háskólans þótti
mér ákaflega gaman að því að
geta átt þátt í að Norræna húsið
var staðsett þarna sem það er. Ég
taldi mjög mikilvægt að það
tengdist að vissu marki háskólan-
um. Báðum yrði að því mikill
styrkur. Einnig að norrænu sendi-
kennararnir hefðu aðsetur í hús-
inu. Ég sat í stjórn hússins
1965—1970 og er mjög ánægður
yfir að starfið þar hefur tekist
framúrskarandi vel.
Rektor í
nær áratug
— Nú varst þú rektor H.í. í 9 ár
og enginn annar hefur gegnt því
starfi samfellt svo lengi? Hvernig
hugsarðu til þeirra ára?
— Mér fannst þetta tímabil
geysilega atburðaríkt og áhuga-
vert. Það gerðist mjög óvænt að ég
varð rektor 1960, 41 árs að aldri.
Fyrirrennari minn, dr. Þorkell
Jóhannesson, lést skyndilega. Ja
þessu tímabili er ákaflega margs
ánægjulegs að minnast. Þetta er
víðfeðmasta starf, sem ég hefi
gegnt. Kom ekki til greina annað
en að einbeita sér algerlega að því
verki og sleppa öllu öðru. T.d.
ógerningur að stunda nokkrar
rannsóknir. En ég kenndi alltaf
jafnframt rektorsstarfinu. Það
taldi ég grundvallaratriði. Annars
hefði sambandið við stúdentana
rofnað.
— Ég tók við í nóvember 1960.
Þá stóð fyrir dyrum fimmtíu ára
afmæli Háskólans 6.-7. október
1961. Og okkur tókst með harm-
kvælum að Ijúka byggingu
Háskólabíós 6. október og halda
háskólahátíðina í þessu glæsilega
samkomuhúsi. Gestir okkar komu
daginn áður og var sagt hvar
hátíðin yrði. Þeim brá í brún,
þegar þeir komu þangað um
morguninn og húsið var fullt af
iðnaðarmönnum, sem voru að
ganga frá húsinu utan húss og
innan. Þetta er táknrænt fyrir
okkur íslendinga. Allt á síðustu
stundu, en flotast þó. Ég tel, að
þessi háskólahátíð hafi skipt
miklu máli fyrir okkur. Hún vakti
athygli, við eignuðumst marga
vini í erlendum háskólum og
skilningur okkar á eigin högum
skerptist. I tilefni afmælisins gaf
Bandalag Háskólamanna út bók-
ina „Vísindin efla alla dáð“. Það
var mikið framtak og vakti feiki-
mikla athygli gestanna. Þeim
fannst þetta sýna einstök tengsl
akademisku stéttanna og ræktar-
semi þeirra við Háskólann.
— Ef ég veit rétt, þá varst þú
einmitt formaður Bandalagsins og
raunar upphafsmaður þess?
— Já, þetta var gömul hug-
mynd. Ég hafði áður talað um
hana, en ekki fengið hljómgrunn.
Eftir að lögfræðingafélagið var
stofnað vorið 1958 fékk hugmynd-
in svo góðar undirtektir í stjórn
þess, að við kvöddum til fundar 11
önnur félög, sem stofnuðu saman
Bandalagið haustið 1958.
— Við vorum að tala um
rektorsárin þín og störfin, sem þá
bar hæst.
— Verkefnin vantaði ekki. Ég
taldi nauðsynlegt að stofnað yrði
til skipulegs áætlunarbúskapar
um nýjar kennslugreinar og
rannsóknardeildir í Háskólanum
og beitti mér fyrir því. Mennta-
málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason,
hafði mikinn áhuga á því máli og
skipaði hann háskólanefndina
1966 í samráði við Háskólann. Sú
nefnd skilaði áliti 1969, er fól í sér
úttekt á málefnum Háskóla
Islands og tillögur um nýjar
greinar og tilhögun. Formaður
nefndarinnar varð Jónas Haralz.
Leysti þessi nefnd af hendi mikið
starf.
Ég held að sú nefnd hafi haft
veruleg áhrif að stefnumörkun í
Háskólanum.
— Svo var mér auðvitað mikil
ánægja í að byrjað var og sumpart
lokið þremur byggingum í minni
tíð, Raunvísindastofnun, Árna-
garði og Lögbergi. Á þeim árum
fengum við líka Loftskeytastöðina
gömlu á Melunum. En stórkostleg-
ust var lóðagjöf Reykjavíkurborg-
ar til Háskólans á 50 ára
afmælinu. Geir Hallgrímsson
borgarstjóri og borgarstjórn öll
sýndu þar mikinn og ómetanlegan
skilning á málefnum Háskólans.
— Engin stúdentauppreisn á
þínum rektorsárum?
— Nei, það var ákaflega rólegt.
Mér er einmitt hugsætt þetta
ákaflega góða samband, sem var
milli mín og kennaranna og
stúdentanna. Geri ég þar enga
undantekningu. Þá var byrjuð
þátttaka stúdenta í háskólaráði og
ég jók hana. Þeir máttu sitja
fundi, þegar fjallað væri um mál,
sem vörðuðu stúdenta, og ég túlk-
aði það svo að öll mál háskólans
vörðuðu stúdentana. Af þessu
hafði ég mjög góða reynslu. Full-
trúar stúdenta voru ábyrgir, lögðu
mikla vinnu í að kynna sér málin
og voru tillögugóðir. Um þátttöku
þeirra voru sett lög 1957, sem
hefur síðan verið færð út. Ég
reyndi eftir mætti að beita mér
fyrir því að rannsóknarstofnunum
yrði komið á fót. Tilkoma Hand-
ritastofnunar og Raunvísinda-
stofnunar glöddu mig mjög og
ágætt samstarf við forystumenn-
ina. Og þú tókst aftur til við
kennslu í lagadeildinni eftir að þú
hættir að vera rektor?
— Já, mér hefur alltaf þótt
mjög skemmtilegt að kenna.
Hlakkaði ávallt til kennslustunda
og þá mest, þegar mér fannst ég
verulega vel undirbúinn. Ég hefi
verið svo heppinn að eiga kost á að
kenna svolítið við Háskólann eftir
að ég varð hæstaréttardómari,
bæði í lagadeild og kirkjurétt í
guðfræðideild. Svo tengslin hafa
ekki rofnað.
— Af hverju breyttirðu þá um
og fórst í Hæstarétt?
— Ég gerði það vegna óbifandi
trúar minnar á, að maður eigi ekki
að sitja of lengi í sama starfi.
Ærin hætta er á að maður staðni í
starfi, og er mikil uppörvun að
takast á við nýtt starf. Ein mikil-
vægasta umbótin, sem við þurfum
að vinna að, er að skapa mönnum
tækifæri til að skipta um starf
með góðum og eðlilegum hætti. Til
dæmis gætu löglærðir menn þá
verið í ráðuneytinu um sinn, síðan
starfað hjá ríkissaksóknara eða
ríkislögreglu, gegnt dómarastarfi
o.s.frv. Merkilegt er að Bretar
skipa næstum alla dómara úr
röðum málflutningsmanna.
— Hefur þú kannski hug á að
skipta um aftur?
— Ég er ákaflega ánægður þar
sem ég er. En ég gæti vel hugsað
mér að koma aftur að Háskólan-
um. Ef ég væri fjáður maður
mundi ég hætta nú og snúa mér að
rannsóknum. Eftir fimm ár get ég
hætt í Hæstarétti, og hlakka til að
geta tekið til við eldri rannsóknir
og endurútgáfu á bókum mínum.
Við göngum inn í skrifstofuna
og tökum að líta á bækur, sem
Ármann hefur skrifað. Bunkinn
nær honum í mitt læri, þegar
honum er staflað á gólfið. Flestar
eru bækur um lögfræðileg efni og
sögu —, lagasöfn, dómasöfn,
kennslubækur á sviði sifjaréttar,
refsiréttar og almennrar lögfræði
og réttarsögu. Það er ekkert smá-
verkefni sem þarna blasir við.
fyrir utan heilmikið af tímarits-
greinum og greinar í erlendum
fagtímaritum. En ekki verður
farið lengra út í það hér.
Næmleiki á hið
bjarta og fagra
— Áðan talaðir þú, Ármann, um
lífsnautn af að vinna að því, sem
maður hefur ánægju af. Ekki er
það eina lífsnautnin í þínu lífi?
— Nei, það er mjög ofarlega í
minni vitund að vera næmur fyrir
því fagra í náttúrunni og í listum,
og ég hefi nautn af þessum næm-
leika á það sem er bjart og fagúrt í
veröldinni. Ég er óforbetranlegur
bjartsýnismaður og tel ómetan-
legt að geta ornað sér í huganum
við sólskinsblettina. í lífi okkar
Valborgar er útivist og náttúru-
skoðun stór þáttur. Ég hefi alltaf
haft nautn af því að ganga. Hvert?
Alveg sama hvert er. Við göngum
mikið á ströndum, fórum út á
Seltjarnarnes, Álftanes, Vatns-
leysuströnd eða Kjalarnes. Viljum
helst ekki aka langt. Og Heið-
mörkina höfum við tekið ástfóstri
við. Raunar keyptum við nýlega
sumarhús og höfum haft ánægju
af því. Birtubrigðin í náttúrunni
veita ein ómælda ánægju. Þetta er
veigamikill hluti af okkar lífi. Þú
manst kannski að ég var fyrsti
formaður Náttúruverndarnefndar
Reykjavíkur 1957 til 1962 og annar
höfundur fyrstu náttúruverndar-
laganna. Af því hafði ég mikla
ánægju.
— Hver hefur verið minnis-
stæðasta stundin í þínu lífi?
— Mesta stundin í mínu lífi var
þegar elsta stúlkan mín fæddist.
Ég sat þá við hliðina á Valborgu,
eins og oftar, þegar börnin fædd-
ust.
Því má skjóta hér inn í, að
dóttirin sú, Sigríður, er nú sendi-
ráðsritari í Moskvu. Hin börnin
eru Stefán, sem er við framhalds-
nám í heimspeki í Þýzkalandi,
Sigurður Ármann, sem lokið hefur
meistaraprófi í hagfræði i London,
Valborg við nám í Svíþjóð og Árni
í menntaskóla.
— Mér finnst ég vera lukkunn-
ar pamfill, sagði Ármann
Snævarr. Ég hefi fengið uppeldi,
menntun og viðfangsefni í lífinu,
sem mér finnast heillandi. Ég er
hamingjusamur í mínu einkalífi,
hefi eignast yndislega konu. Við
eigum mörg sameiginleg hugðar-
efni. Vorum bæði skólastjórar
samtímis í 9 ár, þótt hún ætli að
slá mig út þar sem hennar skóla-
stjóraferill er 30 ár. Og við eigum
ágæt börn, sem eru okkur til gleði.
- E.Pá.