Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 39

Morgunblaðið - 18.09.1979, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 23 ' Á MORGUN miðvikudag fer fram fyrri leikur Vals og Ham- burger SV í Evrópukeppni meist- araliða í knattspyrnu, leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 18.15. í ár tekur Valur þátt í Evrópu- keppni í níunda sinn, þ.e. árin 1966, 67, 68, 69, 74, 75, 77, 78, 79. Valur hefur oftast tekið þátt í Evrópukeppni íslenskra liða. Árið 1967 komst Valur fyrst íslenskra liða í aðra umferð. Valur hefur því leikið 18 leiki þar af 11 á útivelli. Af þessum 18 leikjum hefur Valur unnið einn leik, sex sinnum verið gerð jafn- tefli og tapað tíu sinnum. Marka- hlutfall 10-58 (18 1 - 6 - 11 10 - 58). Valur hefur leikið sjö sinnum í Reykjavík, unnið einn leik, gert fimm jafntefli og tapað einum leik. Markahlutfall 4 — 5 (7 1 — 5 - 14 - 5). Lið það sem Valur mætir í 1. umferð í Evrópumeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu, Ham- burger SV, er ekki með öllu óþekkt hér á landi, þar sem það mætti liði Keflavikur fyrir nokkrum árum i Evrópukeppni. Styrkleiki liðsins er þó allur annar þar sem nú er valinn maður í hverri stöðu. í hinu sterka liði H.S.V. eru nokkrir af kunnustu leikmönnum Evrópu. og hafa ellefu þeirra leikið lands- leiki. Eins og fram hefur komið er valinn maður í hverri stöðu í liði Hamburger. Þetta hófst allt árið 1974. Þá hóf félagið mikil kaup á leikmönnum með það fyrir augum að gera félagið að stórveldi. Willi Reimann var keyptur frá Hannov- er fyrir 225 þúsund pund. Tveimur árum síðar var Feliz Magath keyptur fyrir 125 þúsund pund, og ívan Buljan frá Júgóslavíu fyrir 150 þúsund pund. William Hartvig einn efnilegasti leikmaðurinn í Þýzkalandi var keyptur fyrir sama verð. Og rúsínan í pylsuenda voru svo kaupin á Kevin Keegan á 500 þúsund sterlingspund. Fyrir það tímabil sem nú er að hefjast var aðeins einn leikmaður keyptur. Varnarmaðurinn Diet- mar Jakobs 25 ára geysisterkur. Kaupverð hans var 250 þúsund pund. Hann mun eiga að leysa fyrirliða liðsins Peter Nogly af hólmi í framtíðinni. Það eru ekki mörg félög í Vestur-Þýzkalandi sem hafa jafn- góðar tekjur og Hamburg SV. Meðalaðsókn að leikum liðsins eru 45 þúsund manns. Þá hafa þeir svimandi tekjur af auglýsingum og fyrir keppnistímabilið sem nú er nýhafið gerðu þeir auglýsinga- samning við olíufélagið BP. Fyrir að leika með stafi félagsins á búningum fær félagið 750 þúsund pund á ári. (675 milljónir ísl. króna). Rudi Kargus — markvörður, 26 ára, 1.83 m — 76 kg. Hefur leikið 3 A-landsleiki, 10 B-landsleiki og 8 unglingalandsleiki. Manfred Kaltz — varnarmaður, 25 ára, 1.84 m — 77 kg; einn sterkasti leikmaður liðsins, og þykir mjög sókndjarfur. Hefur leikið 29 A-landsleiki, 3 B-lands- leiki og 10 unglingalandsleiki. Dietmar Jakobs — varnarmaður, 25 ára, 1.86 m — 79 kg. Hefur leikið 4 unglingalandsleiki. Peter Nogly — fyrirliði liðsins, 31 árs, 1.84 m — 84 kg. Ákaflega öruggur og traustur varnarleik- maður, með mikla yfirferð. Hefur leikið 4 A-landsleiki og 1 ungl- ingalandsleik. Feliz Magath — tengiliður, 25 ára, 1.72 m — 74 kg. Hefur leikið 2 A-landsleiki og 4 B-landsleiki. Horst Hrubesch — framherji, 28 ára, 1.93 m — 87 kg. mesti markaskorari liðsins; hefur skor- að 80 mörk síðustu þrjú keppnis- tímabil. Geysisterkur i skallaein- vígum. Leikmaður sem vert er að veita athygli. Hefur leikið 3 B-landsleiki. Gúnther Plucken — framherji, 23 ára, 1.71 m — 70 kg. Peter Hidien — varnarmaður, 25 ára, 1.78 m — 80 kg. Hefur leikið 2 unglingalandsleiki. Casper Memmering — varnar- maður, 25 ára, 1.78 m — 72 kg. Hefur leikið 2 A-landsleiki, 6 B-landsleiki og 4 unglingalands- leiki. Sókndjarfur og leikinn leik- maður. Ivan Buljan — tengiliður, 29 ára, 1.86 m — 86 kg. Júgóslavi. Hefur leikið 30 A-landsleiki fyrir Júgó- slavíu. Heimsklassa leikmaður sem leikur betur og betur. WiIIiam Hartwig — tengiliður, 22 ára, 1.87 m — 82 kg. Hefur leikið 2 A-landsleiki og 3 B-landsleiki. Ört vaxandi leikmaður, einn sá efni- legasti í V-Þýzkalandi. Horst Berti — tengiliður, 30 ára, 1.78 m — 73 kg. Hefur leikið 1 unglingalandsleik. Kevin Keegan — framherji, 28 ára, 1.70 m — 68 kg. Knattspyrnu- maður Evrópu 1978. Einn snjall- asti leikmaður í heiminum í dag, og stærsta stjarna H.S.V. Hefur leikið 44 A-landsleiki fyrir Eng- land og er fyrirliði enska lands- liðsins. Bernd Gorski — tengiliður, 20 ára, 1.83 m — 74 kg. Hefur leikið 16 unglingalandsleiki. Willi Reimann — framherji, 30 ára, 170 m — 68 kg. Hefur leikið 2 B-landsleiki og 7 unglingalands- leiki. Jurgen Stars — varamarkvörður, 31 árs, 1.82 m — 75 kg. Magath, Plucken, Gorski. Beginski, Keegan. Kaltz. Memmer- ing. Kargus, Jakobs. Ilartwig. Hamburger SV í heimsókn Síðastliðinn föstudag var formaður golfsambands íslands sæmdur silfurkrossi ÍSÍ, hér sést Gísli Halldórsson sæma Pál orðunni. Ljösmynd: Krístján. Eftirfarandi tafla cr yfirlit yfir þátttöku Vals í Evrópukcppnum: KEPPNI ÁR HEIMA ÚTI ANDSTÆÐINGUR VÖLLUR VÖLL Evrópuk. bikarm. 1966 Standard Liege — Belgiu 1-1 1 S Evrópuk. meistaral. 1967 Jeunesse d’Esch Luxemb. 1-1 3—„ Evrópuk. meistaral. 1967 Vasas — Ungverjal. 0-6 1-5 0-8 Evrópuk. meistaral. 1968 Benfica — Portugal 0-0 Evrópuk. félagsl. 1969 Anderlecht — Belgiu 0-6 0-2 1-2 Evrópuk. félagsl. 1974 Partadow — N-írl. 0-0 Evrópuk. bikarm. 1975 Celtic — Skotl. 0-2 0-7 Evrópuk. bikarm. 1977 Glentoran — N-írl. 1-0 0-2 Evrópuk. meistaral. 1978 Magdeburg — A-Þýzkal. 1-1 0-4 2 með 11 rétta í 2. leikviku Getrauna komu fram 5 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hverja kr. 155.000.- Með 10 rétta voru 91 röð og vinningur fyrir hverja kr. 3.600- í 3. leikviku komu fram 2 raðir með 11 réttum og vinningur fyrir hverja kr. 130.000.- og með 10 rétta voru 12 raðir og fyrir hverja röð koma kr. 8.700,- Annar seðillinn með 11 rétta var keríisseðill og koma því einnig 4 raðir með 10 réttum og vinningur þá alls um kr. 165.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.