Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 35
h MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 19 • Skúli fagnar Norðurlandameti sinu i réttstöðulyftu. ísland sigraði ÍSLENDINGAR sigruðu í Norð- urlandameistaramótinu i kraft- lyftingum sem fram fór í Laugar- dalshöllinni um helgina. fslend- ingar hlutu 89 stig, Svíar 87, Finnar 66 og Norðmenn ráku lestina, hlutu 57 stig. Norður- landamótið tókst i alla staði mjög vel og var Lyftingasambandi íslands til mikils sóma. Mikið metaregn var á mótinu. 13 ný íslandsmet voru sett, 12 Norður- iandamet og 3 Evrópumet. Þá var Svíinn Lars Hedlund kominn á fremsta hlunn með að setja nýtt heimsmet i bekkpressu, reyndi hann við 280,5 kg. Hann lyfti þyngdinni en dómarar voru ekki sammála um að iyftan hefði verið lögleg. Skúli Óskarsson og Gísli Valur Einarsson urðu Norðurlanda- meistarar í sínum flokki. Skúli setti nýtt Norðurlandamet í hné- beygjulyftu lyfti 300 kg. Skúli sagði eftir keppnina að hann væri ánægður yfir sigrinum, en hins vegar ætti hann að geta lyft meiri þyngd og vonandi kæmi það á heimsmeistaramótinu sem fram fer núna í haust í Bandaríkjunum. Gunnar Steingrímsson kom nokkuð á óvart í 90 kg flokknum með því að setja nýtt Norður- landamet í réttstöðulyftu 320 kg sem er mun betra en hann hefur áður lyft. Evrópumeistarinn Sví- inn Lars Backlund setti nýtt Evrópumet í bekkpressu í 75 kg flokki, lyfti hann 187,5 kg. - þr. Lyftlngar Úrslit í mótinu urðu þessi: 52 kg flokkur 1. Gísli Valur, ísl. 290 kg Hann setti Islandsmet í bekk- pressu 62.5 kg, réttstöðulyftu 132,5 kg og tvívegis samanlagt 282.5 og 290 kg. 56 kg flokkur 1. Yrjö Haatanen, Finnl. 527.5 2. Daníel Olsen, ísl. 352.5 60 kg flokkur 1. Anters Köjkka, Finnl. 602.5 2. Mats Johansson, Svíþj. 540.0 3. Kristján Kristjánss., Isl. 425.5 67.5 kg flokkur 1. Borge Eriksson, Svíþj. 602.5 2. Oddvar Wiken, Noregi 550.0 3. Hörður Markan, ísl. 525.0 75 kg flokkur 1. Skúli Óskarsson, ísl. 742.5 2. Lars Backlund, Svíþj. 725.0 3. Conni Uldin, Svíþj. 687.5 82.5 kg flokkur 1. Kenneth Mattsson, Svíþj. 777.5 2. Jari Tahtinen, Finnl. 742.5 3. Sverrir Hjaltason, ísl. 697.5 4. Atle Edwardsen, Noregi 697.5 90 kg flokkur 1. Per Simonsen, Noregi 822.5 2. Unto Honkonen, Finnl. 817.5 3. Conny Nilsson, Svíþj. 807.5 4. Gunnar Steingrímss., ísl. 775.5 100 kg flokkur 1. Reijo Kiviranta, Finnl. 842.5 2. Ray Yvander, Svíþj. 842.5 3. Hörður Magnússon, ísl. 667.5 110 kg flokkur 1. Hanne Saarelainen, Finnl. 910.0 2. Óskar Sigurpálss., Isl. 840.0 3. Roger Ekström, Svíþj. 800.0 Árangur Óskars samanlagt er nýtt Islandsmet. 110 kg og yfir. 1. Lars Hedlund, Svíþj. 950.0 2. Jón P. Sigmarss., Isl. 707.5 3. Kjell Wien, Noregi 707.5 „Ég varði vítið strákar — við erum í 2. deilcT VART er hægt að hugsa sér dapurlegra hlutskipti í knatt- spyrnunni, en þeir Reynismenn úr Sandgerði máttu sætta sig við í ár. Þeir náðu 15 stigum í 2. deildarkeppninni í ár. sem er tæplega 45% árangur. Austri frá Eskifirði fékk sama stigafjölda og þurftu iiðin að leika aukaleik um sætið i 2. deild þar sem 15 stig dugðu aðeins í 8.—9. sæti. Auka- leikurinn fór fram á Sauðárkróki á sunnudaginn og sigraði Austri 5:4 eftir vítaspyrnukeppni. Það var síðasta vítaspyrnan. sem brást hjá Reyni, en Austri hafði áður skorað úr öllum sínum. Austri er því áfram í 2. deild, en Reynismenn verða að stíga hin þungu skref niður i 3. deild. Það var ekki fyrr en langt uppi í áhorfendapöllum á Sauðárkróki, sem leikmenn Austra náðu í Benedikt markvörð sinn til að fagna honum. Hann hafði varið vítaspyrnu Péturs Sveinssonar og tók að þvi búnu á rás út af vellinum og upp í áhorfendasvæð- ið. Þar stóð hann og baðaði út öllum öngum þegar félagar hans náðu honum loksins, hvað eftir annað stundi hann upp: Ég varði vítið, við erum í 2. deild, ég varði vítið strákar." Síðan dönsuðu leik- menn Austra eftir áhorfenda- svæðinu, inn á völlinn og að búningsklefanum. Það var engu líkara en þeir hefðu orðið íslandsmeistarar, en ekki naum- lega sloppið við fall niður í 3. deild. Leikurinn á sunnudaginn fór fram við erfið skilyrði, mikið rok var eftir vellinum endilöngum og hitinn ekki langt frá frostmark- inu. Austri lék undan vindi í fyrri hálfleiknum og átti nokkur færi, en leikmenn Reynis náðu fallegum samleiksköflum gegn vindinum. í seinni hálfleiknum snerist dæmið við, nú spiluðu Austramenn oft dável, en Reynir hafði vindinn með sér og sótti því eðlilega miklu meira. Færin voru þó ekki mörg og ekkert mark var skorað á venju- legum leiktíma. Framlengingin var spegilmynd leiksins, en á síðustu mínútunni kom bezta færi leiksins er Steinar Tómasson átti þrumuskot utaii úr vítateignum, en Jón Örvar markvörður Sand- gerðinga varði vel með því að slá boltann í slá og síðan var bjargað í horn. Bæði lið höfðu undirritað skjal fyrir leikinn, þess efnis að ef úrslit fengjust ekki í venjulegum leik- tíma og framlengingu þá yrði háð vítaspyrnukeppni. Steinar Tóm- asson skoraði örugglega úr fyrstu spyrnu Austra og sömuleiðis Hjörtur Jóhannsson fyrir Reyni. Bjarni Kristjánsson og Jón B. G. Jónsson skoruðu báðir í 2. umferð, Magnús Guðnason og Júlíus Jónsson í þriðju tilraun og Gústaf Ómarsson og Óskar Magnússon í fjórðu umferðinni. Þá var komið að Þorgils Arasyni að skjóta fyrir Austra og hann skoraði öruggt mark. Pétur Sveinsson fékk það erfiða hlutskipti að spyrna síðast- ur og tókst ekki betur til en svo að skot hans fór í stöng og út. Austramenn byrjuðu að fagna, en sú sæla var skammvinn þar sem línuvörður dæmdi að Benedikt markvörður Austra hefði hreyft sig of fljótt. Pétur fékk annað tækifæri og nú gerði Benedikt sér lítið fyrir og varði skotið sem kom aðeins um metra frá honum. Leiknum var lokið og þar með keppninni í 2. deild, Austri hélt sæti sínu, Reynir féll með fleiri stig að baki sér en nokkurn tímann hefur áður gerzt í 1. eða 2. deild. Það væri hægt að skrifa langt mál um aðdraganda þessa leiks og það að Sauðárkrókur skyldi verða fyrir valinu gegn vilja beggja liða. Forystumenn Austra og Reynis komu sér ekki saman um leikstað og ákvað því mótanefnd að leikið skyldi á Króknum. Reynismenn komu þangað ekki fyrr en um miðja nóttina fyrir leikinn, en Austfirðingar höfðu verið forsjál- ir og komu í Skagafjörð á föstu- dagskvöld, en leikurinn átti að vera klukkan 16 á laugardag. Honum varð að fresta þá vegna veðurofsa sunnanlands og síðan nyrðra þannig að ekki var hægt að fljúga norður. Árið í ár var þriðja ár Reynis í 2. deild og liðið á nú fleiri góðum leikmönnum á að skipa en áður. Eigi að síður bíður liðsins nú erfið barátta í 3ju deildinni. Austfirð- ingar eiga hins vegar ekki alltof marga leikmenn, þó að þeir séu drjúgir, en með góðum undirbún- ingi fyrir næsta sumar á Austri ekki að þurfa að verða í sömu erfiðleikum og í ár. Dómari í leiknum á laugardag var Arnar Einarsson frá Ákureyri og dæmdi hann vel, þremur leikmönnum var sýnt gula spjaldið í þessum mik- ilvæga baráttuleik. Þess má að lokum geta að kostnaður við leikinn var gífur- legur eða um 600 þúsund krónur á hvort félag. Það er spurning hvort slíka aukaleiki á ekki að leika heima og heiman, þar sem mögu- legt er að fá tekjur til að borga kostnað og trúlegast gótt betur en M. - áij. Hamburger er á toppnum IIAMBURGER SV, mótherjar Vals í Evrópukeppni meistara- liða, koma hingað til lands sem efsta liðið í þýsku deildarkeppn- inni, en liðið vann sigur á Keiser- slautern um helgina. Hamburger hefur hlotið 9 stig í 6 leikjum, Dortmund og Stuttgart hafa hlot- ið sama stigaf jölda en hafa lakari markatölur. Þýsku meistararnir lentu í miklu basli með Kaiserslautern, en vítaspyrna Manny Kaltz tryggði liðinu bæði stigin. Borussia Mönchengladbach, liðið sem Pétur Ormslev heim- sækir á næstunni, skoraði sex mörk gegn MSV Duisburg. Har- ald Nickel, áður leikmaður með Standard, skoraði þrívegis, Niel- sen tvívegis og Kulik sjötta markið. áá „Aldrei jafn von- svikinn á ævinni Knattspyrna ] uðu Edström, Riedl og Vordekk- err. Lokaren, lið Arnórs Guðjohn- sens, vann FC Liege 4:1 og er í efsta sæti. Arnór var varamaður en kom inná í seinni hálfleik. Standard fylgir Lokaren fast eftir. „ÉG hef aldrei verið jafn vonsvik- inn á ævi minni,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson þegar Mbl. ræddi við hann eftir leik Standard Liege og Beveren um helgina en honum lauk með jafntefli 3:3. Leikurinn fór fram í Liege og að sögn Ásgeirs tóku leikmenn Standard Belgíumeistarana í kennslustund. „Við lékum okkar langbezta leik á tímabilinu og gátum skorað tíu mörk. Þegar 15 mínútur voru eftir var staðan 3:0 fyrir okkur en þá fékk Beveren vítaspyrnu og skoraði. Þegar fimm mínútur voru eftir skoraði Beveren aftur og 15 sekúndum fyrir leikslok tókst liðinu að jafna metin eftir herfileg mistök í vörn- inni. Maður trúði hreinlega ekki sínum eigin augum, sagði Ásgeir. „Mörk Standard í leiknum skor- Dortmund, liðið í öðru sæti, varð að sætta sig við jafntefli gegn Bochum, 2—2. Frank og Burgsmuller skoruðu fyrir Dort- mund, en Knuwe svaraði tvívegis fyrir Bochum. Stuttgart er með jafnmörg stig eins og áður sagði, en liðið vann góðan sigur á Bayern Uerdingen. Kelsch og Olicher skoruðu mörkin. Brunswick tapaði illa á her.' . velli fyrir Werder Bremen. Worm skoraði snemma leiks fyrir heima- liðið, en Bremen svaraði með mörkum Reinders og sjálfsmarki Bruns. Dusseldorf saltaði 1860 Munchen í tunnu, vann stórsigur, 4—0. Wenzel skoraði tvívegis og bræðurnir Klaus og Thomas Allofs sitt markið hvor. Klaus Fischer skoraði eina mark leiks Schalke og Frankfurt. Fischer skoraði í rétt net og vann því Schalke. Bayern Munchen, liðið sem margir ætluðu að myndi verða sterkt í vetur, missti af dýrmætu stigi, þegar slakt lið Herthu stal einu stigi. Dieter Höness skoraði fyrir Bayern, en Gersdorf jafnaði Úrslit í belgísku deildarkeppn- inni um helgina urðu sem hér segir: þegar tvaynnínútur vor-i til leiks- loka. Úrsli' ' : Hamburger P. — Molenbeek—FC Brugge 0-0 Kaise.-slautc: i 1-0 Standard—Beveren 3-3 Bayer . verkusen — Köln 1-1 Winterslag—Beringen 2-1 Stuttgart — Bayer Uerdingen2—0 Berschot—Antwerpen 1-1 Dusseldorf — 1860 Mi:n,’hen 4-0 Berchem—Anderlecht 2-3 Dortmund — Bochum 2-2 Cercle—FC Liege Lierse—Waregem 4-1 6-1 Bayern — Hertha Mönchengladbí — 1-1 Hasselt—Charleroi 3-0 Duisburg 6-0 SS Schalke 04 — Frankfurt 1-0 sjsr&as

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.