Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 37

Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 37
MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 21 á sunnudag þegar þeir höfðu tekið við íslandsmeistarabikarnum 1979. Þeir igruðu með einu marki gegn engu og þegar öllum leikjum mótsins var lokið á aínframt i fyrsta sinn sem íslandsmeistarabikarinn fer út fyrir Faxaflóa. Á t. ólafsson, Viktor Helgason þjálfari Eyjamanna, Ómar Jóhannsson, Gústaf [>. Sveinn Sveinsson, Kári Þorleifsson, Snorri Rútsson, Kjartan Másson “ðri röð frá vinstri: Tómas Pálsson, Guðmundur Erlingsson, Viðar Eliasson, Arsæll Sveinsson markvörður og Örn óskarsson. Á myndina vantar I.jósmynd Mbl.: Kristján. rarnir íking ný. Nú björguðu Eyjamenn á línunni. Viðar Elíasson skaut góðu skoti á markið sem Diðrik varði vel og skömmu síðar skaut Kári Þorleifsson í stöngina. Sigurlás átti gott skot á markið en Ársæll varði meistaralega. Á 17. mínútu seinni hálfleiks kom sigurmarkið. Ómar sendi boltann út á Svein Sveinsson sem sendi hann með föstu skoti inn í vítateig Víkings. Gústaf tók þar við boltanum, sneri laglega á einn varnarmanna Víkings og skaut lausu en hnitmiðuðu skoti í hornið fjær án þess að Diðrik kæmi vörnum við. Hann var reyndar seinn til varnar í þetta skipti, enda greinilega slæmur af meiðsl- unum. Diðrik fór útaf skömmu síðar og í markið kom Óskar Tómasson, betur þekktur sem framlínumaður í Víkingsliðinu. óskar stóð sig mjög vel, varði t.d. með tilþrifum skot frá Erni og Kára. Undir lokin gerðu Víkingarnir harða hríð að marki Eyjamanna en Ársæll markvörður stóð sig afbragðsvel í markinu og varði öll skot sem á það komu. Eyjamenn fögnuðu mjög i leiks- lok og það var vel skiljanlegt. Þeir voru nú komnir með aðra höndina á bikarinn. Þeir léku þennan leik af öryggi og sigur þeirra var verðskuldaður. Vörnin var að vanda traust með Ársæl markvörð sem bezta mann. Örn og Valþór voru einnig mjög góðir en Valþór hefur nú skipað sér á bekk með okkar beztu miðvörðum. Óskar Valtýsson var í leikbanni en stöðu hans tók Jóhann Georgsson og skilaði hann hlutverki sínu með mestu prýði. Hjá Víkingi voru þeir beztir Diðrik, Magnús bakvörður og Helgi Helgason. Sigurlás barðist vel og það var ekki að merkja að hann ætti þarna í baráttu við sína fyrri félaga. Hefði hann haft heppnina með sér og lakari mark- vörð við að eiga en Ársæl hefði hann eflaust skorað 2—3 mörk í leiknum. Víkingsliðið hefur breytzt mjög til hins betra í sumar og átti skilið fleiri stig en þau 16 sem það fékk. í STUTTU MÁLI: Laugardalsvöllur 15. september, Islandsmótið 1. deild. Víkingur — ÍBV 0:1 (0:0). Mark ÍBV: Gústaf Baldvinsson á 62. mínútu. Áminningar: Sigurlás Þorleifsson og Guðmundur Erlingsson bókað- ir. Áhorfendur: 594. -SS. Þóröur fyrirliði hampar bikarnum og félagar hans fagna ákaft. Eins og sjá má á myndinni leynir gleðin sér ekki í andlitum leikmanna. Þetta er í fyrsta skipti sem IBV verður Islandsmeistari í knattspyrnu, og er liðið vel að sigrinum komið. Sem dæmi má nefna að liðið lagði bæði Val o og markatalan var sjö mörk gegn engu fi ÍÁ að velli í báðum leikjum sínum við liðin BV í hag. Geri aðrir betur. Ljósm. Kristján. Þjálfan IBV Viktor Helgason, leiðir lið sitt til verðlaunaafhendingarinnar á sunnudag í Laugardalnum. Lið ÍA og Þróttar mynduðu heiðursgöng og klöppuðu leikmönnum IBV lof í lófa. Ljósm. Kristján. Formaður KSI, Ellert B. Schram, afhendir Þórði Hallgrímssyni íslandsbikarinn. ÍBV Islandsmeistarar árið 1979. Ljósm. Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.