Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.09.1979, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979 3 Staðarsveit á Snæfellsnesi: Geysivíðtæk leit að gæsaskyttu Lík mannsins fannst í gærmorgun GEYSIVÍÐTÆK leit var gerð um helgina að 27 ára gömlum Reyk- víkingi, Gisla Guðmundssyni, sem hvarf s.l. föstudagskvöld í Staðarsveit á Snœfellsnesi. Leitin bar ekki árangur fyrr en um ellefuleytið í gærmorgun þegar bóndinn á Stekkjarvöllum fann lík Gisla skammt frá bænum Gaul, en bóndinn hafði gengið frá bæ sínum að leita kinda. Gísli og tveir félagar hans úr Reykjavík ætluðu á gæsaskytterí. Lögðu þeir af stað úr Reykjavík á föstudagskvöldið á bílaleigubíl og fóru heim að bænum Stakkhamri í Staðarsveit. Þar fengu þeir lánað- an Rússajeppa og ætluðu á honum að bænum Krossum en þangað liggur jeppaslóð, illfær þó. Þegar þeir áttu skammt eftir að Kross- um drap jbíllinn á sér og var ekki með nokkru móti hægt að koma honum í gang. Ákvað Gísli að snúa við fótgangandi að Stakkhamri að sækja aðstoð. Þetta var um mið- nætti en þá var veður allgott en kalt. Félagar Gísla löttu hann til ferðarinnar en hann vildi freista þess að ná í aðstoð enda kunnugur á þessum slóðum. Félagar Gísla urðu eftir í bíln- um og um morguninn fóru þeir fótgangandi að Stakkhamri. Kom þá í ljós að Gísli hafði ekki komið þangað. Hófst leit að honum eftir hádegi og leituðu 2—300 manns á laugardaginn í slagveðursrigningu og á sunnudag leituðu um 200 manns. Veður var þá betra. Þá leituðu tvær þyrlur úr lofti og sporhundar voru notaðir en árangur varð enginn. Það var svo um ellefuleytið í gærmorgun að bóndinn á Stekkjarvöllum fann lík Gísla í mýri skammt frá bænum Gaul. Virðist sem Gísli hafi villst í myrkrinu og orðið úti um nóttina. Hefur hann gengið í þveröfuga átt við það sem hann ætlaði sér. Leitarflokkar höfðu farið þar um sem líkið fannst en þeir urðu einskis varir. Gísli Guðmundsson var vélvirki að atvinnu og átti heima í Engjaseli 87. Hann var fæddur 15. desember 1952. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Björn L. Jónsson látinn LÁTINN er Björn L. Jónsson, yfirlæknir Heilsuhælisins í Hveragerði. Björn fæddist að Torfalæk á Ásum 4. febrúar árið 1904, sonur hjónanna Jóns Guð- mundssonar bónda þar og Ingi- bjargar Björnsdóttur Leví. Björn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1925, var við nám í heimspekideild Háskóla Islands, en hvarf síðan að námi í náttúru- vísindum við Parísarháskóla. Björn var veðurfræðingur við Veð- urstofu íslands frá 1930 til 1961, en árið 1952 hóf hann nám við Læknadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi árið 1958. Björn stundaði ýmis læknisstörf, var yfirlæknir Heilsuhælisins í Hver- agerði og í stjórn Náttúru- lækningafélags íslands. Björn var kvæntur Halldóru Vídalín og áttu þau tvö börn. Björn L. Jónsson Ingólfur Flygenring látinn INGÓLFUR Flygenring, fyrrver- andi alþingismaður, lézt i Hafnarfirði á laugardag. Ingólf- ur fæddist i Hafnarfirði 24.júní 1896, sonur hjónanna Ágústs Flygenring alþingismanns og Þórunnar Stefánsdóttur. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flensborg árið 1911 og varð búfræðingur frá Hólum árið 1915. Ingólfur var bóndi á Hvaleyri við Hafnarfjörð 1916—1919, stundaði síðar framkvæmdastjórastörf við verzlun og útgerð í Hafnarfirði 1919—1928 og við frystihús og útgerð þar 1918—1968. Hann var landskjörinn varaþingmaður árið 1950 og alþingismaður Hafnfirð- inga 1953—1956. Ingólfur Flygenring var kvænt- ur Kristínu Pálsdóttur. Ingólfur Flygenring Alþýðubandalagið: Fundur um endurskoðun samstarfsyfirlýsingarinnar FRAMKVÆMDASTJÓRN og þingflokkur Alþýðubandalagsins komu saman til fundar i gær, þar sem rætt var um endurskoðun samstarfsyfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar. Ólafur Ragnar Grímsson for- maður framkvæmdastjórnarinnar sagði í samtali við Mbl. í gær- kvöldi, að í samstarfsyfirlýsing- unni væri ákvæði um endurskoðun hennar á árinu 1979 og hefði fundurinn rætt það ákvæði. Ólaf- ur kvaðst ekkert vilja segja að svo stöddu, hvaða tillögur Alþýðu- bandalagsmenn ræddu varðandi endurskoðun samstarfsyfirlýsing- arinnar. Á leiðinni inn i Landmannalaugar var Frostastaðaháis mesti farartálminn en þar hafði snjó dregið i skafla. Svo vel vildi til að f jallabill var staddur i Landmannalaugum, þegar veðrið skall á og gat hann troðið slóð niður hálsinn. Þó áttu aflmiklir fjögurra hjóla bílar í erfiðleikum með að komast upp hálsinn. Gangnamenn á Landmannaafrétti við smalamennsku í Jökulgili sl. sunnudag en Jökulgil er inn af Landmannaiaugum og skerst inn í Torfajökul og Reykjafjöll. Jökulgilsleitin er talin ein erfiðasta fjárleit á landinu. Ljósm. Guðlaugur Tr. Karlsson. Gangnamenn hreppa illviðri GANGNAMENN bæði sunnan- og norðanlands lentu um helgina í erfiðleikum vegna snjókomu og hvassviðris. Á Norðurlandi var fé og hross sums staðar grafið úr fönn í gær og fyrradag og óttast bændur að fé hafi drepist I snjó inn á hálendinu. Gangnamenn úr Bólstaðarhlíðarhreppi sem voru á leið til smalamennsku á Eyvindar- staðaheiði I Húnavatnssýslu kom- ust á laugardal ekki lengra en að Galtará vegna stórhríðar. Var því ákveðið á sunnudag að haida til byggða með það fé, sem þegar hafði smalast og var því réttað í Stafnsrétt í gær en að réttu átti ekki að rétta þar fyrr en á miðvikudag. Ráðgera gangna- menn úr Bólstaðarhliðarhreppi að fara aftur til leita í dag en ekki er víst að unnt verði að rétta aftur í Stafnsrétt fyrr en á fimmtudag. Eins og frá var greint í blaðinu á sunnudag hrepptu gangnamenn á Landmannaafrétti hið versta veð- ur á laugardag og fyrir norðan urðu gangnamenn á Skaga að hætta smölun um tíma vegna veðurs. Sums staðar biðu leitar- menn þess að veðrinu slotaði áður en þeir héldu inn á afréttinn. Þannig urðu gangnamenn í ann- arri leit á Hrunamannaafrétti að bíða í einn dag í byggð vegna veðurs. Gangnamenn, sem fóru frá Skarði á Landi árdegis á laugar- dagsmorgun á þremur bílum, kom- ust inn í Dómadal, sem er mitt á milli Landmannahellis og Land- mannalauga og var þá kominn blindbylur og vikurfok, þannig að ekki var stætt úti. Var bíll sendur úr byggð með kunnuga menn til að vitja um mennina og hitti þá þarna á veginum. Var þá haft samband við hluta gangnamannanna, sem -yaraww Fé Skaftfellinga og Rangæinga dregið i sundur í Landmanna- laugum. Maðurinn. sem heldur í lambið. er Ásgeir Auðunsson á Minni-Völlum, fjallkóngur Landmanna. höfðu farið inn í Landmannalaug- ar á föstudeginum en mjög erfitt var að ná talstöðvar sambandi vegna ókyrrðar í loftinu og einnig brotnaði loftnet í Landmannalaug- um í veðurofsanum. Fjallabíll kom á móti hinum bílunum úr Land- mannalaugum og fylgdi þeim inn eftir. Á sunnudag var komið gott veður á Landmannaafrétti og unnu gangnamennirnir þá upp þá töf sem þeir urðu fyrir á laugardegin- um og eru ekki horfur á að seinka verði Landréttum en þær eiga að verða á föstudag, 23. september. í gær var veghefill sendur inn á afréttinn að sögn Theódóru Sæ- mundsdóttur, húsfreyju í Skarði, til að ryðja snjó af veginum í Dómadal til að auðvelda fjall- mönnum að reka féð fram úr. Einnig var flutningabíll frá Slát- urfélagi Suðurlands á leið inn í Landmannalaugar til að sækja fé Skaftfellinga en venja er að það sé flutt beint til slátrunar þaðan vegna sauðfjárveikivarna. Átti btllinn í nokkrum erfiðleikum með að komast inn eftir vegna ófærðar en þó var gert ráð fyrir að hann kæmist þangað fyrir kvöldið. í gærkvöldi voru gangnamennirnir komnir að Landmannahelli og að sögn Olgeirs Engilbertssonar t Nesholti sem fylgir gangnamönn- um á bíl hafa smalamennskui'nar gengið vel eftir að óveðrinu ai- .aði en færð á afréttinum er víða erfið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.