Morgunblaðið - 18.09.1979, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1979
Hluti þingfulltrúa á XXV. þingi SUS sem haldið var á Hótel Ilúsavík um helgina. Á annað hundrað manns
sóttu þingið. Ljósin: Anders Hansen.
Eflum einn flokk til ábyrgðar
segir í ávarpi XXV þings SUS
ÞING Sambands ungra
sjálfstæðismanna var
haldið á Húsavík um
helgina, eins og kqmið
hefur fram í fréttum. I lok
þingsins var samþykkt
svohljéiðandi ályktun:
íslenzka þjóðin stendur nú
frammi fyrir stærri efnahags-
vanda en nokkru sinni fyrr.
Ástæðan er fyrst og fremst getu-
og úrræðaleysi þeirrar ríkis-
stjórnar sem nú situr við völd.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar mið-
ast eingöngu við að halda áfram
dauðvona samstarfi af ótta við
dóm þjóðarinnar.
Vandamál óðaverðbólgu blasa
hvarvetna við. Staða atvinnuveg-
anna versnar dag frá degi. Ríkis-
JÓN Magnússon var end-
urkjörinn formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðis-
manna á XXV. þingi SUS
sem haldið var á Hóte,l
Húsavík nú um helgina. A
annað hundrað ungir sjálf-
stæðismenn víða að af
landinu sóttu þingið, sem
þótti takast hið besta. Á
þinginu voru samþykktar
fjölmargar ályktanir um
hin ýmsu mál, og mótuð
var stefna Sambandsins
fyrir næstu tvö árin.
Jón Magnússon var sem
fyrr segir kjörinn formað-
ur, en önnur í stjórn voru
kjörin eftirtalin: Þorkell
Fjeldsted, Guðmundur
Þórðarson, Gunnlaugur
Magnússon, Björn J. Arn-
viðarson, Rúnar Pálsson,
Ólafur Helgi Kjartansson,
Magnús Kristinsson, Mar-
grét Geirsdóttir, Þórunn
Lúðvíksdóttir, Fríða
sjóður á ekki lengur fyrir lög-
bundnum útgjöldum og ríkis-
stofnanir eru gjaldþrota. Kaup-
máttur minnkar með viku hverri.
Dauðastríð ríkisstjórnarinnar er
hafið með stórfelldri skattheimtu.
Ungir sjálfstæðismenn skora á
þingmenn stjórnarflokkanna að
hlífa íslenzku þjóðinni við frekara
dauðastríði þessa óheillasam-
starfs. Stjórnarflokkarnir hafa
svikið þau loforð, sem keypti þeim
sigur í síðustu kosningum. Þeir
hafa glatað tiltrú almennings.
Grundvöllur ríkisstjórnarinnar er
því brostinn.
Við íslendingar stöndum nú
frammi fyrir þeim vanda, að
lífskjör eru orðin lakari hér en í
nágrannalöndum okkar. Afleiðing
þess er, að hópar vinnufærra
Islendinga flytjast af landi brott.
Jón Magnússón, formaður SUS.
Proppé, Júlíus Rafnsson,
Árni Bergur Eiríksson,
Bessí Jóhannsdóttir, Er-
lendur Kristjánsson, Björn
Hermannsson, Kjartan
Jónsson, Jón 0. Halldórs-
son, Sverrir Bernhöft, Gísli
Baldvinsson og Gústaf
Níelsson.
íslenzka þjóðin á betri mögu-
leika en flestar aðrar þjóðir.
Vandkvæði þau, sem nú stefna
afkomu okkar og framtíð í hættu
eru öll sprottin af óstjórn og
aukinni ríkisforsjá. Ungir sjálf-
stæðismenn hafa lengi barist gegn
útþenslu ríkisbáknsins og kemur
nú æ betur í ljós, að sú barátta er í
samræmi við hagsmuni þjóðarinn-
ar. Við viljum að einstaklingnum
verði sköpuð aðstaða til að treysta
á eigið framtak og höfnum ríkis-
forsjá.
Ungir sjálfstæðismenn skora á
ríkisstjórnina að segja þegar í
stað af sér. Við hvetjum fólkið í
landinu að efla einn flokk til
ábyrgðar.
Raðhús Seljahverfi
Tilbúiö undir tréverk og máln-
ingu. Til afhendingar fljótlega.
Skipti möguleg á góöri íbúö.
Teikningar á skrifstofunni.
Fokhelt — Raðhús
í Seljahverfi. Innbyggöur bíl-
skúr. Skemmtileg staðsetning.
Til afhendingar fyrrihluta vetrar.
Teikningar á skrifstofunni.
Hamraborg 2ja herb.
Góö íbúð m. bílskýli. Verö 20
millj.
3ja herb. — Kópavogur
Nýleg góð íbúö í blokk. Nánari
uppl. á skrifstofunni.
Vesturbær — Sérhæð
m. bílskúr. Selst í skiptum fyrir
minni eign í Vesturborginni.
Vantar
einbýlishús í Vesturborginni.
Skipti möguleg á úrvalssérhæö.
Höfum kaupendur að:
2ja—6 herb. íbúöum víösvegar
um borgina. Auk þess vantar
okkur verslunar- og skrifstofu-
húsnæöi fyrir fjársterka aðila.
EIGNAVAL »/f
Miðbœjarmarkaðurinn
Aðalstræti 9
sími: 29277 (3 línur)
Grétar Haraldsson hrl.
Slgurjón Arl Sigurjónsson s. 71551
Bjarnl Jónsson s. 20134.
Jón Magnússon endur-
kjörinn formaður SUS
29277
EIGNAVAL
íbúðir til sölu
Hringbraut
Lítil 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja íbúöa húsi (ekki
í blokk) á góöum stað viö Hringbraut. Góður garður.
Suður svalir. Verð um 20 milljónir (einkasala).
Kleppsvegur
Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð í kjallara.
Gluggar aöallega í suður og vestur. Samþykkt íbúö,
lítið sem ekkert niðurgrafin. Útb. um 17 milljónir.
Hraunbær
Rúmgóö 4ra herbergja íbúö á hæð í húsi viö
Hraunbæ. Vandaðar innréttingar. Mikiar viöarþiljur.
Góð útborgun æskileg.
Árni Stefánsson, hrl.
Suðurgötu 4. Sími 14314.
fasteignasalan í Nýja bíóhúsinu, Reykjavik.
Símar 25590, 21682
3ja herb. við Eyjabakka
íbúöin er á 1. hæö. Hugguleg íbúð. Geymsla í íbúöinni. Góöir
skápar. Verö 21—22 millj., útb. 15 millj.
4ra herb. viö Seljabraut
Ca. 110 fm að mestu frágengin. Bílskýlisréttur. Verö 26 millj.,
útb. 17 millj.
Efri hæð og ris — Hellisgata Hafn.
íbúðin er í stelnhúsi meö 4 rúmgóðum svefnherb., stórar stofur.
Óinnréttaö ris yfir íbúöinni. Þarfnast endurbóta. Verð tilboð.
Vantar — Vantar
3ja herb. í Hraunbæ.
5 herb. í efra Breiöholti, helzt pent-house.
350—400 fm iðnaöarhúsnæði á Reykjavíkursvæöinu.
Látiö skrá fasteignina strax í dag.
Mikil eftirspurn.
Jón Rafnar, heimasími 52844.
Guömundur Þóröarson hdl.
Arnarhóll
Fasteignasala
Hverfisgötu 16 a.
Símí: 28311.
Ny þjonusta
hjá Arnarhól
Framvegis munum við gefa seljendum íbúða
kost á því aö teknar veröi myndir af þeim
íbúðum sem veröa í sölu hjá okkur, einnig
munum við gera ítarlega úttekt á íbúöunum,
sem yrði skrásett á þar til gerö eyðublöð, og
hafa teikningar á skrifstofunni þegar því
verður við komið.
Væntanlegir kaupendur gætu sparaö sér
margar skoöunarferöir með því aö koma á
skrifstofu okkar og kynna sér ástand íbúöar
af myndum og úttektareyöublöðum, þannig
gætu væntanlegir kaupendur valiö til skoöun-
ar einungis þær íbúöir sem þeim litist á.
Einnig mun þetta fyrirkomulag veröa til þess
aö seljendur fá einungis heimsóknir frá
líklegum kaupendum sem hafa kynnt sér
ástand íbúðar fyrir skoöun.
Kvöld- og helgarsímar 76288 og 26261.
NYTT SIMANUMER A AFGREIÐSLU